LISTAHÁSKÓLINN - EIN AF TILLÖGUNUM - MYNDIR

Ég ásamt vinkonu minni Heng Shi tókum þátt í samkeppninni um hönnun á Listaháskólanum sem miklar deilur standa um þessa dagana. Við höfðum bæði mjög gaman af því að taka þátt í þessari keppni þó svo að við næðum ekki að vinna í þetta skiptið. Tillögur okkar má svo sjá hér:

Hér má sjá unna ljósmynd þar sem byggingin er felld inn í myndina

Ljósmynd tekin á horni Laugavegs og Frakkastígs. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá stærri mynd)


Hér er þversnið af austur hlið skólans sem snýr að Frakkastíg. Eins og sjá má, þá fer byggingin stighækkandi í þrepum frá Laugavegi í átt að Hverfisgötu. Byggingin er látin hækka til norðurs þannig að sólin eigi sem greiðasta leið inn í sem flest rými byggingarinnar ásamt því að veita skjól fyrir köldum norðanáttum, en mikið er um opin aðskilin svæði á milli hinna ýmsu deilda

Reynt er að hafa rýmin opin til suðurs og norðurs og myndast flottur útsýnisveggur til norðurs frá byggingunni út yfir sundin blá. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef horft er á suðurhluta byggingarinnar sem snýr að Laugaveginum, þá er reynt að hafa lága framhlið með svölum og opnu svæði fyrir gesti og gangandi. Á opna svæðinu fyrir framan bygginguna er gert ráð fyrir hverskyns uppákomum og listviðburðum sem gæti þá laðað til sín þá umferð sem á leið um svæðið.

Einnig er gert ráð fyrir myndskjáum sem gætu sýnd þá viðburði sem væru í gangi á ýmsum hæðum byggingarinnar þar sem stuðst væri við nýjustu tækni. En þar sem byggingin er mjög opin og aðgengileg, þá er auðvelt að vera með marga listviðburði samtímis í byggingunni jafnt inni sem úti í björtum rýmum byggingarinnar. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er afstöðumynd sem sýnir byggingarreitinn ásamt nærliggjandi byggingum þar sem búið er að fella tillöguna inn í deiliskipulag svæðisins. Hægt er að vera með stærri sýningar á svæði C og D og var hugmyndin að útbúa hringleið fyrr gangandi umferð í gegnum bygginguna inn á svæði C og D og útbúa þannig lítinn "park" sem fólk hefði gaman að því að ganga í gegnum og skoða nánar.

Græna svæðið sýnir svo vinnusvæði sem hugsað var fyrir grófari vinnu og lokuð rými eins og upptökustudio fyrir hljóð og mynd. Picture of the artschool in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

1 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 1 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

2 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 2 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

3 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 3 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

4 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 4 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

5 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 5 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

6 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 6 topfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

Jarðhæðhæð (-1). Picture of the art school in Iceland Reykjavik, (-1) groundfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

Jarðhæðhæð (-2). Picture of the art school in Iceland Reykjavik, (-2) groundfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má svo sjá hvernig ljósið dreifist um bygginguna ásamt því að vera með góðu útsýni yfir sundin, Esjuna og höfnina

Reynt er að hafa eins mörg opin svæði og mögulegt er svo að listamenn fá i sem mesta tengingu við náttúruna í listsköpun sinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er afstöðumynd sem sýnir svæðið í kvarða 1:1000

Afstöðumynd 1:1000 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er þversnið af austur hlið skólans sem snýr að Frakkastíg.

Sneiðingur 1:500 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er þversnið af suður hlið skólans sem snýr að Laugarvegi.

Sneiðingur 1:500 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En svo við látum orð eða umsögn dómnefndar fljóta með, þá var þau á þessa leið:

"Höfundar setja fram tillögu að fyrirferðamiklum húskroppum sem liggja austur-vestur og hækka hver af öðrum eftir því sem norðar dregur. Inndregin hluti jarðhæðar er drungalegur. Myndir gefa ekki fyrirheit um að byggingin falli vel inn í umhverfið"

Svo mörg voru þau orð.

Það er annars gaman að bera saman tillöguna sem vann og svo þá sem að við lögðum inn í keppnina svona í lokin.

Samanburður á tillögum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Hús Listaháskóla fer yfir leyfileg mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ekki skánar það. Þetta er öllu verra en vinningstillögurnar, sem eru þó slæmar. Því miður.

Júlíus Valsson, 2.8.2008 kl. 15:26

2 identicon

Verð því miður að taka undir með síðasta ræðumanni, þessi byggingarferlíki eru bara ekki í takt við neitt annað á svæðinu og stefna bara í enn eina skipulagskatastrófíuna.

...désú (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er nú bara skóli - látið þið nú ekki svona.

Sjái þið ekki örla fyrir smá bárujárnsmunstri á hliðunum. Vantar bara smá torf og hraungrjót í kring og þá er þetta komið :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.8.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég þarf nú að leggjast yfir þetta og skoða nánar. - mér finnst tillagan ykkar mjög athyglisverð, eina sem ég get sett út á hana, algjörlega án þess að ´vera búin að hugsa það eða grandskoða tillöguna, er skyggnið, sem tæki sólina af torginu fyrir framan aðalinngang, frá Laugavegi.- Það væri betra að hafa svona skyggni yfir Hverfisgötu megin. - Þá með hugsun fyrir kaffihús undir skyggninu. - En ég þarf að skoða þessar teikningar betur. - Mér finnst þetta mjpg spennandi tillögur,  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ef þú ætlar að vera með stóra skjáveggi í anddyrinu eins og hugmyndin gekk út á, þá þarf að vera hægt að vera með skugga þar líka - annars sæist myndin ekki eins vel á skjánum utan frá. Með nútíma tækni og réttum litum, þá á nú ekki að vera mikið mál að hafa bjart yfir svæðinu líka. Það nýjasta eru ljósveggir (LED) þar sem má t.d. koma fyrir fallegum baklýstum landslagsmyndum og jafnvel skýjahimni http://www.theskyfactory.com/ . Það á sko að vera kennsla í video fræðum, hljóðfræðum og nútímalist þar sem ætlast er til að notuð sé nýjasta tækni og það eitt og sér krefst þess að hér sé á ferð hátækni-skóli sem búinn er nýjustu tækni.

Vandamálið með svona "renderingar", eins og það er kallað, er að þeir sem hafa peningana geta látið vinna mjög flott 3D módel af svona teikningu sem getur orðið eins og fullkomin ljósmynd - en það kostar - og það virkar líka vel í svona keppnum.

Svo er annað að okkur varð á að breyta myndinni úr lit yfir í svart-hvíta eða grátóna mynd rétt undir lokin og þá verða sumir litir svarti og því miður er gólfið alveg svart á þessari mynd sem að það á að sjálfsögðu ekki að vera. Framsetning er að sjálfsögðu stór hluti af svona dæmi og bjartar myndir skila venjulega meiru en dökkar og drungalegar myndir. Auðvita er hægt að vinna svona myndir fyrir svona keppnir þannig að litir og áferð verði þannig að menn haldi varla vatni yfir gæðunum. En þeir sem eiga að dæma svona keppnir eiga nú ekki að láta svo einföld trikk glepja sig.

Framhliðin á þessu húsi bíður upp á mun meiri möguleika en verðlaunatillagan sýnir, Þarna eru opin rými, svali, gluggafrontur og möguleiki fyrir fólk að sitja á öllum stöðum og spjalla og horfa á umferðina í leiðinni sem líður hjá niður Laugaveginn - með því móti gæti náðst svona Café París stemmning á þessu horni ...

En það er eins og með "hugmyndir" að það er ekki allaf eitthvað sem öllum líkar og á líka að vera þannig. Best er að það séu sterkar skoðanir á öndverðu meiði og fæst þá líka helling ókeypis auglýsing í leiðinni (s.b. deilur Sverrir Stormsker og Guðna Ágústsson).

Á öllum hæðum á að vera hægt að vera með margar sjálfstæðar sýningar - samtímis, bæði á opnum og lokuðum svæðum þar sem hægt er að vinna bæði innan- og utan dyra. Það eitt og sér er mjög mikilvægt fyrir alla listsköpun. Það er frekar erfitt að koma fyrir mörg þúsund fermetra húsi á svona litlu svæði án þess að það komi ekki til með að gnæfa yfir allt sem er þarna fyrir. En þeir sem tóku þátt í þessari keppni hafa frekar takmarkaða möguleika til að leika sér með formi enda ákveðnar kröfur frá borginni varðandi reitinn. Síðan eru skólayfirvöld að reyna að fá sem mest líka. Það getur bara endað á einn veg. Stór kassi eða hár turn upp í loftið.

Við vorum búin að gera aðra tillögu sem var líka mjög spennandi en hættum við hana og það var að vera með samfellt stór opið svæði eða plan sem næði frá Laugaveginum og yfir Hverfisgötun og byggja svo flott rými ofan á það plan og undir með opnum torgum fyrir gangandi ... En við féllum frá henni því að það þarf líka að hugsa fyrir skjóli gagnvart norðanáttinni (spurning um að birta þær hugmyndir hér á blogginu þegar tími vinnst til.

En annars væri nú gaman að fá að sjá einhverjar skemmtilegar tillögur frá þeim sem voru hvað harðastir í gagnrýninni hér á undan :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.8.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er beggja blands.. ef þessi skóli kemur í miðbæinn og tekur 10-15 % af flatarmáli miðbæjarins og hefur listastudenta út um allt.. mun þá ekki miðbæjarbragurinn hverfa og í staðinn kæmi bragur fíflagangs og einsleitni ?  (margt sem frá fólki í listaskólanum er bara fíflagangur)

Ég tel að þessi skóli ætti frekar heima í Vatnsmýrinni og mætti byggja hann inn í öskjuhlíðina að hluta .. já eða bara á Valsvellinum ;)

Óskar Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 11:57

7 Smámynd: Júlíus Valsson

...bara ekki á KR-vellinum takk!

Júlíus Valsson, 4.8.2008 kl. 13:03

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er búin að fletta oft,var líka að velta fyrir mér litunum ég er ekki sammála að jarðhæðin sé drungaleg,eins og segirí áliti dómnefndar (ef égh smelli á mynd til að sjá fleiri,fæ ég myndir fá Stykkishólmi eða fornmynjar í Mosó)Hlakka til að sjá tillöguna sem þið hættuð við.Kveðja

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er erfitt að meta tillögurnar út frá þessum upplýsingum, sérstaklega fyrir amatör. Fljótt á litið finnst mér þið ekki njóta sannmælis. 

Frá laugavegi séð virðist hæð hússins vera aðlöguð að byggðinni í ykkar tillögu. Ég veit ekkert hvernig byggingin kemur út á Hverfisgötunni.

Mér virðist að munur á tillögunum sé ekki stærð kumbaldanna heldur að kumbaldarnir eru brotnir meira upp í vinningstillögunni. Á móti kemur meiri hæð í götumynd Laugavegar.  Mér virðist eins og vinningstillagan sé byggð utaní timburhús sem er látið halda sér. Það finnst mér mjög ljótt. Betra að taka húsið eins og mér virðist þið gera. Ég held að yfirbyggða torgið geti þjónað tilgangi sínum. Vinningstillögur eru sjaldnast endanleg gerð húss. Mögulegt hefði verið að taka ykkar tillögu með þeirri breytingu að brjóta veggina upp með einhverjum sambærilegum hugmyndum og vinningstillagan.

Jón Sigurgeirsson , 4.8.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll

Það er nú þegar búið að kosta miklu til svo að þessi listaháskóli megi verða að veruleika og margir lagt hönd á plóg.

Hvað listamenn varðar, þá er óhætt að segja að þar er skrautlegur hópur á ferð og fólk misjafnt þar eins og annarstaðar.

Nú þegar er búið að tengja stórt og mikið hverfi við miðbæ Reykjavíkur eins og Skuggahverfi. Einnig hefur bæst við fullt af nýjum hótelum, kaffihúsum og hátt í 100 staðir sem selja öl og aðrar álíka veigar í Rvk. Nú er risabygging að rísa í miðri höfninni. Ofan á þetta bætist að það hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna og álag því aukist stórlega á þetta svæði.

Spurning hvort að það sé eitthvað að klikka í öllu þessu dæmi eins og hvort að aðkomuleiðir séu ekki orðnar þegar undir of miklu álagi?

Íþróttastarfsemi virðist fá ótakmarkað fé, því þá ekki listastarfsemi líka?

Það væri hægt að spara stórar upphæðir ef KR og Valur yrðu sameinuð í eitt félag, því talar engin um slíkt í allri sparnaðarumræðunni?

Helga, ég setti linka á myndirnar inn á heimasíðuna mína svo að ég hefði eitthvað á bak við myndina. Hugmyndin var að vísa á PDF skjöl í meiri upplausn (það verður gert þegar tími vinnst til)

Varðandi hvað myndin er dökk, þá voru líklega mistök að breyta henni að hluta til í svart - hvíta mynd.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.8.2008 kl. 00:00

11 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Jón og takk fyrir innlitið,

Byggingin í okkar tillögum er líklega sú lágreistasta að framanverðu af öllum 20 tillögunum. Mest hefur verið rætt um hvað vinningstillagan er stórt og mikið kumbalt sem er að raska viðkvæmri (og nú þegar laskaðri) götumynd Laugavegar. Á móti kemur að byggingin hjá okkur er háreist Hverfisgötu megin en þar er nú þegar fyrir margar háar byggingar á því svæði.

Okkar lausn er einnig að gefa mikið af opnum aðskildum svæðum fyrir þá flóknu starfsemi sem fram fer í byggingu og á sama tíma nær sú litla birtan sem að við höfum yfir veturinn (á meðan kennslan er) að flæða betur um bygginguna. Svo skemmir ekki það fallega útsýni sem skapast til norðurs í leiðinni út á Snæfellsnes, höfnina og Esjuna á kvöldin og morgnanna.

Það má vissulega brjóta framhliðina meira upp til að aðlaga hana enn betur að Laugaveginum, en svæðið verður að vera opið til að skapa þá sérstöku tengingu við umferðina sem á leið um Laugaveginn.

Vinningstillagan þykir mér minna of mikið á verslunarhúsnæði að framanverðu með stórum gluggafronti (s.b. Verslunin 17 á Laugaveginum) og því finnst mér húsið ekki skera sig nægilega mikið úr til að fá að njóta sín sem sjálfstæð bygging sem á að innihalda Listaháskóla Íslands.

En þegar verið er að senda inn svona tillögur, þá er ekki mikill tími til stefnu og er aðallega verið að leita af formi og lausnum í fyrri hluta keppninnar þar sem fimm aðilar af þessum tuttugu voru valdir úr til að taka áfram þátt í seinni hlutanum. Því ætti fyrri hlutinn að snúast um að finna formið á byggingunni og sá seinni um nánari útfærslur. En hér er verið að bera saman lausn úr fyrri hlutanum við lausn sem búið er að þróa áfram (+8 millur í greiðslu) og því ekki alveg um sambærilega unnar lausnir að ræða.

En annars var Heng Shi að ráða sig í vinnu hjá hinu þekkta danska arkitektafyrirtæki Schmidt Hammer Lassen (http://shl.dk/). En þeir eru með eina stærstu arkitektastofu á norðurlöndunum ásamt því að vera með skrifstofur víða eins og í London, Osló, Kína (eru með 10 verkefni í gangi í Kína eins og er) ...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.8.2008 kl. 11:30

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Af hverju er þetta svona mikið mál?

Er þetta ekki bara hús? Svo framarlega sem það virkar sem hús ætti það að vera í lagi. Sama hvað verður ofan á þá munu komandi kynslóðir sætta sig við þetta.

Hrannar Baldursson, 6.8.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband