7.11.2007 | 15:16
Umhverfisvæn framkvæmd og stórbætum ímynd landsins út á við.
Útblástur við brennslu á jarðeldsneyti er stór þáttur í mengun okkar Íslendinga eða eitthvað um 20%. Hér er hugmynd til að laga það dæmi aðeins.
Rafmagnslest, skíðaþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar er málið og um leið hægjum á uppbyggingunni á Hengilssvæðinu.
Í dag er nýtingarprósentan frekar lág á gufuaflsvirkjunum eða á milli 10-15%, Restin af orkunni fer út í umhverfið - ónotað!
Hvernig væri að huga að nýjum leiðum til að nýta alla þá umfram orkuna betur?
Við höfum gott dæmi um Bláa Lónið, þar er verið að framleiða rafmagn, heitt vatn fyrir byggðarlögin í kring, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þar sem fólk getur baðað sig, heilsustöð fyrir þá sem eru með húðsjúkdóma og svo eru framleiddar snyrtivörur í stórum stíl úr afurðum lónsins.
Væri ekki heillarráð að byggja upp lítið skíðþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar á nýjum stað og um leið hægja aðeins á allri uppbyggingunni á Hengilssvæðinu? Orkan sem þar blundar er ekki að fara neitt og það sama má nánast segja um allt rekbeltið sem gengur þvert í gegnum landið.
Til að lægja ófriðaröldurnar sem skapast hafa um Bitruvirkjun og Hengilssvæðið, þá gæti verið möguleg lausn að byggja upp nýtt orkusvæði við Geitlands- og Þórisjökul eða nánar tiltekið undir hlíðum Presthnjúks.
Í leiðinni væri hægt að vera með stórfenglegar hugmyndir í uppbyggingu á nýju skíða- og útivistarsvæði eða eins konar jöklaparadís samhliða þróun og rannsóknum á sviði orkuframleiðslu, en í dag vantar gott jaðarsvæði við rekbeltið til að þróa djúpborunarverkefnið áfram!
Við Presthnjúka, sem er úr alfaraleið, langt frá mannabyggðum, er lítt kannað háhitasvæði sem stjórnvöld ættu að gefa rannsóknarleyfi á strax til að flýta fyrir útrás á íslenskum orkurannsóknum.
Ég átti skemmtilegt spjall við yfirmann jarðfræðideildar OR eftir kynningarfund OR um Bitruvirkjun í gær og bar ég þá undir hann eftirfarandi hugmyndir:
Til að byrja með þarf að gera eftirfarandi:
Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins The Golden Circle í The Golden Circle Deluxe!
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný The Golden Circle Delux leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið. Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsta skref er að kanna hvort að það séu ekki ákjósanlegar aðstæður til að nálgast gufuorku á svæðinu og þar með mikið magn af heitu vatni.
Ef niðurstaðan reynist jákvæð, þá er hægt að byggja upp flott skíðasvæði, heitar laugar og fjallaparadís sem ætti engan sinn líkan í veröldinni, allt í boði Orkuveitunnar.
Ef vel yrði staðið að málum, þá væri hægt að búa til nýtt Bláa Lóns ævintýri, en þó með aðeins öðrum hætti!
Þarna gæti farið saman vistvæn notkun og eftirsótt útivistarsvæði fyrir Íslendinga og ferðamenn ALLT árið.
Til að búa til mikið magn af snjó á svæðið, þá er hægt að nýta umfram vatnið og þá 85% orku sem venjulega færi til spillis frá svona orkuveri til framleiðslu á snjó og svo hin 15% eins og vanalega til rafmagnsframleiðslu.
Til að fullkomna verkið, þá mætti síðan leggja upphitaða snjófría braut til Reykjavíkur og niður á Gullfoss/Geysi fyrir rafdrifna lest sem myndi meðal annars fá orku sína frá umræddu orkuveri.
Hér yrði um að ræða skíðasvæðið, raf-létt-lestarkerfi og orkuver, allt hannað, þróað og smíðað af íslendingum sjálfum!
Þessa sömu lausn má svo flytja út til annarra landa sem einn pakka :)
Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
og hér nánar um málið:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári! Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo hugmynd þar sem leiðin er útfærð með rafdrifinni léttlest!
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins. Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Núna á Orkuveitan í samstarfi við framsækna einkaaðila að sæta lagi og útbúa sjóð sem styrkja mun þróun á léttlestarkerfi samkvæmt umræddum hugmyndum fyrir íslenskar aðstæður.
Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Rafmagnslest, skíðaþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar er málið og um leið hægjum á uppbyggingunni á Hengilssvæðinu.
Í dag er nýtingarprósentan frekar lág á gufuaflsvirkjunum eða á milli 10-15%, Restin af orkunni fer út í umhverfið - ónotað!
Hvernig væri að huga að nýjum leiðum til að nýta alla þá umfram orkuna betur?
Við höfum gott dæmi um Bláa Lónið, þar er verið að framleiða rafmagn, heitt vatn fyrir byggðarlögin í kring, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þar sem fólk getur baðað sig, heilsustöð fyrir þá sem eru með húðsjúkdóma og svo eru framleiddar snyrtivörur í stórum stíl úr afurðum lónsins.
Væri ekki heillarráð að byggja upp lítið skíðþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar á nýjum stað og um leið hægja aðeins á allri uppbyggingunni á Hengilssvæðinu? Orkan sem þar blundar er ekki að fara neitt og það sama má nánast segja um allt rekbeltið sem gengur þvert í gegnum landið.
Til að lægja ófriðaröldurnar sem skapast hafa um Bitruvirkjun og Hengilssvæðið, þá gæti verið möguleg lausn að byggja upp nýtt orkusvæði við Geitlands- og Þórisjökul eða nánar tiltekið undir hlíðum Presthnjúks.
Í leiðinni væri hægt að vera með stórfenglegar hugmyndir í uppbyggingu á nýju skíða- og útivistarsvæði eða eins konar jöklaparadís samhliða þróun og rannsóknum á sviði orkuframleiðslu, en í dag vantar gott jaðarsvæði við rekbeltið til að þróa djúpborunarverkefnið áfram!
Við Presthnjúka, sem er úr alfaraleið, langt frá mannabyggðum, er lítt kannað háhitasvæði sem stjórnvöld ættu að gefa rannsóknarleyfi á strax til að flýta fyrir útrás á íslenskum orkurannsóknum.
Ég átti skemmtilegt spjall við yfirmann jarðfræðideildar OR eftir kynningarfund OR um Bitruvirkjun í gær og bar ég þá undir hann eftirfarandi hugmyndir:
Til að byrja með þarf að gera eftirfarandi:
Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins The Golden Circle í The Golden Circle Deluxe!
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný The Golden Circle Delux leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið. Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsta skref er að kanna hvort að það séu ekki ákjósanlegar aðstæður til að nálgast gufuorku á svæðinu og þar með mikið magn af heitu vatni.
Ef niðurstaðan reynist jákvæð, þá er hægt að byggja upp flott skíðasvæði, heitar laugar og fjallaparadís sem ætti engan sinn líkan í veröldinni, allt í boði Orkuveitunnar.
Ef vel yrði staðið að málum, þá væri hægt að búa til nýtt Bláa Lóns ævintýri, en þó með aðeins öðrum hætti!
Þarna gæti farið saman vistvæn notkun og eftirsótt útivistarsvæði fyrir Íslendinga og ferðamenn ALLT árið.
Til að búa til mikið magn af snjó á svæðið, þá er hægt að nýta umfram vatnið og þá 85% orku sem venjulega færi til spillis frá svona orkuveri til framleiðslu á snjó og svo hin 15% eins og vanalega til rafmagnsframleiðslu.
Til að fullkomna verkið, þá mætti síðan leggja upphitaða snjófría braut til Reykjavíkur og niður á Gullfoss/Geysi fyrir rafdrifna lest sem myndi meðal annars fá orku sína frá umræddu orkuveri.
Hér yrði um að ræða skíðasvæðið, raf-létt-lestarkerfi og orkuver, allt hannað, þróað og smíðað af íslendingum sjálfum!
Þessa sömu lausn má svo flytja út til annarra landa sem einn pakka :)
Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
og hér nánar um málið:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári! Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo hugmynd þar sem leiðin er útfærð með rafdrifinni léttlest!
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins. Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Núna á Orkuveitan í samstarfi við framsækna einkaaðila að sæta lagi og útbúa sjóð sem styrkja mun þróun á léttlestarkerfi samkvæmt umræddum hugmyndum fyrir íslenskar aðstæður.
Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Samgöngur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Athugasemdir
Kjartan, ég er illa svikinn ef þeir hjá OR bjóða þér ekki starf við að útfæra þessar hugmyndir. Reyndar er ég illa svikinn nú þegar.
Sigurður Hrellir, 7.11.2007 kl. 15:26
Þakka þér fyrir innlitið Sigurður.
Þetta gæti verið spennandi verkefni að takast á við. Öll þekking og tækni er nú þegar til staðar í landinu og svo gætu hliðaráhrifin af svona framkvæmd orðið mikil fyrir ferðaþjónustu, landsbyggðina og lítil hátæknifyrirtæki.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.11.2007 kl. 17:22
Þú ert með snildar hugmyndir,og vonandi væri hægt að vinna úr þeim.Er í ferðabrasanum og þetta með Golden Circle er mjög áhugaverð.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 18:35
Það hafa margir komið að máli við mig út af þessum hugmyndum og ber öllum saman um að þetta sé næsta skref sem að við Íslendingar eigum að taka í samgöngumálum. Til lengri tíma litið þá er svona framkvæmd til mikilla hagsbóta og það þarf ekki neina reiknisnillinga til að sjá að svo sé.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.11.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.