HÉR ER PLOTTIÐ - PÓLITÍSKUR HRÁSKINNALEIKUR :)

Getur hugsast að allt þetta upphlaup í borgarmálum sé útpælt hjá Sjálfstæðismönnum.

- Til að byrja með þá þurfti að sprengja það samstarf sem nú er sprungið með einhverju móti og til verksins var valin Ólafur F. Magnússon

- Þegar aðeins er liðið á nýja samstarfið, þá verður búin til óbrúanlegur ágreiningur og nýja samstarfið verður látið springa

- Þá myndast ný staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn og núna til að semja við hvern sem er. En nú er búið að sá svo mikilli óánægju og vantrausti á milli hinna flokkanna sem hafa ekki lengur fleiri möguleika á nýjum meirihluta og eftir stendur:

Sjálfstæðisflokkurinn kemst í oddastöðu til að velja sér raunverulegan samstarfsflokk þar sem hvorki F-listinn né Framsókn eru inni ... :)

- Er ekki hluti af pólitíkinni að eyða pólitískum andstæðingum?

Við skulum sjá hvert framhaldið verður.

Nema þetta endi allt með nýjum kosningum - en þá munu ákveðnir flokkar tapa stórt!

Kjartan


mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Er stafarunan dgv í plottinu þínu, hmm?

Berglind Steinsdóttir, 23.1.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það mætti segja mér að það væri það sem stefnt væri að þegar upp er staðið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.1.2008 kl. 08:23

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Plottið er flott hjá þér en ég held samt að borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins séu ekki nógu klókir til þessað hugsa svona.. Þetta var bara valdagræðgi sem knúði þá áfram og viljinn til þess að koma höggi á samfylkinguna og vg.. bingi telst ekki lengur með í pólitískri umræðu.

Óskar Þorkelsson, 23.1.2008 kl. 08:29

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Líklega er það rétt hjá þér Óskar, en það er alltaf gaman að spá aðeins í spilin. Hver veit hvað er raunverulega þarna í gangi. Líkast er þetta bara harmleikur sem lýsir vel hvernig mannlegt eðli er í raun og veru. Það eru víst allir falir í þessu lífi með einum eða öðrum hætti.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.1.2008 kl. 08:44

5 identicon

Það læðist óneitanlega að manni að Ólafur F. Magnússon hafi haft þetta með í reikningnum þegar hann, sem Guðfaðir síðasta meirihluta, var með þetta á teikniborðinu.  Svona sem leik í stöðunni ef honum litist ekki á það sem Samfylking og VG hefðu að bjóða honum.  Nú fær hann fleirri nefndir og því hærri laun og meiri völd.  Svo er hann núna Guðfaðir þessa meirihluta.

Erum við að tala um of mikið áhorf á "The Godfather" á sínum tíma, það er spurning.

Örvar (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 16:14

6 identicon

Fær hann fleiri nefndir? Hann er ekki með formennsku í einni einustu nefnd! Þannig að maður sér ekki hvað hann hefur grætt á þessu, annað en borgarstjóralaunin.

AB (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:45

7 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Ég tek undir með Óskari að Sjálfstæðismenn séu ekki nógu framsýnir í svona plott.

Hins vegar er Viljálmur búinn að liggja í Ólafi allan tímann síðan í október. Það var t.d. Vilhjálmur sem tilkynnti það á undan Ólafi að Ólafur væri væntanlegur úr veikindaleyfi fyrr en búist var við.

Það gegnu greinlega valdir menn í það verk að þjarma að Ólafi, ýmist með fagurgala, eða með því að bera í hann rægisögur um samherja hans.

Spunakerlingin Ómar R. Valdimarsson, atvinnu blaðurfulltrúi, setur í fyrirsögn: I love to say I told you so og vitnar þar til bloggfærslu sinnar frá því 27. nóvember s.l. þar sem hann boðar að borgarstjórnarmeirihlutinn verður sprengdur upp með áramótaflugeldunum og Ólafur F. fari yfrum.

http://www.omarr.blog.is/blog/omar/entry/376089/
 

Soffía Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband