Færsluflokkur: Pepsi-deildin

NÝJU FÖTIN KEISARANS

Nú blasir skyndilega nakinn sannleikurinn við landsmönnum og dansinn í kringum gullkálfinn síðustu árin virðist vera á enda og þá með skelfilegri afleiðingum en nokkurn þorði að ímynda sér fyrir Íslenskt samfélag. Greinilegt er að hér er víða pottur brotinn.

Nú er vinsælt að koma með bækur til að gera upp spillingarmál af ýmsu tagi á Íslandi. Eftir einhvern ár, þá verður líklega hægt að næla sér í eintak af þessari bók. Bókin yrði líklega hin fróðlegasta lesning um Íslenskt samfélag eins og það er í dag.

Eins og sjá má, þá hefur Davíð náð að safna í kringum sig góðri og öflugri fylkingu af "Já"-liði og er jafnvel talað um náhirð í því sambandi.

Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra, Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson í bankaráði Seðlabankans.

Nýju fötin keisarans, Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra, Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson í bankaráði Seðlabankans.


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. minni á tónleika með Bubba Morteins sem verður við Austurvöll fyrir framan Alþingishúsið klukkan 12:00 þann 8. október vegna efnahagsástandsins.

mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STÆRSTA BANKARÁN ÍSLANDSSÖGUNNAR

Það fór eins og ég hélt, en fyrir viku síðan skrifaði ég þessa athugasemd við blogg hjá Agli Helgasyni þar sem hann var að vísa í hina frægu grein sem Þorsteinn Pálsson ritaði í Fréttablaðið HÉR (hann hefur líklega grunað hvað væri í gangi, enda verið að stefna að sameiningu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins m.m.)

photo
23. september, 2008 kl. 14.25
"Það er áhugavert að horfa yfir sögusviðið (brunarústirnar) þessa dagana. Gæti hugsast að hávaxtastefna seðlabankans sé hluti af stóru plotti og mikilli innri baráttu um peningaleg völd á Íslandi. Hverjir koma til með á endanum að græða á slíku. Það er að heyra að það sé farið að síga á ógæfuhliðina hjá Björgólfi og þá líklega Jóni Ásgeiri líka og fl.

Gæti það verið hluti af þessu stóra dæmi? Það virðist vera algjörlega í höndum á fámennum hópi hvernig krónan er látin dansa upp og niður sem svo veldur því aftur að verðbréf, húsnæðisverð og fl. hrynur með reglulegu millibili og þá koma “réttu” aðilarnir og hirða allt saman á spott prís.

Fróðlegt væri að vita hvaða hlutverk Davíð hafi í slíkum leik?

Peningar virðast því miður vera farnir að stjórna “aðeins of miklu” á Íslandi í dag, það er í það minnsta búið að sanna sig margoft hvað varðar Borgarstjórn Reykjavíkur og þó er það aðeins lítil hluti af heildar dæminu.

... og svo má ekki gleyma einu, almenningur verður látin borga það sem svona barátta kemur til með að kostar eins og svo oft áður!"


Síðan birti ég þessa mynd hér í gær og það var varla liðin ein mínúta áður en að það kom athugasemd á blogginu hjá mér frá sjálfskipuðum varðmönnum ákveðins miðils og valdi ég að fjarlægja þá myndina af blogginu hjá mér tímabundið á meðan ég var að greiða úr flækjunni. En lesa má nánar um þá annars skemmtilegu lesningu hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/655397/

En svona lítur hin fræga mynd út af RÁÐAMÖNNUM þjóðarinnar og vilja sumir meina að heilum banka hafi verið rænt fyrir framan augunum á alþjóð.

Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, Kjartan Gunnarsson í stjórn Landsbankans og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson í bankaráði Seðlabankans.

Ég heyrði að Össuri hefði verið troðið í skottið á bílnum því hann hefði verið svo óþekkur. Að vísu var pínu erfitt að loka skottinu en það hafðist þó að lokum þegar félagarnir tóku sig saman, allir sem einn og hossuðu sér á skottlokinu. Það er greinilega ýmislegt hægt þegar viljinn er fyrir hendi (Umrædd notkun á myndinni var veitt með góðfúslegu leyfi Róberts Reynissonar stjörnuljósmyndara m.m.)


Þessa stundina er líklega að renna tvær grímur á þjóðina sem er líklega að vakna upp við vondan draum og í raun að verða vitni að stærsta bankaráni Íslandssögunnar og líklega þarf að leita langt út fyrir landssteinanna til að finna rán að svipaðri stærðagráðu!

Á meðan les almenningur fréttirnar um að Ingibjörg Sólrún sé á spítala og Þorgerður Katrín klappstíra í útlöndum og fyrirsagnir í fjölmiðlum í þessum æsifréttastíl:

Mogginn og Fréttablaðið gangi í eina sæng.

Endalok Baugsmiðils: Fbl undir Mbl

Hluthafar Glitnis tapa 205 milljörðum króna

Jón Ásgeir reiður vegna yfirtöku

Möguleg sameining Landsbankans og Glitnis rædd. Landsbankamenn ræddu við Geir
(og líkið ekki einu sinni farið að kólna)

og það síðasta í þessum leik verður líklega skjót sameining bankanna svo að gjörningurinn eða plottið verði yfirstaðið áður en fólk áttar sig á því sem gerst hefur!

Hér má svo sjá Glitnis banka sem er verðandi Landsbanki. En hluthafar hafa tapað meira en 205 milljörðum eftir atburði helgarinnar.

Loftmynd af Glitnisbanka í Reykjavík við Sæbraut. Picture of Glitnisbank in Iceland that will soon be Landsbanki of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Glitnis banka sem er verðandi Landsbanki. En hluthafar hafa tapað meira en 205 milljörðum eftir atburði helgarinnar.

Loftmynd af Glitnisbanka í Reykjavík við Sæbraut. Picture of Glitnisbank in Iceland that will soon be Landsbanki of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurningin er, hvað græðir Samfylkingin á þessu? Það er annars með ólíkindum að þar þegja þingmenn þunnu hljóði sem einn maður. Hvar er Björgvin viðskiptaráðherra núna? Spurning hvort að hér sé að kenna um reynsluleysi eða þá að sumir flokksmenn hafi hreinlega ekki fattað hvað hér væri í gangi. Það kom hvað mest á óvart að Steingrímur J. var samþykkur þessu öllu saman. Það bókstaflega kinkuðu allir kolli. Hefði Alþingi ekki átt að koma saman og ræða þessi mál með aðeins gagnrýnum hætti ... frá öllum hliðum?

Og svo í lokin, þá á ekki að vera nokkur fræðilegur möguleiki á að reka banka á Íslandi í þrot miða við þær gósenaðstæður sem þeim hefur verið búin af stjórnvöldum á Íslandi í gegnum árin!

Annars áhugavert að sjá að spá mín skuli vera að rætast þó með mun alvarlegri hætti en nokkurn þorði að vona fyrir fjölmiðla- og bankastarfsemi landsins.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Telur Stoðir ekki fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDIN FRÆGA - HÉR ERU RÁÐAMENNIRNIR

Það fór eins og ég hélt að það væri eitthvað mikið í gangi á bak við tjöldin.

Stjórnmál snúast um völd. Vaxtastefna (valdastefna) Davíðs og Seðlabankans er að skila sér. Hvað er þægilegra en að láta Ríkið yfirtaka bankann og láta svo réttu aðilana stjórna bankanum.

Hvaða samkeppnisaðilar eru stærstu viðskiptavinir Glitnis?

Ég segi bara eins og gamla kerlingin "Svona á að fara að þessu strákar".

Við nánari skoðun á hinni frægu ljósmynd, þá hefur komið í ljós að það voru fleiri í bílnum, en með hjálp nútíma tækni þá komu þessir herramenn líka í ljós. Einnig fréttist af miklum óhljóðum úr skottinu á bílnum og vildu sumir meina að þar væri sjálfur Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra niður komin!

Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, Kjartan Gunnarsson í stjórn Landsbankans og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson í bankaráði Seðlabankans.

Ég heyrði að Össuri hefði verið troðið í skottið á bílnum því hann hefði verið svo óþekkur. Að vísu var pínu erfitt að loka skottinu en það hafðist þó að lokum þegar félagarnir tóku sig saman, allir sem einn og settust á skottlokið. Það er greinilega ýmislegt hægt þegar viljinn er fyrir hendi (Umrædd notkun á myndinni var veitt með góðfúslegu leifi Róberts Reynissonar stjörnuljósmyndara m.m.)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband