Færsluflokkur: Jarðfræði

4x4 FERÐ INN Í GRÍMSVÖTN - GUFA - GÖNGUSKÍÐI - MYNDIR

4x4 FERÐ INN Í GRÍMSVÖTN - GUFA - GÖNGUSKÍÐI - MYNDIR

Hér er ekið á fullbreyttum Landrover á leið inn í Grímsvötn um páskanna í mars mánuði 2008. Færið er frekar erfitt, þó er skyggni eins og best verður á kosið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Iceland 4x4 super jeep trip. Trail distance: 773 kilometers. Reykjavik - Landmannalaugar - Grímsfjall - Vatnajökull - Esjufjöll - Breidamerkurjökull (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Þá er loksins komið á áfangastað sem er skáli jöklarannsóknafélagsins á toppi Grímsfjalls. Skálinn er uppi á toppi fjallsins þar sem næðir vel um og þarf því oft að moka sér leið inn í þá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Grímsvötn lakes lie's in the highlands of Iceland at the northwestern side of the Vatnajökull glacier and are covered by its ice cap. Beneath them is a large magma chamber of a powerful volcano. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Á topp Grímsfjalls eru 3 skálar. Hægt er að gista í 2 skálum og er sá þriðji fyrir ýmsan aukabúnað, salerni, rafstöð, rannsóknartæki og fl. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The hut Grimsfjall II Vatnajökull 4x4 superjeep glacier excursion. A winter trip through the Icelandic highlands by 4x4. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér sést inn í miðskálann sem mest er notaður. Þar er fín upphituð gistiaðstaða. Skálin er að mestu hugsaður fyrir félaga Jöklarannsóknafélagsins en ferðamenn geta fengið að gista líka og þá þurfa þeir að fá lykil hjá félaginu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsvötn is on the top of the Vatnajökull Glacier. One nights in mountain hut, heated with natural hot water from an active volcano! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Veðrið var flott og því um að gera að skella sér strax á gönguskíðin. Hætturnar eru víða á Grímsfjalli, enda er þar eitt mesta háhitasvæði á jörðinni. Stórar sprungur voru nálægt brúninni sem rauk úr. Steinar og Haradur komnir á gönguskíðin uppi á Grímsfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The wether was outstanding for outdoor activity. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það sem vekur mesta athygli þeirra sem koma í skálann í Grímsvötnum, er að þar er ALVÖRU gufubað. Hér er Steinar Þór Sveinsson að láta lýsið leka af sér í miklum hita. Nóg er af ókeypis orku. Það vill svo til að það er heilt eldfjall sem hitar upp gufuna og alla þrjá skálanna! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

One nights in mountain hut, heated with natural hot water and there is the strangest steam bath in the world - on top of an active volcano, Grímsfjall or Grímsvötn caldera, the most active one in the world! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það er þekkt fyrirbæri að það eigi sér oft stað eldgos í kjölfar þess að þungu fargi er létti af yfirborði jarðar. Það getur verið þykkur ís sem bráðnar eða uppsafnað vatn.

Þetta var að gerast um allt land í miklu mæli eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan, en þá hafði þykk íshella hulið stóran hluta landsins.

Þegar ísaldarjökulinn hörfaði, þá má reikna með að landið hafi nánast logað stafnanna á milli vegna eldgosa. Á sama tíma lyftist eða reis landið upp og leitaði í nýtt jafnvægi þegar hinu þunga ísfargi var létt af yfirborði þess.

Leifar af svona fyrirbæri erum við núna að upplifa í Grímsvötnum. En árið 2004 þegar síðasta hlaup var í Skeiðará, þá hófst eldgos í Grímsvötnum rúmum sólahringi seinna! Svipað gerðist árin 1998, 1983, 1938, 1934, 1933, 1902 ... eða um 30 gos á síðustu 400 árum! Einnig átti sér stað gos 1996 í Gjálp með afdrifaríkum hætti og hvarf þá vegur og brúarmannvirki á stórum kafla á Skeiðarársandi.

Grímsvötn er stór megineldstöð og risastór 5 km² ísfyllta askja.

Mönnum reiknast til að þar undir leynist eitt öflugasta jarðhitasvæði á jörðinni, sem bræðir stöðugt ísinn og fyllir öskjuna smám saman með vatni sem endar svo í stórum jökulhlaupum með óreglulegum millibilum. En það þarf gríðarlega mikla orku til að bræða svona mikið magn af ís eins og á sér stað í Grímsvötnum.

Það var allt krökkt af flugvélum þegar síðast gaus í Grímsvötnum árið 1998. Eins og sjá má á myndinni, þá hefur gosaskan lagst yfir jökulinn til suðurs.

Eldgos við Grímsfjall í Grímsvötnum 1998 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsvötn, Iceland's most frequently active volcano in historical time, lies largely beneath the vast Vatnajökull icecap. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Til eru heimildir um gríðarstór eldgos í Grímsvötnum sem sáust víða að. Í Danmerkurlýsingu P. H. Resen mátti lesa:

"Árið 1684 hófst eldgos í Grímsvatnajökli, sem annars er þakinn eilífum snjó og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá."

Eldgosið í Gjálp 1996 hafði afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Kom þá stórt hamfarahlaup með meðalrennsli um 50.000 m3/sek. Hurfu þá vegir og brúarmannvirki á stórum köflum á Skeiðarársandi og framburður varð svo mikill af aur, ís og sandi að ströndin við Skeiðarársanda færðist fram um heila 800 metra!

En hamfaraflóð frá Grímsvötnum geta leitað bæði til suðurs og norður frá Vatnajökli og má m.a. sjá merki um slík inni í Ásbyrgi. Það er talið hafa myndast í slíkum flóðum og er þá talið að meðalrennsli hafi farið upp í um 200.000 m3/sek!

Hér er hópur jeppamanna sem voru fyrstir til að aka yfir þar sem rennur úr Grímsvötnum eftir gosið 1996.

Hópur jeppamanna norðan við Grímsfjall eftir gosið í Gjálp 1996 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En víða á svæðinu mátti sjá stóra sigkatla eftir gosið, sem voru merki þess að mikil eldvirkni og bráðnun hefði átt sér stað þar langt undir.

Hér má svo sjá kort af Grímsvötnum og Grímsfjalli. Gula pílan sínir þá leið sem vatnið fer til suðurs. Þegar uppsöfnun á vatni er orðin nægjanleg, þá á einhverjum tímapunkti flýtur íshellan upp og vatnið ryðst fram og myndast þá jökulhlaup.

Kort af Vatnajökli, Grímsfjall og Grímsvötn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki eru mörg ár síðan að jarðfræðingur ók fram af hömrunum ekki langt frá þessum stað. Allt fór þó vel að lokum þrátt fyrir nokkur hundruð metra fall.

Steinar og Haraldur komnir á gönguskíðin
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080835.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080889.html

Það rýkur upp úr hryggnum á Grímsfjalli / Svíahnúk Vestari
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080870hdr.html

Guðmundur myndar á háhitasvæðinu við Grímsfjall
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080874.html

Hrikalegt að horfa niður af brún Grímsfjalls, brúnin öll sundur sprungin
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080898.html

Snjórinn í kringum skálana sannkallað listaverk, Hvannadalshnjúkur í bakgrunni
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080904hdr.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080907hdr.html

Kvöldið er fagurt á Grímsfjalli
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080922.html

Innviðir skálans á Grímsfjalli
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080926.html

Grímsvötn virkasta eldstöð á Íslandi
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080930.html

Naktir menn í gufu á toppi Grímsfjalls
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080932.html

Klósett eins og þau gerast best
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080936.html

Ekið niður af Grímsfjalli til austurs í slæmu skyggni
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080940.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080943.html


Kjartan WWW.PHOTO.IS




mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERAVÍK Á STRÖNDUM, HETT VATN - MYNDIR

Að sjálfsögðu er nóg að heitu vatni í Hveravík við Steingrímsfjörð á Ströndum eins og sjálft nafnið bendir til. Ofarlega í flæðamálinu hægra megin í þessari mynd var að ég held á sínum tíma heit laug. En í dag er þar heit uppspretta.

Hér má sjá staðinn sem Hveraorka ehf. er að bora eftir heitu vatni á í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð. En borholan er orðin 312,5 metra djúp og gefur 40–50 lítra á sekúndu af 76° heitu vatni. Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo yfirlitsmynd af svæðinu. Þó svo að jarðgrunnurnn sé gamall og þéttur á Vestfjörðum, þá virðist vera víða sem heitt vatn kemur upp og má finna náttúrulegar heitar laugar á nokkrum stöðum á Vestfjörðum.

Draumur Gunnars Jóhannssonar, hins eiganda Hveraorku, er að koma hitaveitu til Hólmavíkur og Strandabyggðar. Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá gamla laug sem var útbúin í Hveravík við Steingrímsfjörð og er laugin líklega ekki notuð lengur.

Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




GPS feril af fluginu má svo skoða nánar hér: http://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=160011

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Nóg af heitu vatni í Hveravík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HLÍÐARVATN Á SNÆFELLSNESI - MYNDIR

Loftmynd af Hlíðarvatni á Snæfellsnesi. Greinilega má sjá að vatnið hefur myndast þegar nýtt hraun hefur fyllt upp í dal og myndað þar með stíflu.

Það er greinilega nóg af eyjum sem hafa myndast þegar vatnið hefur náð að fylla upp í dalinn. Picture of lake Hlidarvatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af Hlíðarvatni og Hallkelsstaðahlíð í Kolbeinstaðahreppi þar sem björgunarsveitin Elliða kom bændum í sveitinni til hjálpar.

Picture of lake Hlidarvatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En kortið í fréttinni vísar því miður á þetta vatn hér sem heitir Oddstaðavatn sem er næsta vatn við Hlíðarvatn.

Picture of lake Oddstadavatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En þar sem þessi frétt tengist því að verið er að smala sauðfé, þá er núna í gangi myndaspurningakeppni í 50 spurningum um íslenskar fjárréttir. Til að auðvelda þeim sem eru að koma nýir inn til að átta sig á myndunum að þá er ég búin að setja inn tengingu á fleiri myndir og fæst það með því að smella á myndirnar. Einhverjar af myndunum eiga við svæðið sem fréttin fjallar um ef það hjálpar eitthvað :)

FÉ Á ÍSLANDI Í FJÁRHAGSKRÖGGUM http://photo.blog.is/blog/photo/entry/650158/

FJÁRREKSTUR Á ÍSLANDI http://photo.blog.is/blog/photo/entry/645931/

HÉR MÁ SJÁ HVERNIG SAFNA MÁ SAMAN FÉ! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/644332/

FUNDIÐ FÉ ER LAUSNIN http://photo.blog.is/blog/photo/entry/643140/

RÉTT SKAL VERA RÉTT NEMA FJÁRRÉTT, HÁRRÉTT EÐA KÓRRÉTT SÉ - MYNDAGETRAUN! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/641434/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fé bjargað úr hólmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKJÁLFANDAFLJÓT, GOÐAFOSS, ALDEYJARFOSS - MYNDIR

Ekki kemur á óvart að það séu margir sem vilja friða Skjálfandafljót. Enda margar fallegar náttúruperlur í fljótinu sem mikill fjöldi ferðamanna skoðar á hverju ári.

Hér má sjá einn af fallegri fossum á Íslandi, sjálfan Aldeyjarfoss í Bárðardal

Aldeyjarfossi er neðstur af þremur fossum ofarlega í Bárðardal og talinn vera einn af fegurstu fossum á Íslandi. Þar fyrir ofan má svo finna Hrafnabjargafoss og Ingvararfoss. The waterfalls Aldeyjarfoss, Hrafnabjargafoss and Ingvararfoss in the River Skjálfandafljót is situated in the north of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo annar foss í sömu á og ekki síðri. Goðafoss er líklega ein mest sótta náttúruperla á Norðurlandi

Picture of waterfall Godafoss in in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópur leiðsögumanna á ferð við Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 m hár og 30 m breiður í 4 meginhlutum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Goðafoss mynd tekin á löngum tíma

Árið 1000 kusu íslendingar að taka upp kristni. Skurðgoðum hinna gömlu goða var þá kastað í fossin í táknrænni athöfn. Picture of waterfall Godafoss in in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Goðafoss tekin frá hinum bakkanum

Picture of waterfall Godafoss in in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki kemur á óvert að það eru margir sem vilja beisla þennan kraft sem í fallvötnunum býr

Picture of waterfall Godafoss in in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aldeyjarfoss er flottur frá ýmsum sjónarhornum og þá ekki síst vegna stuðlabergsumgjörðarinnar sem umliggja fossinn

Stuðlabergsmyndanirnar í kringum fossinn eru einstakar og má þarna sjá hvernig þunnfljótandi hraun hefur legið undir hraunhellunni. The waterfall Aldeyjarfoss in the River Skjálfandafljót is situated in the north of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið við erfiðar aðstæður á fisi árið 2005 þar sem upptök Skjálfandafljóts er á vatnaskilunum við Vonaskarð

Skjálfandafljót kemur úr Vonarskarði og rennur norður í Skjálfandaflóa. The waterfall Aldeyjarfoss in the River Skjálfandafljót is situated in the north of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vilja friða Skjálfandafljót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BJARNARFLAG, MÝVATN - KORT OG MYNDIR

Hér má sjá loftmynd af Bjarnarflagi við Mývatn. Á myndinni má sjá Kísilgúrverksmiðjuna sem nú er búið að leggja niður og Reykjahlíð og Mývatn í bakgrunni

Picture of oldest steam Power Station in Iceland at Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sunnarlega í Bjarnaflagi má sjá Jarðböðin við Mývatn. Bjarnarflag er háhitasvæði og hitinn er svo mikill þarna á svæðinu að hægt er að rækta þarna kartöflur allt árið. Einnig hef ég heyrt að á gólfi í einum af húsum Kísilgúrverksmiðjunnar hafi verið hægt að steikja sér egg!

The Mývatn Nature Baths. Containing various minerals, the alkaline waters have special qualities especially good for bathers, not least because their mineral content hinders the growth of undesirable bacteria and plants and thus renders the use of chlorine and other disinfectants unnecessary. The three steam baths trap pure, unpolluted natural vapours rising straight out of the ground. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft til norðurs í átt að Bjarnarflagi. Jarðböðin við Mývatn eru fremst í myndinni.

Picture of oldest steam PowerStation in Iceland at Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gufuaflstöðin í Bjarnarflagi er fyrsta gufuvirkjun landsins og var gangsett árið 1967. Virkjunin var jafnframt ein hin fyrsta sem byggð var í heiminum á þeim tíma.

Virkjunin í Bjarnaflagi hefur verið að skila um 2-3 MW og séð byggðinni á svæðinu fyrir orku og Kísilgúrverksmiðjunni á meðan hún starfaði. Picture of oldest Power-Station in Iceland at Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi sprunga gengur í gegnum Mývatnssvæðið og Bjarnarflag þar sem núverandi virkjun er. Lengi vel var hægt að baða sig í "ánni" sem rennur í gegnum sprunguna en eftir eldgosin í Gjástykki og við Kröflu, þá hitnaði svo mikið að svæðinu að ekki var lengur hægt að baða sig þar.

Picture of rift going through Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki langt undan er Hverarönd sem er austan megin í Námafjalli þar sem Námaskarð er.

Picture of mountain Namafjall and Hverarond hot spring area close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá kort sem að ég útbjó sem sýnir Mývatn og staðsetningu á núverandi virkjun í Bjarnarflagi vestan undir Námafjalli rétt hjá Reykjahlíð.

Map of new old Power Station in Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland (smellið á kort til að sjá myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LAXÁRGLJÚFUR - STÓRA LAXÁ Í HREPPUM

Þetta er því miður ekki fyrsta slysið sem er að koma upp í gljúfrunum í Stóru -Laxá í Hreppum.

26.7.2007 eða fyrir rúmu ári síðan féll maður í gljúfrinu og má lesa um það hér:

Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270966/

og tengdist það þá þessari frétt hér á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07/26/mikid_slasadur_eftir_ad_hafa_fallid_nidur_laxarglju/

Ég hef verið talsmaður þess að þarna væri flott útivistar- og göngusvæði enda hrikalega flott landslag þarna á ferð. En greinilegt er að það er margt sem ber að varast þarna. Tvö slys á einu ári er einfaldlega of mikið.

Hér byrja hin eiginlegu Laxár-Gljúfur sem er rétt fyrir ofan bæinn Kaldbak sem er efsti bærinn í Hrunamannahrepp á þessu svæði

Ég átti þess kost á að fljúga yfir Laxárgljúfur í september árið 2005 og tók þá þessa myndaseríu. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Veiðistaðir eru margir á þessu svæði en mjög erfitt er að komast niður í suma þeirra.

Flogið er upp eftir gljúfrinu til norðurs og má sjá stærðarhlutföllin á mótorsvifdrekanum sem er pínu lítill miða við sjálf gljúfrin. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flogið er upp eftir Laxárgljúfrunum til norðurs. Stóra-Laxá hefur grafið sig í gegnum mjúkt móbergið og formað það og mótað á löngum tíma

Laxárgljúfur í Stóru-Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og eins og sjá má á eftirfarandi myndum, þá eru gljúfrin hrikaleg í alla staði

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Á svæðinu er auðmótanlegt móberg eða sandsteinn sem vatn og vindur á auðvelt með að forma. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Laxárgljúfur eru ein hrikalegustu gljúfur sem finna má á Suðurlandi

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flugmaðurinn á mótordrekanum sem ég er að mynda er Jón Sveinsson kokkur. Hann flýgur á Aeros mótordreka með Rotax 912 mótor. Sem er 08 hp og mjög gangöruggur fjórgengismótor.

Á meðan flýg ég með Árna Gunnarssyni fisflugmanni og mynda með hurðina opna á nýlegri Skyranger fisflugvél. Myndirnar eru teknar í september 2005. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margar kynjamyndir má sjá á leið sinni upp eftir gljúfrinu. Hér má sá eitt ef kennileitum sem ungt og lítið mótað land hefur.

Hér er móbergið hálfmótað og margar kynjamyndirnar ef betur er að gáð. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég er með greinagóða lýsingu á gönguleið um svæðið sem að var verkefni hjá mér í gönguleiðsögn í MK á sýnum tíma.

Á sínum tíma útbjó ég ásamt Ingu Sigríði Ragnarsdóttur og Ásgerði Einarsdóttur verkefni í gönguleiðsögn í MK. Fyrir valinu var að ganga um þetta svæði þar sem fara átti frá Kaldbak meðfram gljúfrinu að austanverðu upp í Kerlingarfjöll.

Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270966/

Hér má svo sjá nýlega mynd sem tekin er rétt fyrir ofan brúnna á Stóru-Laxá.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá aðra nýlega mynd sem tekin er rétt fyrir ofan búnna á Stóru-Laxá.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En eins og sjá má, þá er íslensk náttúra stórbrotin og varasöm. En benda má á að leiðin vestanmegin við gljúfrin henta mun betur til göngu.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Talinn hafa fótbrotnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FAGRIDALUR - MYNDIR OG KORT

Síðast þegar féllu skriður í Fagradal á austfjörðum, þá lokaðist hringvegurinn og var það m.a. út af þessari skriðu hér.

Skriða sem fjéll í Fagradal á Austfjörðum í miklum haustrigningum 2005. Picture of Fagridalur in Eastfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft inn eftir Fagradal frá Reyðarfirði. Eins og sjá má, þá hafa fleirri skriður fallið á sínum tíma.

Skriður sem fjéllu í Fagradal á Austfjörðum í miklum haustrigningum 2005. Picture of Fagridalur in Eastfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það má að sjálfsögðu leysa svona vandamál með flottu jarðgangnakerfi og lestarkerfi sem tengir stærstu þéttbýliskjarnanna á svæðinu betur saman.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir Norðaustur- og Austurland Möðrudalsöræfin (Mývatn - Egilsstaðir), Álhringurinn (Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður)

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðausturland, Möðrudalsöræfi og Álhringurinn (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Möðrudalsöræfin Mývatn - Egilsstaðir 149 km, Álhringurinn Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður 112 km

Gæti verið hagkvæmur kostur til að búa tl eitt atvinnusvæði sem myndi líka nýtast ferðaþjónustunni vel.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Suðvesturhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hætta á skriðuföllum á Fagradal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BJALLAVIRKJUN, TUNGNAÁRLÓN - MYNDIR OG KORT

Virkjannahraðlestin heldur áfram sínu striki á fullri ferð. Svo er að sjá að það sé lítið annað hægt að gera í þessu guðsvolaða landi annað en að virkja allt sem hægt er að virkja.

Nýjasta hugmyndin er að setja upp virkjun nálægt Bjallarvaði og útbúa stórt 30 ferkílómetra lón, Tungnaárlón í Tungnaá rétt norðaustan við Landmannalaugar.

Á þessu svæði eru margar fallegar náttúruperlur og það sem vekur athygli er að lónið verður töluvert stærra en Langisjór.

Samkvæmt þessu yrði Tungnaárlón ásamt Hvítárvatni, Reyðarvatni og Hópinu, sjötta stærsta stöðuvatn landsins.

Mig rennur svo í grun að það verði ekki látið staðar numið við þessa framkvæmd heldur verði Langisjór næst á dagskrá eða þá að Skaftá verði veitt í hið nýja lón eftir jarðgöngum svipað og gert var uppi í Kárahnjúkum.

Einn er þó sá galli á gjöf Njarðar að hið nýja lón er á náttúruminjaskrá!

Sagt er að Bjallavirkjun yrði væntanlega hagstæð þar sem einfalt er að tengja hana raforkuflutningskerfi sem þegar er til staðar. Í nágrenninu eru fjölmargar virkjanir; við Búrfell, Sigalda, Sultartangi, Vatnsfell og Hrauneyjafoss.

Nú fer það að veraða spurning hvort er að verða umhverfisvænna, kjarnorkuver eða öll samanlögð raforkuver á þessu svæði, en allt svæðið er að gefa svipaða orku eins og eitt meðalstórt kjarnorkuver úti í heimi.

Hér má svo sjá kort sem að ég útbjó sem sýnir Bjallavað, staðsetningu á Bjallavirkjun og nýju lóni í Tungnaá sem mun heita Tungnaárlón. Einnig má sjá Landmannalaugar, Frostastaðavatn, Ljótapoll, Veiðivatnasvæðið (smellið á mynd til að sjá stærra kort).

Map of new PowerStation Bjallavirkjun in Tungnaá close to Landmannalaugar in Iceland (smellið á kort til að sjá stærra kort, click on map to see bigger map)


Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur en þetta svæði er rétt fyrir neðan þar sem stíflan kemur til með að rísa

Picture of mountains Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur en þetta svæði er rétt fyrir neðan þar sem stíflan kemur til með að rísa

Picture of mountains Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur en þetta svæði er rétt fyrir neðan þar sem stíflan kemur til með að rísa

Picture of mountains Litlikýlingur, Stórikýlingur, Kirkjufell, Hnaus, Austurkrókur in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Náttúran og ekki síður en gróðurinn getur verið viðkvæmur á þessu svæði. Hér má sjá iðagrænan mosann rétt undir Kirkjufelli sem er að Fjallabaki eða rétt við ökuleiðina Fjallabak Nyrðra.

Picture of the moss close to mountain Kirkjufell in Fjallabak in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Höllin er skáli sem ekið er framhjá ef farin er efri leiðin (línuvegur) að Fjallabaki.

Picture of hut "Höllin" or castel close to road Fjallabak Nyrdri and Tungnaa in Landmannalaugar area in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Höllin er skáli sem ekið er framhjá ef farin er efri leiðin (línuvegur) að Fjallabaki.

Picture of hut "Höllin" or castel close to road Fjallabak Nyrdri and Tungnaa in Landmannalaugar area in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Blautuver er önnur þekkt leið sem liggur frá Ljótapolli (línuvegur) og kemur inn á leiðina að Fjallabaki rétt fyrir ofan Bjallavað.

Picture from Blautuver close to Ljotipollur in Landmannalaugar area in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Breiðbak er þekkt leið sem liggur á milli Langasjó og Tungnaá. Þaðan er mikið og flott útsýni upp að Vatnajökli, yfir Langasjó, Sveinstind og ekki síður til norðurs og austurs.

Picture from Breidbak close to Langisjor and Tungnaa in Fjallabak in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Breiðbak er þekkt leið sem liggur á milli Langasjó og Tungnaá. Þaðan er mikið og flott útsýni upp að Vatnajökli, yfir Langasjó, Sveinstind og ekki síður til norðurs og austurs.

Picture from Breidbak close to Langisjor and Tungnaa in Fjallabak in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo efst í Tungnaá ofan af Breiðbaki

Picture from Breidbak close to Langisjor and Tungnaa in Fjallabak in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




og að lokum, þá er hér mynd af Tröllinu sem er þekkt fyrirbæri hjá þeim sem að ferðast mikið um Veiðivatnasvæðið. En þar er á ferð stór tröllkarl sem hefur líklega orðið af steini þegar sólin náði að skína á hann. Ég fékk þessa mynd að láni á netinu, en á eftir að setja inn myndir af þessu svæði á vefinn hjá mér.

Tröllið er á bökkum Tungnaár og má búast við því að hann eigi eftir að fara á sund eins og annað þekkt fyrirbæri sem hvarf með óvæntum hætti þegar verið var að búa til Hálslón. Picture of stone troll where new PowerStation Bjallavirkjun in Tungnaá will be put up close to Landmannalaugar in Iceland. Mynd fengin að láni á netinu (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir, click on picture to see more)


Hér er svo meira af myndum af Landmannalaugarsvæðinu.

Lít við í Landmannalaugum í dag - frábær staður http://photo.blog.is/blog/photo/entry/264814

Ég fékk góða reynslu af Land Rover síðustu helgi - Flottur bíll - myndir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348766

SKEMMTILEG FERÐ UM PÁSKANA - GPS SLÓÐ AF LEIÐINNI - uppfært http://photo.blog.is/blog/photo/entry/485410

MYNDIR ÚR PÁSKAFERÐ INN Í LANDMANNALAUGAR OG YFIR VATNAJÖKUL http://photo.blog.is/blog/photo/entry/488973

http://www.photo.is/06/08/4/index_5.html

http://www.photo.is/06/09/2/index.html



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Margfalt stærri virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MANNABEIN Í KIRKJUMEL, BREIÐAVÍK - MYNDIR OG KORT

Einn af mínum uppáhalds stöðum er að koma niður á sandanna í Breiðuvík. Til að komast þangað, þá þarf að fá leyfi hjá Aðalheiði Ásu Georgsdóttur í Miðhúsum í Breiðuvík á Snæfellsnesi.

Þarna er mikið af fallegu myndefni þar sem andstæðurnar eru miklar. Sjórinn, rauðir sandarnir og svo Snæfellsjökull í bakgrunni.

Ekki þekki ég vel til grafreitsins í svonefndum Kirkjumel sem Sæmundur Kristjánsson, svæðisleiðsögumaður á Rifi talar um, þó er ég búinn að fara ófáar ferðirnar þarna niður í fjöru. Spurning hvort að þessi umgjörð verði næsti söguþráður í spennusögu hjá Arnaldi Indriðasyni. En umgjörðin sem þarna er, er mjög þekkt og hefur verið mikið notuð af ljósmyndurum og kvikmyndafyrirtækjum.

Spurning um að byrja á yfirlitsmynd af svæðinu. Hér skartar Snæfellsjökull sínu fegursta. Einnig má sjá Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd og svo hluta af Breiðuvík. Einnig sést í Breiðavatn og Langavatn (nær) sem liggja við jaðarinn á Búðahrauni.

Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og er talið vera um 5000-8000 ára gamalt. Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd, Breiðuvík, Breiðavatn, Langavatn and lava Búðahraun (Klettshraun) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er líklega ein af mínum þekktari myndum af Snæfellsjökli, tekin af klettinum yfir fjöruna í Breiðuvík. Mynd þessi er samsett og birtist í Íslandsbókinni 1996.

Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðahraun (Klettshraun). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd tekin á sama stað nokkrum árum seinna. Nema þessi mynd er hluti úr 360° mynd.

Panoramic picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á skilti við Búðir má lesa um gönguleiðir sem liggja um hraunið og þar er minnst á gamla þjóðleið um Búðahraun sem hét Klettsgata.

Picture of hiking track over lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning hvort að hér séu mannabeinin komin fram sem einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar gæti verið valdur af? Sá hét Axlar-Björn og var kenndur við bæinn Öxl sem er undir Axlarhyrnu í grennd við Búðir á Snæfellsnesi.

Axlar-Björn eltist við ferðamenn sem áttu leið um svæðið, rændi þá peningum, fötum og hestum og drap þá síðan. Hann náði að myrða 18 manns áður en upp um hann komst. Að vísu segir sagan að hann hafi dysjað líkin í flórnum á Knerri eða í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. En hvaðan koma þá beinin sem frétt mbl fjallar um? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hleypur rebbi yfir veginn við fjallið Axlarhyrnu rétt fyrir ofan bæinn Miðhús við Breiðuvík

Refir hafa stundum þann háttinn á að skreppa niður í fjörur landsins til að ná sér í æti og kemur stundum fyrir að þeir sem aka þar um í ljósaskiptunum rekist á rebba þegar svo ber undir. Picture of Icelandic fox running over the road at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kort af Breiðuvík, Miðhúsum, Hraunslöndum, Kirkjumelur, Búðum, Arnarstapa á Snæfellsnesi

Map of Breiðavík, Miðhús, Hraunslönd, Kirkjumelur, Búðir, Arnarstapi on Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mannabein í Kirkjumel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDAGETRAUN - HVAÐA KLETTUR ER ÞETTA - RISAMYND?

1) Hvaða klettur er þetta?
2) Hvar er hann staðsettur?
3) Hvernig varð hann til?
4) Hvaða fuglar eru þetta og hvernig raðast þeir niður eftir klettinum?

Myndagetraun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Gangi ykkur vel.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálftar við Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband