Færsluflokkur: Ferðalög

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - LOKUÐ SÖFN - MATUR - 11

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - LOKUÐ SÖFN - MATUR - 11

Dagur - 11 / Day - 11 Mánudagur 29. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Dagur-10 Mán. 29. des. 2008 Flókin morgunmatur að venju eins og gelfiskur, ásamt niðurskornu epli og niðursöxuðum hnetumulningi af ýmsum gerðum með vínberjum í eftirrétt.

Þennan daginn var ákveðið var að fara á Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Tæknisafnið er mikil bygging með risa glerkúlu í miðjunni. Því miður var safnið lokað og mátti sjá verkamenn hangandi í böndum upp um allt að hreinsa þessa risa glerbyggingu.

Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆) is a large museum in Pudong, Shanghai, close to Century Park, the largest park of the city. The museum incorporates an IMAX theatre, and as of 2006 there are 12 main exhibits open to the public, including "Spectrum of Life", "World of Robots" and "Information Era". The construction of the museum cost 1,75 billion RMB, and the floor area is 98000m2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar komið var út úr lestastöðinni, blasti við stórt og mikið breiðstræti og mikið af veglegum glerbyggingum. Sérstaklega vakti athygli mína flottur arkitektúr á byggingunni Shanghai Oriental Art Center - Concert Hall & Performance Spaces. Ofan frá séð er byggingin eins og 5 blaða smári.

Shanghai Oriental Art Center - Concert Hall & Performance Spaces (上海东方艺术中心) 2004 Paul Andreu Architects. At night, the ceiling changes colors according to the melodic tunes played inside (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þar rétt hjá mátti sjá þennan risa skúlptúr úr riðfríu stáli.

Sculpture near Oriental Arts Center (东方之光) and Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Time-themed sculpture (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Elda sjálfur "kvöldmatur"! Rafmagns fondapottur með stillanlegri eldahellu. Matur: hænuhjörtu, 10-15 cm langir hvítir sveppir, rækjur, þunnar lambaskífur, 3 gerðir af blaðsallati, rauðrófur, kartöfluskífur og rauðvín. Með þessu var svo borðuð dökk sósa ekki ósvipuð uxahalasúpu á bragðið.

Shanghai electric cooking plate, Induction cooker with special Induction Cookin Pot. Portable Induction Cooker. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - SÖFN - EXPO 2010 - HEIMBOÐ - 10

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - SÖFN - EXPO 2010 - HEIMBOÐ - 10

Dagur - 10 / Day - 10 Sunnudagur 28. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Kínverjar eru mikið fyrir að stunda reglubundna heilsurækt. Í bakgarðinum þar sem við bjuggum var reglulega stór hópur af fólki að dansa eða stunda einhverskonar hreyfiíþrótt. Eitt kvöldið þegar við gengum í gegnum garðinn í myrkri, þá var einn að æfa sverðdans, með alvöru sverði :|

Þennan dag var byrjað á því að taka létt borðtennismót með stórfjölskyldunni snemma í morgunsárið. Það var sérstaklega gaman að spila við eina spræka ömmuna og bogaði af mér svitinn (og lýsið) í öllum hamaganginum. En það vill svo til að borðtennis er þjóðaríþrótt Kínverja.

Table tennis (乒乓球), also known as ping pong is Chinas national sport. China continues to dominate most world titles. Iceland playing against China Table Tennis Super League! Her is the Icelandic master loosing the game against 105 year old grandmama! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir hádegi fór ég í þjóðminjasafnið Shanghai Museum við People's Square (人民广场, 人民廣場). Það var frítt inn á safnið og er það líklega ein af ástæðunum fyrir því hversu marar rútur voru þar fyrir utan. Á safninu mátti sjá margt merkra muna frá fornsögu Kínverja eins og peninga, málverk, ritverk, líkneski, leirker, skartgripi ásamt ýmsum áhöldum og vopnum frá fyrri tímum.

The Shanghai Museum (上海博物館) is a museum of ancient Chinese art, situated on the People's Square (人民广场, 人民廣場) in the Huangpu District of Shanghai, People's Republic of China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Safnið er mjög stórt og upp á nokkrar hæðir. Sérstaklega var gaman að skoða peningasafnið og búdda líkneskin. Hér má svo sjá haganlega útskorin húsgögn

The Shanghai Museum (上海博物館) has a collection of over 120,000 pieces, including bronze, ceramics, calligraphy, furniture, jades, ancient coins, paintings, seals, sculptures, minority art and foreign art. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Mikið var af "útskornum" munum úr steini eða marmara. Greinilegt var að mikil vinna hafði verið lögð í marga dýrgripinna

Hand made parts of "jade" stones. Jade is an ornamental stone. The term jade is applied to two different metamorphic rocks that are made up of different silicate minerals. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það er mikið af fallegu handverki á safninu og má sjá ótrúlega skrautgripi unna úr mjúkum og hörðum marmara.

The Jade (玉) and the Chinese. In the Chinese Empire jade was considered the most noble of all gems. Jade was considered more valuable than gold or silver. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næst var farið á aðra sýningu sem var þar rétt hjá og var hún um borgarskipulag Shanghai og hönnun á World EXPO 2010 sýningarsvæðinu ásamt stórbrotnum vinningstillögum.

The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). In front of the hall is the Mascot figue, the sign of World EXPO 2010 exhibition in Shanghai. Mascot is created from a Chinese character meaning people, the mascot "Haibao" embodies the character of Chinese culture. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar inn var komið, þá mátti sjá ótrúlega sýnigu á 6 hæðum um Shanghai borg. Hér má sjá stórt módel af EXPO 2010 sýningarsvæðinu sem núna er í byggingu. Íslenski skálinn er neðarlega vinstra megin, 2 lítil grá hús og er Íslenski skálinn húsið hægra meginn.

Shanghai World EXPO 2010. Expo 2010 (上海世界博览会) will be held in Shanghai, China. Model of the Exhibition site. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þarna mátti einnig sjá ótrúlega flott RISA módel af allri Shanghai borg með húsum og öllum smáatriðum.

The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). The biggest scale model I’ve ever seen is of the Shanghai City. A mini-landscape of historic architecture, electronic reading materials and a three-dimensional digital cinema were among the multimedia forms displayed yesterday to illustrate the splendid wonderland of the World Expo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég náði aðeins að skoða 3 hæðir af sýningunni. Var seinn fyrir en rétt náði að sjá 360° tölvugerða kvikmynd af allri Shanghai borg ásamt flugvellinum og var það frábær upplifun. Gaman að sjá hversu langt 3D grafíkin er komin. Sýning sem að ég mæli hiklaust með, enda aldrei áður séð eins vel staðið að kynningu á borgarmálum áður (aðgangseyrir ¥30).

A three-dimensional digital cinema in The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). Amazing 3D rendering and fly through of Shanghai City, a must to see! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næst var skotist með leigubíl yfir þvera borgina (¥19) til að taka þátt í heimboði til ungra frænku Heng og fjölskyldu hennar sem býr í lítilli íbúð. Pabbinn var meistara kokkur og var búinn að galdra fram þvílíka stórmáltíð.

Vegna plássleysis í íbúðarkitrunni, þá var eldhúsborðið fært upp að rúmgafli inn í herbergi dótturinnar og sátum við Heng á rúminu, pabbi og stjúpa Heng við sitthvorn endann og svo gömlu hjónin sem buðu í matinn beint á móti (gat ekki neitað því að það var smá íslensk baðstofustmenning yfir borðhaldinu). One of my best memory from the Shanghai trip was on the best and finest restaurant in Shanghai, a private home. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dóttirin kom svo skömmu seinna, tróð sér inn á milli og tók þátt í borðhaldinu með okkur. Í boði var fiskisúpa (fiskhausinn soðin) ásamt með glæru hlaupi (búið til úr hrísgrjónum), svínasultu dýft í viniger sósu, rækjur, fiskkurl í grænmeti, ásamt kínversku eðal "Yellow wine".

Hápunktur veislunnar endaði svo með nýveiddum hárvatnakrabba í dökkri sósu sem var nánast borðaður upp til agna nema af undirrituðum og mátti sjá vígvöll borðhaldsins eins og eftir sprengjuárás þar sem sundurlimaðir krabbar lágu út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En ég var víst orðin eitthvað slappur þarna um kvöldið og var komin með kvef sem tók 3 daga að losna við.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Kveiktu á flugeldum innanhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA LJÓSMYNDABÚÐ - 9

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA LJÓSMYNDABÚÐ - 9

Dagur - 9 / Day - 9 27. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國

Dagurinn byrjaði að venju á "léttum" 10 rétta morgunverði. Byrjað var á sykursætri súpu. Í súpunni voru vatnskenndar bollur fylltar með sætum vökva. Ég verð að viðurkenna að mér þótti þær ekkert sérstaklega lystugar til að byrja með.

A ligth 10 course breakfast in Shanghai. This is a slightly sweet "soup" with soft balls. Tāngyuán is a Chinese food made from glutinous rice flour. Glutinous rice flour is mixed with a small amount of water to form balls and is then cooked and served in boiling water. Tangyuan can be either filled or unfilled. It is traditionally eaten during Yuanxiao, or the Lantern Festival. (汤圆 or 汤团) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég fékk nýja tegund af poppkorni, það voru brún lítil hrísgrjón sem voru poppuð og mótað í litlar 5x10x1 cm kökur ásamt hnetum og öðru bragðbætandi korni - ótrúlega gott!

Chinese Shanghai rice popcorn cake with mixed beans, very tasty! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Því næst fékk ég örþunnar risa nýbakaðar pönnukökur (ca. 1 meter í þvermál), rifnar niður í litla 20-30 cm sneiðar og sett á disk. Síðan er grænmeti og öðru góðmeti sett ofan á og öllu rúllað upp (virkilega gott).

Chinese Shanghai Super Size thin pancake. Jian bing guo zi is a breakfast fast food sold on the streets of China (煎餅). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við áttum pantaðan tíma með atvinnuljósmyndara sem bauðst til að fara og sýna okkur allt það sem skiptir máli þegar þarf að kaupa inn alvöru ljósmyndadót í Shanghai borg. Á leið okkar til hans varð á vegi okkur kona með 2 litla hunda og voru þeir í "alklæðnaði" og skóm eins og lítil börn.

Chihuahua (dog), Chihuahua Puppies in a Warm Dog Coats, Small Dog Clothes. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ljósmyndarinn fór með okkur í búð sem var upp á heilar 8 hæðir með um 100 - 200 smáverslunum sem seldu "bara" ljósmyndavörur! Ég fann mikið magn af spennandi dóti og fékk m.a. tilboð í útprentun á risa ljósmynd (panorama mynd 60 x 250 cm á Canvas Satin striga (svipað og málarar nota) sem kostaði með útprentun, plöstun og innrömmun ¥420 (12 lita prenntari HP Z3100 Photo með UV vörn og 100 ára endingu).

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. No. 288 Luban Road, Luwan District, Shanghai 上海市泸湾区鲁班路288号上海星光摄影器材城 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hægt var að kaupa Canon linsur á: 35mm F1.6 ¥8.300, 85mm F1.2 ¥11.800, 24-105mm F4 ¥5.500, 16-35mm F2.8 ¥8.200, 17-40mm F4 ¥4.300, 14mm F2.8 ¥12.000, Sigma 20mm F1.8 ¥2.400, Canon 5D II 3200 ASA ¥16.200 (án linsu með video i1080 mguleika), Torsiba var með nýtt 32Gb SD kort á ¥900, Panasonic LX3 ¥2.950 (seinna í ferðinni samdi ég verðið niður í ¥3.245 með auka rafhlöðu + 16Gb SD class 6 minniskorti), 16 Gb SD kort class 6 ¥230, 16 Gb CF x133 ¥280 ...

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. Our professional photographic guide show us around the shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á meðan ég var í Shanghai, þá notaði ég kort sem virkar í lestir, strætó, leigubíla, ferjur sem hægt er að fylla á reglulega. Nóg er að bera kortið upp að skynjara og þá lækkar fyrirfram greidd upphæð.

Um kvöldið, hittum við vinafólk Heng sem að hún var í skóla með. En þau eru bæði lærð sem Arkitektar. Farið var á mjög fínan veitingastað og borðaður sterkkryddaður matur

Kvöldmatur: svínalappir ásamt öðru góðmeti. Lunch with some architect from Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html


mbl.is Kínverskar leigukærustur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - TURNAR - BRÚÐKAUP - 8

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - TURNAR - BRÚÐKAUP - 8

Dagur - 8 / Day - 8 26. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Best að byrja á því að klára söguna frá deginum áður:

Eftir að hafa skoðað EXPO 2010 svæðið í þaula, þá tókum við nýja jarðlest lest sem hafði verið sett upp fyrir EXPO 2010. Þar var einn að dunda sér við að rífa ferðatölvu í sundur á meðan annar var að leika sér í tölvuleik á símann sinn

Shanghai World EXPO 2010 new underground system. Expo 2010 (上海世界博览会) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Áður en við förum í lestina, þá verðum við vitni af smá árekstri. En það var venja að sjá 1 til 3 árekstara á dag! Þegar við erum að koma út úr lestinni, verðum við vitni að slysi þar sem kona með tveggja metra háann hitara/kælir fellur aftur fyrir sig og hreinlega rúllar á aftur á bak niður stóran rúllustigann ásamt skápnum.

Þetta var hrikalegt að horfa upp á. Stiginn skilar svo skápnum og konunni upp á brúnina þar sem hún liggur meðvitundalítil og útlitið ekki gott. Fólk hópast að og Heng ætlar að hringja á sjúkrabíl en konan er að ranka við sér og mótmælir harðlega! Greinilegt er að hún finnur til í baki. Að lokum koma starfsmenn til hjálpar og konan stendur upp við illan leik. Í framhaldinu af þessu ræðum við um heilbrigðismál og tryggingar og segir hún að fátækt fólk í Kína sé mjög illa statt í kerfinu þegar svona kemur upp á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Við vorum orðin mjög svöng eftir daginn (10-20 km labb) þannig að Heng ákveður að fara með mig á Kóreanskan veitingastað þar sem að ég fæ m.a. "snakk" sem eru kryddaðar sinar úr kýr (greinilega ALLT borðað)!!!

Einnig fengum við okkur litlar bollur á pinnum sem er þeirra pulsa með öllu. Hún sýndi mér að vísu líka pulsu með öllu en þar var hægt að velja um 10-20 tegundir og var ótrúlegt að sjá hvað hægt var að nota sem meðlæti :) Þar mátti m.a. horfa á hárgreiðslu í beinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Um kvöldið var stórfjölskylda Heng búin að skipuleggja borðtennismót. En borðtennis er ein af þjóðaríþróttum Kínverja. Við Heng höfðum verið að spila mikið saman á Íslandi og kom það sér því vel og stóðum við okkur bara nokkuð vel. Gaman var að sjá hversu gamlir karlar og kerlingar voru spræk með borðtennisspaðann. Mótið endaði svo með "of miklum mat" eins og vanalega á veitingarstað þar rétt hjá. Á borði komu þrjár stórar súpuskálar með logandi eld undir og var bætt sallati, pulsur og fl. út í eftir þörfum.

Dagur-8 26. des. 2008 (svo að við reynum að halda tímaplani á þessu bloggi) Þennan dag var ákveðið að fara á verslunargötuna Nanjing Road (南京路 Nánjīnglù) sem er 4km löng með um 4.000 verslanir. Við endann á henni er “Bund” sem Evrópubúar kalla oft Wall Street Shanghai og fyrir miðju er People's Square (人民广场).

Ferðin endaði óvart á Pudong (浦东) is Shanghai's þar sem allar hæstu byggingarnar í Shanghai eru. Svæðið hefur byggst upp á aðeins 15 árum. Það fyrsta sem blasir við þegar komið er út úr lestastöðinni er sjónvarpsturninn frægi sem má segja að sé eitt helsta tákn Shanghai borgar.

Oriental Pearl TV Tower [1] (东方明珠塔 Dongfang Minzhuta) - Built in 1994, it is the 3rd tallest tower in the world (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá hluta úr stórri hringmynd af þessum risavöxnu byggingum á Pudong (浦东) svæðinu. Þær hæstu eru "upptakarinn" Shanghai World Financial Center (100 hæðir, 474 m) og Jinmao Tower (88 hæða, 420m)

To the left is Shanghai World Financial Center 上海(秀仕)环球金融中心 and right Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




hærri turninn er enn í byggingu og eru framkvæmdir á loka stigi. Við settum stefnuna á að fara upp í Jin Mao Tower og á leiðinni þangað verður þetta brúðarpar á vegi okkar

Happy people in China getting married in the Pudong (浦东) Shanghai. Times Square of Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þegar við erum á leið in í lyftunna, þá hitti ég gamlan félaga, Jackie Chan að nafni sem að ég heilsaði að sjálfsögðu upp á. Síðan var lyftan tekin upp í topp á 88 hæða turni Jinmao Tower sem er risa hótel og skrifstofubygging

Actor Jackie Chan from Hong Kong, (born Chan Kong Sang, 陳港生, 7 April 1954). He is also an action choreographer, film director, producer, martial artist, comedian, screenwriter, entrepreneur, singer and stunt performer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Útsýnið er alveg hreint ótrúlegt yfir borgina og þarna rennur upp fyrr manni í raun hversu stór borgin er. Þarna voru risa blokkir svo langt sem augað eygir í allar átti (mengun). Á meðan margar þjóðir byggja á þverveginn, þá byggja Kínverjar Shanghai lóðrétt upp í loftið. En þar búa núna á milli 16-20 milljón manns og er borgin talin ein öflugasta markaðsborg í Asíu.

Ótrúlegt var að sjá risa skip líða eftir fljótinu með risa auglýsingaskjá (TV)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er horft niður efri hluta Jin Mao Tower turnsins. En þar er hótel þar sem hægt er að fara út á svalir og horft niður eftir miðjum turninum.

A big hotel with balcony is inside Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það var gaman að sjá helsta tákn borgarinnar, sjónvarpsturninn Oriental Pearl, en á kvöldin er turninn eins og blikkandi jólatré.

Hérna var ég svo heppinn að sjá loftskip með risa auglýsingaskjá líða um himininn rétt yfir toppum háhýsanna

The zeppeling airship is on the right side of the Pearl Tower. A large LCD screen show live video and text. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Næst var farið í alvöru Mall eða risaverslunarmiðstöð upp á 12 hæðir og seig neðri kjálkinn alltaf meira og meira niður af undrun eftir því sem leið á ferðina. Þar inni mátti m.a. finna stóra skautahöll, sérstakan enskuskóla fyrir smábörn, heila hæð fyrir allt sem snýr að börnum ...

Grand Gateway Plaza in Xujiahui. Grand Gateway mall in Shanghai (Chinese: 港汇广场 in chinese it is “Gang Wei”). Grand Gateway is one of the largest and most swanky malls in Shanghai. A "must go" destination for Shanghai shoppers. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Eftir að hafa labbað í gegnum svona risa verslunarmiðstöð, þá er vona að sumir verði þreyttir. Hér er ein búin að fá sér góðan Hammara frá Burger King og steinsofnað á eftir.

Sleeping beauty in Burger King Restaurant in Shanghai Grand Gateway mall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þessi var með sölubás og greinilega orðin vel þreyttur líka. Spurningin er hvað eru Kínverjar að gera á næturnar þegar þeir eiga að vera að sofa?

What are all the chines doing during the night when they should be sleeping? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Um kvöldið var frænku sem kunni ensku boðið í 12 rétta máltíð og var það greinilega gert til að kanna minn bakgrunn nánar, en pabbi Heng og konan hans skilja ekki stakt orð í ensku. Á meðan fór Heng og hitti gamla skólafélaga. Að sjálfsögðu var ég spurður spjörunum úr og náði ég að verjast fimlega þrátt fyrir allan minn litríka og skrautlega feril :)

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html


mbl.is Vilja „hvítt“ brúðkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI EXPO 2010 - 7

KÍNAFERÐ - SHANGHAI EXPO 2010 - 7

Dagur - 7 / Day - 7 25. des. 2008 Iceland World EXPO 2010

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Þar sem að við vorum að spá í að bjóða okkar starfskrafta fram til að hanna Íslensku sýninguna EXPO 2010 í Shanghai, þá var ákveðið að fara á sýningarsvæðið til að mynda í bak og fyrir. Við byrjum á að taka strætó og síðan var gengið meðfram Huangpu fljótinu langa leið í gegnum gömul hverfi sem verið var að rífa niður vegna sýningarinnar. Eftir að vera búin að labba í gegnum drullu og mikið svað, þá ákváðum við að reyna að finna leigubíl. Hann fór með okkur yfir risabrú í gegnum flókið gatnakerfi á mörgum hæðum yfir á bakkann hinu megin við ánna þar sem aðal framkvæmdirnar voru. Svæðið virtist vera allt lokað og virtist þurfa hjálm og alles til að fá að fara um svæðið.

Hér má stjá mikið mannvirki eða brúnna Lupu Bridge yfir Huangpu River fljót. En það stendur til að reisa íslenska skálann þar rétt hjá.

The Lupu Bridge (卢浦大桥), in Shanghai, China, is the world's longest arch bridge. The site of the event is the Nanpu Bridge-Lupu Bridge region in the center of Shanghai along both sides of the Huangpu River. The area of the Expo 2010 covers 5.28 km². (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég sá gat á girðingunni á einum stað og ákvað að fara þar inn og Heng var treg til að elta. Ég benti henni á að mér væru allir vegir færir vopnaður myndavélinni og ekki væri verra að vera útlendingur. En Kínverjar bera meiri virðingu fyrir útlendingum og þarf mikið til að þeir fari að sýna þeim yfirgang. Ég hreinlega fékk að spígspora um allt svæðið og voru tugþúsundir manna eins og maurar að vinna út um allt.

Við byrjuðum á að skoða og mynda aðal táknið þeirra Kínverska Pavilon (China Pavilion) sem er eins og píramídi byggður á hvolfi. Þarna var verið að byggja RISA byggingar út um allt og magnað að fá að skoða þessar beinagrindur í návígi.

Shanghai World EXPO 2010. Expo 2010 (上海世界博览会) will be held in Shanghai, China. The theme of the exposition will be "Better City – Better Life". Chinese architect He Jingtang. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næst skoðuðum við lengju af RISA blómum sem verið er að byggja á fullu og ætluðum að reyna að komast hinu megin við það framkvæmdasvæði þar sem Íslenska svæðið er. Það leit út fyrir að við kæmumst ekki lengra og var talað við 2-3 verði.

Shanghai Expo Axis. Six spectacular glass “sun valleys” will funnel sunlight and daylight down into the underground floors. 1,000m long Expo Axis. As designed by SBA Architects of Berlin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Að lokum snúum við til baka og fyrir tilviljun, þá sjáum við göng í gegnum svæðið og gengum við þar í gegn eins og ekkert væri eðlilegra þrátt fyrir að allt væri krökkt af lögregluþjónum og vörðum og framkvæmdir á fullu.

A path through Shanghai Expo Axis to the other side where the Icelandic Pavilion is. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það eru gríðalegar framkvæmdir á svæðinu og er von að sumir séu þreyttir. Gott að leggja sig aðeins í hádeginu.

Chinese worker resting in lunch time on the EXPO 2010 construction site. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Því næst héldum við undir risa brú sem liggur yfir svæðið í átt þar sem Ísland verður með aðstöðu. Vegaframkvæmdir voru á fullu og tók smá tíma að finna svæðið þar sem Íslenski skálinn á að rísa.

Hér er verið að setja kantsteinanna meðfram götunum. People working on a new road on Shanghai World EXPO 2010 in China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér var allt á fullu við að mála stálgrindina í einu húsinu

Chinese workes painting a new building on EXPO 2010, Shanghai, China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Íslenska svæðið var lokað og fann ég enn eitt gat á girðingunni sem að við fórum að sjálfsögðu í gegnum (hér kemur sér vel að hafa lært af íslensku sauðkindinni hvernig á að bera sig að). Á svæðinu voru framkvæmdir á fullu við að reisa skálann fyrir Úkraínu sem er í laginu eins og Íslenski skálinn. Eins og sjá má þá er ekki enn farið að byggja Íslenska skálann.

The Icelandic Pavilion will be placed on side of newly build Ukraines Pavilion. The other Scandinavian country will also be build on the same spot. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Búið var að merkja fyrir svæðinu þar sem Íslenski skálinn kemur til með að rísa innan um aðra skálanna frá hinum Norðurlöndunum. Ég tók myndir allan hringinn af stálgrindahúsinu sem verið var að klæða á fullu og var ég ánægður með að geta fengið að sjá beinagrindina af húsinu.

Frá staðnum er flott útsýni í áttina að stóru brúnni, Lupu Bridge, sem liggur yfir Huangpu River fljótið. Ísland er vel staðsett miðsvæðis en allt framkvæmdasvæðið er líklega á stærð við Kópavog með stóru gatnahverfi og bak við Íslenska svæðið er búið að reisa risa upphækkaðan stálpall sem er líklega fyrir gangandi umferð, lest eða bílaumferð.

A long steel frame structure build behind the Icelandic Pavilion. Made for the main traffic going through the EXPO 2010 area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir myndatökuna gengum við eins og ekkert væri í gegnum nokkur vel vöktuð hlið þar sem var heill her af varðmönnum að passa upp á að óviðkomandi kæmust ekki "inn" á svæðið. Hér sannaðist eins og oft áður að Íslenska aðferðin þrælvirkar en það er "bara að gera hlutina".

Í framhaldinu sendum við Heng inn tillögu í keppnina og hér má sjá okkar hugmynd af Íslenska skálanum. Reynt var að leggja áherslu á hugmynd að lausn sem væri bæði ódýr og fljótlegt að setja upp. Fér til framkvæmdanna var skorið stórlega niður fyrir stuttu.

Our outdoor idea about the Icelandic Pavilion Shanghai World EXPO 2010 (C)2009 Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hugmyndir af innviði Íslenska skálans í keppninni um EXPO 2010

Our indoor idea about the Icelandic Pavilion Shanghai World EXPO 2010 (C)2009 Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá 7.5 Mb PDF skjal með útfærðum hugmyndum af Íslenska skálanum fyrir Heimssýninguna EXP 2010 í Shanghai.

Ná í PDF skjal hér

En niðurstöðu dómnefndarinnar má svo sjá hér hjá Ríkiskaupum:

Vefur hjá Ríkiskaupum

Sex tillögur af 19 fóru í nánari skoðun hjá nefndinni:
· Árni Páll Jóhannsson, hönnuður tillögu ásamt hópi einstaklinga á ólíkum sviðum.
· Hrafnkell Birgisson og Theresa Himmer
· Kjartan P. Sigurðsson og Heng Shi
· List og saga, Björn G. Björnsson ásamt samstarfsaðilum og ráðgjöfum
· Plúsarkitektar, SagaFilm, SagaEvents
· TARK Teiknistofan efh. og Bysted ehf.

Framkvæmdastjórn EXPO 2010 fundaði með valnefndinni , fékk útskýringar og fór nánar yfir tillögurnar sex. Að lokinni þeirri yfirferð er það niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar að óska eftir frekari kynningu frá eftirtöldum tillöguhöfundum:
· Árni Páll Jóhannsson, hönnuður tillögu ásamt hópi einstaklinga á ólíkum sviðum.
· List og saga, Björn G. Björnsson ásamt samstarfsaðilum og ráðgjöfum
· Plúsarkitektar, SagaFilm, SagaEvents
Framkvæmdastjóri EXPO 2010 mun hafa samband við framangreinda aðila á næstu dögum.

Samkvæmt einni fyrirspurn um Þema sýningarinnar, þá má sjá á svari nefndarinnar hverjir skipa nefndina.

Þemað er ákveðið af framkvæmdastjórn um þátttöku Íslands í EXPO 2010(formaður - Pétur Ásgeirsson, utanríkisráðuneyti, Martin Eyjólfsson og Júlíus Hafstein (utanríkisráðuneyti), Jón Ásbergsson (útflutningsráði) og Óskar Valdimarsson (Framkvæmdasýsla ríkisins)) ekki hefur verið gert ráð fyrir að framkvæmdastjórn sé til viðtals um þemað, enda verður nánari útfærsla unnin á grundvelli samstarfs hönnuðar, framkvæmdastjóra og samráðshóps (samráðshópur samanstendur af ýmsum hagsmunaaðilum).

Við óskum þeim sem halda síðan áfram með sínar hugmyndir góðs gengis í þessu spennandi verkefni og bendi þeim á að skoða vel myndirnar af sýningasvæðinu sem að ég tók fyrir stuttu.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Litskrúðugur nýársfagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6

Ekki kemur á óvart að Kínverjar skuli vilja sækja Íslendinga heim þegar kemur að flugnámi, enda Íslendingar með langa og góða hefð á því sviði. Kína hefur vaxið svo hratt á sumum sviðum að þeir hafa hreinlega ekki undan að bæta við og mennta sitt eigið fólk. Ég sem fisflugmaður var aðeins að kíkja eftir hvort að það væri eitthvað um slíkt flug í Kína, en fann lítið um slíkt. Þarna gæti verið áhugaverður vaxtabroddur fyrir Kínverja að hefja smíði á léttum flugvélum.

Að vísu eru þeir komnir langt með að smíða sínar eigin stórar þotur og voru að prófa eina slíka um daginn með góðum árangri. En svo að ég haldi áfram með dagbókina úr Kínaferðinni, þá læt ég hana fylgja með hér á eftir:

En fyrstu myndina má svo tengja flugi fyrir þá bloggara sem hafa áhyggjur af tengingum hjá mér við fréttir dagsins :)

Dagur - 6 / Day - 6 24. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Lítið fór fyrir jólahátíð hjá mér eins og haldin er á Íslandi í Kínaferðinni.

Spurning um að sýna mynd af þessum mat hér. En hænulappir eru æði góðar og fékk ég þær í mismunandi útfærslu. Í Kína er greinilega ALLT borðað. Enda er þetta ekkert annað en prótein og holl næring með mismunandi útliti.

Shanghai chicken legs. Chicken Legs with barbecue Sauce! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Farið yfir texta í dagbók og stillt lýsing og litur í myndum sem búið er að taka í ferðinni. Hjálpaði félaga heima á Íslandi með ýmis mál eins og kaup á 20 km af ljósleiðara og endabúnaði fyrir ljósleiðaratengingu.

Fórum aftur í litlu Risatölvubúðina og lá leiðin beinnt á veitingastaðinn. Núna pantaði Heng mat sem við þurftum að elda sjálf! Á borði var borið mikið magn af hráu fæði og svo lítil tölvustýrð eldavél.

Síðan elduðum við matin sjálf og settum í tvöfalldan pott. Annar helmingurinn sterkkrydduð súpa og svo hin núðlusúpa. Resturant in Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Í "litlu" dótabúðinni leitaði m.a. af heyrnatóli með míkrófóni sem væri þráðlaust (fann eitthvað um 10 mismunandi gerðir). Hægt var að fá þau í mismunandi gerðum eins og Bluetooth, RF, WiFi, VoIP, FM.

Var að leita að þægilegri og einfaldri lausn þar sem væri hægt að nota slíkan búnað sem leiðsögumaður eða sem Skype síma á tölvu. Þarna var hægt að finna endalaust af heyrnatólum fyrir tölvur. I was looking for special wifi headset. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Annað eins úrval er líklega hvergi til í heiminum, enda búðin upp á heilar 11 hæðir.

Seinna um daginn spjallaði ég við Kristján B. Ómarsson félaga minn á Skype sem hannaði m.a. "Íslenska Blöndunginn" (www.tct.is) og er hér úti í Kína í borginni Weihei. Hann er að vinna að hönnun á nýjum báti fyrir fyrirtæki sem heitir www.scandic.is (Benedikt G. Guðmundsson framkvæmdastjóri). Þeir eru saman að vinna að fullt af sniðugum hugmyndum í samstarfi við aðila í Dubay.

Annars fór lítið fyrir jólahaldinu hjá Kínverjum en þó hafði pabbi Heng áhyggjur af því hvort að ég þyrfti jólagjöf og hristi ég bara hausinn og brosti enda kunni hann ekkert í ensku og ég því síður í kínversku nema einstök orð.

Að vísu rakst ég á þessar dömur hér í jólasveinabúningum á básnum hjá Sony Ericsson símafyrirtækinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Um kvöldið, þá var eiginkonu bróðir pabba Heng í heimsókn hjá okkur og sáu gömlu hjónin um að galdra fram enn eina stórmáltíðina.

Big Chinese launch with some family members. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Kínverjar koma í flugnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - Metro lestakerfið - Matur - 5

KÍNAFERÐ - Shanghai - Metro lestakerfið - Matur - 5

Dagur - 5 / Day - 5

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Dagur-5

Nú er 23. des. 2008 og kvöldið áður var viðburðaríkt. En þá við fórum í Mall eða "litla verslunarmiðstöð"

Shanghai is hailed as the "Shopping Paradise" and "Oriental Paris". Offering some of the best shopping in the whole of China, Shanghai truly is a shopaholics dream (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



að lokinni verslunarferð var neðanjarðarlestin tekin heim á leið og var vel troðið og mátti sjá folkið ryðjast út úr yfirfullum lestunum á háanna tíma.

The Shanghai metro is one of the youngest in the world and among the most rapidly expanding. Total length of 227 km, with 161 stations and 8 lines! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En svona lestakerfi getur verið gríðarlega afkastamikið

Daily shanghai Metro ridership averaged 3.065 million in 2008 and set a record of 4.307 million on December 31, 2008. Fares ranged from 3 yuan for journeys under 6 km, to 8 yuan for journeys over 46 km. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar heim var komið, þá tók við að venju flottur kvöldverður. Kínverskt snakk er mjög fjölbreytt. Hér má sjá hnetur, sykurreyr og litlar mandarínur (allt borðað og börkurinn líka)

Þurkuð fiskbein var eitt það besta snakk sem að ég hef borðað (fín viðskiptahugmynd fyrir íslendinga) og svo er það meinholt. Shanghai dry fishbone snack! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dagurinn byrjar rólega með flottum morgunmati að venju og núna með nýbökuðum grænmetisfylltum brauðbollum ásamt súpu og hrísgrjónafylltum bollum

I definitely love Shanghai breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Tókum strætó niður í miðbæ. Hér má sjá verktaka vera að hreinsa strætó rétt á mean beðið er eftir því að fara í næstu ferð. Gaman var að fylgjast með mannlífinu út um gluggann á leiðinni sem tók rúma klukkustund. Það var ótrúlegt að sjá hverja risabygginguna á fætur annarri líða framhjá og hvernig búið var að lyfta upp heilu vega- og lestarkerfi sem sumstaðar var á mörgum hæðum.

Shanghai bus system. Shanghai has more than 1000 formal bus lines. Ordinary buses charge 1yuan (not more than 13km) or 1.5 (over 13km), and if air-conditioned, 2yuan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við skoðuðum okkur um og litum í nokkrar búðir. Fengum okkur 5 rétta hádegismat og voru lappir af hænu inni í því prógrammi. Keyptum ýmislegt smávægilegt eins og snakk sem mikið er til af nema bara mun hollara en Íslendingar eiga að venjast. Þar var mikið af þurrkuðum ávöxtum, hnetum og annarri góðri hollustu. Fórum í tebúð, þegar aðrar þjóðir drekka kaffi þá drekka Kínverjar te og er mikil menning fyrir slíku.

Maður rakst reglulega á fátækt fólk sem var að betla. Oft eru það einstæðar mæður með börn sem eru ný komin utan að landi til að leita eftir nýju og betra lífi í stórborginni

I saw beggars on the streets everyday in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Máttur auglýsinganna er mikill í Shanghai borg. Það er meira að segja farið að borga sig að setja upp risa TV skjái eins og sjá má á þesari mynd með jöfnu millibili eftir endilangri götunni

Shanghai, city of advertisement :) You see advertising everywhere on cars, houses, ... even on ships and aircraft! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Merkilegt að sjá þessi risa steypuumferðarmannvirki á mörgum hæðum út um alla borg

Shanghai Concrete Industry is ... unbelievable! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við enduðum þó á Starbucks (fyrsta skiptið fyrir mig) og fengum okkur café latté og café með súkkulaði ásamt upphitaðri bollu. Þetta kom sér vel því að kuldinn var orðin óbærilegur eða um -5 °C.

Við stóðum okkur hreinlega af því að fara inn í búðir til að ná okkur í smá hita. Keyptum 3 bækur í einni risabókabúð. Magnað að sjá mikið úrval af ýmsum sérbókum um forritun, sérhæfð teikniforrit m.m. og þær voru ALLAR á Kínversku eins og aðrar bækur í búðinni. My first time in Starbucks was in Shanghai ... I have to say I luvvvvvvv (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar heim var komið, þá beið kvöldmatur klár sem voru rif og lambakjöt í súpu ásamt baunasallati.

The best Shanghai dinner. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dagurinn hafði annars góðan endi, búið var að panta tíma fyrir okkur nuddstofu um kvöldið. Það fólst í baknuddi, fótnuddi og síðan heilnuddi. _ Byrjað var á því að setja fæturna í mjög heitt vatn í tréstamp til að mýkja húðina. Því næst voru fæturnir skafnir með tréhníf (til að fjarlægja óþarfa sigg). Næst var sett sterkt efni undir plast rétt fyrir neðan hnésbæturnar sem gerði það að verkum að það var eins og fæturnir loguðu á meðan á nuddinu stóð.

I got a great foot massage in Shanghai with hot bath and full body massage (2 hrs. program!) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Nuddið tók 2 x 60 mín. og kostaði ¥100 (x17) og það lá við að það þyrfti að styðja mann út eftir alla þessa upplifun.

Kvöldmaturinn var svo að venju margrétta niðurskorin önd ásamt svínakjöti og allt á beinum sem að maður dundaði sér við að naga. Verð að viðurkenna að ég saknaði að fá ekki skötu :|

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Ár vinnusemi að ganga í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - Shanghai - Tannlæknir - RISA tölvu búð - Matur - 4

KÍNAFERÐ - Shanghai - Tannlæknir - RISA tölvu búð - Matur - 4

Dagur - 4 / Day - 4

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Spurning um að renna aðeins yfir nokkra af þeim 20-30 réttum sem að við fengum kvöldið áður. En matarmagnið þann daginn var svo mikið að það dugar varla að það sé eitt blogg pr. dag til að gera því skil svo vel sé.

En auk hinna hefðbundnu kínvesku rétta, þá fékk ég hænuhaus (mér varð svo um að ég klikkaði alveg ferlega á lýsingunni og vona ég að mér sé fyrirgefið.). En annars hafði ég það fyrir venju að borða allt sem aðmér var boðið og náði ég að standa við það í ferðinni.

Að sjálgsögðu áttum ég og hænuhausinn gott spjall saman á meðan ég reyndi að naga það litla kjöt sem er utan á hausnum. Help - Chicken head! Where is the Headless Chicken running? I look around :| (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Brauðskeljar eða hvað á að kalla þennan mat. Ég fékk þennan mat í ýmsum útfærslum og var mismunandi hvaða matur var settur inn á milli.

Shanghai bread sandwich with sweet pork (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Vatnakrabbi er í miklu uppáhaldi hjá Kínverjum og það vildi svo skemmtilega til að það var krabbavertíð þegar við vorum núna í Shanghai. Það tekur töluverðan tíma að borða krabbann. En það þarf að brjóta skelina og það er allt borðað. Inna úr öllum örmum, klóm (þar er einn mesti maturinn) og svo undir skelinni sjálfri.

Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég fór aðeins yfir fjölmiðlana á Íslandi og uppfærði smá bloggið hjá mér. Það var ekki að spyrja að gömlu hjónunum, þau voru búinn að galdra fram þvílíka veislumáltíð að vanda sem var "matmikil" súpa.

Í súpunni voru hveitikögglar (Dumpling) með einhverju grænmetisdóti inn í (ekki ósvipað og kjötbollur í káli), niðurskorin hvítlaukur, þari og smárækjur ca. 1 cm á lengd (sem voru að sjálfsögðu borðaðar í heilu lagi). Home made Shanghai wild vegetables and pork wonton soup with pork and garlic chive dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þessu var svo öllu rennt niður með nýmalaðri heitri sojamjólk og te í hitaglasi ásamt eftirréttum kíví og risa jarðaberjum. Á meðan við "unga" fólkið erum að drattast á lappir, þá fóru gömlu hjónin út á hinn fræga markað til að kaupa inn fyrir hádegismatinn!

Shanghai home made breakfast, endless array of delicious food :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eins og lesa má, þá snýst nánast ALLT hér í Kína um mat, Mat og aftur MAT en ekki endalaust um helv... veðrið eins og er heima á Íslandi. Það sem mér fannst fyndið í gær var að Heng var að spjalla við fólkið sem var ný komið úr stórveislu með okkur. ÞAU VORU AÐ FARA AFTUR ÚT AÐ BORÐA! Bara á næsta stað við hliðina. Mér er sagt að þeirra stærsta menning sé matarmenning!

Ég tek eftir því að þeir eru síborðandi og ég er meira og minna búinn að vera á blístri hér alla tímann og þó virðist Heng borða meira en ég ef eitthvað er!

Er hægt að segja að Kínverjar séu feitir? NEI!

En annars hafði ég mjög gaman að því að lesa þessa frétt á netinu sama morgun sem var lítil frétt frá Kína

Sjá HÉR.

Líklega er ég að verða svona ...

Hádegismatur: Súpa sem svipar til Íslenskrar kjötsúpu, þar má finna ávexti eins og baby bambu (bambus sem er ný sprottin upp úr jörðinni), þurrkaðir villisveppir, niðursneydd svínarif (Kínverjar leggja mikla áherslu á að borða kjöt sem er næst beinum), gulrætur, og hvítur ávöxtur sem minnir á kartöflur (í sama flokki) ásamt hrísgrjónum og sallati sem minnir á spínat. Að steikja mat fer eftir mjög ákveðinni forskrift þar sem mismunandi grænmeti er bætt á pönnuna í ákveðinni tímaröð til að sumt grænmeti verði ekki of- eða vansteikt (soðið). Við fengum líka steiktan vatnafisk (sem er ekki til í Evrópu og minnir pínu á rauðsprettu), salat eins og við þekkjum og svo stóran skammt af rækjum. Ég fékk þá skýringu að borða með prjónum valdi því að maður borði hægar og njóti matarins mun betur en ella. Einnig er maturinn tuggin mun betur og mikilvægum ensímum sem er í munnvatninu er bætt meira út í fæðuna strax í upphafi meltingarinnar.

Þegar ég hugsa út í alla þessa matarmenningu svona eftir á, þá kemur það mér ekki á óvart að uppáhalds matur Heng á Íslandi skildi vera sviðakjammi úr Melabúðinni og hann ver étinn upp til agna frá fyrsta degi. Hún benti mér þá á að mjög mikilvægt væri að borða skinnið á kjammanum.

Það hafði víst brotnað aðeins úr einum jaxli hjá mér daginn áður en ferðin til Kína hófst og þurfti því að finna tannlæknir í snatri. Pabbi Heng á bróðir sem er vinamargur. Sá þekkti einn tannlæknir sem haft var strax samband við og fór bróðirinn með okkur til tannsa í leigubíl.

Staðurinn var magnaður og þarna var her af tannlæknum og stólum og fyrir utan biðu sjúklingar í röðum. Combine Your China Trip with Your Dentist Trip and Save Big! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við vorum drifin fram fyrir allan hópinn og í gamlan og mikið notaðan tannlæknastól. Ég settist í stólinn og var allt nánast í beinni útsendingu.

Þurfti fólkið í setustofunni aðeins að líta yfir smá gler til að sjá það sem var að gerast á tannlæknastofunni. A Chinese dentist examines the broken teeth in my mouth in a luxury dental chair from Shanghai China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir snögga skoðun, þá var borinn settur í gang og hreinsað í kringum brotið og efni til að fylla upp í tönnina beið tilbúið. Aðgerðin tók 10-15 mín og var án deyfingar og hér var greinilega vanur maður á ferð.

Á efri hæðinni sat svo tannsmiður sem bjargaði því að ég fékk svona skjóta og góða þjónustu. On the top floor we fond the dentist master "how give us this quick help" (Dentures, Dental Hygiene, Polishing, Dental Drill, Copy Space, One Person, Men, Human Teeth) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Sagt er að Kínverskir læknar séu með þeim bestu í heiminum og stafar það líklega af þeirri gríðarlegu reynslu sem að þeir fá. Heng fór í augnaðgerð (kostar ca. 100 þús) eins og boðið er upp á heima (tæpar 300 þús.) og var sá augnlæknir víst búinn að framkvæma um 100.000 augnaðgerðir!

Sem dæmi um sterk fjölskyldutengsl í Kína, þá vildi tannlæknirinn ekki taka neina greiðslu fyrir sem myndi undir eðlilegum kringumstæðum kosta 15-20 þús. heima á Íslandi!

Frá tannsa tókum við leigubíl í "litla tölvubúð" til að kaupa harðan disk í ferðatölvu. Þegar inn í búðina var komið, kom í ljós að hún var á stærð við Kringluna og seldi bara tölvur og dót þeim tengt ásamt stafrænum myndavélum. Inni í þessari risa tölvuverslun voru líklega nokkur hundruð smáverslanir og var hægt að kaupa ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR á þessum stað.

Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ekki er ólíklegt að flestir tölvunördar séu samankomnir á þessum einn stað. Í hverjum tölvukrók sem var eins og eitt meðalstórt herbergi, var hlaðið upp í loft af tölvudóti og var ekki óalgengt að fjöldi starfsmanna væri 3-5 á hverjum stað!

It is a gadget lover’s paradise. Imagine a store the size of Best Buy, three floors tall but with two-hundred tiny shops specializing in some particular product. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég keypti 16 Gb Compact Flash (x 133, CF) minniskort á ¥300 og tvo 320 Gb Hitatchi SATA ferðatöludiska á um ¥400 (dagsettir nov-2008). Næst var farið í fataverslun og keyptur forlátur leðurjakki sem átti að kosta ¥2700. Ég endaði á að fá jakkann á ¥700!

Þar sem stóra glerkúlan er, er risa Digital Mall (2 stórar búðir). Shanghai Metro City - 美罗城 Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场

These are two big computer markets, and there are several shops ... every store, every kiosk, every nook, and every cranny is crammed full of computers, computer parts, cameras, media players, games and consoles, phones, monitors, and every other kind of electronics you can think of (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á neðstu hæð er risa veitingastaður (ca. 50) með mikið úrval af alvöru Kínverskum og alþjóðlegum mat. Veitingastaðurinn fær 5 stjörnur fyrir fjölbreitni.

There are lot of good restaurants in Metro City, including a great vegetarian place called L’Arbe de Provence.  Starbucks, Haagen Dazs, Pizza Hut, and a large food court fill the basement level. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir verslunarferðina tókum við underground (eða yfirground). Lestin sem að við ætluðum að hoppa um borð í var bókstaflega stappfull og nokkur hundruð metrar á lengd. Þarna fékk maður í fyrsta skiptið að upplifa alvöru mannmauramenningu en þvílíkt var mannhafið!

Kvöldmatur: Djúpfiskur (langur og flatur) ásamt fullt af öðru góðmeti.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Kynlíf í þrívídd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3

KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3

Dagur - 3 / Day - 3

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Eftir að hafa sofið í fyrsta skiptið eins og steinn, þá vaknaði ég við að pabbi og stjúpmóðir Heng voru að lauma sér út til að kaupa í morgunmatinn. En þau komu með flugi deginum áður frá borg sem heitir Harbin. Á meðan skaust ég í sturtu og föt.

Heng byrjaði á að útbúa heitt vatn með hunangi og einhverju sem líktist rauðum rúsínum.

Skömmu síðar koma hjónakornin til baka af markaðinum með ilmandi morgunmat og byrja er að bera á borð hverja kræsinguna á fætur annari fyrir okkur unga fólkið.

Við fengum m.a. að smakka safaríkar þykkar pönnukökur, heimagerða sojamjólk, stóra pylsu og fl. góðmeti. Best of Shanghai is "Breakfast in Shanghai". Our first "REAL" breakfas! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næsti klukkutíminn fór síðan í að útbúa enn meiri morgunmat handa okkur sem var margrétta og hreint ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Pabbi Heng spændi sojahnetur niður og útbjó ekta heimatilbúinn heitan sojadrykk.

Hér er karlinn að steykja fisk á pönnu og mátti sjá að eldamennska var hans fag. Cooking fish on pan in Shanghai, probably not the Top Ten Traditional Chinese Breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Síðan borðuðum við 2 gerðir af heitum flatkökum með ýmsu góðmeti og súkkulaðifylltar deigbollur með valíum korni (æði).

... og smökkuðust þær alveg einstaklega vel. My favorite! Sweet and soft, very delicious. Cake with cashew nut (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Mikið er um grænmeti og hitað spínat var borðað sem meðlæti með þessari veislumáltíð

Ný steikt ilmandi spínat á pönnu. Lot of green things! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér fáum við 2 gerðir af reyktum pylsum frá svæði sem heitir Harbin sem er í norður Kína við landamæri Rússlands (20 - 40°C frost núna og var áður Rússnesk borg).

En pabbi Heng býr þar ásamt spúsu sinni og komu þau þaðan með flugi þaðan dagin áður. Smoked Chinese sausage from Harbin in north close to russian border. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Svona bollur með mismunandi fyllingu eru mjög vinsælar.

Bollurnar geta verið með grænmeti, kjöti og eins og í þessu tilfelli þá fékk ég eina bollu með baunakremi sem bragðaðist eins og súkkulaði. Delicious cake or ball with mixed food inside. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Til að kóróna veisluna, þá fengum við smjörsteiktar rækjur í garliksósu í eftirrétt (við erum enn að tala um morgunmatinn)!

Það var ekki eins og ég væri að springa eftir þessa máltíð, heldur voru hér margir smáréttir, hver öðrum betri. Shrimps á la Shanghai in garlic souce. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á meðan við Heng boðuðum morgunmatinn, þá var pabbi Heng að elda mat fyrir fyrrum eiginkonu (mömmu Heng) með aðstoð frá nýju konunni! En hún dó fyrir rúmum 6 árum síðan úr krabbameini rétt rúmlega fimmtug!

Hvernig má það vera að þau skuli vera að elda mat fyrir konu sem nú er látin mörgum árum áður? Cooking for a funeral or person that pass 5 years ago! How can that be? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Jú það er víst siður í Kína að brenna hina látnu og þeim síðan komið fyrir í litlum kistli. En hin eiginlega jarðaför átti að fara fram í dag í kirkjugarði ca. kl.st. fjarlægð frá Shanghai 5-6 árum seinna og var maturinn hugsaður sem virðing við hina látnu og reynt að gera henni allt til geðs eins og hún hefði sjálf viljað hafa hlutina ef hún væri lifandi enn í dag.

Svona til að setja puntinn yfir allt, þá borða kínverjar mikið af ávöxtum og ekki er óalgengt að fá epli, kíví, peru eða annan ávöxt til að enda máltíðinna.

Hér er verið að skera utan af epli. All good breakfast, lunch or dinner in Shanghai is ended with some kind of a fruit. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Að loknum morgunmati gerði hópurinn sig klára fyrir jarðaförina og var haldið af stað með forlátan kistil og mikið magn af nýelduðum mat, grænmeti og ávöxtum.

Ég var látin kaupa blóm og síðan var farið í sérstaka búð til að kaupa "peninga" og alvöru kínverja eða sprengjubelti eins og krakkarnir myndu vilja kalla það (3 m langt með 1000 kínverjum!). Síðan var lagt að stað í lítilli rútu með hópinn ásamt dyggum fjölskyldumeðlimum sem dreif að úr öllum áttum. Að endingu þurfti að fara á 2 bílum.

Hér situr Heng með kistilinn sem inniheldur jarðneskar leifar móður sinnar asamt blómaskreytingum, mat og öðrum veigum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það tók töluverða stund að komast út úr þröngri götunni með tilheyrandi handapati frá fjölda manns þar sem bílar þurftu að tvístrast í allar áttir til að þessi litla rúta kæmist út. Heng hafði á orð að þessi bílstjóri væri ekki OK, að vísu var það alveg rétt hjá henni en hann skilaði þó sínu eftir mikinn glæfraakstur báðar leiðir. Hann tók fram úr báðu megin og lá á flautunni stanslaust allan tímann á meðan hann reifst við einn farþegann sem vildi ólmur fá að skipta sér að akstrinum líka.

Þegar komið var í kirkjugarðinn, þá var þar algjört umferðaröngþveiti og mátti víða heyra sprengingar og læti óma úr öllum áttum. En þessi dagur var fyrsti vetradagur og þá fara allir í kirkjugarðinn (ath. garður án kirkju, en það eru fáar kirkjur í Kína, flestir trúlausir eða Búddatrúa!).

Því miður harðbannaði Heng mér að taka myndir af athöfninni sem var hreint ótrúlegt myndefni og sannkallað augnakonfekt sem þarf mörg orð til að lýsa. En í fáum orðum, þá eru þúsundi legsteina svo langt sem augað eygir og fyrir framan hvern legstein var rammi eða hola með 1,2 eða 3 hólfum 15 x 35 cm og 20 cm djúpt. Á legsteininum er mynd af viðkomandi og pláss tekið frá fyrir eiginkonu eða eiginmann. Kistlinum með ösku móður Hengs var komið fyrir í einu af hólfinu. En á undan var kveikt í einhverju gulum þykkum blöðum ofan í holunni til að hita hana upp. Síðan er hent í holuna ýmsum smápeningum og gervipeningum og svo kemur starfsmaður og steypti lokið fast efir að jarðneskar leifar og kistilinn er kominn á sinn stað. Næst er "lagt á borð" fyrir hina látnu og þar er sett upp stórt og mikið veisluborð af mat sem er raðað ofan á gröfina og þar má finna ýmsa ávexti, fiskmeti, kjötmeti. Síðan er veislan skreytt með miklu blómahafi frá viðstöddum. Því næst er komið með stórt ílát sem fyllt er með enn meiri peningum sem eru eins og litlir bátar í laginu og eru þeir gull- eða silfurhúðaðir. En þetta var gamall gjaldmiðill sem Kínverjar notuðu fyrir ca. 1300 árum síðan.

Hér má sjá sýnishorn af umræddum peningum

Síðan var kveikt í öllu og á meðan eldurinn logaði þá komu nánustu með hvern sinn pokann og settu á eldinn og þannig brann mikið magn af "gömlum" peningum til heiðurs hinni látnu. Að lokum var sprengibeltinu komið fyrir með 1000 Kínverjum og kveikt í og sprakk það síðan með miklum látum og mikinn reyk lagði yfir svæðið.

Eftir að allir voru búnir að signa sig 3svar sinnum yfir gröfina og hver um sig búinn að stinga 3um reykelsum í vax (þarf að vera oddatala 1,3,5,...) að þá hélt hersingin áfram að annarri gröf. Eftir mikið labb, þá var komið að gröf afa og ömmu Heng og fékk sú gröf svipaða meðferð með mat og reykelsi nema einn kveikti í sígarettu og lagði á gröfina, allt átti að vera eins og það var hjá viðkomandi aðila sem verið var að votta virðingu sína.

Hér laumaðist ég til að taka mynd af einum legsteini við eina gröfina _ Legsteinn við Kínverska gröf.

Graveyard in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir þessa upplifun, var ekið til baka með enn meira offorsi en áður og var ótrúlegt að sjá keyrslulagið þar sem verið er að fara yfir á rauðu ljósi ásamt því að sveigja fram hjá bílum, fólki, mótor- og reiðhjólum af mikilli nákvæmni.

Stefnan var sett á veitingastað og beið þar 20-30 rétta stórveisla og ekkert til sparað.

Hópurinn fékk m.a. froska, ýmsar kjöttegundir eins og lamb, sviðalappir, fuglafit (hænu), nokkrar fisktegundir, kolkrabbi, 3-4 tegundir af súpum og endaði veislan síðan á hárkrabba þar sem ALLT var borðað og virtist það vera hápunktur veislunnar hjá flestum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Að lokum hélt hersingin heim til Heng þar sem útdeilt var gjöfum á alla m.a. frá Danmörku.

Það leið ekki langur tími þar til byrjað var að tala AFTUR um mat og voru gömlu hjónin komin í nýja eldamennsku áður en maður náði að snúa sér við! Núna fengum við þessa dýrindis súpu með grænmeti, pylsum, hrísgrjónum (sem þeir borða víst lítið af) ... og var hún meira borðuð fyrir kurteisi sakir hjá mér enda lítið pláss eftir fyrir meiri mat!

Puff ... núna er ég að borða risajarðaber og kíví með tannstönglum sem er búið að skera niður í stóra bita. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa borðað annað eins á svona stuttum tíma áður! Annað hvort þarf maður að leggjast hressilega á meltuna eða þá að þetta er svo þung fæða að maður er búinn að vera hálfsofandi síðan við komum hingað út, líkaminn hefur ekki undan að vinna úr þessu öllu saman.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir

KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir

Ferð til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.

Dagur - 2 / Day - 2

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Næsta dag fórum við út í hliðargötu sem er hér rétt hjá til að kaupa okkur morgunmat.

Hér er verið að elda litlar bollur á pönnu. Þessi matur er mjög vinsæll í Kína.

Það er mjög mismunandi hvað er inni í bollunum. Hjá þessum aðila keyptum við t.d. kringlóttar bollur sem voru fylltar með grænmetissúpu og þurfti að bíta varlega þegar þær voru borðaðar. Street Food in Shanghai: Do you want fried dumplings or Shanghai Soup Dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það iðaði allt af mannlífi allt frá lögregluþjónum yfir í hrörlega betlara sem voru að heimta pening. Ég hef haft það fyrir venju að forðast að gefa, því ef þeir sjá að ef ég gef einum, þá koma allir hinir líka. Ég tók slatta af myndum af fólki sem var að elda á fullu á meðan Heng var að hlaupa á milli og kaupa nýeldaðan morgunmat fyrir okkur. Við fengum okkur fylltar bollur beint af pönnunni sem þurfti að bíta varlega í svo að innihaldið spýttist ekki út um allt. Einnig keypti hún bollur sem voru með mismunandi fyllingu. Þessu var svo skolað niður með sojamjólk og tófó drykk (tófó = sojakögglar svipað og ostur og notast mikið í matagerð).

Einnig fórum við inn í ávaxtamarkað sem var rétt hjá og nóg var úrvalið

Perur, appelsínur, epli, bananar og ávextir sem að ég hef aldrei séð. Fruit market in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það var sama hvert litið var, fólk var að selja út um allt á öllum götuhornum. Reiðhjól eru mikið notuð

Eins og sjá má, þá er allt flutt sem hægt er að flytja á reiðhjólum. Flower seller in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Seinna um daginn fórum við með leigubíl (ódýrt og mikið notað) í fjölskylduboð og þar tók á móti okkur hlaðborð af mat. Þar fengum við m.a. smokkfiskur (cutler fish).

Í Shanghai eru 45.000 leigubílar og eru ódýr og mikið notaður ferðamáti. Að auki er öflugt lestarkerfi og mikið af léttum farartækjum. Blómasali í Shanghai. Shanghai has approximately 45000 taxis operated by over 150 taxi companies. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þar sem að mig vantaði rúm til að sofa á, þá var farið í verslunarleiðangur í búð sem sérhæfði sig í rúmum.

Búðin var svipuð af stærð og Kringlan, nema hún var upp á 4-5 hæðir. Fyrir utan búðina var þessi litli Hummer jeppi. Shanghai Sleeping bed shopping Mall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Um kvöldið buðum við Heng í 20 rétta máltíð útvöldum úr fjölskyldu Heng. Sest var við risastórt hringborð og var hægt að snúa miðjunni þar sem matnum var raðað á og þannig gátu allir náð í það sem hvern og einn langaði í með því einu að snúa borðinu (mjög algengt í Kína).

Þarna voru borðaðir froskar, hænuhausar, eitthvert afbrigð af krossfisk eða kolkrabba, þari af ýmsum gerðum (mikið borðað) og grænmeti sem að ég kann ekki að nefna og eins og vanalega, þá borðaði ég ALLT. Sharing the Meal revolves aroung a Chinese round table. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á kvöldin fyllast svo göturnar af sölumönnum sem eru að selja varning. Það sem kostar $100 í hinum vestræna heimi er hægt að fá á $1 í Kína

ástæðan er auðvita sú að farið er að framleiða flestar þessar vörur í Kína með ódýru vinnuafli. Street Markets in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Shanghai er byggð upp á endann! Hér má sjá turninn þar sem íbúðin hennar Heng er uppi á 8 hæð.

Borgir geta líka verið fallegar eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er um kvöld. Parks & Gardens in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það eru margir fallegir garðar i Shanghai og er lýsing mikið notuð til að auka á stemninguna

The best Parks in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Fuglaflensa í Nepal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband