KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6

Ekki kemur á óvart að Kínverjar skuli vilja sækja Íslendinga heim þegar kemur að flugnámi, enda Íslendingar með langa og góða hefð á því sviði. Kína hefur vaxið svo hratt á sumum sviðum að þeir hafa hreinlega ekki undan að bæta við og mennta sitt eigið fólk. Ég sem fisflugmaður var aðeins að kíkja eftir hvort að það væri eitthvað um slíkt flug í Kína, en fann lítið um slíkt. Þarna gæti verið áhugaverður vaxtabroddur fyrir Kínverja að hefja smíði á léttum flugvélum.

Að vísu eru þeir komnir langt með að smíða sínar eigin stórar þotur og voru að prófa eina slíka um daginn með góðum árangri. En svo að ég haldi áfram með dagbókina úr Kínaferðinni, þá læt ég hana fylgja með hér á eftir:

En fyrstu myndina má svo tengja flugi fyrir þá bloggara sem hafa áhyggjur af tengingum hjá mér við fréttir dagsins :)

Dagur - 6 / Day - 6 24. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Lítið fór fyrir jólahátíð hjá mér eins og haldin er á Íslandi í Kínaferðinni.

Spurning um að sýna mynd af þessum mat hér. En hænulappir eru æði góðar og fékk ég þær í mismunandi útfærslu. Í Kína er greinilega ALLT borðað. Enda er þetta ekkert annað en prótein og holl næring með mismunandi útliti.

Shanghai chicken legs. Chicken Legs with barbecue Sauce! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Farið yfir texta í dagbók og stillt lýsing og litur í myndum sem búið er að taka í ferðinni. Hjálpaði félaga heima á Íslandi með ýmis mál eins og kaup á 20 km af ljósleiðara og endabúnaði fyrir ljósleiðaratengingu.

Fórum aftur í litlu Risatölvubúðina og lá leiðin beinnt á veitingastaðinn. Núna pantaði Heng mat sem við þurftum að elda sjálf! Á borði var borið mikið magn af hráu fæði og svo lítil tölvustýrð eldavél.

Síðan elduðum við matin sjálf og settum í tvöfalldan pott. Annar helmingurinn sterkkrydduð súpa og svo hin núðlusúpa. Resturant in Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Í "litlu" dótabúðinni leitaði m.a. af heyrnatóli með míkrófóni sem væri þráðlaust (fann eitthvað um 10 mismunandi gerðir). Hægt var að fá þau í mismunandi gerðum eins og Bluetooth, RF, WiFi, VoIP, FM.

Var að leita að þægilegri og einfaldri lausn þar sem væri hægt að nota slíkan búnað sem leiðsögumaður eða sem Skype síma á tölvu. Þarna var hægt að finna endalaust af heyrnatólum fyrir tölvur. I was looking for special wifi headset. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Annað eins úrval er líklega hvergi til í heiminum, enda búðin upp á heilar 11 hæðir.

Seinna um daginn spjallaði ég við Kristján B. Ómarsson félaga minn á Skype sem hannaði m.a. "Íslenska Blöndunginn" (www.tct.is) og er hér úti í Kína í borginni Weihei. Hann er að vinna að hönnun á nýjum báti fyrir fyrirtæki sem heitir www.scandic.is (Benedikt G. Guðmundsson framkvæmdastjóri). Þeir eru saman að vinna að fullt af sniðugum hugmyndum í samstarfi við aðila í Dubay.

Annars fór lítið fyrir jólahaldinu hjá Kínverjum en þó hafði pabbi Heng áhyggjur af því hvort að ég þyrfti jólagjöf og hristi ég bara hausinn og brosti enda kunni hann ekkert í ensku og ég því síður í kínversku nema einstök orð.

Að vísu rakst ég á þessar dömur hér í jólasveinabúningum á básnum hjá Sony Ericsson símafyrirtækinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Um kvöldið, þá var eiginkonu bróðir pabba Heng í heimsókn hjá okkur og sáu gömlu hjónin um að galdra fram enn eina stórmáltíðina.

Big Chinese launch with some family members. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Kínverjar koma í flugnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband