REFUR, TÓFA, MELRAKKI, HEIMSKAUTSREFURINN - MYNDIR

Íslenski heimskautarefurinn eða fjallarefurinn var eina spendýr landsins þegar landnámsmenn námu land um 800. Talið er að refurinn hafi orðið eftir í lok ísaldar. Dýrið breytir um lit á feldi eftir árstíðum og er mógrátt á sumrin og hvítt á veturna.

Kvendýrið (tófa, læða, bleyða, keila ...) er 20% léttari en karldýrið (steggur, refur) og er meðgöngutíminn rúmar 7 vikur. Yrðlingarnir fæðast blindir og er gotið 5 til 6 yrðlingar.

Bústaðurinn er oft í urð eða sundurgrafið barð og heitir greni.

Rebbi er mikið ferðinni en þó mest í ljósaskiptunum.

Hér er lítill yrðlingur að naga legg af íslenskri sauðkind við Hólaskjól á Fjallabaksleið.

Ylfingur að naga bein af íslenskri sauðkind í Hólaskjól á Fjallabaksleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér erum við orðnir pínu stærri og mun sætari :)

Tveir ylfingar við greni í Hólaskjól á Fjallabaksleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver ert þú? Hvað viltu mér gæti rebbi verið að spyrja.

Refur horfir hissa á ljósmyndarann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er örugglega eitthvað gott að borða

Fæðan rebba fer eftir aðstæðum eins og ýmislegt sjórekið, skeldýr, egg og fuglar, hræ, ber, mýs o.fl. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er hvergi friður fyrir ljósmyndurum

Refur að gera þarfir sínar úti í Íslenskri náttúru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Refur að leik við Hólaskjól að Fjallabaki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tófa vogar sér sífellt nær þéttbýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flottar myndir af fallegu dýri þótt ljósmyndarinn hafi kannski verið aðeins of ágengur þarna á einni myndinni... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 12:08

2 identicon

Mikið er gaman að einhver sér fallegu hliðina á tófunni líka. Ég er orðin mjög þreytt á einhliða fréttaflutningi um þetta dýr-sem og önnur. Flottar myndir.

Íris (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Rebbi er reffilegur og flottur eins og sjá má á þessum myndum. Ég vona að bloggarar virði þá skoðun mína að láta óritskoðað mynda-blogg tala sínu máli eða bara sýna hlutina eins og þeir eru.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.12.2007 kl. 12:55

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var nú ekki að hugsa um bloggarana, þeir geta bara lokað augunum eða flett yfir það sem þeir eru viðkvæmir fyrir. Ég var nú bara að hugsa um tófugreyið sem ljósmyndarinn eltir á klóið... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 13:03

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég sem hélt að það væri mannheimurinn sem að við þyrftum að hafa hvað mestar áhyggjur út af!

Við skulum rétt vona að dýrið beri ekki einhvern kala til mín í framtíðinni vegna þessara djörfu myndatöku :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.12.2007 kl. 13:14

6 Smámynd: Linda

Undurfagurt dýr, sem bætir bara flóruna hér í kring.  Er samt ekki viss um að það sé henni til góðs að koma of nálægt byggð, betra að vera í sveitinni, án þess að ég viti slíkt með fullri vissu.  Undurfagurt dýr svo ég segi það aftur

Ein pæling í lokin, er það nokkuð Tófa sem færir sig nær byggð, er það ekki fólkið sem færir sig nær hennar heimum, mig grunar að það sé frekar málið, svo ef það er raunin  þá er best fyrir okkur að aðlaga okkur að hennar heimi

Linda, 16.12.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband