Mynd af manni í hjólastól við Seljalandsfoss!

Mynd af manni í hjólastól við Seljalandsfoss
Ég var á ferð með hóp af erlendum ljósmyndurum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Náði ég þá þessu skemmtilega skoti af manni í hjólastól fyrir framan Seljalandsfoss. Ég átti stutt spjall við manninn sem var frá Noregi og kom þá í ljós að hann var lærður ljósmyndari en vann núna hjá norsku hafrannsóknarstofnunninni.

A Photographer from Norway on trip around Iceland in of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson


Ég hafði tekið eftir honum á ferð stuttu áður við Skógarfoss og var fróðlegt að fylgjast með norðmanninum þar sem hann var að klöngrast yfir íslenskt urð og grjót á hjólastól. Hér má svo sjá panorama mynd þar sem vel má sjá stærðarhlutföllinn.

Panoramic picture of Seljalandsfoss with a Norwegian photographer traveling around Iceland in a of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Why do photographers always do that affect with the water on a water fall, making it look even and soft, with a sort of whispy? When in fact the water falls in great globs, unevenly.

Lissy (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll,gott framtak hjá þeim,það ætti ekki að vera svo kostnaðar samt að laga aðstöðu á þessum helstu ferðamannastöðum,þannig að henti fólki í hjólastólum. Flottar myndir eins og venjulega,er á leið þarna um á morgun.Hef alltaf ætlað að stoppa til að sjá Laka,það er aldrei tími,alltaf að flýta sér til  Egilsstaða.

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

It looks nicer by taking pictures of waterfalls with a long exposure than freeze it with fast shutter time.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Lakar eru mitt uppáhalds svæði Helga. Þú þarft bara að passa þig á ánnum. En annars er hægt að fara þrjár leiðir til baka eftir að þú ert komin upp eftir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo sannarlega flott framtak. Aðstaðan ætti ekki að vera málin.

Ég hefði gaman af því að vita hvað ferðaskrifstofan Safaris ætlar (og er?) að gera varðandi bíla sína. Sérútbúnað fyrir fatlaða?

Ég hef sjálfur mikið verið að taka myndir af Íslandi hér og þar um landið og tekið digital: fyrst Canon 10-D og svo er ég búinn að eiga Nikon D 200 með linsum í um 3 ár.

Ef þið nennið að fletta í gegnum bloggið mitt þá má sjá þar myndirnar. Ég setti aftur tvær inn um daginn og síðan nokkrar í kosningaergelsinu.

Guðni Karl Harðarson, 13.7.2009 kl. 12:21

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góð lýsing;kosningaergelsinu

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband