Flott framtak hjá Kaupþingsmönnum - Myndir

Laugardalsvöllur og svæðið í kring fer í gegnum stöðugar endurbætur þessa daganna.

Laugardalsvöllurinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Laugardalsvöllurinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. það er á svona stundu sem þessir frægu eigað mæta á svæðið með stæl eins og Elton og co.


mbl.is Undirbúningur Kaupþingstónleika í fullum gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnarfjörður miðbær - Myndir

Miðbær Hafnarfjarðar. Hér má sjá dæmi um vel lukkaða hönnun á viðbyggingu við kirkjuna

Viðbygging við kirkjuna í miðbæ Hfanarfjarðar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Höfninni í Hafnarfirði hefur stækkað mikið eins og sjá má

Loftmynd af höfninni í Hafnarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo byggingar sem notaðar voru fyrir fiskverkun að víkja fyrir íbúarhúsnæði!

Uppbygging á miðbænum í Hafnarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Stórhýsi kynnt í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálfti upp á 3.5 á Richter á Tjörnesbeltinu

Það virðist vera mikið um umbrot í gangi á jörðinni þessa dagana og er þá sama hvort er litið til fjármálamarkaðarins eða jarðfræðinnar.

Hér má svo sjá staðsetninguna á upptökum skjálftans út af Tjörnesbeltinu sem að ég var búinn að reka augun í í gær?

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má m.a. sjá virkni á Mývatns- og Tjörneskortunum eins og þessar myndir sýna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En eins og sjá má þá er mikil virkni á fleiri svæðum og hér má sjá jarðskjálftaóróan við Upptyppinga.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegt er að það sé kvika að þrýsta sér upp á yfirborðið á þessu svæði. En ekki er annað að sjá en að virknin síðustu kl.st. er orðin mjög mikil.

Ef það kæmi stórgos á þessu svæði, þá gæti myndast stór dyngja í anda Trölladyngju eða Skjaldbreiður á mjög löngum tíma. En líklegt yrði um að ræða gos í anda Kröflu eða Lakagíga eða einskonar sprungugos.

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga

Kort af svæði við Öskju, Herðubreið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.

Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálfti við Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnarhúsið við Tryggvagötu - Myndir

Í þessu þekkta húsi eru ýmsar stofnanir eins og Listasafn Reykjavíkur og svo Samgönguráðuneytið m.m.

Hafnarhúsið við Tryggvagötu

Listasafn Reykjavíkur og Samgönguráðuneytið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hafnarhúsið selt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar kemur þessi olíuhreinsistöð til með að rísa? Mynd + kort

Ég vona að ég sé að fara með rétt mál hér. En nafnið Hvesta hljómar nú ekki beint kunnuglega. Staðurinn er um 6 km frá Bíldudal.

Fínar myndir ásamt loftmynd af svæðinu með örnefnum má einnig sjá hér (ef klikkað er á gulu punktana á sumum myndanna, þá koma upp örnöfnin sem er undir viðkomandi punkt):

http://www.mr.is/~gk/hvesta/hvesta.htm

En myndirnar sem linkurinn vísar á eru unnar af Guðbjarti Kristóferssyni

Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur.

Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo kort af má Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn

Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig .... !

"Ekki benda á mig" eru orð sem eiga vel við í þessu tilfelli :)



Smellið á mynd til að fá nánari upplýsingar


Þarf að segja meira?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Sturla: Aldrei gefin fyrirmæli er áttu að geta leitt til núverandi niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá styttist í það að Vatnajökull verði stærsti þjóðgarður í Evrópu

Vatnajökul og svæðið í kringum hann er líklega einstakt í heiminum. Jökulinn er stærsti jökull Evrópu (rúmmál) og þarna er gríðarlegt ísmagn samankomið á einn stað eða um 4000 km³ sem þekur um 8100 km² lands.

Þarna má finna virkustu eldfjöll landsins, hæsta fjall landsins, Jökulsárlónið, Grímsvötn, Kverkfjöll, flotta íshella, háhitasvæði, eitt mesta regnsvæði heimsins, stærstu sanda landsins, hamfarahlaup og svona mætti lengi telja.

Nú stendur til að gera Vatnajökul af þjóðgarði. Svæðið mun þá ná yfir 15.000 ferkílómetra eða sem samsvarar 15% af yfirborði Íslands og verða þar með stærsti þjóðgarður í Evrópu.

Þarna má finna fjölbreytta möguleika fyrir ferðamenn eins og að ganga á Hvannadalshnjúk hæsta fjall landsins 2110 m hátt. Skaftafellssvæðið býður upp á fjölda gönguleiða eins og Svartafoss, Kristínartindar og Mossárdal. Fara má flotta 4x4 leið upp í Jöklasel þar sem hægt er að fara í jeppaferðir inn á jökul og komast á vélsleða. Fara má í magnaðar gönguferðir um Lónsöræfi þar sem jarðfræðin er ótrúleg á þeirri leið. Ég mæli sérstaklega með heyvagnaferðir út í Ingólfshöfða, ógleymanleg upplifun.

Horft upp eftir Svínafelljökli þar sem verið er að fljúga upp jökulinn í átt að Hvannadalshnjúk (2110m) hæsta fjalli landsins.

Skriðjökulinn Svínafelljökull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á stærsta skriðjökli landsins, Breiðamerkurjökull, má sjá jökulruðninga sem er grjótsvarf af fjallstindum sem liggja ofar á jöklinum.

jökulruðningar í Breiðamerkurjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óhætt er að segja að Svartifoss er ein vinsælasta náttúruperlan í Skaftafelli, en í Skaftafell koma tæp 200 þúsund ferðamenn á ári.

Svartifoss í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gönguleiðin upp að Kristínartindum er vinsæl gönguleið og er útsýnið þaðan stórfenglegt.

Kristínartindar í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flott vinsæl gönguleiðin er frá Skaftafelli inn í Morsárdal.

Hér horfir par niður í Morsárdal frá gönguleiðinni á Kristínartinda (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heyvagnaferð út í Ingólfshöfða mæli ég með að allir fari í.

Hópur ferðamanna á leið út í Ingólfshöfða. Öræfasveitin með Hvannadalshnjúk í baksýn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jökulsárlónið er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á svæðinu

Jökulsárlón/Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margir ferðamenn fá sér siglingu Jökulsárlóninu

Siglt á Jökulsárlón/Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Illikambur og Lónsöræfi er mjög vannýtt svæði af göngufólki

Illikambur og Lónsöræfi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Kverkfjöll mættu fleiri ferðamenn koma, en þar má finna fullt af flottum jarðfræðilegum fyrirbærum. Hér eru myndir af íshellinum í Kverkjökli

íshellirinn í Kverkjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nóg í bili, greinilega nóg sem ný stjórn þarf að huga að varðandi Vatnajökulssvæðið.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indverski flugherinn er víða þessa dagana í fjölmiðlum

Hér er svo kort af Google þar sem hægt er að sjá í rauntíma flug Indverjanna sem lentu hér á Íslandi fyrir stuttu. En í þessum töluðu orðum, þá eru þeir að nálgast stæsta stöðuvatn heims sem heitir Kaspíahaf og er stærð þess um 386.400 km². Til samanburðar, þá er Ísland 103.125 km²

Þeir eru líklega ekki öfundsverðir að fljúga yfir þau svæði sem þeir eru að fara yfir þessa dagana!

Kort af flugleið Indverjana á fisi á ferð í kringum jörðina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er magnað að sjá að kortin á Google Earth af þessum svæðum sýna ekki vegakerfið og eru frekar ónákvæm!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ný indversk herþyrla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náði í skemmtilegar bátamyndir á Vestfjörðum fyrir stuttu

Hér siglir skuttogari Gunnbjörn ÍS-302 á leið til Ísafjarðar. Skipið er með heimahöfn í Bolungarvík. Brúttórúmml. : 407,33. Brúttótonn : 619,83. Lengd(m) : 46,56. Félagið Birnir ehf eiga skipið.

Skuttogari Gunnbjörn ÍS-302

Skuttogari Gunnbjörn ÍS-302 á leið til hafnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á firðinum mátti sjá bátinn Ölduna frá Ísafirði vera að huga að veiðafærum sínum.

Veiðibáturinn Aldan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Heildarafli íslenskra fiskiskipa eykst milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta sultustaðurinn?

Er ekki alveg viss um hvort að þetta sé staðurinn þar sem markaðurinn er. Spurning hvort að lesendur geti staðfest að svo sé?

Mosskógum í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Leitin að bestu sultunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband