Vegurinn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals - Myndir

Hér má sjá veginn sem liggur á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Ætli umrædd aurskriða hafi ekki fallið úr fjalli sem heitir Þórólfshnúkur.

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.

Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hnífsdalsvegur lokaður vegna aurskriða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfilegar aksturaðstæður finnst mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er víða á Vestfjörðum þar sem eru há og aðbrött fjöll í sjó fram. Síðan finnast litlar eyrar þar sem planta hefur verið niður þorpum hér og þar. Síðan þarf þetta fólk að búa við þá vá að eiga á hættu að það falli snjóflóð eða aurflóð.

Óshlíðin verður nánast ófær ef það hefur rignt mikið. Fleiri staði á landinu mætti nefna sem eru svipaði eins og nokkrir staðir á Austfjörðunum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.12.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki man ég eftir að aurskriður hafi fallið á Hnfísdalsveginn þegar ég var að alast upp á Ísafirði, enda yfirleitt allt á kafi í snjó. Vísbending um breytt veðurfar?

Theódór Norðkvist, 18.12.2007 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband