Færsluflokkur: Ljósmyndun

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - Metro lestakerfið - Matur - 5

KÍNAFERÐ - Shanghai - Metro lestakerfið - Matur - 5

Dagur - 5 / Day - 5

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Dagur-5

Nú er 23. des. 2008 og kvöldið áður var viðburðaríkt. En þá við fórum í Mall eða "litla verslunarmiðstöð"

Shanghai is hailed as the "Shopping Paradise" and "Oriental Paris". Offering some of the best shopping in the whole of China, Shanghai truly is a shopaholics dream (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



að lokinni verslunarferð var neðanjarðarlestin tekin heim á leið og var vel troðið og mátti sjá folkið ryðjast út úr yfirfullum lestunum á háanna tíma.

The Shanghai metro is one of the youngest in the world and among the most rapidly expanding. Total length of 227 km, with 161 stations and 8 lines! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En svona lestakerfi getur verið gríðarlega afkastamikið

Daily shanghai Metro ridership averaged 3.065 million in 2008 and set a record of 4.307 million on December 31, 2008. Fares ranged from 3 yuan for journeys under 6 km, to 8 yuan for journeys over 46 km. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar heim var komið, þá tók við að venju flottur kvöldverður. Kínverskt snakk er mjög fjölbreytt. Hér má sjá hnetur, sykurreyr og litlar mandarínur (allt borðað og börkurinn líka)

Þurkuð fiskbein var eitt það besta snakk sem að ég hef borðað (fín viðskiptahugmynd fyrir íslendinga) og svo er það meinholt. Shanghai dry fishbone snack! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dagurinn byrjar rólega með flottum morgunmati að venju og núna með nýbökuðum grænmetisfylltum brauðbollum ásamt súpu og hrísgrjónafylltum bollum

I definitely love Shanghai breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Tókum strætó niður í miðbæ. Hér má sjá verktaka vera að hreinsa strætó rétt á mean beðið er eftir því að fara í næstu ferð. Gaman var að fylgjast með mannlífinu út um gluggann á leiðinni sem tók rúma klukkustund. Það var ótrúlegt að sjá hverja risabygginguna á fætur annarri líða framhjá og hvernig búið var að lyfta upp heilu vega- og lestarkerfi sem sumstaðar var á mörgum hæðum.

Shanghai bus system. Shanghai has more than 1000 formal bus lines. Ordinary buses charge 1yuan (not more than 13km) or 1.5 (over 13km), and if air-conditioned, 2yuan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við skoðuðum okkur um og litum í nokkrar búðir. Fengum okkur 5 rétta hádegismat og voru lappir af hænu inni í því prógrammi. Keyptum ýmislegt smávægilegt eins og snakk sem mikið er til af nema bara mun hollara en Íslendingar eiga að venjast. Þar var mikið af þurrkuðum ávöxtum, hnetum og annarri góðri hollustu. Fórum í tebúð, þegar aðrar þjóðir drekka kaffi þá drekka Kínverjar te og er mikil menning fyrir slíku.

Maður rakst reglulega á fátækt fólk sem var að betla. Oft eru það einstæðar mæður með börn sem eru ný komin utan að landi til að leita eftir nýju og betra lífi í stórborginni

I saw beggars on the streets everyday in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Máttur auglýsinganna er mikill í Shanghai borg. Það er meira að segja farið að borga sig að setja upp risa TV skjái eins og sjá má á þesari mynd með jöfnu millibili eftir endilangri götunni

Shanghai, city of advertisement :) You see advertising everywhere on cars, houses, ... even on ships and aircraft! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Merkilegt að sjá þessi risa steypuumferðarmannvirki á mörgum hæðum út um alla borg

Shanghai Concrete Industry is ... unbelievable! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við enduðum þó á Starbucks (fyrsta skiptið fyrir mig) og fengum okkur café latté og café með súkkulaði ásamt upphitaðri bollu. Þetta kom sér vel því að kuldinn var orðin óbærilegur eða um -5 °C.

Við stóðum okkur hreinlega af því að fara inn í búðir til að ná okkur í smá hita. Keyptum 3 bækur í einni risabókabúð. Magnað að sjá mikið úrval af ýmsum sérbókum um forritun, sérhæfð teikniforrit m.m. og þær voru ALLAR á Kínversku eins og aðrar bækur í búðinni. My first time in Starbucks was in Shanghai ... I have to say I luvvvvvvv (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar heim var komið, þá beið kvöldmatur klár sem voru rif og lambakjöt í súpu ásamt baunasallati.

The best Shanghai dinner. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dagurinn hafði annars góðan endi, búið var að panta tíma fyrir okkur nuddstofu um kvöldið. Það fólst í baknuddi, fótnuddi og síðan heilnuddi. _ Byrjað var á því að setja fæturna í mjög heitt vatn í tréstamp til að mýkja húðina. Því næst voru fæturnir skafnir með tréhníf (til að fjarlægja óþarfa sigg). Næst var sett sterkt efni undir plast rétt fyrir neðan hnésbæturnar sem gerði það að verkum að það var eins og fæturnir loguðu á meðan á nuddinu stóð.

I got a great foot massage in Shanghai with hot bath and full body massage (2 hrs. program!) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Nuddið tók 2 x 60 mín. og kostaði ¥100 (x17) og það lá við að það þyrfti að styðja mann út eftir alla þessa upplifun.

Kvöldmaturinn var svo að venju margrétta niðurskorin önd ásamt svínakjöti og allt á beinum sem að maður dundaði sér við að naga. Verð að viðurkenna að ég saknaði að fá ekki skötu :|

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Ár vinnusemi að ganga í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - Shanghai - Tannlæknir - RISA tölvu búð - Matur - 4

KÍNAFERÐ - Shanghai - Tannlæknir - RISA tölvu búð - Matur - 4

Dagur - 4 / Day - 4

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Spurning um að renna aðeins yfir nokkra af þeim 20-30 réttum sem að við fengum kvöldið áður. En matarmagnið þann daginn var svo mikið að það dugar varla að það sé eitt blogg pr. dag til að gera því skil svo vel sé.

En auk hinna hefðbundnu kínvesku rétta, þá fékk ég hænuhaus (mér varð svo um að ég klikkaði alveg ferlega á lýsingunni og vona ég að mér sé fyrirgefið.). En annars hafði ég það fyrir venju að borða allt sem aðmér var boðið og náði ég að standa við það í ferðinni.

Að sjálgsögðu áttum ég og hænuhausinn gott spjall saman á meðan ég reyndi að naga það litla kjöt sem er utan á hausnum. Help - Chicken head! Where is the Headless Chicken running? I look around :| (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Brauðskeljar eða hvað á að kalla þennan mat. Ég fékk þennan mat í ýmsum útfærslum og var mismunandi hvaða matur var settur inn á milli.

Shanghai bread sandwich with sweet pork (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Vatnakrabbi er í miklu uppáhaldi hjá Kínverjum og það vildi svo skemmtilega til að það var krabbavertíð þegar við vorum núna í Shanghai. Það tekur töluverðan tíma að borða krabbann. En það þarf að brjóta skelina og það er allt borðað. Inna úr öllum örmum, klóm (þar er einn mesti maturinn) og svo undir skelinni sjálfri.

Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég fór aðeins yfir fjölmiðlana á Íslandi og uppfærði smá bloggið hjá mér. Það var ekki að spyrja að gömlu hjónunum, þau voru búinn að galdra fram þvílíka veislumáltíð að vanda sem var "matmikil" súpa.

Í súpunni voru hveitikögglar (Dumpling) með einhverju grænmetisdóti inn í (ekki ósvipað og kjötbollur í káli), niðurskorin hvítlaukur, þari og smárækjur ca. 1 cm á lengd (sem voru að sjálfsögðu borðaðar í heilu lagi). Home made Shanghai wild vegetables and pork wonton soup with pork and garlic chive dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þessu var svo öllu rennt niður með nýmalaðri heitri sojamjólk og te í hitaglasi ásamt eftirréttum kíví og risa jarðaberjum. Á meðan við "unga" fólkið erum að drattast á lappir, þá fóru gömlu hjónin út á hinn fræga markað til að kaupa inn fyrir hádegismatinn!

Shanghai home made breakfast, endless array of delicious food :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eins og lesa má, þá snýst nánast ALLT hér í Kína um mat, Mat og aftur MAT en ekki endalaust um helv... veðrið eins og er heima á Íslandi. Það sem mér fannst fyndið í gær var að Heng var að spjalla við fólkið sem var ný komið úr stórveislu með okkur. ÞAU VORU AÐ FARA AFTUR ÚT AÐ BORÐA! Bara á næsta stað við hliðina. Mér er sagt að þeirra stærsta menning sé matarmenning!

Ég tek eftir því að þeir eru síborðandi og ég er meira og minna búinn að vera á blístri hér alla tímann og þó virðist Heng borða meira en ég ef eitthvað er!

Er hægt að segja að Kínverjar séu feitir? NEI!

En annars hafði ég mjög gaman að því að lesa þessa frétt á netinu sama morgun sem var lítil frétt frá Kína

Sjá HÉR.

Líklega er ég að verða svona ...

Hádegismatur: Súpa sem svipar til Íslenskrar kjötsúpu, þar má finna ávexti eins og baby bambu (bambus sem er ný sprottin upp úr jörðinni), þurrkaðir villisveppir, niðursneydd svínarif (Kínverjar leggja mikla áherslu á að borða kjöt sem er næst beinum), gulrætur, og hvítur ávöxtur sem minnir á kartöflur (í sama flokki) ásamt hrísgrjónum og sallati sem minnir á spínat. Að steikja mat fer eftir mjög ákveðinni forskrift þar sem mismunandi grænmeti er bætt á pönnuna í ákveðinni tímaröð til að sumt grænmeti verði ekki of- eða vansteikt (soðið). Við fengum líka steiktan vatnafisk (sem er ekki til í Evrópu og minnir pínu á rauðsprettu), salat eins og við þekkjum og svo stóran skammt af rækjum. Ég fékk þá skýringu að borða með prjónum valdi því að maður borði hægar og njóti matarins mun betur en ella. Einnig er maturinn tuggin mun betur og mikilvægum ensímum sem er í munnvatninu er bætt meira út í fæðuna strax í upphafi meltingarinnar.

Þegar ég hugsa út í alla þessa matarmenningu svona eftir á, þá kemur það mér ekki á óvart að uppáhalds matur Heng á Íslandi skildi vera sviðakjammi úr Melabúðinni og hann ver étinn upp til agna frá fyrsta degi. Hún benti mér þá á að mjög mikilvægt væri að borða skinnið á kjammanum.

Það hafði víst brotnað aðeins úr einum jaxli hjá mér daginn áður en ferðin til Kína hófst og þurfti því að finna tannlæknir í snatri. Pabbi Heng á bróðir sem er vinamargur. Sá þekkti einn tannlæknir sem haft var strax samband við og fór bróðirinn með okkur til tannsa í leigubíl.

Staðurinn var magnaður og þarna var her af tannlæknum og stólum og fyrir utan biðu sjúklingar í röðum. Combine Your China Trip with Your Dentist Trip and Save Big! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við vorum drifin fram fyrir allan hópinn og í gamlan og mikið notaðan tannlæknastól. Ég settist í stólinn og var allt nánast í beinni útsendingu.

Þurfti fólkið í setustofunni aðeins að líta yfir smá gler til að sjá það sem var að gerast á tannlæknastofunni. A Chinese dentist examines the broken teeth in my mouth in a luxury dental chair from Shanghai China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir snögga skoðun, þá var borinn settur í gang og hreinsað í kringum brotið og efni til að fylla upp í tönnina beið tilbúið. Aðgerðin tók 10-15 mín og var án deyfingar og hér var greinilega vanur maður á ferð.

Á efri hæðinni sat svo tannsmiður sem bjargaði því að ég fékk svona skjóta og góða þjónustu. On the top floor we fond the dentist master "how give us this quick help" (Dentures, Dental Hygiene, Polishing, Dental Drill, Copy Space, One Person, Men, Human Teeth) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Sagt er að Kínverskir læknar séu með þeim bestu í heiminum og stafar það líklega af þeirri gríðarlegu reynslu sem að þeir fá. Heng fór í augnaðgerð (kostar ca. 100 þús) eins og boðið er upp á heima (tæpar 300 þús.) og var sá augnlæknir víst búinn að framkvæma um 100.000 augnaðgerðir!

Sem dæmi um sterk fjölskyldutengsl í Kína, þá vildi tannlæknirinn ekki taka neina greiðslu fyrir sem myndi undir eðlilegum kringumstæðum kosta 15-20 þús. heima á Íslandi!

Frá tannsa tókum við leigubíl í "litla tölvubúð" til að kaupa harðan disk í ferðatölvu. Þegar inn í búðina var komið, kom í ljós að hún var á stærð við Kringluna og seldi bara tölvur og dót þeim tengt ásamt stafrænum myndavélum. Inni í þessari risa tölvuverslun voru líklega nokkur hundruð smáverslanir og var hægt að kaupa ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR á þessum stað.

Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ekki er ólíklegt að flestir tölvunördar séu samankomnir á þessum einn stað. Í hverjum tölvukrók sem var eins og eitt meðalstórt herbergi, var hlaðið upp í loft af tölvudóti og var ekki óalgengt að fjöldi starfsmanna væri 3-5 á hverjum stað!

It is a gadget lover’s paradise. Imagine a store the size of Best Buy, three floors tall but with two-hundred tiny shops specializing in some particular product. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég keypti 16 Gb Compact Flash (x 133, CF) minniskort á ¥300 og tvo 320 Gb Hitatchi SATA ferðatöludiska á um ¥400 (dagsettir nov-2008). Næst var farið í fataverslun og keyptur forlátur leðurjakki sem átti að kosta ¥2700. Ég endaði á að fá jakkann á ¥700!

Þar sem stóra glerkúlan er, er risa Digital Mall (2 stórar búðir). Shanghai Metro City - 美罗城 Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场

These are two big computer markets, and there are several shops ... every store, every kiosk, every nook, and every cranny is crammed full of computers, computer parts, cameras, media players, games and consoles, phones, monitors, and every other kind of electronics you can think of (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á neðstu hæð er risa veitingastaður (ca. 50) með mikið úrval af alvöru Kínverskum og alþjóðlegum mat. Veitingastaðurinn fær 5 stjörnur fyrir fjölbreitni.

There are lot of good restaurants in Metro City, including a great vegetarian place called L’Arbe de Provence.  Starbucks, Haagen Dazs, Pizza Hut, and a large food court fill the basement level. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir verslunarferðina tókum við underground (eða yfirground). Lestin sem að við ætluðum að hoppa um borð í var bókstaflega stappfull og nokkur hundruð metrar á lengd. Þarna fékk maður í fyrsta skiptið að upplifa alvöru mannmauramenningu en þvílíkt var mannhafið!

Kvöldmatur: Djúpfiskur (langur og flatur) ásamt fullt af öðru góðmeti.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Kynlíf í þrívídd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3

KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3

Dagur - 3 / Day - 3

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Eftir að hafa sofið í fyrsta skiptið eins og steinn, þá vaknaði ég við að pabbi og stjúpmóðir Heng voru að lauma sér út til að kaupa í morgunmatinn. En þau komu með flugi deginum áður frá borg sem heitir Harbin. Á meðan skaust ég í sturtu og föt.

Heng byrjaði á að útbúa heitt vatn með hunangi og einhverju sem líktist rauðum rúsínum.

Skömmu síðar koma hjónakornin til baka af markaðinum með ilmandi morgunmat og byrja er að bera á borð hverja kræsinguna á fætur annari fyrir okkur unga fólkið.

Við fengum m.a. að smakka safaríkar þykkar pönnukökur, heimagerða sojamjólk, stóra pylsu og fl. góðmeti. Best of Shanghai is "Breakfast in Shanghai". Our first "REAL" breakfas! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næsti klukkutíminn fór síðan í að útbúa enn meiri morgunmat handa okkur sem var margrétta og hreint ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Pabbi Heng spændi sojahnetur niður og útbjó ekta heimatilbúinn heitan sojadrykk.

Hér er karlinn að steykja fisk á pönnu og mátti sjá að eldamennska var hans fag. Cooking fish on pan in Shanghai, probably not the Top Ten Traditional Chinese Breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Síðan borðuðum við 2 gerðir af heitum flatkökum með ýmsu góðmeti og súkkulaðifylltar deigbollur með valíum korni (æði).

... og smökkuðust þær alveg einstaklega vel. My favorite! Sweet and soft, very delicious. Cake with cashew nut (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Mikið er um grænmeti og hitað spínat var borðað sem meðlæti með þessari veislumáltíð

Ný steikt ilmandi spínat á pönnu. Lot of green things! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér fáum við 2 gerðir af reyktum pylsum frá svæði sem heitir Harbin sem er í norður Kína við landamæri Rússlands (20 - 40°C frost núna og var áður Rússnesk borg).

En pabbi Heng býr þar ásamt spúsu sinni og komu þau þaðan með flugi þaðan dagin áður. Smoked Chinese sausage from Harbin in north close to russian border. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Svona bollur með mismunandi fyllingu eru mjög vinsælar.

Bollurnar geta verið með grænmeti, kjöti og eins og í þessu tilfelli þá fékk ég eina bollu með baunakremi sem bragðaðist eins og súkkulaði. Delicious cake or ball with mixed food inside. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Til að kóróna veisluna, þá fengum við smjörsteiktar rækjur í garliksósu í eftirrétt (við erum enn að tala um morgunmatinn)!

Það var ekki eins og ég væri að springa eftir þessa máltíð, heldur voru hér margir smáréttir, hver öðrum betri. Shrimps á la Shanghai in garlic souce. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á meðan við Heng boðuðum morgunmatinn, þá var pabbi Heng að elda mat fyrir fyrrum eiginkonu (mömmu Heng) með aðstoð frá nýju konunni! En hún dó fyrir rúmum 6 árum síðan úr krabbameini rétt rúmlega fimmtug!

Hvernig má það vera að þau skuli vera að elda mat fyrir konu sem nú er látin mörgum árum áður? Cooking for a funeral or person that pass 5 years ago! How can that be? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Jú það er víst siður í Kína að brenna hina látnu og þeim síðan komið fyrir í litlum kistli. En hin eiginlega jarðaför átti að fara fram í dag í kirkjugarði ca. kl.st. fjarlægð frá Shanghai 5-6 árum seinna og var maturinn hugsaður sem virðing við hina látnu og reynt að gera henni allt til geðs eins og hún hefði sjálf viljað hafa hlutina ef hún væri lifandi enn í dag.

Svona til að setja puntinn yfir allt, þá borða kínverjar mikið af ávöxtum og ekki er óalgengt að fá epli, kíví, peru eða annan ávöxt til að enda máltíðinna.

Hér er verið að skera utan af epli. All good breakfast, lunch or dinner in Shanghai is ended with some kind of a fruit. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Að loknum morgunmati gerði hópurinn sig klára fyrir jarðaförina og var haldið af stað með forlátan kistil og mikið magn af nýelduðum mat, grænmeti og ávöxtum.

Ég var látin kaupa blóm og síðan var farið í sérstaka búð til að kaupa "peninga" og alvöru kínverja eða sprengjubelti eins og krakkarnir myndu vilja kalla það (3 m langt með 1000 kínverjum!). Síðan var lagt að stað í lítilli rútu með hópinn ásamt dyggum fjölskyldumeðlimum sem dreif að úr öllum áttum. Að endingu þurfti að fara á 2 bílum.

Hér situr Heng með kistilinn sem inniheldur jarðneskar leifar móður sinnar asamt blómaskreytingum, mat og öðrum veigum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það tók töluverða stund að komast út úr þröngri götunni með tilheyrandi handapati frá fjölda manns þar sem bílar þurftu að tvístrast í allar áttir til að þessi litla rúta kæmist út. Heng hafði á orð að þessi bílstjóri væri ekki OK, að vísu var það alveg rétt hjá henni en hann skilaði þó sínu eftir mikinn glæfraakstur báðar leiðir. Hann tók fram úr báðu megin og lá á flautunni stanslaust allan tímann á meðan hann reifst við einn farþegann sem vildi ólmur fá að skipta sér að akstrinum líka.

Þegar komið var í kirkjugarðinn, þá var þar algjört umferðaröngþveiti og mátti víða heyra sprengingar og læti óma úr öllum áttum. En þessi dagur var fyrsti vetradagur og þá fara allir í kirkjugarðinn (ath. garður án kirkju, en það eru fáar kirkjur í Kína, flestir trúlausir eða Búddatrúa!).

Því miður harðbannaði Heng mér að taka myndir af athöfninni sem var hreint ótrúlegt myndefni og sannkallað augnakonfekt sem þarf mörg orð til að lýsa. En í fáum orðum, þá eru þúsundi legsteina svo langt sem augað eygir og fyrir framan hvern legstein var rammi eða hola með 1,2 eða 3 hólfum 15 x 35 cm og 20 cm djúpt. Á legsteininum er mynd af viðkomandi og pláss tekið frá fyrir eiginkonu eða eiginmann. Kistlinum með ösku móður Hengs var komið fyrir í einu af hólfinu. En á undan var kveikt í einhverju gulum þykkum blöðum ofan í holunni til að hita hana upp. Síðan er hent í holuna ýmsum smápeningum og gervipeningum og svo kemur starfsmaður og steypti lokið fast efir að jarðneskar leifar og kistilinn er kominn á sinn stað. Næst er "lagt á borð" fyrir hina látnu og þar er sett upp stórt og mikið veisluborð af mat sem er raðað ofan á gröfina og þar má finna ýmsa ávexti, fiskmeti, kjötmeti. Síðan er veislan skreytt með miklu blómahafi frá viðstöddum. Því næst er komið með stórt ílát sem fyllt er með enn meiri peningum sem eru eins og litlir bátar í laginu og eru þeir gull- eða silfurhúðaðir. En þetta var gamall gjaldmiðill sem Kínverjar notuðu fyrir ca. 1300 árum síðan.

Hér má sjá sýnishorn af umræddum peningum

Síðan var kveikt í öllu og á meðan eldurinn logaði þá komu nánustu með hvern sinn pokann og settu á eldinn og þannig brann mikið magn af "gömlum" peningum til heiðurs hinni látnu. Að lokum var sprengibeltinu komið fyrir með 1000 Kínverjum og kveikt í og sprakk það síðan með miklum látum og mikinn reyk lagði yfir svæðið.

Eftir að allir voru búnir að signa sig 3svar sinnum yfir gröfina og hver um sig búinn að stinga 3um reykelsum í vax (þarf að vera oddatala 1,3,5,...) að þá hélt hersingin áfram að annarri gröf. Eftir mikið labb, þá var komið að gröf afa og ömmu Heng og fékk sú gröf svipaða meðferð með mat og reykelsi nema einn kveikti í sígarettu og lagði á gröfina, allt átti að vera eins og það var hjá viðkomandi aðila sem verið var að votta virðingu sína.

Hér laumaðist ég til að taka mynd af einum legsteini við eina gröfina _ Legsteinn við Kínverska gröf.

Graveyard in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir þessa upplifun, var ekið til baka með enn meira offorsi en áður og var ótrúlegt að sjá keyrslulagið þar sem verið er að fara yfir á rauðu ljósi ásamt því að sveigja fram hjá bílum, fólki, mótor- og reiðhjólum af mikilli nákvæmni.

Stefnan var sett á veitingastað og beið þar 20-30 rétta stórveisla og ekkert til sparað.

Hópurinn fékk m.a. froska, ýmsar kjöttegundir eins og lamb, sviðalappir, fuglafit (hænu), nokkrar fisktegundir, kolkrabbi, 3-4 tegundir af súpum og endaði veislan síðan á hárkrabba þar sem ALLT var borðað og virtist það vera hápunktur veislunnar hjá flestum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Að lokum hélt hersingin heim til Heng þar sem útdeilt var gjöfum á alla m.a. frá Danmörku.

Það leið ekki langur tími þar til byrjað var að tala AFTUR um mat og voru gömlu hjónin komin í nýja eldamennsku áður en maður náði að snúa sér við! Núna fengum við þessa dýrindis súpu með grænmeti, pylsum, hrísgrjónum (sem þeir borða víst lítið af) ... og var hún meira borðuð fyrir kurteisi sakir hjá mér enda lítið pláss eftir fyrir meiri mat!

Puff ... núna er ég að borða risajarðaber og kíví með tannstönglum sem er búið að skera niður í stóra bita. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa borðað annað eins á svona stuttum tíma áður! Annað hvort þarf maður að leggjast hressilega á meltuna eða þá að þetta er svo þung fæða að maður er búinn að vera hálfsofandi síðan við komum hingað út, líkaminn hefur ekki undan að vinna úr þessu öllu saman.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir

KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir

Ferð til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.

Dagur - 2 / Day - 2

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Næsta dag fórum við út í hliðargötu sem er hér rétt hjá til að kaupa okkur morgunmat.

Hér er verið að elda litlar bollur á pönnu. Þessi matur er mjög vinsæll í Kína.

Það er mjög mismunandi hvað er inni í bollunum. Hjá þessum aðila keyptum við t.d. kringlóttar bollur sem voru fylltar með grænmetissúpu og þurfti að bíta varlega þegar þær voru borðaðar. Street Food in Shanghai: Do you want fried dumplings or Shanghai Soup Dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það iðaði allt af mannlífi allt frá lögregluþjónum yfir í hrörlega betlara sem voru að heimta pening. Ég hef haft það fyrir venju að forðast að gefa, því ef þeir sjá að ef ég gef einum, þá koma allir hinir líka. Ég tók slatta af myndum af fólki sem var að elda á fullu á meðan Heng var að hlaupa á milli og kaupa nýeldaðan morgunmat fyrir okkur. Við fengum okkur fylltar bollur beint af pönnunni sem þurfti að bíta varlega í svo að innihaldið spýttist ekki út um allt. Einnig keypti hún bollur sem voru með mismunandi fyllingu. Þessu var svo skolað niður með sojamjólk og tófó drykk (tófó = sojakögglar svipað og ostur og notast mikið í matagerð).

Einnig fórum við inn í ávaxtamarkað sem var rétt hjá og nóg var úrvalið

Perur, appelsínur, epli, bananar og ávextir sem að ég hef aldrei séð. Fruit market in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það var sama hvert litið var, fólk var að selja út um allt á öllum götuhornum. Reiðhjól eru mikið notuð

Eins og sjá má, þá er allt flutt sem hægt er að flytja á reiðhjólum. Flower seller in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Seinna um daginn fórum við með leigubíl (ódýrt og mikið notað) í fjölskylduboð og þar tók á móti okkur hlaðborð af mat. Þar fengum við m.a. smokkfiskur (cutler fish).

Í Shanghai eru 45.000 leigubílar og eru ódýr og mikið notaður ferðamáti. Að auki er öflugt lestarkerfi og mikið af léttum farartækjum. Blómasali í Shanghai. Shanghai has approximately 45000 taxis operated by over 150 taxi companies. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þar sem að mig vantaði rúm til að sofa á, þá var farið í verslunarleiðangur í búð sem sérhæfði sig í rúmum.

Búðin var svipuð af stærð og Kringlan, nema hún var upp á 4-5 hæðir. Fyrir utan búðina var þessi litli Hummer jeppi. Shanghai Sleeping bed shopping Mall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Um kvöldið buðum við Heng í 20 rétta máltíð útvöldum úr fjölskyldu Heng. Sest var við risastórt hringborð og var hægt að snúa miðjunni þar sem matnum var raðað á og þannig gátu allir náð í það sem hvern og einn langaði í með því einu að snúa borðinu (mjög algengt í Kína).

Þarna voru borðaðir froskar, hænuhausar, eitthvert afbrigð af krossfisk eða kolkrabba, þari af ýmsum gerðum (mikið borðað) og grænmeti sem að ég kann ekki að nefna og eins og vanalega, þá borðaði ég ALLT. Sharing the Meal revolves aroung a Chinese round table. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á kvöldin fyllast svo göturnar af sölumönnum sem eru að selja varning. Það sem kostar $100 í hinum vestræna heimi er hægt að fá á $1 í Kína

ástæðan er auðvita sú að farið er að framleiða flestar þessar vörur í Kína með ódýru vinnuafli. Street Markets in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Shanghai er byggð upp á endann! Hér má sjá turninn þar sem íbúðin hennar Heng er uppi á 8 hæð.

Borgir geta líka verið fallegar eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er um kvöld. Parks & Gardens in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það eru margir fallegir garðar i Shanghai og er lýsing mikið notuð til að auka á stemninguna

The best Parks in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Fuglaflensa í Nepal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - Kaupmannahöfn - París - Shanghai

KÍNAFERÐ - Kaupmannahöfn - París - Shanghai

Þar sem allt er að verða vitlaust þarna heima á Íslandi, þá er spurning um að byrja að blogga aðeins aftur og lofa þá blogglesendum að fylgjast með ferð sem að ég fór frá Danmörku til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.

Ég tók mikið magn af myndum eins og vanalega og skráði jafnframt dagbók úr ferðinni.

Dagur - 1 / Day - 1

Kaupmannahöfn - París - Shanghai China Kína

Ferðin byrjar í Kaupmannahöfn og er lest tekin snemma morguns út á Kastrup flugvöll (Copenhagen Airports Kastrup). Þaðan er flogið beint á París.

Á meðan við biðum eftir flugi til Kína á Charles de Gaulle Airport, þá kom upp sú hugmynd að skreppa niður í miðbæ Parísar. En síðan kom í ljós að tíminn var of naumur svo að við bókuðum okkur inn aftur

Vegabréfaskoðun á flugvellinum í París, Charles de Gaulle Airport. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér bíða farþegar í lúxusaðstöðu eftir flugi á Charles de Gaulle Airport flugvellinum í París.

Lúxus biðaðstaða á flugvellinum Paris Charles de Gaulle Airport. Enda var biðröð eftir því að fá að komast í þessi sæti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir 10-11 tíma flug (heildar ferðatími 14-15 kl.st.), flogið frá París til Shanghai með Boing 777. Allt í boði Air France og þvílíkar matarveitingar með frönskum eðalvínum og margrétta mátíðum. Einnig var horft á fullt af nýjum bíómyndum ásamt því að spila nokkra tölvuleiki (Frakkar bara kunna þetta og þetta er líka á almennu farrými).

Eina sem klikkaði var að töskurnar hennar Heng urðu eftir og var óvart flogið með þær til Bejing. En þær skiluðu sér seint í gær upp að dyrum þar sem að við búum núna.

Lent á flugvellinum í Shanghai

Shanghai Airport China 简体 繁体 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Frá flugvellinum fórum við með gamalli rútu sem var mögnuð upplifun eða eins og að fara 50 ár aftur í tímann. Á meðan brunaði heimsins flottasta rafmagnslest (Maglev kerfi) sem ferðast á segulbraut á 430 km/klst. hraða við hliðina á okkur! Eftir um kl.st. keyrslu ókum við í gegnum miðborgina yfir risabrúarmannvirki fram hjá stað þar sem næsta heimsýning Expó 2010 mun rísa (Ísland verður þar á meðal) og var greinilegt allt á fullu í jarð- og undirbúningsvinnu.

Hér er komið að risa brú Nanpu Bridge sem liggur yfir ánna Huangpu á leið inn í miðbæ Shanghai

Við hliðina á Nanpu Bridge er sýningasvæðið þar sem íslenski skálinn verður á næstu heimssýningu World EXPO 2010 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Fórum strax út í mannlífið. Hélt að kl. væri 7 að morgni en þá var hún 7 að kveldi. Allt tímaskin ruglað. Klukkan er 4:30 þegar þetta er skrifað, (fór á fætur 2:00 þegar ég taldi mig búinn að sofa nóg!)

Til að vita hvað klukkan er. þá var nóg fyrir mig að snúa úrinu ca. 180° þannig að 12 verður 6. En eins og við vitum, þá er ísland hinu megin á hnettinum.

Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í íbúðinn hennar Heng, þá var farið úr á næsta horn þar sem keyptur var ný eldaður matur

Fórum á veitingastað og keyptum okkur mat og það var risamáltíð fyrir 2 og verðið var ca. hálf pulsa með öllu miða við verðið heima á Íslandi og við gátum ekki klárað matinn (allt mjög framandi matur sem ég hef lítið borðað áður og þó ýmislegt prófað í þeim efnum)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við hliðina á veitingastaðnum er ótrúlegur markaður þar sem hægt er að kaupa nánast flest allar ávexti, matjurtir og dýrategundir til matar, bæði lifandi og dauðar. Þarna voru slöngur, ormar, skjaldbökur, krabbar, froskar, fiskar (iðandi og spriklandi út um allt og Heng sleikti út um) .... og ÓTRÚLEGT úrval :) Var því miður ekki með myndavélina með mér.

Okkur var boðið í mat til frænku Heng og var skotist með leigubíl

þar var boðið upp á flottar veitingar af kínverskum sið. Chines food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Heng á æði íbúð hér í lokuðu hverfi sem þarf aðgangskort til að komast inn á. En þar er slatti af 20-40 hæða blokkum. Hún er með risa Sony TV í stofunni og annan skjá í svefnherberginu, internettengingu sem að ég var að reyna að finna út úr um nóttina (eða dag). En hún var með uppsett internet á sína ferðavél svo að það sem að ég gerði var að "shera" hennar nettengingu og búa til "wifi" þráðlaust net. Var því nót að tengja mig inn á hennar vél með mína tölvu til að komast inn á netið og það án þess að nota nokkuð lykilorð :)

Heng var sofandi á meðan ég dunda mér í tölvunni ásamt því að fletta í ca. 100 "kínverskum" rásum á sjónvarpinu (aðeins ein á Ensku :( China Today)!!! Greinilegt er að allar útsendingar eru orðið í HD gæðum og mikið af flottri grafík sem að maður er ekki vanur að sjá í Evrópu.

Við fórum bæði í klippingu kvöldið áður og í þeim pakka var 2 sinnum hárnudd, 2 sinnum hárþvottur og ásamt rakstri, eyrnarmerghreinsun m.m. og að verkinu komu 4-5 aðilar og herlegheitin kostuðu 200-300 kr. íslenskar :)

Kjartan WWW.PHOTO.IS

DANSKT VARÐSKIP OG ÞYRLA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR - MYNDIR

Hér má sjá Danska varðskipið Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn. Það er ekki óalgengt að danskir varðskipsmenn líti í heimsókn til Reykjavíkur á leið sinni til Grænlands.

Þetta er að vísu ekki nýja skipið en þessar myndir voru teknar í nóvember 2006 þegar varðskipin voru í Reykjavíkurhöfn. Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sama tíma er Íslenska Landhelgisgæslan að gera æfingar í Reykjavíkurhöfn þar sem stokkið er í sjóinn í flotgöllum

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér bíða starfsmenn Danska varðskipsins Hvidbjornen (F360) eftir því að þyrla skipsins komi inn til lendingar

Picture of helicopter crew from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér lendir þyrlan af Danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft ofan á þilfarið á danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn í nóvember 2006

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það varð mikil bylting í þróun á þyrlum þegar þotumótorinn kom til sögunar.

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HNÍFSDALUR - MYNDIR OG KORT

Spurning hvar húsið við Strandgötu í Hnífsdal sé á þessair mynd?

Hér má sjá loftmynd af Hnífsdal. Spurning hvar húsið er sem er að eldurinn kom upp í.

Hnífsdalur. Picture of Hnifsdalur in Iceland at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð

Á svæðinu eru núna miklar framkvæmdir þar sem byrjað er að grafa jarðgöng yfir til Bolungarvíkur. Picture of Hnifsdalur in Iceland at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð, Ísafjörður

Fjöllin eru há og mikil á Vestfjörðum. Picture of Hnifsdalur in Iceland at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá kort af Hnífsdal og flugleið frá Bolungarvík sem farin var á mótordreka þegar þessar myndir voru teknar.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni. Map of Hnifsdalur in Iceland at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Eldsvoði í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÉ Á ÍSLANDI Í FJÁRHAGSKRÖGGUM

Hér kemur svo smá sparðatíningur og vonandi síðasta jarmið frá mér í bili um Íslenskar fjárréttir. Ég vona að blogglesendur mín séu ekki orðnir leiðir á þessari áráttu minni um íslenskar fjárréttir. Þetta er sú 5 í röðinni og sumar spurningarnar eru mjög erfiðar, en að vísu ekki fyrir þá sem til þekkja.

Fyrri blogg og myndagetraunir má svo sjá hér og er búið að svara sumum af spurningunum rétt, einnig er ég búinn að setja linka inn á myndirnar þannig að það er hægt að skoða aðrar myndir af svæðinu með því að smella á myndirnar:

FJÁRREKSTUR Á ÍSLANDI http://photo.blog.is/blog/photo/entry/645931/

HÉR MÁ SJÁ HVERNIG SAFNA MÁ SAMAN FÉ! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/644332/

FUNDIÐ FÉ ER LAUSNIN http://photo.blog.is/blog/photo/entry/643140/

RÉTT SKAL VERA RÉTT NEMA FJÁRRÉTT, HÁRRÉTT EÐA KÓRRÉTT SÉ - MYNDAGETRAUN! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/641434/

En hér kemur svo síðasta getraunin um Íslenskar fjárréttir:

ÍSLENSKAR FJÁRRÉTTIR - MYNDAGETRAUN 5

Hér kemur svo myndasería númer 5 um réttir á Íslandi og vona ég að viðtökur verði jafn góðar og í þeim fyrri :)

41) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


42) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


43) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur svo ein hrikalega erfið og því læt ég fleiri myndir fyrlgja af svæðinu og á þá að vera nóg að smella á myndina til að sjá þær myndir.

44) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


45) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


46) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


47) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni og hvaða saga tengist þessum stað?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


48) Myndagetraun
a) Hvaða heita fjárréttirnar sem er verið að smala fyrir?
b) Hvar eru þær fjárréttir?
c) Hvenær voru þær fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


49) Myndagetraun
a) Hvar er verið að smala?
b) Hvar eru fjárréttir fyrir þetta svæði?
c) Hvenær voru þær fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þær fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


50) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Spá 1% hagvexti næstu þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ANDARNEFJA HVALUR - MYNDIR

Ég var með Japani frá japönsku tímariti í ferð um Suðurlandið snemma á þessu ári og í lok ferðarinnar fór ég með fólkið niður að sjó rétt hjá Stokkseyri. Þar hafði skömmu áður rekið á land hval eða andarnefju (Hyperoodon ampullatus) og má sjá myndir af henni hér.

Hvalinn rak á fjörur rétt fyrir neðan Knarrarósvita sem er á Suðurlandinu rétt hjá Stokkseyri. Mælingar sýna að u.þ.b. 40-50 þús. dýr eru á hafssvæðinu umhverfis ísland á sumrin. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilegt að einhverjir fuglar er byrjaðir að gæða sér á hvalnum enda mikill og góður matur þar á ferð.

Ekki er óalgengt að hval reki á land við strendur landsins. Andarnefja lifir aðallega á smokkfiski. Hún er mjög forvitin og er auðvelt að lokka hana að með hljóðum. Hún er einstaklega félagslynd og trygglynd og yfirgefur ekki særðan félaga fyrr en hann deyr. Andarnefjur eru mjög öflugir kafarar og geta kafað niður 1000 m dýpi og verið 1-2 kl.st. í kafi. Andarnefja er farhvalur og aðeins hér við land á sumrin. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo betur nefið á hvalnum eða andarnefjunni sem fannst við suðurströndina rétt hjá Knarrarósvita. Andarnefja er tannhvalur. Nafn sitt dregur hún af höfuðlaginu, trýnið er mjótt og ennið hátt og kúpt eins og sjá má

Andarnefjan er grásvört á litinn og heldur ljósari að neðan en á bakinu. Með aldrinum þá lýsist litur hennar. Algeng lengd er 7-9 m og þyngdin um 6-8 tonn. Kýrin er talsvert minni en tarfurinn. Kvendýrin eru tannlaus. Aldur 40-60 ár. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Knarrarósviti sem er þarna rétt hjá er 26 metra hár og svæðið heitir Knarrarós sem er rétt austan við Stokkseyri.

Knarrarósviti var byggður árið 1939. Picture of Knarrarós lighthouse that was built in 1938. It is the tallest building in southern iceland. It is close to the whale that was found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég átti í einhverjum erfiðleikum með að átta mig á því hvernig orðið væri skrifað en það er víst beygt svona andarnefja, andarnefju, andarnefju, andarnefju og í fleirtölu andarnefjur, andarnefjur, andarnefjum, andarnefja

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG LINSU Á AÐ VELJA FYRIR MYNDAVÉLINA?

Ég fékk fyrirspurn frá tveimur félögum varðandi linsukaup fyrir stuttu. Svo var Ester bloggvinkona eitthvað að spyrja mig líka út í hvaða linsur ég notaði.

Félagar mínir voru að spá í tvær linsur. Tokina AF 11-16mm F/2.8 og Sigma 18-50 F/2.8 en þeir eiga Canon EOS Rebel XTi og ef mig minnir Canon 400D sem eru báðar með breytistuðul x1.6 fyrir linsurnar.

Kaup á góðri linsu er flókið mál og háð mörgum atriðum. Í dag er til fullt af flottum og góðum linsum.  Yfirleitt standa upp úr þessir stóru framleiðendur eins og Nikon og Canon hvað 35mm SLR-vélarnar varðar.

Þeir hafa framleitt heilan hafsjó af linsum sem eru bæði góðar og slæmar.

Síðan hafa Sigma, Tokina, Tamron og fl. komið á eftir og framleitt eftirlíkingar sem eru allt frá því að vera súper góðar og stundum jafnvel betri en "orginal" linsurnar sem kosta yfirleitt töluvert meira. Þeir smíða oft sömu linsuna með mismunandi festingum fyrir mismyndandi myndavélaframleiðendur.

1) Reglan er sú að fastar linsur eru mun skarpari og betri en zoom linsur. En í dag er tæknin orðin það góð að það eru jafnvel að koma linsur á markaðinn sem eru ekki síðri en fastar linsur og jafnvel betri sem í raun á ekki að vera hægt.

2) Framleiðendur eins og Canon og Nikon hafa gert samkeppnisaðilum á linsum oft erfitt fyrir með atriði eins og með stýringu á linsunni eins og á fókus sem er tölvustýrt frá myndavélinni.  Þegar hraði á fókus þarf að vera mikill eins og í fuglamyndatöku (skiptir ekki miklu máli í landslagsmyndatöku) að þá er oft vandamál með fókusinn.  Stundum þarf að fá hugbúnaðaruppfærslu á "firmware" í linsunum svo að þær tali rétt mál við myndavélina. Einnig er fókusmekkanisminn yfirleitt mun hægari á eftirlíkingum en Nikon og Canon eru að bjóða upp á en þó þarf það ekki alltaf að vera.

3) Þessar dýru linsur eins og frá Canon (með rauða hringnum) eru alvöru vinnuhestar sem atvinnuljósmyndarar eru að nota frá morgni til kvölds og gerðar til að þola alvöru meðferð. Eru oft með betri þéttingum gagnvart raka og ryki og glerin eru úr alvöru gleri en ekki einhverju plasti. Það er betra að eiga fáar og góðar linsur en margar lélegar. Góð linsa getur enst líftíma margra myndavéla svo að það er mjög mikilvægt að reyna að eignast fáar og góðar linsur en ekki eitthvað rusl sem maður verður aldrei ánægður.

4) Númer eitt er að linsa þarf að vera skörp, skörp og skörp. Fyrir leikmann getur oft verið erfitt að átta sig á slíku. Best er að taka nokkrar myndir á sambærilegar linsur, zooma inn á myndina (helst í Photoshop) og hreinlega bera saman (það geri ég). Linsa getur verið skörp í ákveðnu zoomi og ákveðnu ljósopi en svo ekki eins góð þegar stillingum er aðeins breitt. Einnig þurfa glerin inni í linsunni að vera 110% í plani svo að fókusinn sé réttur yfir allan myndflötinn. Yfirleitt eru linsur með mestu gæði og skerpu í kringum ljósop f8-f11 og á miðju zoomi.

5) Linsur eru mis bjartar (oft f2.8 - f22) og reyni ég að kaupa linsur sem hleypa sem mestu ljósi í gegn sem gefur þá minna suð í myndina og gefur því betur lýstar myndir í erfiðum birtuaðstæðum. En á móti kemur þá verða glerin mjög stór og linsurnar þungar. Það getur svo verið viss kostur því að þá eru myndir minna hreyfðar. (Þung myndavél og þungar linsur = minni titringur og því skarpari myndir). Allar zoom linsur sem að ég á eru með stærsta ljósopi f2.8 og sú besta sem að ég á er föst linsa er með ljósop f1.2 (enda notuð í norðurljósamyndatöku)! Því hærra sem neðra gildið er, því ódýrari er yfirleitt linsan en það þarf þó ekki alltaf að vera. En mikill aðdráttur veldur því sjálfvirkt að það er erfitt að halda þessu gildi lágu. Best er að það gildi sé ekki meira en 4 á víðum linsum og aðdráttalinsum ekki meira en 5.6. Fræðilega er mjög erfitt að vera með allt í sömu linsu, mikið zoom, létta linsu, mikla skerpu ....

6) Zoom linsa á helst ekki að vera með meiri Zoom stuðul en x3, hægt er að kaupa ódýrar zoom linsur t.d. 18-200 mm (f4.5-f8) og eru það venjulega algjört rusl, þó tókst kunningja mínum að finna eina flotta alhliða ferðalinsu frá Tokina sem að var mjög skörp yfir allt zoom sviðið en fókusinn var lélegur. Sviðið 18-200mm gefur margföldunarstuðul 200/18 ca. 11 sem er ALLT OF MIKIÐ og fræðilega getur sú linsa EKKI verið góð en fyrir fólk sem er ekki að leita eftir súper gæðum getur svona linsa verið alveg nóg.

7) Vignetering er vandamál sem hrjáir mikið víðar linsur, en það er ójöfn birtudreifing á ljósi sem fer í gegnum linsuna, oftast dökkt út við jaðrana og bjartast í miðjunni. Þetta er hægt að laga að vísu í RAW breyti sem fylgir t.d. Photoshop.

8) Einnig þarf að passa að það verði ekki litabjögun í linsum en það er mjög algengt í ódýrum zoom linsum sem hafa mikið svið. En það sést vel þegar farið er að skoða myndir að á jöðrunum þar sem farið er úr dökku yfir í ljóst eða öfugt að þar geta myndast allt að 3 (RGB rauður, grænn, blár) aðskildar línur og er það vegna þess að litirnir falla ekki 100% saman og ljósið hreinlega brotnar upp eins og þegar regnbogi myndast. En góðar linsur reyna að halda öllum 3um grunnlitunum saman í gegnum alla linsuna.

9) Best er að eiga fáar og góðar linsur. Ég á 16-35mm f2.8 (algjört must í landslag, byggingar ... mín uppáhald), 24-70mm f2.8 (fólk, landslag, flug, mjög góð alhliða linsa og sú sem ALLIR blaðaljósmyndarar eiga og nota mest) og svo 70-200mm f2.8 (flott í fólk, fugla, flug ...). Þetta eru allt "pró" linsur sem eru "mjög góðir einstaklingar". Þessar linsur til samans dekka vel sviðið frá 16-200 mm en mig vantar enn fasta 300 eða 400 mm linsu fyrir fuglamyndatöku og svo þori ég nú ekki að nefna stærri og dýrari linsur sem að ég læt mig bara dreyma um.
Einnig á ég fasta Sigma 20 mm f1.2 sem er æði í landslag og norðurljós og svo Canon margfaldara x1.3 og x2.0 sem auka aðdráttinn á öllum þessum linsum sem margfölduni nemur (en það er ekki raunhæft að nota meiri stækkun en x1.3). Einnig er ég með macro gler frá Canon sem ég skrúfa framan á 70-200 mm linsuna og er það ódýr lausn fyrir macro tökur.  En aðal málið er að engar tvær linsur eru eins og er mjög algengt að pró ljósmyndarar skili nýjum linsum sem þeir eru ekki ánægðir með. Hættan við að kaupa linsur hjá Adorama og B&H er að það geta verið linsur sem einhver er þegar búinn að skila því að viðkomandi var ekki ánægður með skerpu eða eitthvað. Því er oft betra að framkvæma slík kaup heima á Íslandi eða vera sjálfur á staðnum þarna úti í NY til að prófa linsuna í þaula.

10) Þar sem myndavélarnar tvær sem að ég nefndi í upphafi er með margföldunarstuðul x1.6, þá myndu allar linsurnar hliðrast, þannig að ef viðkomandi væri með mínar linsur á þeim vélum, þá fengist: (1,6 x linsa) 26-56 mm, 38 - 112 mm og svo 112 - 320 mm. Í því tilfelli myndi vanta tilfinnanlega linsu sem væri fyrir neðan 20mm. T.d. 12-24mm eru bornar saman hér:

http://www.kenrockwell.com/tech/digital-wide-zooms/comparison.htm

og þar kemur Tokina mjög vel út á eftir Nikon. En þessi er líka að koma vel út frá Sigma

http://www.fredmiranda.com/reviews/showproduct.php?product=184&sort=7&cat=37&page=1

en út af kroppfaktor x1.6 þá verður þetta eini möguleikinn til að fá linsu sem er nógu víð fyrir landslag, byggingar m.m.

Ef þessar linsur eru skoðaðar nánar, þá má sjá að þær eru báðar það sem kallað er DX linsur, en það eru linsur sem eru gerðar sérstaklega fyrir myndavélar með minni myndflögu (CCD sellu) og þá á bilinu x1.5 til x1.6. Er þá ekki hægt að nota slíka linsu á stafræna myndavél sem er með stærri myndflögu sem er t.d. 1:1 eða 24 x 36 mm eins og gamla filman er. Þetta gera framleiðendur til að hafa minni og léttari linsur.

11) Þessi vefur Fred Miranda er algjör gullnáma þegar skoða þarf gæði á ákveðnum linsur http://www.fredmiranda.com/reviews/ og málið er ekki flóknara en að skoða einkunnagjöfina sem linsurnar fá.
Einnig er dpreview að koma sterkur inn hvað linsur varðar og eru með mjög pró test á linsum http://www.dpreview.com/lensreviews/ en enn sem komið er, þá er svo lítið af linsum komið þar inn. En auðveldast er að googla linsunafnið og svo review á eftir og ath. stjörnugjöfina sem linsan er að fá og kommentin frá notendum og oft er að marka það sem þar er sagt

http://www.photozone.de/Reviews/overview/a>

http://www.kenrockwell.com/nikon/nikkor.htm

http://www.slrgear.com/reviews/index.php

12) Auðveldast er að fá að prófa þessar linsur, taka myndir með mismunandi stillingum (aðdrátt, ljósop) og ef þú treystir þér ekki til þess, þá að fá einhvern sem þekkir til til að gera slíkar prófanir fyrir þig. Ég spurði einn félaga minn sem er algjör nörd á þessu sviði oglíklega búinn að eiga eitthvað um 20-30 myndavélar og 50-100 linsur. En hann er ALDREI ánægður, enda best að kaupa eitthvað lítið notað af honum :)

13) En ég fékk fyrirspurn um Sigma 18-50 F/2,8 að fá 8,2 í einkunn sem er ekki slæmt, linsan er ódýr og hefur skemmtilegt svið og er lítil og nett og hefur svið á viðkomandi myndavél (x1.6) 29 - 80 mm

http://www.fredmiranda.com/reviews/showproduct.php?product=232&sort=7&cat=37&page=1

En það svið er fínt nema að linsan er EKKI víð þarft helst að fara niður í 20mm í neðri mörk. Mér lýst eiginlega betur á Tokina AF 11-16mm F/2,8 nema hún mætti hafa hærri efri mörk en á móti kemur að hún er með 2.8 í ljósop og lýst mér mun betur á þá linsu. Hún er mun dýrari og greinilega mun meira í lagt. En báðar þessar linsur eru DX linsur þannig að það er ekki hægt að nota þær á full frame vél sem er með CCD sellu 1:1 og því er ég aldrei að spá í slíkar linsur. Það er bara tímaspursmál hvenær menn fá sér myndavél með stærri CCD sellu og þá þarf að fara að hugsa allt linsusafnið upp á nýtt!

Ég sendi þennan texta á félaga minn og fékk strax svar frá honum. Þetta sagði hann (hann er pró hvað þetta varðar):

"En það er eitt með þessar Tokina víðlinsur.  Jæja allavega þá einu sem ég átti.  Hún var 12 24.  Mjög skörp linsa, vantaði ekkert á það en stór galli við hana var að það var svo mikið Cromatic abberations (held ég fari rétt með nafnið) þeas litabjögun þar sem mikill contrast var í myndinni.  Ég endaði á að skipta henni út.

En aftur á móti var ég mjög ánægður með Sigma 10 20.  Hún var skörp og ekki þetta vandmál til staðar, allavega ekki þannig að það tæki því að tala um það."

Svo mörg voru þau orð :)

Uff ... Nóg í bili, en eins og þið sjáið, þá er ómögulegt að svara svona spurningu í stuttu máli.

Í sumar var ég með stutt námskeið í ljósmyndun og þá reyni ég að útskýra þessi atriði hér fyrir þeim sem komu á námskeiðið og var eitt af vandamálunum á finna íslensk orð fyrir ensku orðin. Þó svo að ég skilji vel ensku orðin, þá vill það stundum vefjast fyrir manni að finna stutt íslensk orð sem ná að þýða það sama. En hér er smá tilraun:

Camera SystemUppbygging myndavélar
AD ConverterA/D breytir
AF Assist LampHjálparljós sjálfvirkur fókus
AF ServoElti - fókus
AutofocusSjálfvirkur fókus
BatteriesRafhlöður
BufferAukaminni
Burst (Continuous)Hröð myndataka
Color Filter ArrayLitafilter
ConnectivityTengimöguleikar
Effective PixelsRaun-punkta-upplausn
EXIFMyndaupplýsingar
Fill FactorNæmnishlutfall
FirmwareHugbúnaðaruppfærsla myndavélar
Lag TimeTökutími
LCDLCD skjár
Manual FocusHandvirkur fókus
MicrolensesSmálinsur
PixelsPunktar
Pixel QualityPunktagæði
SensorsNemi/skynjari
Sensor LinearityLínuleiki nema/skynjara
Sensor SizesStærð nema/skynjara
Storage CardMinniskort
Thumbnail IndexSmámyndayfirlit
Viewfinderx


Digital ImagingStafræn myndataka
AliasingPunktaröðun
ArtifactsMýking á punktaröðun
BitsBitar
BloomingFlæði
Color SpacesLitakerfi
CompressionPökkun
Digital ZoomStafrænn aðdráttur
Dynamic RangeLitavídd
GammaLínuleikakúrfa
HistogramPunktagreining myndar
InterpolationFramreikning stækkun á mynd
JaggiesTröppuform á punktum
JPEGMyndapökkunarform
MoiréMynstur suð
NoiseSuð í mynd
Noise ReductionMinnkun á suði í mynd
PosterizationLitafækkun
RAWÓunnið myndaform
ResolutionUpplausn
Sensitivity (ISO)Næmni
SharpeningSkerpun
TIFFTIFF myndaformat
Tonal RangeTónaupplausn
White BalanceLitahitastig


ExposureLæsing á lýsingu
AE LockPunktaröðun
ApertureLjósop
Aperture PriorityForgangur á ljósop
Auto BracketingSjálfvirk lýsing
ExposureLýsing
Exposure CompensationLeiðréting á lýsingu
Flash Output CompensationLeirétting á lýsingu með flassi
ManualHandvirkar lýsingastillingar
MeteringLjósmæling
Remote CaptureFjarstýring
ShutterspeedLokuhraði
Shutter PriorityLokuhraði með forgang
Time LapseSjálfvirk myndataka


OpticalLjósmyndafræði
Anti-shakeHristivörn
Aspect RatioMyndahlutfal/form
Barrel DistortionBjögun
Chromatic AberrationLitaskekkja í glerjum
Circle of ConfusionStækkunargæði
ConvertersMillistykki
Depth of FieldFókus dýpt
Focal LengthFókus punktur
Focal Length MultiplierNýtingarstuðul á linsu
Image StabilizationHristivörn
LensesLinsur
MacroMacro eða nærmyndataka
PerspectiveFjarlægðardýpt
Picture AngleSjónarvinkill linsu
Pincushion DistortionFormbjögun
Subject DistanceFjarlægð á myndefni
VignettingLýsingarskekkja í linsum


StorageGeymslumiðlar
Storage ComparisonSamanburður
Storage IssuesAfritunarsjónamið
Magnetic Storage - Hard disksSegulgeymslumiðlar
Optical Storage - CDs and DVDsLjósgeymslumiðlar


Ofan á þetta bætist svo allt sem viðkemur myndatökutækni, val á myndefni, lýsing og fl ...

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Leica státar af stærsta ljósopinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband