Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

EKKI AÐ SPYRJA AÐ DÖNUM

Danir ætla ekki að gefast upp við að ráðast á sína fyrrum nýlenduþjóð sem á sínum tíma braust frá örbyrgð til velsældar eða ofneyslu eins og sumir segja.

Þekkt er hvernig Den Dansk Bank spilede en stor rolle þegar Færeyjar voru nánast settir á hausinn með aðstoð þess merka banka.

Ætli sé verið að reyna eitthvað svipað gegn Íslendingum þessa dagana


mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LAUFÁS KIRKJUSTAÐUR - MYNDIR

Í Laufási í Grýtubakkahreppi hefur verið byggð upp flott aðstaða fyrir ferðamenn og er í dag rekið þar kaffihús, safn og falleg kirkja.

Hér má sjá flott samkomuhús sem býður upp á kaffi og heimabakað bakkelsi eins og það gerist best í sveitinni.

Kaffihús og samkomuaðstaða fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Laufási er uppgerður torfbær sem gerður hefur verið að myndarlegu safni

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auk kaffiaðstöðu, þá geta ferðamenn keypt ýmsan varning og íslenskt handverk í Laufási

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar inn í bæinn er komið, þá má sjá húsgögn og annan búnað frá byrjun síðustu aldar

Húsgögn frá byrjun síðustu aldar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna má sjá uppgert hlóðaeldhús að íslenskum sið, en svona eldhús voru til í mismunandi útfærslum

Hlóðaeldhús að gömlum íslenskum sið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Allur matur var unnin á heimilinu og hér má sjá aðstöðuna þar sem ýmsar vörur voru unnar úr kúamjólkinni.
Hér var rjóminn skilin frá mjólkinni og eftir sat undarennan sem var notuð til drykkjar, skyrframleiðslu og til að geyma súrmat í.
Úr rjómanum var strokkað smjör og einnig var búinn til ostur ásamt öðru góðmeti.

Aðstaða til að vinna ost, smjör, skyr og fl. úr kúamjólk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki langt síðan svefnaðstaða flestra Íslendinga leit svona út. Svefnherbergi þess tíma var kallað baðstofa.

Baðstofa á safninu í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Laufáskirkja björt að innan, snyrtileg og einföld að allri gerð.

Laufáskirkja í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Handverk frá sveitungum er selt í byggingu sem er til hliðar við safnið

Handverk og hannyrðir eftir sveitunga í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin, þá má sjá hér loftmynd af svæðinu sem um ræðir í fréttinni sem deilurnar snúast um

Loftmynd af Laufási í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að kirkjunnar menn láti fjölskylduna ekki út á guð og gaddinn og sýni sitt kristilega innræti í þessu máli.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÓÐIR MÍN VERÐUR 70 ÁRA 24. DESEMBER!

Mikið hlýtur það að vera hræðilegt að eiga afmælisdag 24. desember!

En þannig er því nú farið með hana móður mína, Kristjönu Kjartansdóttur.

Hún hefur í raun aldrei átt afmæli svo heitið geti og er ástæðan vel skiljanleg.

Hér er mynd af henni móður minni að láta skýra nöfnu sína Kristjönu Ásu Þórðardóttur.

Sr Pálmi Matthíasson skírir Kristjana Ása Þórðardóttir 15 júlí ‘06 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég verð því miður ekki á landinu þegar þessi merki viðburður rennur í garð hjá henni.

Fyrir utan það að hafa eignast mig, þá á hún til viðbótar 2 stráka, Þórð Jóhann og Valgarð og 3 stelpur, Fanney, Dröfn og Kolbrúnu!

Hún bað mig um að koma á framfæri að það verður morgunkaffiboð hjá henni að morgni 24. Desember fyrir þá sem vilja heiðra hana með nærveru sinni.

Og þar sem jólin eru að koma þá er spurning um að láta þessar myndir hér tala sínu máli. En þær eru af friðarsúluni í Viðey sem er listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon

Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að lokum langar mig til að óska öllum bloggvinum mínum Gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári.

Þakka ykkur fyrir skemmtilega umræður á árinu og fyrir frábæra jólagjöf sem er:

100.000

innlit á síðuna mína á hálfu ári!

Jólakveðja og til hamingju með afmælið

MAMMA

.


Einnig vil ég óska tvíburasystur hennar, Unni Kjartansdóttur til hamingju með afmælið.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Allir eigi samastað um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FALLEGAR MYNDIR ÚR MOSFELLSDALNUM

Hér koma nokkrar fallegar myndir úr Mosfellsdalnum. Ég vona svo að myndirnar slái aðeins á þann heimilisóróa sem er að stressa blessað fólkið svona rétt fyrir jólahátíðina.

Það er skiljanlegt að það ætli allt um koll að keyra, því það er að mörgu sem þarf að huga á síðustu dögunum. Kaupgleði Íslendinga hefur aldrei verið eins fjörug og þessa daganna.

Líklega er mesta vandamálið að finna upp á einhverju nýju til að kaupa :)

Hér má sjá fallega kirkju sem ég efa ekki að Mosfellingar muni sameinast í.

Mosfellskirkja í Mosfellsdal er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikið er um að farið sé á hestbak í dalnum og má þar finna margar skemmtilegar reiðleiðir

Fólk á hestum í Mosfellsdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef tími gefst til yfir jólahátíðina, þá má fara og skoða safn Halldórs Kiljan Laxness sem er að bænum Gljúfrasteini.

Safn Halldórs Kiljan Laxness á bænum Gljúfrasteini (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin fyrir þá sem vilja fara í smá gönguferð, þá er þessi fallegi foss ekki langt frá Gljúfrasteini.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir utan hestamennsku, þá er fínn gólfvöllur í dalnum og svo er spurning hvort að að verði hægt að opna svæðið í Skálafelli vonandi aftur ef snjórinn kemur aftur.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umsátur í Mosfellsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKEMMTILEG TILVILJUN - BÍLNÚMER

Félagi minn frá Danaveldi var í heimsókn hér á klakanum fyrir nokkrum dögum. Við vorum búnir að mæla okkur mót en Þar sem að hann var bíllaus, þá varð úr að ég skutlaðist eftir honum svo að við gætum farið á kaffihús og spjallað aðeins saman.

Þar sem að ég bíð fyrir utan hús í vesturbænum eftir honum, þá verður mér starsýnt á bíl sem er í stæðinu fyrir framan mig.

Á númeraplötunni er nafnið "SIGSIG" og það vill svo til að félagi minn heitir sama nafni eða Sigurður Sigurðsson.

Númeraplata á bíl með SIGSIG (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það fyrsta sem að ég spurði eftir þegar hann var sestur inn í bílinn hjá mér var hvort að hann ætti ekki bílinn fyrir framan. En svo reyndist ekki vera. Ég var ekki lengi að taka mynd af númeraplötunni fyrir félagann.

En svona geta tilviljanirnar stundum verið ótrúlegar :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Blátt bann við dónalegum bílnúmerum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER LÍKA HRIKALEGA VONSVIKINN!

Er ekki orðið spurning hvort að ríkisstjórnin þurfi ekki að fara að huga betur að fjölskyldu- og barnvænna umhverfi hér á Íslandi?

Ef að ráðamenn nenna ekki að HLUSTA og taka ILLA EFTIR og setja sig á háan stall eins og hún Þorgerður okkar, þá er ekki von á góðu.

Hér er frétt af Menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, á íslenskum vefmiðli fyrir stuttu.

Eitthvað virðist dómarasætið vefjast fyrir henni Þorgerði þessa dagana!


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í frétt á http://www.eyjan.is/ fyrir stuttu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er maður í smá áfalli yfir því að það eigi að leggja niður kennslu í dönsku. Hvaða skjól hafa þá kúgaðir íslenskir flóttamenn í framtíðinni þegar búið er að taka af þeim dönskuna líka?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vonsvikin með PISA-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fnjóskadalur, Grenivík, Laufás, Dæli - Myndir

Það er með ólíkindum að einstaklingar þurfi að standa sjálfir í svona framkvæmdum og geta ekki sótt í neina sjóði eða styrki til svona framkvæmda. En Geir Árdal, bóndi í Dæli í Fnjóskadal, er að ljúka við lagningu ljósleiðara heim að bænum fyrir eigin reikning – alls rúmlega 7 kílómetra leið.

Hér sést upp Fnjóskadal í áttina þar sem bærinn Dæli er

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo niður að Grenivík og Svalbarðsströnd

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést niður að Grenivík og fremst í myndinni má sjá Laufás og ósa Fnjóskár

Grenivík, Laufás, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er spurning hvort áhrif framsóknarmanna séu að dvína á svæðinu. En stór framsóknarætt á ættir sínar að rekja til Grenivíkur.

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Leggur eigin ljósleiðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá öll "harða" fjölskyldan komin í embætti og þar með á ríkisjötuna?

Spilling er víða í okkar samfélagi og það er auðvita slæmt þegar hún er svona augljós eins og í þessu tilfelli. En samfélag okkar er lítið og það er talið að þeir sem fá vinnu hér á landi sé um 80% í gegnum svona tengsl. Það er auðvita slæmt því að það er til fullt af hæfu fólki með langa menntun að baki sem horft er fram hjá í tilfell eins og þessu.

Svo er annað að börn, vinir og ættingjar slíkra ráðamanna hafa verið ráðin út um allt í þessu kerfi okkar sama hversu hæft þetta fólk er í viðkomandi störf. Fyrir utan siðblinduna í upphafi, þá koma reglulega upp spillingarmál og þá getur það tekið mörg ár að grassera áður en nokkuð er að gert. Enda vel þekkt að það er passað vel upp á sína í slíku kerfi.

Annars merkilegt að þeir sem berjast hvað harðast fyrir sjálfstæði og einstaklingsframtaki skuli sitja hvað harðast á ríkisjötunni með alla sína vini, börn og ættingja og sjá ekkert athugavert við það að ríkiskassinn er blóðmjólkaður á ofurlaunum og af hverskyns gæluverkefnum þessu fólki til handar.

Merkilegt hvað ríkisbáknið og skattpíning vex mikið annars undir stjórn þessara sömu manna.

Þetta er því miður Ísland í dag.

Mynd sýnir Ingu Jónu Þórðardóttur að störfum.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. það vill svo til að ég á sjálfur slatta af börnum og það væri nú ekki amalegt að vera í svona fínni aðstöðu að geta úthlutað gælustöðum fyrir þau seinna meir út um allt í kerfinu!
mbl.is Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband