KÍNAFERÐ - Shanghai - Tannlæknir - RISA tölvu búð - Matur - 4

KÍNAFERÐ - Shanghai - Tannlæknir - RISA tölvu búð - Matur - 4

Dagur - 4 / Day - 4

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Spurning um að renna aðeins yfir nokkra af þeim 20-30 réttum sem að við fengum kvöldið áður. En matarmagnið þann daginn var svo mikið að það dugar varla að það sé eitt blogg pr. dag til að gera því skil svo vel sé.

En auk hinna hefðbundnu kínvesku rétta, þá fékk ég hænuhaus (mér varð svo um að ég klikkaði alveg ferlega á lýsingunni og vona ég að mér sé fyrirgefið.). En annars hafði ég það fyrir venju að borða allt sem aðmér var boðið og náði ég að standa við það í ferðinni.

Að sjálgsögðu áttum ég og hænuhausinn gott spjall saman á meðan ég reyndi að naga það litla kjöt sem er utan á hausnum. Help - Chicken head! Where is the Headless Chicken running? I look around :| (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Brauðskeljar eða hvað á að kalla þennan mat. Ég fékk þennan mat í ýmsum útfærslum og var mismunandi hvaða matur var settur inn á milli.

Shanghai bread sandwich with sweet pork (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Vatnakrabbi er í miklu uppáhaldi hjá Kínverjum og það vildi svo skemmtilega til að það var krabbavertíð þegar við vorum núna í Shanghai. Það tekur töluverðan tíma að borða krabbann. En það þarf að brjóta skelina og það er allt borðað. Inna úr öllum örmum, klóm (þar er einn mesti maturinn) og svo undir skelinni sjálfri.

Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég fór aðeins yfir fjölmiðlana á Íslandi og uppfærði smá bloggið hjá mér. Það var ekki að spyrja að gömlu hjónunum, þau voru búinn að galdra fram þvílíka veislumáltíð að vanda sem var "matmikil" súpa.

Í súpunni voru hveitikögglar (Dumpling) með einhverju grænmetisdóti inn í (ekki ósvipað og kjötbollur í káli), niðurskorin hvítlaukur, þari og smárækjur ca. 1 cm á lengd (sem voru að sjálfsögðu borðaðar í heilu lagi). Home made Shanghai wild vegetables and pork wonton soup with pork and garlic chive dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þessu var svo öllu rennt niður með nýmalaðri heitri sojamjólk og te í hitaglasi ásamt eftirréttum kíví og risa jarðaberjum. Á meðan við "unga" fólkið erum að drattast á lappir, þá fóru gömlu hjónin út á hinn fræga markað til að kaupa inn fyrir hádegismatinn!

Shanghai home made breakfast, endless array of delicious food :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eins og lesa má, þá snýst nánast ALLT hér í Kína um mat, Mat og aftur MAT en ekki endalaust um helv... veðrið eins og er heima á Íslandi. Það sem mér fannst fyndið í gær var að Heng var að spjalla við fólkið sem var ný komið úr stórveislu með okkur. ÞAU VORU AÐ FARA AFTUR ÚT AÐ BORÐA! Bara á næsta stað við hliðina. Mér er sagt að þeirra stærsta menning sé matarmenning!

Ég tek eftir því að þeir eru síborðandi og ég er meira og minna búinn að vera á blístri hér alla tímann og þó virðist Heng borða meira en ég ef eitthvað er!

Er hægt að segja að Kínverjar séu feitir? NEI!

En annars hafði ég mjög gaman að því að lesa þessa frétt á netinu sama morgun sem var lítil frétt frá Kína

Sjá HÉR.

Líklega er ég að verða svona ...

Hádegismatur: Súpa sem svipar til Íslenskrar kjötsúpu, þar má finna ávexti eins og baby bambu (bambus sem er ný sprottin upp úr jörðinni), þurrkaðir villisveppir, niðursneydd svínarif (Kínverjar leggja mikla áherslu á að borða kjöt sem er næst beinum), gulrætur, og hvítur ávöxtur sem minnir á kartöflur (í sama flokki) ásamt hrísgrjónum og sallati sem minnir á spínat. Að steikja mat fer eftir mjög ákveðinni forskrift þar sem mismunandi grænmeti er bætt á pönnuna í ákveðinni tímaröð til að sumt grænmeti verði ekki of- eða vansteikt (soðið). Við fengum líka steiktan vatnafisk (sem er ekki til í Evrópu og minnir pínu á rauðsprettu), salat eins og við þekkjum og svo stóran skammt af rækjum. Ég fékk þá skýringu að borða með prjónum valdi því að maður borði hægar og njóti matarins mun betur en ella. Einnig er maturinn tuggin mun betur og mikilvægum ensímum sem er í munnvatninu er bætt meira út í fæðuna strax í upphafi meltingarinnar.

Þegar ég hugsa út í alla þessa matarmenningu svona eftir á, þá kemur það mér ekki á óvart að uppáhalds matur Heng á Íslandi skildi vera sviðakjammi úr Melabúðinni og hann ver étinn upp til agna frá fyrsta degi. Hún benti mér þá á að mjög mikilvægt væri að borða skinnið á kjammanum.

Það hafði víst brotnað aðeins úr einum jaxli hjá mér daginn áður en ferðin til Kína hófst og þurfti því að finna tannlæknir í snatri. Pabbi Heng á bróðir sem er vinamargur. Sá þekkti einn tannlæknir sem haft var strax samband við og fór bróðirinn með okkur til tannsa í leigubíl.

Staðurinn var magnaður og þarna var her af tannlæknum og stólum og fyrir utan biðu sjúklingar í röðum. Combine Your China Trip with Your Dentist Trip and Save Big! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við vorum drifin fram fyrir allan hópinn og í gamlan og mikið notaðan tannlæknastól. Ég settist í stólinn og var allt nánast í beinni útsendingu.

Þurfti fólkið í setustofunni aðeins að líta yfir smá gler til að sjá það sem var að gerast á tannlæknastofunni. A Chinese dentist examines the broken teeth in my mouth in a luxury dental chair from Shanghai China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir snögga skoðun, þá var borinn settur í gang og hreinsað í kringum brotið og efni til að fylla upp í tönnina beið tilbúið. Aðgerðin tók 10-15 mín og var án deyfingar og hér var greinilega vanur maður á ferð.

Á efri hæðinni sat svo tannsmiður sem bjargaði því að ég fékk svona skjóta og góða þjónustu. On the top floor we fond the dentist master "how give us this quick help" (Dentures, Dental Hygiene, Polishing, Dental Drill, Copy Space, One Person, Men, Human Teeth) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Sagt er að Kínverskir læknar séu með þeim bestu í heiminum og stafar það líklega af þeirri gríðarlegu reynslu sem að þeir fá. Heng fór í augnaðgerð (kostar ca. 100 þús) eins og boðið er upp á heima (tæpar 300 þús.) og var sá augnlæknir víst búinn að framkvæma um 100.000 augnaðgerðir!

Sem dæmi um sterk fjölskyldutengsl í Kína, þá vildi tannlæknirinn ekki taka neina greiðslu fyrir sem myndi undir eðlilegum kringumstæðum kosta 15-20 þús. heima á Íslandi!

Frá tannsa tókum við leigubíl í "litla tölvubúð" til að kaupa harðan disk í ferðatölvu. Þegar inn í búðina var komið, kom í ljós að hún var á stærð við Kringluna og seldi bara tölvur og dót þeim tengt ásamt stafrænum myndavélum. Inni í þessari risa tölvuverslun voru líklega nokkur hundruð smáverslanir og var hægt að kaupa ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR á þessum stað.

Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ekki er ólíklegt að flestir tölvunördar séu samankomnir á þessum einn stað. Í hverjum tölvukrók sem var eins og eitt meðalstórt herbergi, var hlaðið upp í loft af tölvudóti og var ekki óalgengt að fjöldi starfsmanna væri 3-5 á hverjum stað!

It is a gadget lover’s paradise. Imagine a store the size of Best Buy, three floors tall but with two-hundred tiny shops specializing in some particular product. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég keypti 16 Gb Compact Flash (x 133, CF) minniskort á ¥300 og tvo 320 Gb Hitatchi SATA ferðatöludiska á um ¥400 (dagsettir nov-2008). Næst var farið í fataverslun og keyptur forlátur leðurjakki sem átti að kosta ¥2700. Ég endaði á að fá jakkann á ¥700!

Þar sem stóra glerkúlan er, er risa Digital Mall (2 stórar búðir). Shanghai Metro City - 美罗城 Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场

These are two big computer markets, and there are several shops ... every store, every kiosk, every nook, and every cranny is crammed full of computers, computer parts, cameras, media players, games and consoles, phones, monitors, and every other kind of electronics you can think of (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á neðstu hæð er risa veitingastaður (ca. 50) með mikið úrval af alvöru Kínverskum og alþjóðlegum mat. Veitingastaðurinn fær 5 stjörnur fyrir fjölbreitni.

There are lot of good restaurants in Metro City, including a great vegetarian place called L’Arbe de Provence.  Starbucks, Haagen Dazs, Pizza Hut, and a large food court fill the basement level. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir verslunarferðina tókum við underground (eða yfirground). Lestin sem að við ætluðum að hoppa um borð í var bókstaflega stappfull og nokkur hundruð metrar á lengd. Þarna fékk maður í fyrsta skiptið að upplifa alvöru mannmauramenningu en þvílíkt var mannhafið!

Kvöldmatur: Djúpfiskur (langur og flatur) ásamt fullt af öðru góðmeti.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Kynlíf í þrívídd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað í ósköpunum hefur þetta með fréttina á mbl að gera? Svar: Ekki neitt.

Þetta er dæmi um misnotkun á tengimögleika boggsins við fréttir

Kári (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hong Kong er Kína :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 09:57

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he röfl er þetta í óskráðum manni :)

Matarmenningin í asíu virðist vera svipuð og finnst mér fróðlegt að sjá þetta hjá þér og bera það saman við það sem ég þekki frá indo kína.

Þar snýst allt um mat og aftur mat.. jafnvel sárafátækt fólk í indo kína hefur nóg að borða.. galdurinn fyrir okkur ofátusjúklingana þegar maður kemur í svona umhverfi, er að borða lítið í einu því það er pottþétt að þú færð annan skammt innan 2-3 tíma.. borða oft og lítið.

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hef heyrt að ráð gegn offitu sé að borða bara nógu oft. Þoð loðir víst mikið við Íslendinga að gera allt í törnum og þá á það við um matinn líka. Íslendingar borða stórar og þungar máltíðir og eru svo oft í óhollu ruslfæði þess á milli. Spurning hvort að það sé ástæðan fyrir því að líkaminn fari þá að safna á sig varaforða?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 10:33

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er málið Kjartan.. við étum of mikið þegar við borðum.. og svo drasl á milli.. þess vegna eru 30 % þjóðarinnar offitusjúklingar í dag.

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 10:38

6 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Alltaf fróðlegt og gaman að kýkja inn á bloggið þitt.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 11:11

7 identicon

Nákvæmlega Kári...þetta kemur ekkert við fréttinni á mbl.is......

En þetta var samt mjög skemmtileg lesning og gaman að sjá myndirnar.

ég hefði alveg viljað fara í þessa "litlu" tölvuverslun haha :)

takk fyrir skemmtilegan fróðleik :)

kveðja
Arnar

Arnar (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:56

8 identicon

Skemtileg og fræðandi færsla..

Axel (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:23

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Tenging við fréttir:

Ég sé að Kári og Arnar eru með einhverja viðkvæmni út af fréttatenginguna hjá mér. Þegar fólk er að skrifa blogg, þá er það vegna þess að það er að reyna að koma einhverju á framfæri, annars væri það ekki að blogga. Ég renndi í gegnum fréttirnar á Mbl og sá nafnið Hong Kong og þar sem bloggið fjallar um Kína, að þá var ég fljótur að smella þessari ferðasögu þar inn. En það eru töluverðar líkur á því að fólk sem hefur áhuga á fréttum tengt Kína hafi líka áhuga á bloggi tengt Kína.

En hvað varðar fréttaumfjöllun á Mbl eða öðrum vefmiðlum, að þá er til að mynda ekkert um Kínverska sögu eða menningu í dag og það þrátt fyrir að það séu áramót hjá þeim með uppákomum út um allan heim og meðal annars hér í Danmörku í bæjarfélagi þar sem að ég bý.

Sem dæmi, þá leggur Mbl.is ofuráheslu á að hylla ákveðna bloggara umfram aðra og nú síðast nýjan bloggara Sullenberger að nafni. Honum hefur verið hampað töluvert ásamt Jónínu Ben. á mbl.is í dag og það þrátt fyrir að nýjasta greinin hjá honum væri öll í stafsetningarvillum. Ég hef þá trú að hér spili pólitík stórt hlutverk.

En mbl.is hafa verið að gera töluvert síðasta árið til að þrengja að bloggurum og nú síðast þurfa allir að koma fram undir nafni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 15:59

10 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þú ert náttúrulega bara hetja í mínum augum að sega bara takk fyrir og leggja þetta allt til munns. Ekkert allt of girnilegt sem maður sér þarna.

S. Lúther Gestsson, 25.1.2009 kl. 19:00

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svipar hænuhausinn ekki til íslenska sviðahaussins,sem Heng þótti lostæti?  Ég væri aðframkomin af hungri ef ég leggði  hænuhausinn mér til munns.  En þetta er allt mjög áhugavert,aldeilis skrautlegt og þessvegna girnilegt,allt grænmetið,umm!!           

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2009 kl. 20:31

12 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já, ég blogga aldrei um pólítík, en velti þó henni fyrir mér í dag eins og sést á bloggi mínu. Þar kemur meira að sega matur fyrir.

S. Lúther Gestsson, 25.1.2009 kl. 20:40

13 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég vil undirstrika það að ég fékk aldrei í magann í ferðinni sem var 3 vikur. Þó borðaði ég um 30 rétti á dag af ýmsum gerðum og ALLT var borðað.

Í Kína mátti finna KFC, McDonalds og Burger King út um allt og fór ég aldrei inn á þá staði. Ég viðurkenni að þegar ég kom til baka til Danmerkur, að þá fór ég á Burger King og fékk mér einn feitan og stóran og þa leið ca. 1 klst. og þá var ég komin á dolluna og það var 100% hreinsun. Hefði ekki einu sinni geta fengið betri hreinsun í stólpípuaðgerðinni hjá Jónínu Ben. :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband