KRÍSUVÍK, KRÝSUVÍK, KLEIFARVATN, MYNDIR OG KORT

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Reykjanesi eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sprungu í ísnum á Kleifarvatni. Fyrir ekki svo löngu síðan byrjuðu jarðhræringar á svipuðu svæði og opnaðist þá stór sprunga ofan í vatninu sem olli því að mikið af vatni "lak" í burtu og yfirborðið lækkaði mikið.

Kom þá í ljós fallegt hverasvæði sunnan megin í vatninu sem áður hafði verið hulið undir yfirborðinu. An earthquake around 3 on Richter occur close to lake Kleifarvatn on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið yfir svæðið þar sem upptök jarðskjálftans er að finna

Vinsælt er að taka kvikmyndir og auglýsingar á þessu svæði. Enda er jarðfræðin þarna einstök. Place Kleifarvatn where "Flags of Our Fathers (2006) where partly filmed. Directed by Clint Eastwood. With Ryan Phillippe, Jesse Bradford, Adam Beach. The life stories of the six men who raised the flag at The Battle of Iwo Jima, ... (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litirnir eru fallegir á háhitasvæðinu í Seltúni í Krísuvík

Picture of Seltún in Krysuvik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma varð öflug gufusprenging út frá gamalli tilraunaborholu og myndaðist þá stór gígur eins og sjá má á myndinni

Í dag leggur mikill fjöldi ferðamanna leið sína til að skoða svæðið við Selbúð í Krísuvík. Picture of Selbud in Krisuvik or Krysuvik close to Kleifarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kvöldmynd tekin af suðurhluta Kleifarvatns

Kleyfarvatn. Picture of Kleyfarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Nú er skólinn í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. [leiðrétt samkvæmt ath. frá ellismelli :)]

Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Skólinn er í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Seltún í Krísuvík er stórt og mikið háhitasvæði

Það má sjá margar fallegar ummyndanir á landslagi. Hér má sjá jarðveg sem hefur verið soðin í miklum hita á löngum tíma (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á svæðinu er lítil timburkirkja sem heitir Krísuvíkurkirkja. Krýsuvíkurkirkja tilheyrir Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan var reist 1857 af Beinteini Stefánssyni frá Arnarfelli. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveislu.

Í dag er tæp 90% þjóðarinnar lútherstrúar, og um 2% kaþólskrar trúar. Skráð trúfélög utan þjóðkirkjunnar voru árið 2003 samtals 21, en tíu árum fyrr voru þau aðeins 11. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg eða Krísuvíkurbjarg

Frábært útsýni er af bjargbrúninni og mikið fuglalíf. The Krysuvikurbjarg Ocean Cliffs are located to the south of the Krysuvik farm on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni rétt sunnan við Kleifarvatn. Bjargið er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesi. Varp er mikið í bjarginu og er talið að um 60.000 fuglapör hafist þar við. Mest er af ritu og langvíu ásamt álku, stuttnefju og fýll. Einnig má finna eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Fyrr á tímum var algengt að menn sigu eftir eggjum í bjargið. Árið 1724 fórust þrír menn í grjóthruni við bjargsig. Efst á Krýsuvíkurbjargi er viti sem var reistur árið 1965. Nokkrir skipsskaðar hafa orðið við Krýsuvíkurbjarg eins og þegar Steindór GK strandaði þar 1991 og Þorsteinn GK 1998. Allir björguðust frá þeim skipsskaða.

Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Kort af Reykjanesi. Map of Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir réttara að skrifa Krýsuvík en ekki Krísuvík. Ef orðin eru googluð, þá kemur í ljós að Krýsuvík fær 9.960 atkvæði en Krísuvík fær 8.740 atkvæði á veraldarvefnum. Þetta getur verið þægileg aðferð þegar leikur einhver vafi á því hvernig orðið er ritað.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálfti við Kleifarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þvílíkur fjársjóður sem myndirnar þínar eru! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Ég er nú samt ekki alveg nógu ánægður með margar af þessum myndum af þessu svæði. Birtuskilyrðin hefðu mátt vera betri á sumum myndanna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.5.2008 kl. 12:08

3 identicon

Þær eru frábærar

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: JEG

Kannski ekki 100% góðar en Helvíti góðar samt. Væri nú alveg til í að vera svona flink og búin svona góðri vél. Kveðja úr sveitinni.

JEG, 18.5.2008 kl. 18:33

5 identicon

Kjartan! - Næsta byggt ból.......o.s.frv. EKKI byggða bóla! Bólið mitt er hér - ekki bólan mín. Ból getur þýtt hvort heldur er heimili eða bara hvílustaður. Bóla er t.d. loftbóla eða þá graftarbóla!

ellismellur (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 07:10

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mér þykir nú vel sloppið ef þetta er eina misritunin hjá mér. Var víst búinn að skrifa textann með öðrum hætti og breytti á síðustu stundu án þess að hafa lagað þessa leiðu villu. Ég var annars farin að hafa áhyggjur af því hvað lítið hefur bólað á svona athugasemdum hjá mér enda Íslenska ekki mín sterkasta hlið.

En það eru til margar útgáfur af orðinu bóla, eins og "að komast í ból Bjarna", "Betra er autt ból en illa skipað" Bóluhjálmar, Heims um ból, bólusótt, kúabóla, hlaupabóla ... Á vísindavefnum rakst ég á þetta "Stórabóla var skæð bólusótt sem geisaði á Íslandi á árunum 1707-1709. Sú bóla barst líklega til landsins með fötum manns sem lést úr bólu á leiðinni hingað. Um 18.000 manns dóu úr stórubólu en það var þriðjungur þjóðarinnar."

En annars er þetta bara bóla hjá þér ellismellur :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.5.2008 kl. 08:56

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvar finnur maður svona kort á netinu Kjartan ?

Óskar Þorkelsson, 19.5.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hvergi :)

Kortið er skjáskot á png formi úr forriti sem heitir MapSource frá Garmin. En R. Sigmundsson er að selja flott GPS kort af Íslandi og er nýjasta útgáfan 3.5 með um 50.000 örnefnum ef mig minnir rétt á 16.900 kr. fyrir PC tölvu. Kortið er í stöðugri endurnýjun og hef ég átt allar útgáfur frá upphafi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.5.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ok takk fyrir upplýsingarnar

Óskar Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 18:58

10 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Maður fer í hálfgert ferðalag þegar maður skoðar þessar myndir hjá þér Kjartan. maður kemst bara í gott skap og ferðalöngunin kemur upp hjá manni.

Sölvi Breiðfjörð , 24.5.2008 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband