Færsluflokkur: Dægurmál

Náði í skemmtilegar bátamyndir á Vestfjörðum fyrir stuttu

Hér siglir skuttogari Gunnbjörn ÍS-302 á leið til Ísafjarðar. Skipið er með heimahöfn í Bolungarvík. Brúttórúmml. : 407,33. Brúttótonn : 619,83. Lengd(m) : 46,56. Félagið Birnir ehf eiga skipið.

Skuttogari Gunnbjörn ÍS-302

Skuttogari Gunnbjörn ÍS-302 á leið til hafnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á firðinum mátti sjá bátinn Ölduna frá Ísafirði vera að huga að veiðafærum sínum.

Veiðibáturinn Aldan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Heildarafli íslenskra fiskiskipa eykst milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er mynd af Fasteignasölunni Bakka áður en bílskúrinn var byggður

Á nú að fara að brenna húskofan ofan af honum Árna Valdimarssyni vini mínum á Selfossi!

Ætla rétt að vona að það sé ekki að fara að hefjast einhver skálmöld í annars þessum rólega bæ.

Fasteignasalan Bakki á Selfossi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má á myndinni, þá er þegar byrjað að grafa fyrir grunninum að bílskúrnum.

Hér fann ég svo nýrri mynd af Fasteignasölunni Bakka þar sem búið var að reisa umræddan bílskúr.

Fasteignasalan Bakki á Selfossi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Eldur í bílskúr á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akranes virðist vera inn þessa dagana, Grandi að flytja starfsemi sína þangað og Eykt að kaupa lóðir undir nýbyggingar

Akranes virkar á mig eins og flott sjávarþorp þar sem gott er að búa.

Svona lítur Akranes úr lofti þar sem horft er til austurs.

Loftmynd af vitanum með Akranes í baksýn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sjófarendur virðast þurfa meiri leiðsögn þarna en á öðrum stöðum :)

Tveir þekktir vitar á nesinu sem heitir Akranes :) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Slippurinn virðist vera orðin snauður eins og víða í sjávarþorpum í kringum landið

Slippurinn á Akranesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Öll alvöru þorp út á landi eru komin með veglega aðstöðu fyrir hestaíþróttir

Hesthúsahverfið á Akranesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Höfnin á Akranesi

Höfnin á Akranesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Eykt vill byggja við Akranes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

María bítur veiðiuggann af fyrsta Maríulaxinum sínum :)

Hér tekur álft í loftið á Laxá í kjós. Það má sjá að þarna er stór og mikill fugl á ferð sem þarf langa braut til að komast í loftið.

Álft hleypur í loftið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hún María að bíta veiðiuggann af fyrsta Maríulaxinum sínum :)

María að bíta veiðiuggan af fyrsta Maríulaxinum sínum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðstaðan fyrir veiðimenn er öll til fyrirmyndar í veiðihúsinu í Kjósinni

Veiðihúsið við Laxá í Kjós (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Laxinn gengur þrátt fyrir vatnsleysið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband