KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA LJÓSMYNDABÚÐ - 9

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA LJÓSMYNDABÚÐ - 9

Dagur - 9 / Day - 9 27. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國

Dagurinn byrjaði að venju á "léttum" 10 rétta morgunverði. Byrjað var á sykursætri súpu. Í súpunni voru vatnskenndar bollur fylltar með sætum vökva. Ég verð að viðurkenna að mér þótti þær ekkert sérstaklega lystugar til að byrja með.

A ligth 10 course breakfast in Shanghai. This is a slightly sweet "soup" with soft balls. Tāngyuán is a Chinese food made from glutinous rice flour. Glutinous rice flour is mixed with a small amount of water to form balls and is then cooked and served in boiling water. Tangyuan can be either filled or unfilled. It is traditionally eaten during Yuanxiao, or the Lantern Festival. (汤圆 or 汤团) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég fékk nýja tegund af poppkorni, það voru brún lítil hrísgrjón sem voru poppuð og mótað í litlar 5x10x1 cm kökur ásamt hnetum og öðru bragðbætandi korni - ótrúlega gott!

Chinese Shanghai rice popcorn cake with mixed beans, very tasty! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Því næst fékk ég örþunnar risa nýbakaðar pönnukökur (ca. 1 meter í þvermál), rifnar niður í litla 20-30 cm sneiðar og sett á disk. Síðan er grænmeti og öðru góðmeti sett ofan á og öllu rúllað upp (virkilega gott).

Chinese Shanghai Super Size thin pancake. Jian bing guo zi is a breakfast fast food sold on the streets of China (煎餅). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við áttum pantaðan tíma með atvinnuljósmyndara sem bauðst til að fara og sýna okkur allt það sem skiptir máli þegar þarf að kaupa inn alvöru ljósmyndadót í Shanghai borg. Á leið okkar til hans varð á vegi okkur kona með 2 litla hunda og voru þeir í "alklæðnaði" og skóm eins og lítil börn.

Chihuahua (dog), Chihuahua Puppies in a Warm Dog Coats, Small Dog Clothes. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ljósmyndarinn fór með okkur í búð sem var upp á heilar 8 hæðir með um 100 - 200 smáverslunum sem seldu "bara" ljósmyndavörur! Ég fann mikið magn af spennandi dóti og fékk m.a. tilboð í útprentun á risa ljósmynd (panorama mynd 60 x 250 cm á Canvas Satin striga (svipað og málarar nota) sem kostaði með útprentun, plöstun og innrömmun ¥420 (12 lita prenntari HP Z3100 Photo með UV vörn og 100 ára endingu).

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. No. 288 Luban Road, Luwan District, Shanghai 上海市泸湾区鲁班路288号上海星光摄影器材城 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hægt var að kaupa Canon linsur á: 35mm F1.6 ¥8.300, 85mm F1.2 ¥11.800, 24-105mm F4 ¥5.500, 16-35mm F2.8 ¥8.200, 17-40mm F4 ¥4.300, 14mm F2.8 ¥12.000, Sigma 20mm F1.8 ¥2.400, Canon 5D II 3200 ASA ¥16.200 (án linsu með video i1080 mguleika), Torsiba var með nýtt 32Gb SD kort á ¥900, Panasonic LX3 ¥2.950 (seinna í ferðinni samdi ég verðið niður í ¥3.245 með auka rafhlöðu + 16Gb SD class 6 minniskorti), 16 Gb SD kort class 6 ¥230, 16 Gb CF x133 ¥280 ...

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. Our professional photographic guide show us around the shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á meðan ég var í Shanghai, þá notaði ég kort sem virkar í lestir, strætó, leigubíla, ferjur sem hægt er að fylla á reglulega. Nóg er að bera kortið upp að skynjara og þá lækkar fyrirfram greidd upphæð.

Um kvöldið, hittum við vinafólk Heng sem að hún var í skóla með. En þau eru bæði lærð sem Arkitektar. Farið var á mjög fínan veitingastað og borðaður sterkkryddaður matur

Kvöldmatur: svínalappir ásamt öðru góðmeti. Lunch with some architect from Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html


mbl.is Kínverskar leigukærustur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband