Færsluflokkur: Menntun og skóli

FULLT AF FLOTTU MYNDEFNI Í HÓLMINUM VIÐ KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Líklega hefur Lára Þórðardóttir tekið þessa mynd í túninu hjá honum Sverri Valdimarssyni í Hólminum sem er vinstra megin við veginn rétt áður en komið er inn á Kirkjubæjarklaustur.

Ég hef sjálfur farið nokkrar skemmtilegar ljósmyndaferðir á svipaðar slóðir og er myndefnið þarna óþrjótandi eins og sjá má.

Hér er ekið niður að bænum Hólminum þar sem Sverrir Valdimarsson býr. Hér hefur greinilega verið stórbýli á árum áður.

Húsin eins og Sverrir karlinn eru víst komin til ára sinna eins og sjá má á myndunum. Picture from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það sem vakti hvað mest athygli mína á staðnum var að sjálfsögðu Sverrir sjálfur, húsakosturinn, gömlu bílarnir, gamli iðnskólinn og svo vatnsaflrafstöðin og er greinilegt að þetta á sér allt langa og merkilega sögu.

Hjá Sverri má finna fullt af gömlum bílum og eru víst gullmolar þarna innan um sem mæti gjarna gera upp og þar á meðal einn sem falin er inni í skúr

við skulum vona að Hringrás eða önnur brotajárnsfyrirtæki nái nú ekki að læsa krumlum sínum í þá bíla sem þarna er að finna. Þessi mynd er tekin í Apríl 2007. Picture of old cars from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á staðnum má finna leifar af gömlum iðnskóla eða verkstæði þar sem kenndar voru smíðar hér áður fyrr. Þarna má finna stórt og mikið safn af upprunalegum verkfærum upp um alla veggi frá þeim tíma sem skólinn var starfandi

Ef myndirnar eru skoðaðar nána, þá kemur í ljós að þarna er stór rafmótor sem hefur haft það hlutverk að snúa mörgum verkfærum - sem voru reimdrifin á þessum tíma! Picture of old school in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það sem að mér þótti hvað merkilegast var lítil rafstöð sem er líklega búinn að keyra í meira en hálfa öld. Rafmagnið er fengið með lítilli virkjun þar sem fallhæðin á vatninu er varla meiri en 2-3 metrar

Ég var svo heppin að fá Sverrir til að sýna mér virkjunina og vélarnar sem hann notar til að framleiða rafmagn fyrir bæinn sinn. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar inn í stöðvarhúsið er komið, þá má sjá mikið af flottum og fornum rafbúnaði eins og rafmótor og stóra túrbínu

Ekki er ég nú viss um að reglugerðarruglið í Reykjavíkinni myndi nú sætta sig við öryggismálin á staðnum :) Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég hef löngum verið sérstakur áhugamaður um heimarafstöðvar og safnað myndum af slíku stöðvum út um allt land, bæði úr lofti og á jörðu niðri.

Hér er Sverrir að sýna einum af mínum gestum mannvirkin en umræddur aðili er þekktur túrbínuhönnuður og varð hann að vonum mjög áhugasamur um það sem þarna fór fram. Þess má geta að þessi heimsókn stóð upp úr í ferðinni hjá honum til íslands. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má á þessari mynd, þá þarf að smyrja vel allar legur svo að það fari ekki að leka vatn út um allt.

En Sverrir hefur viðhaldið rafstöðinni sjálfur enda verður svo að vera því að hún sér honum alfarið fyrir rafmagni. Hann sagði mér að það væri stundum mikið flökt á ljósinu hjá sér enda spennan ekki mjög stöðug sem kemur frá rafstöðinni. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er óhætt að segja að það er margt "orginal" þarna á þessu "safni" sem Sverrir hefur umsjón með og væri óskandi að það væri hægt að varðveita eitthvað af þessu öllu.

Á þessari mynd má sjá rennibekk sem hefur verið reimdrifin. Picture of old tools from the school in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er heimasmíðuð standborvél sem heimamenn smíðuðu hér í gamladaga. Á þeim tíma var allt nýtt og rafstöðin var heimasmíði eins og margt annað á bænum. Enda bjuggu þarna merkir hagleiksmenn.

Margt að því sem þarna má sjá hefur verið smíðað úr "strandgóssi" frá fyrri tímum en það var vel þekkt að þeir sem bjuggu við suðurströndina notuðu og nýttu vel það sem rak á fjörur. Picture of old tools in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það er mikið til af flottu dóti í Hólminum hjá honum Sverri sem þarf að fara í gegnum og reyna að varðveita. Spurning hvort að sveitafélagið og fl. ættu að taka sig saman og reyna að koma honum til hjálpar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Vann verðlaun í ljósmyndakeppni SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LISTAHÁSKÓLINN - EIN AF TILLÖGUNUM - MYNDIR

Ég ásamt vinkonu minni Heng Shi tókum þátt í samkeppninni um hönnun á Listaháskólanum sem miklar deilur standa um þessa dagana. Við höfðum bæði mjög gaman af því að taka þátt í þessari keppni þó svo að við næðum ekki að vinna í þetta skiptið. Tillögur okkar má svo sjá hér:

Hér má sjá unna ljósmynd þar sem byggingin er felld inn í myndina

Ljósmynd tekin á horni Laugavegs og Frakkastígs. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá stærri mynd)


Hér er þversnið af austur hlið skólans sem snýr að Frakkastíg. Eins og sjá má, þá fer byggingin stighækkandi í þrepum frá Laugavegi í átt að Hverfisgötu. Byggingin er látin hækka til norðurs þannig að sólin eigi sem greiðasta leið inn í sem flest rými byggingarinnar ásamt því að veita skjól fyrir köldum norðanáttum, en mikið er um opin aðskilin svæði á milli hinna ýmsu deilda

Reynt er að hafa rýmin opin til suðurs og norðurs og myndast flottur útsýnisveggur til norðurs frá byggingunni út yfir sundin blá. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef horft er á suðurhluta byggingarinnar sem snýr að Laugaveginum, þá er reynt að hafa lága framhlið með svölum og opnu svæði fyrir gesti og gangandi. Á opna svæðinu fyrir framan bygginguna er gert ráð fyrir hverskyns uppákomum og listviðburðum sem gæti þá laðað til sín þá umferð sem á leið um svæðið.

Einnig er gert ráð fyrir myndskjáum sem gætu sýnd þá viðburði sem væru í gangi á ýmsum hæðum byggingarinnar þar sem stuðst væri við nýjustu tækni. En þar sem byggingin er mjög opin og aðgengileg, þá er auðvelt að vera með marga listviðburði samtímis í byggingunni jafnt inni sem úti í björtum rýmum byggingarinnar. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er afstöðumynd sem sýnir byggingarreitinn ásamt nærliggjandi byggingum þar sem búið er að fella tillöguna inn í deiliskipulag svæðisins. Hægt er að vera með stærri sýningar á svæði C og D og var hugmyndin að útbúa hringleið fyrr gangandi umferð í gegnum bygginguna inn á svæði C og D og útbúa þannig lítinn "park" sem fólk hefði gaman að því að ganga í gegnum og skoða nánar.

Græna svæðið sýnir svo vinnusvæði sem hugsað var fyrir grófari vinnu og lokuð rými eins og upptökustudio fyrir hljóð og mynd. Picture of the artschool in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

1 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 1 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

2 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 2 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

3 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 3 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

4 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 4 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

5 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 5 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

6 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 6 topfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

Jarðhæðhæð (-1). Picture of the art school in Iceland Reykjavik, (-1) groundfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

Jarðhæðhæð (-2). Picture of the art school in Iceland Reykjavik, (-2) groundfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má svo sjá hvernig ljósið dreifist um bygginguna ásamt því að vera með góðu útsýni yfir sundin, Esjuna og höfnina

Reynt er að hafa eins mörg opin svæði og mögulegt er svo að listamenn fá i sem mesta tengingu við náttúruna í listsköpun sinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er afstöðumynd sem sýnir svæðið í kvarða 1:1000

Afstöðumynd 1:1000 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er þversnið af austur hlið skólans sem snýr að Frakkastíg.

Sneiðingur 1:500 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er þversnið af suður hlið skólans sem snýr að Laugarvegi.

Sneiðingur 1:500 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En svo við látum orð eða umsögn dómnefndar fljóta með, þá var þau á þessa leið:

"Höfundar setja fram tillögu að fyrirferðamiklum húskroppum sem liggja austur-vestur og hækka hver af öðrum eftir því sem norðar dregur. Inndregin hluti jarðhæðar er drungalegur. Myndir gefa ekki fyrirheit um að byggingin falli vel inn í umhverfið"

Svo mörg voru þau orð.

Það er annars gaman að bera saman tillöguna sem vann og svo þá sem að við lögðum inn í keppnina svona í lokin.

Samanburður á tillögum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Hús Listaháskóla fer yfir leyfileg mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SELJALANDSFOSS MYNDIR

Hér er hópur Spánverja sem að ég var með á ferð um landið 2006. Hér tekur hópurinn dansspor fyrir framan Seljalandsfoss og var það víða gert í umræddri ferð

Seljalandsfoss is one of the most famous waterfalls of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið fram hjá Seljalandsfossi 2004 í hringferð fisflugmanna um landið

Seljalandsfoss í Seljalandsá um 65 m hár. Seljalandsfoss waterfall of the river Seljalandsá drops 60 meters over the cliffs of the former coastline. Seljalandsfoss is very picturesque and therefore its photo can be found in many books and calendars. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það eru mörg sjónarhorn sem hægt er að nota þegar verið er að taka myndir af Seljalandsfossi

Seljalandsfoss is situated in between Selfoss and Skogafoss at the road crossing of Route 1 (the Ring Road) with the track going into Þórsmörk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vinsælt er að taka myndir af fossinum þannig að regnboginn sjáist. Best er að ganga upp í brekkuna sunnan megin við fossinn þar til regnboginn sést

Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Seljalandsfoss hefur verið mikið notaður í auglýsingagerð

Hér er 4x4 bíl ekið á snjó að fossinum og myndin síðan notuð sem forsíða á bók. It is possible to go behind the waterfall Seljalandsfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er tekin næturmynd af fossinum með tunglinu í baksýn

Myndin var notuð í ljósmyndabók sem heitir 4x4 á hálendi Íslands. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það sem er líklega vinsælast, er að ganga bak við fossinn eins og þessi hópur er að gera

Seljarlandsfoss, where you’ll take a thrilling walk behind these breathtaking waterfalls. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd tekin fyrir aftan Seljalandsfoss

Það nást oft flottar myndir fyrir aftan fossinn eins og þessi mynd sýnir. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er nýleg mynd af Seljalandsfossi tekin snemma í sumar

Myndin er tekin með nýrri tækni sem sýnir meiri litadýpt í mynd. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Milljónir horfa á dansara við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER LÍKA HRIKALEGA VONSVIKINN!

Er ekki orðið spurning hvort að ríkisstjórnin þurfi ekki að fara að huga betur að fjölskyldu- og barnvænna umhverfi hér á Íslandi?

Ef að ráðamenn nenna ekki að HLUSTA og taka ILLA EFTIR og setja sig á háan stall eins og hún Þorgerður okkar, þá er ekki von á góðu.

Hér er frétt af Menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, á íslenskum vefmiðli fyrir stuttu.

Eitthvað virðist dómarasætið vefjast fyrir henni Þorgerði þessa dagana!


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í frétt á http://www.eyjan.is/ fyrir stuttu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er maður í smá áfalli yfir því að það eigi að leggja niður kennslu í dönsku. Hvaða skjól hafa þá kúgaðir íslenskir flóttamenn í framtíðinni þegar búið er að taka af þeim dönskuna líka?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vonsvikin með PISA-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband