DETTIFOSS - MYNDIR OG KORT

Það eru nokkrir fossar á Íslandi sem lengi vel voru í eigu útlendinga. Þeir voru hreinlega seldir til erlendra aðila fyrir tilstuðla Einars Benidiktssonar athafnaskálds.

Þá stóð til að virkja marga af tilkomumestum fossum landsins eins og Gullfoss og Dettifoss.

Hér má sjá Dettifoss í öllu sínu veldi, 100 metra breiður þar sem hann fellur fram af 44 metra hárri skör. Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-mynd af fossinum

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá risamynd af fossinum)


Rétt fyrir ofan Dettifoss er Selfoss og annar tilkomumikill fyrir neðan sem heitir Hafragilsfoss.

Hér sést vel hvað maðurinn er lítill við hliðina á þessu stóra vatnsfalli. Þarna falla um 200 m3 af vatni niður á hverri sek.

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ekki langt frá Dettifoss er Selfoss og er hann í göngufæri við Dettifoss

Selfoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Aðkoman og aðstaðan að fossunum hefur stórbatnað og má hér sjá göngustíg niður að Dettifossi að vestanverðu þar sem ég er þeirra skoðunar að Dettifoss er mun tilkomumeiri að sjá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá Dettifoss austan megin frá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðkoman er einnig mjög góð að austan verðu við Dettifoss eins og sjá má hér

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum að austan verðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á báðum stöðum er komin góð salernisaðstaða. Það sem hefur háð aðkomunni að Dettifossi hefur aðallega verið lélegt ástand á vegakerfinu. En nú stendur til að laga það. Vegurinn að vestanverðu hefur oftast nær aðeins verið fær 4x4 og vel búnum bílum.

Þeir sem ekki vita það, þá eru norðanmenn með sína útgáfu af Gullna hringnum og heitir hann Demantshringurinn og er meðal annars náttúruperlan Dettifoss á þeirri leið.

Ég hef haldið á lofti ýmsum hugmyndum varðandi lestarsamgöngur víða um land og hér má sjá eina hugmynd fyrir norðurlandið þar sem léttlestarkerfi myndi sjá um að tengja byggðirnar saman á norðurlandi við vinsælustu ferðamannaleið þeirra norðanmanna.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.

Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.

Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:


http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Dettifossvegur tilbúinn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Það væri fínt að fá þig sem samgöngumálaráðherra, þú fengir allavega MITT ATKVÆÐI.

Sölvi Breiðfjörð , 9.4.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.4.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband