ENN EIN NÝJUNGIN Í BARÁTTUNNI GEGN LOFTSLAGSBREYTINGUM

Það er margt ritað og skrafað þegar umhverfismál eru annars vegar og erfitt fyrir leikmann að átta sig á öllum þeim staðhæfingum sem haldið er á lofti. Mengun getur stafað frá mörgu og er eðlileg náttúruleg mengun þar mjög stór liður.

Sem dæmi, þá þarf ekki nema eitt stórt eldgos til að valda svipaðri mengun og allur iðnaður í Evrópu gerir á einu ári.

Náttúran er gríðarlega öflugt tæki ef svo ber undir og leitast alltaf við að ná einhverju jafnvægi í allri óreiðunni. Sem dæmi þá veldur meiri bráðnun á jöklum meiri raka í lofti og þar með meiri rigningu og því ættu sumir jöklar að stækka vegna meiri ofankomu ef eitthvað er. Aukin raki ætti að sama skapi að velda meiri rigningu og meira skýjafari sem hefði svo meiri áhrif á hvernig geislar sólar næðu til jarðarinnar og svona mætti halda lengi áfram.

Meira CO2 í loftinu ætti líka að kalla á meiri bindingu þess í jarðvegi, trjám og ölduróti sjávar.

En það var annars mögnuð frétt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins og hana má lesa nánar hér:

Grein um umhverfisvæna orkuframleiðslu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef að Ameríkanar eru að setja svona háar upphæðir í svona verkefni, þá hlýtur að vera eitthvað mikið í það spunnið. En maður fær það á tilfinninguna þessa dagana að þeir séu að róa lífróður til að leita sér af nýjum orkugjöfum.

Ekki geta þeir verið að hertaka endalaust ný lönd til að tryggja sér eldsneyti.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, það er önnur hver stofnun undir varnarmálaráðuneytinu allt í einu komin út í orkurannsóknir, meira að segja DARPA sem er ein fremsta stofnun á sviði tæknirannsókna er varða þjóðaröryggi (þ.m.t. öryggi í orkumálum) en meðal þeirra fyrri afreka eru t.d. Internetið, ýmsar framfarir í eldflauga- og njósnatækni o.fl. Nú hafa þeir til athugunar verkefni sem verður forvitnilegt að fylgjast með, en það snýst um beislun sólarorku úti í geimnum þ.e. með hámarks nýtingu og flutning hennar þangað sem hún nýtist niðri á jörðinni. Verkefnið er svo metnaðarfullt að það yrði sennilega að vera í formi þjóðarátaks á borð við Manhattan verkefnið (smíði kjarnorkuvopna í WWII) eða Apollo tunglferðaáætlunina, sem sýnir að þó deilt sé um loftslagsmál þá taka þeir a.m.k. orkumálin sín mjög alvarlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Líklegt er að það er orðið víða þannig að orkumálin eru farin að valda stjórnvöldum þungum áhyggjum. Bandaríkjamenn og fleiri vita vel að það eru stórar og fjölmennar þjóðir að koma inn á þennan orkumarkað eins og Kína, Rússland og Indland. Það eitt gerir lítið annað en að auka eftirspurnina og hækka verðið enn meira en nú er.

Þetta setur þjóðir sem eiga næga orku eins og okkur í óskastöðu.

Hvað gera Bandaríkjamenn ef það er ekki lengur til eldsneyti á bílana?

Húsnæðiskerfið er þegar í molum og dollarinn hríðfellur og hvað þolir svo hagkerfin síhækkandi verð á eldsneyti á sama tíma?

Vegna þessa alls kemur ekki á óvart að æðstu stofnanir Bandaríkjanna séu nú settar á fulla ferð í rannsóknir á þessum sviðum.

Við vitum vel að þegar settir eru miklir peningar í ýmis verkefni eins og stjörnustríðsáætlunina á sínum tíma að þó svo að hún gengi ekki sjálf upp, að þá voru svo mörg hliðarverkefni sem urðu til að margt að því sem við erum að nota í dag er oft hægt að rekja til uppgötvana sem þá voru gerðar. Það var í raun meira það sem Rússar voru hræddi en sjálfa stjörnustríðsáætlunina.

Þó að við séum alvega gapandi yfir þeirri tækni sem almenningur er að notast við í dag, að þá er hergagnaiðnaðurinn og fleiri hátæknifyrirtæki að notast við tækni sem er mörgum árum á undan. Tölvuframleiðendur eru jafnvel uppvísir að því að skammta tæknina inn á markaðinn til almennings.

Annars er slæmt hvað Íslendingar hafa lítið tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviðum geimmála En ég veit að Danir hafa gert mikið af slíku og notið góðs af.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.12.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband