ÓRÓAR Í GRINDAVÍK - MYNDIR

Það er ekki nema von að það séu miklir óróar þar sem sprungan, sem skiptir landinu í tvennt, kemur á land á Reykjanesi ekki langt frá Grindavík. Skammt norðan við Grindavík, er fjallið Þorbjörn og frá bænum má sjá að það er klofið í miðju með stóru skarði. Skarðið er í raun stór sprunga eða sigdalur sem skipti fjallinu í tvo hluta. Eins og flest fjöll á Reykjanesi, þá myndaðist Þorbjörn á kuldaskeiði síðustu ísaldar með gosi undir jökli.

Eldfjallið Þorbjörn við Grindavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Eldfjallið Þorbjörn við Grindavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við rætur Þorbjörns er svo Bláa Lónið staðsett enda stutt niður á heita hraunkvikuna sem er þar undir.

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Reykjanesi eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jörð skelfur við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Spennandi... og gaman að sjá Þorbjörn frá þessu sjónahorni. Ég hef aldrei séð þessa myndarlegu sprungu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sprungan er stærri en margur heldur, við erum svo með svipað fyrirbæri sem hægt er að sjá í Henglinum í Skarðsmýrafjalli rétt við Sleggjubeinsskarð þegar verið er að aka austur yfir Hellisheiðina.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.1.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta, frábærar myndir, hef aldrei séð Þorbjörn svona. Áttu mynd af sprungunni í Henglinum??

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:31

4 identicon

Stórkostlegar myndir, tek undir með Láru Hönnu, ég hef aldrei séð þessa gríðarstóru sprungu ...

Það væri gaman að sjá þessa í Henglinum líka ef þú átt mynd af henni.

Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hvað.. segiru ertu að spá ELDGOSI ÚR ÞESSU FJALLI Í NÆSTA MÁNUÐI ?

Brynjar Jóhannsson, 26.1.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Í raun getur gosið hvar sem er á Reykjanesinu. Líklega er Reykjanesið yngsta stóra landsvæðið eða nes sem til er á jörðinni og merkilegt að 2/3 hluti landsmanna skuli búa þar eða um 200.000 manns.

Ef við lítum á söguna, þá hafa fjögur til fimm gos átt sér stað á sögulegum tíma og voru þau á tímabilinu 875 - 1340 og hraunin eitthvað um 16 talsins.

Ég er nú á því að Reykjanesið sé svæði sem ró sé að færast yfir. Í staðin vil ég meina að gosbeltið sé að færa sig meira til austurs þar sem draga má línu frá Surtsey, Vestmannaeyjum og í átt að Heklu. Spurning hvort að næsta nes frá landinu muni koma til með að liggja á þeim stað.

Ef mig minnir rétt, þá er eldfjallið Þorbjörn við Grindavík myndað við gos undir jökli og er því 10.000 ára eða eldra en þá lauk síðustu ísöld. Í samanburði við mennskan aldur, þá er sá tími lítill í þeim samanburði og má líkja honum við sekúndubrot í jarðfræðilegu samhengi.

Eins og er, þá er Ísland eitt af virkustu eldfjallasvæðum jarðarinnar með um 50-60 virk eldfjöll og því má ekki gleyma að núna eru 35 ár liðin síðan Vestmannaeyjagosið var og það í eldstöð sem talin var löngu kulnuð.

Því er gaman að fá að fylgjast með þessum mælingum sem Veðurstofan er að gera um allt land. Sandkölluð gullnáma fyrir þá sem hafa áhuga á jarðfræði.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.1.2008 kl. 13:47

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég á að eiga myndir af sprunguni í Henglinum en myndasafnið er orðið svo stór að það getur teki tím að finna þær myndir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.1.2008 kl. 13:51

8 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

sendu mér þitt email vill senda þér mindir frá Róm.Sigurbjörg

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband