Færsluflokkur: Jarðfræði

KRAFLA, GJÁSTYKKI, ÞEISTAREYKIR OG ÖLKELDUHÁLS - MYNDIR OG KORT

Hér er flogið til suðurs frá Ásbyrgi í átt að Kröflu meðfram nýja hrauninu sem kom upp í eldsumbrotunum í Leirhnjúk 1975 til 1984. Hér má sjá hvernig hraunið hefur komið upp úr nýrri sprungu og flætt ofan í aðra gamla samsíða sprungu sem er aðeins austar.

Hraunið nær að fljóta yfir stórt svæði og eru skilin á milli eldra og nýja hraunsins mjög greinileg. Fly from Asbyrgi to Leirhnjukur and Krafla close to Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stuttu eftir eldgosið við Kröflu, þá var lagður vegur yfir nýrunnið hraunið

Myndin er tekin í Júlí 2003. Picture of the road over the new lava close to Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hæð eina sem rétt nær að gægjast upp úr nýja hrauninu

Í svona gosi getur komið upp gríðarlega mikið magn af hrauni á skömmum tíma. Melurinn er greinilega eldra hraun sem komið er með rauðan blæ. A hill close to Leyrhnjukur and Krafla. Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sjást svo gamlir og nýir gígar í bland

Landið hleðst upp lögum á milljónum ára. New and old crater on a long fissure close to Leirhnjukur in north east of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést ein af mörgum gígaröðum mjög vel. En hraunið sem kom upp á tímabilinu 1975 til 1984. Hraunið var mjög þunnfljótandi og náði að renna yfir stórt svæði á skömmum tíma

Flott var að sjá myndir þar sem hraunið kom upp á einum stað en féll ofan í næstu sprungu jafn harðan. One of many fissure close to Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft í áttina að Kröflu, Leirhnjúk og Mývatni. Í baksýn sést í Sellandafjall, Bláfjall og Heilagsdalsfjall

Þar sem reykur stígur upp er Kröflusvæðið. Á myndinni sést vel hvernig sprungusveimurinn liggur frá Leirhnjúk í áttina að Gjástykki. Picture of Krafla, Leyrhnjukur and Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn.

Kort af Gjástykki. En það virðast vera um 8-10 Km frá Gjástykki að Kröfluvirkjun. Map of Krafla, Gjastykki and Myvatn area (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft í áttina að Leirhnjúk. Í baksýn sést í Sellandafjall, Bláfjall og þar fyrir framan hægra megin sést aðeins í Hverfjall eða Hverfell og Námafjall. En mönnum ber ekki alveg saman um nafnið á gígnum Hverfjalli sem er sprengigígur sem myndast hefur við gos í vatni og því að mestu byggður upp úr sandi.

Vinstra megin við Hverfjall eða fell er svo hraun sem heitir Búrfellshraun. Picture of Leirhnjuk, Sellandafjall, Blafjall, Hverfjall and Namafjall in north east of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt við Leirhnjúk má svo sjá hversu þunnfljótandi hraunið hefur verið. Þar sem hraunið mætir kaldri fyrirstöðu getur það krumpast upp eins og myndin sýnir. En hitastigið hefur greinilega verið mjög hátt. Hitastig á hrauni getur verið frá 700 - 1200°C.

Gríðarleg hitamyndun er í iðrum jarðar og stafar hún einkum af niðurbroti geislavirkra efna. Hér er greinilega um flæðigos að ræða þar sem nær eingöngu myndast hraun og gjóskuframleiðsla verður óveruleg. Eins og myndin sýnir, þá er hraunin frekar slétt, rákuð og nefnast helluhraun, og eru úr basalti. Picture of thin flooding lava from Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Leirhnjúkur er vinsælt göngusvæði og er búið að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn til muna á svæðinu. Búið er að reisa trépalla og öryggisgirðingar svo að fólk verði sér ekki að skaða í brennheitum leirhverunum sem mikið er af á svæðinu.

Vinsælt er að ganga hringleið, en það er stígurinn sem er fjær. Leirhnjukur is a popular hiking area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést göngusvæðið betur við Leirhnjúk

Nóg er af leirhverum á svæðinu eins og sjá má. Hiking area around Leirhnjukur and the new crater. Lot of active mud spring seen on the picture. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést bílaplanið þar sem gönguleiðin inn að Leirhnjúk hefst. Á myndinni má einnig sjá framkvæmdir við Kröflu ásamt lögnum sem tengir virkjunina við um 35 borholur. Leiðslurnar eru lagðar frá Kröflu í stöðvarhúsið sem er hægra megin í myndinni.

Búrfell sést í baksýn ásamt Vestari-Skógarmannafjöllum. En talið er að Búrfellshraun hafi komið úr Kræðuborgum sem er gígaröð lengst til vinstri á myndinni bak við Kröflu sem er framalega vinstra megin í myndinni. Picture of the Leirhnjukur area and parking space close to Viti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo Víti (eða Helvíti eins og hann heitir fullu nafni) er sprengigígur sem myndaðist þegar gaus í Kröflu 1724 Gígurinn er um 300 m í þvermál. Gígurinn varð til þegar rakur jarðvegur yfirhitnar svo mikið að það verður sprenging og jarðvegurinn þeytist í allar áttir.

Með þessu hófst lengsta gos íslandssögunar (5 ár) og fékk það viðurnefni Mývatnseldar. The famous Víti craters “Hell” in Icelandic. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir. Fyrir Kröfluvirkjun er búið að bora um 35 borholur og féllu sumar þeirra saman í eldsumbrotunum í Leirhnjúk 1975 til 1984

Nú stendur til að reisa 150 MW jarðhitavirkjun við Kröflu. Virkjunin, Kröfluvirkjun II, er hugsuð sem viðbót við virkjunina sem fyrir er og verður byggt nýtt stöðvarhús. Krafla is a caldera of about 10 km in diameter with a 90 km long fissure zone! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo sjálf Kröfluvirkjun sem er líklega erfiðasta framkvæmd Íslandssögunar og mátti litlu muna að illa færi og munaði litlu að Íslendingar gæfust upp á gufuaflsvirkjunum. Kröflustöð var gangsett árið 1977 (30MW) og 1996 var hún stækkuð (60MW).

Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984. This is the first "steam" or geothermal energy power station in Iceland. It has been in operation since 1977 and give around 60 MW power. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti.

Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti - Map of Krafla, Krofluvirkjun, Leirhnjukur, Viti in north east of Iceland close to Myvatn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Námaskarð eða Hverarönd vinsæll ferðamannastaður

Mikið er af bullandi leirhverum og hér áður fyrr var unnin brennisteinn í Hlíðarnámum og fluttur út. Picture of Namaskard or Hverarond close to Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá loftmynd tekna af Þeistarreykjarsvæðinu í september 2005. Hér má sjá gufu stíga til himins víða á svæðinu. Horft er til suðurs á myndinni.

Landsvirkjun og Norðurþing standa sameiginlega að tilraunaborunum á svæðinu vegna virkjanna sem stendur til að reisa á svæðinu vegna Álvers á Bakka við Húsavík. Picture of Theistarreykir geothermal area that will be used for Aluminum company at Bakki close to Husavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu þar sem verið er að bora.

Kort af Þeistareykjum, Þeistareykjabungu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Áður hefur verið ritað um Ölkelduháls eða Bitruvirkjun og sitt sýnist hverjum um þá framkvæmd. En hér má skoða myndaseríu sem að ég tók á sínum tíma af svæðinu.

SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/351625/

En þetta var annars stutt samantekt að hinum 3 svæðunum sem verið er að fara í frakvæmdir í á sama tíma, þ.e. Krafla, Gjástykki (það sem þeir kjósa að kalla Krafla II en það er um 10 km á milli þessa svæða) og svo Þeistareykjarsvæðið.

Það er greinilega ekkert slegið slöku við hjá ráðamönnum þessara þjóða þessa dagana. Það virðist virka vel að henda svona sprengjum í fjölmiðla (Bitruvirkjun) svo að það sé hægt að athafna sig í friði á öðrum svæðum á meðan :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DRANGEY - DRANGEYJARJARLINN - MYNDIR Hluti-I

Ég átti þess kost að skreppa út í Drangey núna í sumar og tók þá þessa myndaseríu í leiðinni.

Jón Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd, oft kallaður Drangeyjarjarlinn, stundar siglingar út í Drangey með farþega frá Sauðárkróki og frá Reykjum. Jón "Drangeyjarjarl" hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald á aðstöðunni í Drangey. Hann varð ferðafrömuður ársins 2007 og er vel að titlinum komin.

Til er þjóðsaga um uppruna Drangeyjar að tvö nátttröll sem áttu heima í Hegranesi. Þau vildu leiða kú sína undir naut sem var að finna vestur á Ströndum. Lögðu þau af stað í ferðalagið og karlinn teymdi kúna en kerlingin gekk á eftir. Ekki voru þau komin langt út á fjörðinn þegar dagur ljómaði úr austri og urðu þau öll að steini.

EKerlingin er klettadrangur sem enn stendur sunnan eyjunnar og karlinn er annar drangur sem stóð norðan hennar og hrundi í jarðskjálfta árið 1755, en kýrin er eyjan sjálf, enda var hún löngum sannkölluð mjólkurkýr fyrir Skagfirðinga. Drangey (Pinnacle Island) in Iceland is a high, flat-topped island in Skagafjörður. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það gengur oft mikið á þegar verið er að koma farþegum til og frá borði úti í Drangey og stundum verður frá að hverfa sökum mikils öldugangs við eyjuna. Aðkoman að Drangey er oft erfið og þarf að passa sig vel þegar stigið er í land.

Ekki kemur á óvart að Jón karlinn hafi náð að detta eins og einu sinni í sjóinn í öllum þeim fjölda ferða sem hann hefur farið út í eyjuna. Enda menn ekki alvöru sjómenn nema hafa m... í saltan sjó :) Pictures from Drangey island in Skagafjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




http://www.photo.is/08/07/2/pages/kps07081360.html

Ein af mörgum skemmtilegum raunum í þessari ferð er að komast í land. Hér er báturinn búinn að lyfta sér upp og þarf stundum að bíða og sæta lagi áður en stokkið er í land

Allt fer þó vel að lokum og hópurinn heldur næst gangandi eða klifrandi upp á eyjuna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá meira af myndum úr annarri ferð sem ég fór með danskan hóp út í Drangey árið 2005

http://www.photo.is/niels/pages/kps07050812.html

Það getur verið mikil raun fyrir lofthrædda að klifra upp á eyjuna Drangey. En þarna hefur verið vel staðið að öllu og er búð að leggja stiga á erfiðustu kafla leiðarinnar. Einnig eru keðjur og bönd sem hægt er að halda sér í (fyrir lofthrædda).

Eyjan er úr þverhníptu móbergi og ca 180 metrar á hæð og aðeins kleif á þessum einum stað sem nefnist Uppganga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margar þjóðsögur eru tengdar við Drangey. Ein sagan segir að Drangey hafi verið vígð af Guðmundur góða Arasyni sem var biskup á Hólum í Hjaltadal. Hér er búið að setja skjöld með kvæðinu "Faðir Vor, þú sem ert á himnum ..."

Staðurinn heitir Gvendaraltari.  Það er siður að hver og einn leggist þar á bæn áður en lengra er haldið, ef vel á að farnast (á þá líklega seinna meir í lífinu). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar hópurinn var kominn upp á eyjuna, þá var gengið að Drangeyjarskála (byggður 1984). Þar fann sonur Jóns fugl sem hafði lokast inni í húsinu.

Hér er Sigurður Kjartansson að klappa skógarþrestinum (Turdus iliacus) sem fannst í skálanum á meðan bróðir hans Ómar Pétur Kjartansson fylgist spenntur með því sem fram fer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Byrjað er á því að ganga á stað þar sem Grettiskofi er. Þar dvöldu tveir frægi útlagar, þeir Grettir og Illugi Ásmundarsynir, sem sagt er frá í Grettissögu. Talið er að þeir hafi dvalið í Drangey frá 1028 í þrjú ár.

Áður en Grettir kom í Drangey, var hún almenningur. Eftir að hann er drepinn (ca. 1030), þá kemst eyjan undir biskupsstólinn á Hólum í Hjaltadal. Eftir það höfðu Hólabiskupar mest yfirráð yfir eynni ásamt nytjar af fugli og fiskiafla. Grettir's Saga (Grettis saga Ásmundarsonar), written around 1300, tell how the famous outlaw Grettir and his younger brother Illugi, from Bjarg, survived for 3 years in Drangey. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Nú er Drangeyjarjarlinn orðin frægur eins og Grettir "Sterki" Ásmundason. En Grettir er frægur fyrir sund sitt úr Drangey að Reykjum á Reykjaströnd þegar hann sótti eld sem hafði óvart slokknað hjá þeim bræðrum. Sund þetta þykir frækilegt afrek og hafa margir reynt að synda sömu leið og Grettir. Því miður tókst Jóni ekki eins vel upp og Gretti í þetta skiptið og vonum að honum hafi ekki orðið meint af volkinu.

Gott tækifæri gefst til dæmis til að skoða sjófugla í Drangey þar sem mikið er af svartfugli. Hefur eyjan verið sett á lista yfir mikilvæg fuglasvæði í Evrópu. Sagt er að veiðst hafi þar yfir 200 þúsund fuglar á einu vori í Drangey og eyjan oft nefnd forðabúr eða matarkista Skagfirðinga af þeim sökum.

Hér er horft fram af þar sem Hæringur norski hljóp í sjó fram, eftir að hann klifraði upp eyjuna og reyndi að drepa þá bræður Illuga og Grettir. Kerling blasir við úti á sjónum. Hér er líka einn af fáum stöðum þar sem hægt er að horfa beint niður í sjóinn með því að leggjast niður á bjargbrúnina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auk þess að Drangey sé fræg fyrir fugla- og eggjatekju sem þar hefur verið stunduð að þá er eyjan mjög grasgefin að ofan. Nóg er líka af áburðinum (fugladrit, gúanó) sem fuglinn skilur eftir sig. Öldum saman var fé flutt út í eyjuna til beitar.

Þegar Grettir og bróðir hans Illugi komu til Drangeyjar, þá drápu þeir sér til matar allt fé sem bændur úr sveitinni áttu. Að vísu fékk einn hrútur að lifa. Sá hét Hösmagi og var mannýgur. Þeir bræður Grettir og Illugi höfðu gaman að honum. Hrútur þessi var vanur að banka á hurðina hjá þeim bræðrum á hverjum morgni. Um hrútinn má m.a. lesa í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Drangey

Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár;
margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.

Þar rís Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið, og báðum megin
beljandi hvalaþröng.

Einn gengur hrútur í eynni,
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.

Jónas Hallgrímsson

Ungur nemur, gamall temur, hér er Jón að kenna Sigurði Kjartanssyni hvernig á að bera sig að við að stjórna "SKIPINU" Nýi Víkingur SK 95

Jón Drangeyjarjarl og Sigurður að stýra skipinu á leið til hafnar eftir velheppnaða ferð til Drangeyjar. "Ég hef klifið Drangey og snert rætur Íslands!" er mottó Jóns Drangeyjarfara og er hægt að fá merkta boli með þessum texta á í lok ferðar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Sem leiðsögumaður, þá verð ég að segja að ferðir út í Drangey með Jóni og hans fjölskyldu eru með þeim skemmtilegri sem að ég hef farið í. Í einni og sömu ferðinni er hægt að upplifa margt eins og að fara í sund (ekki eins og Jón fór í) í Grettislaug, bátasiglingu, veiðar, fjallaklifur, fuglaskoðun, söguferð, gönguferð, selur, hvalur og þannig mætti lengi telja.

Frábær ferð í alla staði (seinni hluti ferðalýsingar væntanlegur von bráðar).

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Hluti-II kemur seinna.


mbl.is Jarlinn synti sitt Drangeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HRINGMYND OG KORT AF SUÐURSVEIT

Hér má sjá hluta úr hringmynd sem tekin var á svæðinu þar sem vegaskemmdirnar áttu sér stað í Suðursveit.

Hringmynd af Suðursveit fyrir sunnan Vatnajökul, Borgarhafnarfjall, Hestagerði, Vagnsstaðir, Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur (Smellið á mynd til að sjá risamynd af svæðinu).

Mynd-1. Kort af Suðursveit fyrir sunnan Vatnajökul, Borgarhafnarfjall, Hestagerði, Vagnsstaðir, Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Borgarhafnarfjall og er bærinn Hestagerði fyrir endann á fjallinu. Bærinn sem er hér nær á myndinni heitir Vagnsstaðir

Mynd-2. Vagnsstaðir eru í Suðursveit, um 50 km vestur af Höfn og 28 km austur af Jökulsárlóni. Picture of mountain Borgarhafnarfjall and Vagnsstaðir, a farm in the Suðursveit, about 50 km west of Höfn and 28 km east of Jökulsárlón. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Borgarhafnarfjall og Hestagerðishnúta í Suðursveit. Líklega sét í eitthvað af útihúsum frá bæjunum Suðurhúsum, Lækjarhúsum og Neðrabæ

Mynd-3. Spurning hvar á myndunum hægt er að finna þessar vegaskemmdir? Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá bæina Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur í Suðursveit. Bæjardalur heitir dalurinn fyrir ofan bæina.

Mynd-4. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða útihús ætli þetta sé?

Mynd-5. En bak við fjallið er Svínadalur og þar fyrir innan er Staðardalur og Bröttutungur og Sultartungnajökull. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðbotnstindur, Mjóidalur, Hafursteinsbotn, Hrafnagil, Selmýri, Fornatjörn, Fífudalur

Mynd-6. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kálfafell, Kálfafellstindur, Fossar, Leiti, Jaðar, Brunnar, Fremstabotnstindur, Sólvangur, Kálfafellsstaðskirkja, Hrollaugsstaðaskóli, Gistiheimilið Brunnavellir

Mynd-7. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vatnajökull, Hvannadalshnjúkur, Öræfajökull, Klifatangi, Steinafjall, Breiðabólsstaðarklettar, Bæjartindur, Steinadalur, Fagriskógur, Klukkugil, Staðarfjallstindur, Kálfafellsdalur, Kvennaskálatindur, Sauðadalstindur.

Mynd-8. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Suðursveit fyrir sunnan Vatnajökul, Borgarhafnarfjall, Hestagerði, Vagnsstaðir, Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur.

Kort af Suðursveit fyrir sunnan Vatnajökul, Borgarhafnarfjall, Hestagerði, Vagnsstaðir, Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ollu óbætanlegu tjóni í jarðvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TEST - RISAMYND AF FOSS Á BLOGGIÐ - ÁHUGAVERÐ TILRAUN

Mbl bloggið hefur átt erfiða tíma núna síðustu dagana og vona ég að þessi tölvumál fari að komast í lag hjá þeim. En eins og sjá má, þá fer ég aðra leið en margir til að tengja mig inn á mínar myndir.

Ég notast við þá lausn að vista myndir á öðrum stað og í staðin vísa ég á myndirnar hjá mér í moggablogginu með svo kölluðum html skipunum. Á móti kemur að ég þarf sjálfur að passa upp á að myndasafnið og að allar tengingar við myndirnar séu í lagi.

Þar sem að ég er að blogga á fleiri stöðum, þá þarf ég ekki að vera að senda myndirnar inn á marga aðskilda netþjóna - Nóg að myndavefþjóninn sé á einum stað. Hér kemur smá tilraun sem gæti verið gaman að sjá hvort að virki.

Hér gefur að líta eina lengstu mynd sem birst hefur líklega á þessu bloggi. Myndin er af fossi sem er á leiðinni inn í Núpstaðarskóg. Fyrir framan fossinn stendur maður frá Indlandi eða Kanada. Hópurinn sem var á ferð með mér fékk sér að borða nesti undir fossinum. Til að skoða myndina þarf að færa bendilinn niður

Litadýrðin leynir sér ekki. Það eru ófáir fallegir fossar á Íslandi sem margir fara því miður fram hjá án þess að taka mikið eftir þeim. Fyrir þá sem langar til að skoða myndina útprentaða, geta farið niður í Prentlausnir Ármúla 1 og skoðað alla myndina nánar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Fossinn sem gleymdist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝR ÍSLENSKUR HELLIR - BÚRI - MYNDIR

Fyrir nokkrum dögum, þá átti ég þess kost að komast inn í einna af nýjustu perlum náttúru Íslands. En sú ótrúlega fallega perla heitir Búri og er hraunhellir sem finna má í Leitarhrauni ofan við Hlíðarendahjalla (nákvæmari staðsetning ekki gefin). Þarna er á ferð hellir sem er svo fagur og sérstakur að hann er þess full verðugur að fá að komast á Heimsminjaskrá UNESCO.

Hér má svo sjá myndum úr hellinum sem greinarhöfundur tók með dyggri aðstoð frá Þóri Má Jónssyni og Ásgeiri Sig.

Árið 1993 skráði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi stað þar sem hugsanlega mætti finna hellir þar sem Búri fannst síðar.

Árið 2005 verður Björn Hróarsson þess aðnjótandi að komast fyrstur niður í hellinn Búra. The cave Buri was first found in 1993. In 2005 the cave was fully discovered by Björn Hróarsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og oft vill verða með íslenska hraunhella, þá er framalega í þeim miklar ísmyndanir. Fremst í Búra mátti sjá leifar af ís frá vetrinum sem þegar var farið að ganga mikið á.

Hraunhellir virkar eins og ísskápur og er hitastigið oft nálægt 4 °C. In cave Búri's mouth was huges iceicles. It is common to find in Icelandic lava tubes like Búri a lot of ice. Therefore the temperature in such cave is often around 4°C. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir að hafa gengið í gegnum íssvæðið, þá þarf að brölta yfir mikið af stórgrýti sem hefur hrunið úr loftinu. Hér byrjar hellirinn að opnast og nær sumstaðar allt að 20 metra hæð.

Hér má sjá hraunbrúnir á veggjum hellisins í mismunandi hæðum sem sýnir hversu hátt hraunstraumurinn hefur náð á mismunandi tímum. Í gólfinu má svo sjá hraungrýti sem hefur fallið úr loftinu eða náð að storkna rétt áður en hraunrennslið hefur náð að stöðvast. Picture inside cave Búri which is one of the biggest lava tube in the world. The cave is around 1000 meters long. It was hard to get any good photos here because of the size of the cave. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og er, þá er verið að skoða 2-3 staði þar sem geta verið hliðargöng eða þá að göngin halda áfram. Hér er einn staður hátt uppi til hliðar þar sem ekki er enn búið að klifra upp og kanna nánar.

Staðurinn er erfiður uppgöngu og hafa menn dottið þarna niður þegar verið var að reyna að komast upp á sylluna þar sem þessi litli hliðarskúti er. Líklega þarf að skrúfa bolta í veginn til að hægt sé að komast þarna upp með góðu móti og kanna aðstæður betur. Líklega er þarna um að ræða öndunarop á hellinum þar sem gas eða loft hefur náð að streyma út.The cave Búri is one of the newest cave in Iceland and just found 2-3 years ago. Here is a small side cave that need to be researched but very difficult to enter. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má, þá er litadýrðin mikil á veggjum hellisins Búra

Hraunið hefur tekið á sig ýmsar myndir. Hitinn hefur mótað hraunið og litað víða. Hér má sjá storknaða hraunstrauma í hliðum hellisins Búra. Inside cave Búri the wall can be very color-full. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd er auðvelt að átta sig á því hvað hellirinn Búri er stór. Hér er hátt til lofts og vítt til veggja.

Hér er stór hvelfing í Búra sem er líklega um 20 metrar á hæð og um 10 metrar á breidd. Cave Búri's height is sometimes around 20 meters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hafa félagarnir Þórir og Ásgeir fengið sér sæti á einum af tveimur hraunfossum í hellinum Búra

Smá hraunspía hefur náð að stoppa eða styrðna á hraunbrúninni. Picture of lava waterfall, one of two, in cave Búri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hraungöng í hraunhellinum Búra í leitarhrauni

Hér má svo sjá skýringuna á því hvers vegna hraungöng fá nafnið "Lavatube" (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir langa og erfiða göngu (um 1 km), þá er skyndilega gengið fram á "svarthol" og því eins gott að passa sig vel. Hér "endar" hellirinn Búri í ægifögrum hraunfossi sem steypist fram af brún niður í hyldýpið

En þar sem við félagarnir vorum undir það búnir að takast á við þessa raun, var strax hafist handar við næsta skref og það var að láta sig síga ofan í þessa holu. Black hole in cave Búri, "BIG" lava waterfall dissapear to the "Center of the Earth". Was it here the where "Journey to the Center of the Earth" started? No, we are not in Snæfellsjökull, we are far away in cave Búri on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Menn eru fljótir að gera sig klára til að láta sig síga niður í "svartholið" eða hraun-svelginn. Hér er Þórir komin í línu og byrjaður á að fikra sig varlega niður í hyldýpið

Hér má sjá hrauntröð í frjálsu falli sem náð hefur að stirðna á leiðinni niður. Aðstæður eru hrikalegar og hraunið oddhvasst. Passa þarf línur sérstaklega til að þær skerist ekki í sundur. Here we can see outstanding natural phenomena. A huge waterfall made of lava inside the cave Buri. There is a good reason to put cave Búri on the lists of World Heritage Sites by UNESCO. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar komið er ofan í gatið og niður á botn, sem er um 20 metrum neðar, þá má sjá þessa sýn hér þegar horft er upp eftir fossinum. Ferðin tók um 9 kl.st. og var mjög flókið að ljósmynda hellinn vegna aðstæðna. Hér er ein af mörgum myndum sem teknar eru fyrir neðan hraunfossinn í Búra.

Spurning um að bloggarar taki sig saman og reyni að finna flott nafn á þennan myndalega hraunfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hafa hellarannsóknarmenn reynt að grafa sig í gegnum laust grjóthrun þar sem hraunfossinn eða svelgurinn endar

Vandamálið er að mikið er af lausu grjóti sem getur við minnsta rask hrunið yfir þá sem þarna eru á ferð. Þórir bendir þarna á einn stóran stein sem vegur salt ofarlega í holunni. Here is a small hole we had to squeeze through in bottom at the end of lava-waterfall in cave Buri. Will it be possible to go further into or back to the future? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er Þórir á leið til baka upp hraunfossinn sem er um 13 metrar á hæð. Eins og sjá má, þá ver svelgurinn víður eða um 2-3 metrar. Gaman er að skoða hliðarnar og hraunstráin sem eru tröllvaxin og hafa runnið niður með hliðunum.

Litirnir eru ótrúlegir á þessum stað í hellinum. It's a bit red the waterfall in cave Buri, but instead made of water it is made of rusted oxide lava. Colorful walls and lava formations are over all. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru risavaxin hraunstrá sem liggja upp með svelgnum að sunnanverðu. Hér má vel sjá hvernig bráðið hraunið hefur lekið með hliðunum rétt eftir að hraunrásin tæmist og þessi myndarlegu hraunstrá náð að stirðna niður með hliðunum

Huge lava needles from top to the bottom for about 13 meters long! The location is a secret, because to much traffic will destroy it. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Umsjónin á of margra hendi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SELJALANDSFOSS MYNDIR

Hér er hópur Spánverja sem að ég var með á ferð um landið 2006. Hér tekur hópurinn dansspor fyrir framan Seljalandsfoss og var það víða gert í umræddri ferð

Seljalandsfoss is one of the most famous waterfalls of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið fram hjá Seljalandsfossi 2004 í hringferð fisflugmanna um landið

Seljalandsfoss í Seljalandsá um 65 m hár. Seljalandsfoss waterfall of the river Seljalandsá drops 60 meters over the cliffs of the former coastline. Seljalandsfoss is very picturesque and therefore its photo can be found in many books and calendars. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það eru mörg sjónarhorn sem hægt er að nota þegar verið er að taka myndir af Seljalandsfossi

Seljalandsfoss is situated in between Selfoss and Skogafoss at the road crossing of Route 1 (the Ring Road) with the track going into Þórsmörk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vinsælt er að taka myndir af fossinum þannig að regnboginn sjáist. Best er að ganga upp í brekkuna sunnan megin við fossinn þar til regnboginn sést

Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Seljalandsfoss hefur verið mikið notaður í auglýsingagerð

Hér er 4x4 bíl ekið á snjó að fossinum og myndin síðan notuð sem forsíða á bók. It is possible to go behind the waterfall Seljalandsfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er tekin næturmynd af fossinum með tunglinu í baksýn

Myndin var notuð í ljósmyndabók sem heitir 4x4 á hálendi Íslands. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það sem er líklega vinsælast, er að ganga bak við fossinn eins og þessi hópur er að gera

Seljarlandsfoss, where you’ll take a thrilling walk behind these breathtaking waterfalls. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd tekin fyrir aftan Seljalandsfoss

Það nást oft flottar myndir fyrir aftan fossinn eins og þessi mynd sýnir. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er nýleg mynd af Seljalandsfossi tekin snemma í sumar

Myndin er tekin með nýrri tækni sem sýnir meiri litadýpt í mynd. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Milljónir horfa á dansara við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRUNNVATNIÐ Í FLÓANUM OG Á SKEIÐUM - MYNDIR

Í jarðskjálftanum árið 2000, þá myndaðist þessi sandsvelgur hér ekki langt frá Þjórsárbökkum í Villingaholtshreppi skammt frá bænum Syðri-Gróf

Líklegt er að stór sprunga hafi opnast neðanjarðar sem veldur því að þykkt sandlag sem mikið er af á þessum stað, nær að leka ofan í sprunguna og myndast þá líklega þessi svelgur eða djúp hola í yfirborðinu. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef svo þessi mynd sem er tekin núna fyrir nokkrum dögum þann 25. júní 2008 er skoðuð nánar, þá má sjá að holan sem var áður full af vatni er orðin nánast tóm

Skýringin er líklega sú að grunnvatnið á svæðinu hefur lækkað eins og fram kemur í fréttinni. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En í jarðskjálftunum á Suðurlandinu sem átti upptök í Hestfjalli árið 2000 dagana 17 til 21 júní, að þá mynduðust stórar sprungur á yfirborðinu víða eins og þessi hér sem er rétt vestan megin við Dælarétt. Jarðskjálftinn var 6,5 richterstig að styrkleika.

Dælarétt er ævaforn fjárrétt sunnan við Suðurlandsveg, nokkru fyrir vestan Þjórsárbrú. Er vel þess virði að aka malarslóðann þangað niður eftir til að berja augum þetta mikla mannvirki og fyrrum helstu skilarétt svæðisins. Þar má einnig sjá mikil ummerki eftir jarðskjálftann sem reið yfir árið 1896. Daelarett earthquake fissures from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annar góður mælikvarði á stöðu grunnvatnsins er líklega hæðin á vatninu í gígnum Kerinu í Grímsnesi sem fjallað er um í blogginu hér á undan.

En ég bjó á bænum Kílhrauni á Skeiðum á sínum tíma og í kringum þann bæ eru þrjú flóð eða vötn. Í flugi þar yfir um daginn, þá tók ég eftir því að tvö af þremur flóðunum voru alveg þornuð upp og horfin með öllu og mjög lítið eftir af því þriðja. En það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.

Hér má sjá tjörn, flóð eða kíl (sem bærinn Kílhraun dregur líklega nafnið sitt eftir) sem er sunnan við bæinn Kílhraun á Skeiðum. Hinar tvær tjarnirnar eru svo norðan megin við bæinn. Pictures of the farm Kilhraun at Skeidum, Arnessysla. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef smellt er á síðustu myndirnar, þá má sjá mikið af góðum myndum af sveitabæjum í uppsveitum Árnessýslu. Hér er flogið yfir Brautarholt á Skeiðum en þar er skóli og sundlaug.

Í kringum Brautarholt á Skeiðum hefur verið að byggjast upp lítill byggðarkjarni, enda er öll aðstaða þar til fyrirmyndar og nóg af heitu vatni og rekin öflug ferðaþjónusta á staðnum þar sem stutt er í ýmsa þjónustu. Eldfjallið Hekla skartar sínu fegursta í kvöldsólinni í baksýn. Pictures of Brautarholt, Skeidum, Arnessysla and mountain Hekla Vulcan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flóaáveitan (við Þingborg) var grafin árin 1918 - 1927 og var talin mesta mannvirki norðan Alpafjalla er hún var gerð

Flóaáveitan var byggð til að veita jökulvatni úr Hvítá á Flóann sem er mýrarsvæði á milli Hvítá og Þjórsá. Framkvæmdin átti að auka uppskeruna til muna en mikið af jarðefnum og áburði leynast í jökulvatni og eru áhrifin vel þekkt þar sem gjöful fiskimið eru oft við ósa jökuláa (góð spurning hvaða áhrif virkjanir hafa svo á fiskimiðin í kringum landið!). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skraufþurrt í Flóanum og vatnsból að þrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KERIÐ Í GRÍMSNESI - MYNDIR

Það er alltaf gaman að koma með ferðamenn að kerinu þó svo að gígurinn sé ekki mjög stór eða um 270m x 170m í þvermál og 50m djúpur

Í gígnum er tjörn sem sýnir vel grunnvatnsstöðuna á svæðinu og er dýptin frá 7 til 14m djúp. Kerið is a volcanic crater lake located in south central Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við kerið er búið að setja upp fína aðstöðu fyrir ferðamenn með upplýsingaskiltum og bílaplani fyrir stærri bifreiðar

Um Gullna hringinn fara um 400 þúsund ferðamenn á ári og er því löngu orðið tímabært að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu. Á sama tíma er afskekkt svæði eins og Rauðisandur styrktur um 3-4 milljónir til að útbúa salernisaðstöðu fyrir örfáa ferðamann! The caldera itself is approximately 55 meters deep, 170 meters wide, and 270 meters across. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við hliðina á kerinu er annar gígur, þar má finna malarnám þar sem hægt er að fara ofan í gíginn og skoða þversnið á hvernig svona gígur lítur út.

Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít). Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skiptar skoðanir hafa verið um myndun gígsins og var í fyrstu talið að þarna væri um sprengigíg að ræða. Nýjustu heimildir telja að þarna sé niðurfall eftir hrun gjallgígs.

Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 5000 til 6000 árum og mynduðu Grímsneshraun. Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Nú er bara spurning hvað vakir fyrir nýju eigendunum, líklega er verið að undirbúa að ríkið kaupi "eignina" á "sanngjörnu" verði.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HOLTAVIRKJUN, HVAMMSVIRKJUN, URRIÐAFOSSVIRKJUN - MYNDIR

Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa

Hagalón, verður myndað með stíflu í Þjórsá ofan við Minnanúpshólma og stíflugörðum á austurbakka árinnar. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd tekin aðeins nær þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa

Hvammsvirkjunar verður u.þ.b. 80 MW og orkugeta hennar verður um 630 GWst/ári. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 80MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stöðvarhús verður staðsett nærri norðurenda Skarðsfjalls í Landsveit í landi Hvamms og verður það að mestu leyti neðanjarðar.

Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Location of the power station in Skardsfjall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Minnanúpshólma sem er vel gróðri vaxin, enda fara hvorki menn né skeppnur mikið út í þessa eyju

Eyjan Minnanúpshólmi í Þjórsá liggur á milli Skarðsfjalls og Núpsfjalls. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. A small island in Thjorsa. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar efri mörk á Holtavirkjun kemur til með að vera út frá Árnesi við Búðafoss

Búðafoss er einn af fossunum í Þjórsár sem fer undir lónstæði Holtavirkjunar í Gnúpverjahrepp. Þjórsá er lengsta á Íslands, alls 230 km löng. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur í suður til sjávar vestan Þykkvabæjar. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Her er flogið nær fossinum Búðafoss þar sem efri mörk á Holtavirkjun liggja

Árneslón, verður myndað með stíflu í Árneskvísl við bæinn Akbraut í Holtum og stíflugörðum í Árnesi. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Waterfall Budafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stíflan fyrir Holtsvirkjun mun rísa út frá þessum fossi hér sem heitir Hestafoss í Árneskvísl

Holtavirkjun verður u.þ.b. 50 MW að afli og orkugeta hennar verður allt að 390 GWst/ári. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 50MW. Waterfall Hestfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Urriðafossvirkjun kemur til með að rísa

Inntakslón fyrir Urriðafossvirkjun, Heiðarlón, verður myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga og stíflugörðum upp eftir vesturbakka árinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þjótand er jörð sem fór í eyði fyrir nokkrum árum, þar til hliðar má sjá gömlu Þjórsárbrúnna. Einnig má sjá Heiðartanga, Lambhaga, Þjórsártún og Krók á myndunum

Inntaksmannvirki verða í Heiðartanga og stöðvarhús neðanjarðar nærri Þjórsártúni. Frá stöðvarhúsinu munu liggja frárennslisgöng sem opnast út í Þjórsá nokkru neðan við Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða foss er þetta sem liggur út frá Heiðartanga?

Virkjun við Urriðafoss verður u.þ.b. 125 MW að afli og orkugeta virkjunarinnar verður um 930 GWst/ári. Pictures of Urriðafossvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 125MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo má sjá í lokin myndir af Urriðafossi sem mestu deilurnar hafa staðið um

Urriðafoss í Þjórsá. Waterfall Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Virkjanirnar í Þjórsá færast nær veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FOSSINN FAXI Í TUNGUFLJÓTI - MYNDIR

Hér má sjá fossinn Faxa sem er skammt frá Biskupstungnabraut.

Fossinn Faxi er í Tungufljóti í Biskupstungum eða Bláskógabyggð á milli Reykholts og Geysis í Haukadal. Fremst á myndinni má sjá Tungnaréttir. Waterfall Faxi in Iceland in river Tunguflot. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á myndinni má sjá laxastigann í Faxa. Veiðin hefur verið um 400 laxar á ári í ánni.

Fish-ladder or fish step in waterfall Faxi in Tungufljot (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Árekstur við fossinn Faxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband