FALLEGAR MYNDIR ÚR MOSFELLSDALNUM

Hér koma nokkrar fallegar myndir úr Mosfellsdalnum. Ég vona svo að myndirnar slái aðeins á þann heimilisóróa sem er að stressa blessað fólkið svona rétt fyrir jólahátíðina.

Það er skiljanlegt að það ætli allt um koll að keyra, því það er að mörgu sem þarf að huga á síðustu dögunum. Kaupgleði Íslendinga hefur aldrei verið eins fjörug og þessa daganna.

Líklega er mesta vandamálið að finna upp á einhverju nýju til að kaupa :)

Hér má sjá fallega kirkju sem ég efa ekki að Mosfellingar muni sameinast í.

Mosfellskirkja í Mosfellsdal er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikið er um að farið sé á hestbak í dalnum og má þar finna margar skemmtilegar reiðleiðir

Fólk á hestum í Mosfellsdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef tími gefst til yfir jólahátíðina, þá má fara og skoða safn Halldórs Kiljan Laxness sem er að bænum Gljúfrasteini.

Safn Halldórs Kiljan Laxness á bænum Gljúfrasteini (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin fyrir þá sem vilja fara í smá gönguferð, þá er þessi fallegi foss ekki langt frá Gljúfrasteini.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir utan hestamennsku, þá er fínn gólfvöllur í dalnum og svo er spurning hvort að að verði hægt að opna svæðið í Skálafelli vonandi aftur ef snjórinn kemur aftur.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umsátur í Mosfellsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sástu nokkuð glitta í silfur Egils (orginalinn) einhvers staðar?

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég var að spá í að fara bæta honum inn í þessa sögu en vegna vinnuálags og þekkingaskorts á sögunni, þá læt ég það bíða. Spurning hvort að þú getir hjálpað :D

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.12.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband