Færsluflokkur: Bloggar
20.7.2007 | 14:05
Hornvík - myndir og kort
Hornvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá loftmynd af Hornbjargi
Hornbjarg (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af Hælavíkurbjargi, Hornvík og Hornbjargi.
Hælavíkurbjarg, Hornvík og Hornbjarg (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Slösuð kona sótt í Hornvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 07:52
Myndir - Hafnarfjörður miðbær
Viðbygging við kirkjuna í miðbæ Hfanarfjarðar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Höfninni í Hafnarfirði hefur stækkað mikið eins og sjá má
Loftmynd af höfninni í Hafnarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo byggingar sem notaðar voru fyrir fiskverkun að víkja fyrir íbúarhúsnæði!
Uppbygging á miðbænum í Hafnarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Tekist á um turna í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 06:49
Kleppsvegur - Myndir og saga
Loftmynd af Kleppsveg (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Kleppsveg og Sæbraut má finna fallegt svæði sem heitir Laugarnes. Jörðin Laugarnes var eitt þriggja stórbýla á "Seltjarnarnesi". Hinar eru Vík (Reykjavík) og Nes við Seltjörn. Lauganesjörðin var stór, hún náði þvert yfir ,,Seltjarnarnesið.
Árið 1898 var reistur holdsveikraspítala í Laugarnesi, þar hefur verið braggahverfi og herinn verið með aðstöðu, frægur kirkjustaður og íbúðarbyggð. Nú má finna þar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og nokkur íbúðarhús.
Loftmynd af Laugarnesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frægur Íslenskur kvikmyndaleikstjóri býr á þessum stað og hafa verið miklar deilur um svæðið. En á svæðið hefur verið safnað miklu dóti frá ýmsum kvikmyndarafrekum leikstjórans og þar innan um hefur myndast mikið fuglalíf.
Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og íbúi á Laugarnestanga (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars er mjög áhugaverður linkur um kvikmyndagerð á íslandi HÉR
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hávaðasamt á Kleppsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað veldur?
Upplausn á því fjölskylduformi sem við höfum lengst af búið við í gegnum aldirnar er að breytast.
Börn og gamalmenni sett á stofnanir á meðan restin vinnur fyrir landsins gagni og nauðsynjum.
Væri ekki ráð að sameina leikskóla og öldrunarstofnanir?
Þessir unglingar í dag hefðu gott að því að hlusta aðeins á þá sem eldri eru.
:)
Ömmu hent á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2007 | 07:43
Fram til þessa hafa minnisvarðar reistir konum í Reykjavík verið nánast nafnlausir.
Það eru mjög fá dæmi um að minnisvarðar reistir í nafni kvenna hafi verið reistir til heiðurs ákveðnum konum. Ef minnisvarðar karla eru skoðaðir, þá er ekki þverfótað fyrir þeim í borginni.
En sjálfsdýrkun karla hefur því miður verið meiri meðal karla en kvenna í gegnum tíðina.
Hver ætli sé ástæðan?
Minnisvarði um Bríeti mun rísa í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
En þar kom Arngrímur "einkaflugmaður" hjá Atlanta fljúgandi inn á stærstu einkaflugvélinni inn á svæðið (747) árið 2002 :)
Í fylgd með honum var full vél af flugáhugamönnum frá Íslandi.
Loftmynd af svæðinu tekin úr þyrlu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á einu af mörgum flugsöfnum á svæðinu mátti sjá þessa frægu flugvél.
Mynd af Spirit of St. Louis sem var á sýningunni. En Charles Lindbergh var fyrstur til að fljúga yfir Atlantshafið einn frá New York til Paris á þessari vél. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvað hefur komið upp á hjá Grænlandsförunum sem eiga að vera með margfallt betri græjur að öllu leiti miða við hvað Lindbergh hafði í sínu flugi.
En veit einhver hvaða bíll þetta er? Eða er þetta flugvél?
Hér má sjá bíl sem smíðaður var fyrir myndina " The Man With the Golden Gun" (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En James Bond, eða 007 fékk þennan sérsmíðaða bíl frá Taylor nokkrum sem hannaði þennan bíl á sínum tíma og kallaði Aerocar
Og svo hér í lokin, þá má sjá flotta hönnun á flugvél þar sem vængurinn er hringur utan um vélina
Flugvél með hringvæng (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En James Bond, eða 007 fékk þennan sérsmíðaða bíl frá Taylor nokkrum sem hannaði þennan bíl á sínum tíma og kallaði Aerocar
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Loftfar brotlendir á Grænlandsjökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.7.2007 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 08:13
Nýjar loftmyndir af svæðinu við Úlfarsfell
Loftmynd af nýju byggingarsvæði undir Úlfarsfelli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Önnur lóðaúthlutun í Úlfarsárdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 07:18
Lít við í Landmannalaugum í dag - frábær staður
Hægt er að fara í 1 kl.st. göngu frá skálanum um Laugarhraun sem flestir ættu að geta gengið. Þó ber að passa sig þegar verið er að klöngrast í gegnum úfið hraunið.
Gengið til baka eftir gilinu sem liggur á milli Bláhnjúk og Laugahrauns (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópur á leið yfir úfið Laugarhraunið á leið niður í gilið sem liggur á milli Bláhnjúks og hraunsins.
Danskur ferðahópur á göngu í Laugahrauni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessu korti má sjá Landmannalaugarsvæðið og er ég búinn að teikna inn á 3 vinsælar stuttar gönguleiðir sem liggja frá svæðinu. Gula leiðin er sú sem flestir fara og auðveld fyrir þá sem treysta sér ekki í erfiða fjallgöngu. Bláa Leiðin er sú sem er vinsælust upp á tindinn Bláhnjúk. En mín uppáhaldsleið er að fara þá rauðu. En þar er gengið í gegnum gríðarlega fallegt gil og mikla litadýrð.
Yfirlitskort yfir Landmannalaugar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Minn uppáhalds staður er að fara upp á Bláhnjúk og er hægt að komast þar upp eftir 3 leiðum
Gengið upp Bláhnjúk að vestanverðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn ljósmyndarinn búinn að koma sér fyrir fram a ystu nöf - En hann er á berggangi sem gengur út úr Bláhnjúki til suðurs.
Myndað ofan af Bláhnjúki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í laugum getur mannfjöldinn orðið gríðarlegur og verður fólk að tjalda á beru grjótinu
Tjaldað í Landmannalaugum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Allir verða að prófa að fara í heitu laugina sem er heitt vatn sem rennur undan hrauninu
Farið í bað inni í Landmannalaugum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessa daganna er verið að reisa nýtt "Lúxus" hús fyrir skálaverði þar sem gert er ráð fyrir öllum nútímaþægindum.
Það þarf að spara á öllum stöðum - hér er verið að reisa innflutt hús. Spurning hvernig það muni reynast í vetrarhörkum inni á hálendinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flott er að panta nýveiddan silung í Fjallabúð. En hann er vafin inn í álpappír og kryddaður með sítrónupipar. Nóg er að hafa hann á grillinu 3-4 mín hvora hlið.
Á staðnum er flott kaffihús sem er í 2 gömlum bílum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og í lok ferðar er að sjálfsögðu lagt flott á borð og nýveiddur silungur snæddur
ánægð fjölskylda á ferð yfir Fjallabak-Nyrðra (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hálendið hefur sérstakt seiðmagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 08:38
Aðferð til að bjarga miklum fjármunum
Spurning hvort að það borgi sig ekki að fara STRAX með Þyrluna og leggja hana í bleyti í Kleifarvatn í 2-3 daga. Til að varna skemmdum á viðkvæmum búnaði, þá þarf að skola út saltvatnið. Síðan yrði næsta mál að taka hana í sundur og þurrka.
En líklega kafnar málið í skrifræði kerfisins!
:)
TF-Sif komin á land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.
Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!
Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Íslandi eru til margir leyndir og fallegir staðir sem aðeins fáir vita um.
Einn er sá staður sem mér er meira hugleikinn þessa daganna. En það er skarðið á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls sem er fyrir suðvestan Langjökul.
Ég hef mikið velt fyrir mér hvernig hægt er að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu. Finna þarf svæði sem hefur gott aðgengi og jafnframt með góða nýtingarmöguleika.
Þetta svæði býður upp á marga ótrúlega spennandi kosti ef vel er skoðað.
Spurning um að koma fyrir fjallaskála eða stóru háfjallahóteli uppi við suður jaðar Geitlandsjökuls í svipuðum stíl og gert er uppi í Jöklaseli í Vatnajökli. Bara allt mun stærra.
Þar væri hægt að þróa ýmsar skemmtilegar hugmyndir.
Eins og nýtt framtíðar heilsársskíðasvæði fyrir íslendinga og jafnvel búa til skíða- og háfjallaparadís.
Hugmyndin gengur út á eftirfarandi og mætti kalla "The Golden Circle Delux" leið
1) Húsi ásamt aðstöðu yrði komið fyrir uppi í ca. 1140 metra hæð rétt austan við Presthnjúk í jaðri Geitlandsjökuls.
2) Síðan yrði ÖLL skíðaaðstaða fyrir stór Reykjavíkursvæðið flutt á þetta nýja svæði. Eða með öðrum orðum að leggja niður Bláfjalla- og Skálafellssvæðið sem skíðasvæði! En það verður að viðurkennast að bæði þessi svæði hafa nýst frekar illa síðustu 3-4 árin og eru á kolröngum stað. Nú þegar er gríðarlega háum fjárhæðum varið árlega í uppbyggingu á þessum tveimur svæðum.
3) Lögð yrði ný leið eða hringleið sem færi frá Kaldadal yfir á línuveginn rétt við Hlöðufell og hún gæti svo haldið áfram niður á Gullfoss og væri þá komin nýr og endurbættur Gull hringur.
Töluvert óhagræði er í núverandi Gullna hring ef þarf að fara á jökul eða sleða en þá bætast við 2 x 35 km ef menn ætla upp í Skálpa á vélsleða og sú leið er oft gríðarlega erfið og ópraktísk inn að jökulsporðinum. Venjulega er þessi leið um 310 km þegar farin er Gull hringurinn líka!
Núverandi Gullhringur er um 240 km sem tekur ca. 3 kl.st. í keyrslu plús tími sem fer í stopp. Eins og sjá má á myndum, þá myndi bætast fullt af nýjum áhugaverðum svæðum fyrir ferðamanninn til að skoða. Þar mætti nefna stórfenglegt hálendi og flotta jöklasýn. Keyrt yrði með jökuljaðrinum og flottum fjöllum, vötnum, sandauðnum og fl. og væri jafnvel hægt að taka stóran og flottan fjörð í sömu leið ef lagður yrði vegaspotti niður frá Kaldadal niður í Hvalfjörð.
Ef farin yrði þessi nýja leið, þá er Þórisdalsleiðin um 18 km + 30 km niður að Gullfossi + til Rvk 124 km en við bætis svo leiðin um Mosó upp Kaldadal um 88 km eða samtals 270 km leið sem yrði þá hinn nýi Gullni-delux-hringur eða +30 km lengri leið en eldri hringleið og jafnframt með möguleika á mun fjölbreyttari dagskrá fyrir ferðamenn. Sparnaðurinn fyrir þá sem vildu komast á jökul yrði 310 - 270 km = 40 km miða við að fara upp í Skálpa sem er mikið fram og til baka keyrsla (70 km).
Að auki myndi sama aðstaða nýtast hvort sem verið væri að fara í Borgarfjörðinn um Kaldadal eða inn á Gullfosssvæðið og fullt af búnaði og aðstöðu myndi samnýtast margfalt betur - Allt árið :)
Eins og staðan er í dag þá er verið að aka til skiptis upp í Skálpa eða Jaka eftir því hvernig jökulinn hagar sér og eru bæði þessi svæði orðin mjög erfið í lok sumars.
Ef skoðað eru kort af Geitlandsjökli, þá má sjá 10-15 mög flottar og langar skíðabrekkur nánast allan hringinn ofan af 1300 metra háum jöklinum og þar er snjór sem er ekki að fara neitt á næstunni.
Þetta þýðir að það er hægt að renna sér niður úr ca. 1300 metra hæð niður 6-700 metra hæð sem gefur hæðamismun upp á 6-700 metra og brekkur sem eru allt að 10 km langar til að renna sér niður - ALLT ÁRIÐ!
Í Skálafelli er verið að renna sér úr 600 metrum niður í 400 metra sem er ca. 200 metra hæðamunur og í Bláfjöllum er verið að renna sér úr 610 metrum niður í 450 metra sem er ca. 160 metrar hæðamunur! Nú er spurning hvort að hægt sé að láta "Ís"-land ná að standa einu sinni undir nafni og verða loksins alvöru skíðaland sem yrði sambærilegt því sem best þekkist í útlöndum?
Vegalengd frá Reykjavík í Bláfjöll er ca. 35 km og í Skálafell ca. 33 km en á nýja svæðið yrði sú vegalengd um 99 km. Á móti kemur að svæðið er hægt að nýta nánast allt árið.
Leiðin upp Kaldadal er þegar orðin að hluta til mjög fínn heilsársvegur og þarf því ekki að leggjast í miklar vegaframkvæmdir eins og staðan er í dag.
Í fyrsta áfanga þyrfti að leggja nýjan upphækkaðan veg inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og klára svo Kaldadalsleið upp að þeim afleggjara sem er um 23 km. En mig grunar að sá kafli sé nú þegar komið á áætlun vegamála.
Hér er kort af svæðinu stækkað nánar
Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á
Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér koma svo myndir sem sýna þversnið af mögulegum skíðabrekkum á svæðinu. En þar sem möguleikar eru svo margir, þá sýni ég aðeins 10 fyrstu skíðabrekkurnar
Þversnið af skíðabrekku-1 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá eru þessar brekkur allar flottar og aflíðandi
Þversnið af skíðabrekku-2 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þversnið af skíðabrekku-3 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þversnið af skíðabrekku-4 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þversnið af skíðabrekku-5 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þversnið af skíðabrekku-6 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þversnið af skíðabrekku-7 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þversnið af skíðabrekku-8 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þversnið af skíðabrekku-9 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þversnið af skíðabrekku-10 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Gröfur og grjót taka á móti skemmtiskipagestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.7.2007 kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)