30.3.2008 | 00:12
JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :)
Ég hefði nú haldið að maður með þá reynslu sem Ísleifur Jónsson hefði að hann ætti að vita að það hefur verið mikið um vatnsgang í jarðgöngum á Íslandi. Nóg er að nefna nýjustu göngin á Vestfjörðum og svo núna síðast göngin í Kárahnjúkum.
Líklega eru hugmyndir Árna Johnsen ekki svo vitlausar eftir allt saman.
Hvernig væri að hætta við höfnina á Bakka í Landeyjum og útbúa 10 Km jarðgöng til Vestmannaeyjar í staðin?
Hér má sjá kort sem sýnir jarðgöng til Vestmannaeyjar og svo lestarkerfi sem liggur frá norður, norðausturlandi og svo frá suðvestur horni landsins.
Kort sem sýnir möguleika á höfn fyrir stóran hluta af þungaflutningum til og frá landinu ásamt skipaleið fyrir ferðamenn (smellið á kort til að sjá fleirri myndir)
Með því að setja upp stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og safna þangað öllum fisk-, ál- og útflutningsafurðum landsmanna með öflugu lestarkerfi á einn stað eða til Vestmannaeyjar og sigla þeim síðan út til Evrópu og Ameríku - STYSTU LEIÐ :)
Fiskinn væri hægt að flytja ferskan og nýjan á 2 dögum á öll helstu markaðssvæði Íslendinga með bátum eins og sjá má hér:
Hér má sjá dæmi um ferju sem getur siglt á miklum hraða milli Íslands og helstu hafna í Evrópu og Ameríku.
Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í leiðinni væri hægt að bjóða upp á hraðferðir fyrir ferðamenn til landsins með bátum og þannig stórauka þjónustuna.
Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!
Linkur á Fred. Olsen Express
Ég var á ferð með ferju á milli eyja úti á Kanarí og þá gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem ég var á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.
Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornafirði og svo í Vestmannaeyjum.
Einnig mætti frekar skoða hugmyndir um að nota hraðskreiðari ferju frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyjar.
Herjólfur getur í dag tekið um 60 fólksbíla og allt að 524 farþega. Tvær vélar um 2700 kW eru um borð og siglingahraði aðeins 15,5 sjómílur (28,7 km/klst.) sem gefur siglingartíma um 2:40 í siglingartíma + tími sem fer í að leggja úr höfn og leggjast að bryggju.
Ef það yrði keyptur bátur sem siglir á milli 40 - 60 sjómílur, þá fer heildar siglingartími niður í 1 klst!
Við það myndi sparast hafnarmannvirki á Bakka og mætti nota þá peninga í að laga höfnina í Þorlákshöfn og kaupa betri ferju.
Svona fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur með aðkomu að Bakkahöfn, ættu að skoða nánar þetta myndaband hér sem lýsir þeim hrikalegu aðstæðum sem þarna eru:
http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k
Hér má svo sjá loftmynd af Vestmannaeyjum sem tekin var 1996.
Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kort af leiðinni frá Bakka á Landeyjasandi yfir á Heimaey þar sem hægt væri að koma upp stórri hafnaraðstöðu fyrir hraða flutninga til og frá landinu.
Vestmannaeyjar jarðgöng fyrir lest frá Bakka á Landeyjasandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo í lokin, þá er hægt að vera með alla þessa þungaflutninga á landi - Umhverfisvæna :)
En fyrir þá sem hafa áhuga á jargöngum um sundin blá og þá um eyjarnar, geta lesið um þær hugmyndir hér:
Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257
ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366
JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761
Önnur áhugaverð frétt í þessu sambandi, birtist í morgun á mbl.is. Þar kom fram að Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og er talað um hugmyndir að bora
Lestargöng milli Rússlands og Alaska http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/29/kaupir_staersta_bor_i_heimi/
og svo í lokin ef Ísleifur Jónsson vill kynna sér nánar þessa bortækni, þá eru til borar sem bora nánast í gegnum hvað sem er og þétta göngin um leið hér:
http://www.herrenknecht.de/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Líklega eru hugmyndir Árna Johnsen ekki svo vitlausar eftir allt saman.
Hvernig væri að hætta við höfnina á Bakka í Landeyjum og útbúa 10 Km jarðgöng til Vestmannaeyjar í staðin?
Hér má sjá kort sem sýnir jarðgöng til Vestmannaeyjar og svo lestarkerfi sem liggur frá norður, norðausturlandi og svo frá suðvestur horni landsins.
Kort sem sýnir möguleika á höfn fyrir stóran hluta af þungaflutningum til og frá landinu ásamt skipaleið fyrir ferðamenn (smellið á kort til að sjá fleirri myndir)
Með því að setja upp stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og safna þangað öllum fisk-, ál- og útflutningsafurðum landsmanna með öflugu lestarkerfi á einn stað eða til Vestmannaeyjar og sigla þeim síðan út til Evrópu og Ameríku - STYSTU LEIÐ :)
Fiskinn væri hægt að flytja ferskan og nýjan á 2 dögum á öll helstu markaðssvæði Íslendinga með bátum eins og sjá má hér:
Hér má sjá dæmi um ferju sem getur siglt á miklum hraða milli Íslands og helstu hafna í Evrópu og Ameríku.
Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í leiðinni væri hægt að bjóða upp á hraðferðir fyrir ferðamenn til landsins með bátum og þannig stórauka þjónustuna.
Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!
Linkur á Fred. Olsen Express
Ég var á ferð með ferju á milli eyja úti á Kanarí og þá gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem ég var á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.
Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornafirði og svo í Vestmannaeyjum.
Einnig mætti frekar skoða hugmyndir um að nota hraðskreiðari ferju frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyjar.
Herjólfur getur í dag tekið um 60 fólksbíla og allt að 524 farþega. Tvær vélar um 2700 kW eru um borð og siglingahraði aðeins 15,5 sjómílur (28,7 km/klst.) sem gefur siglingartíma um 2:40 í siglingartíma + tími sem fer í að leggja úr höfn og leggjast að bryggju.
Ef það yrði keyptur bátur sem siglir á milli 40 - 60 sjómílur, þá fer heildar siglingartími niður í 1 klst!
Við það myndi sparast hafnarmannvirki á Bakka og mætti nota þá peninga í að laga höfnina í Þorlákshöfn og kaupa betri ferju.
Svona fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur með aðkomu að Bakkahöfn, ættu að skoða nánar þetta myndaband hér sem lýsir þeim hrikalegu aðstæðum sem þarna eru:
http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k
Hér má svo sjá loftmynd af Vestmannaeyjum sem tekin var 1996.
Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kort af leiðinni frá Bakka á Landeyjasandi yfir á Heimaey þar sem hægt væri að koma upp stórri hafnaraðstöðu fyrir hraða flutninga til og frá landinu.
Vestmannaeyjar jarðgöng fyrir lest frá Bakka á Landeyjasandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo í lokin, þá er hægt að vera með alla þessa þungaflutninga á landi - Umhverfisvæna :)
En fyrir þá sem hafa áhuga á jargöngum um sundin blá og þá um eyjarnar, geta lesið um þær hugmyndir hér:
Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257
ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366
JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761
Önnur áhugaverð frétt í þessu sambandi, birtist í morgun á mbl.is. Þar kom fram að Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og er talað um hugmyndir að bora
Lestargöng milli Rússlands og Alaska http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/29/kaupir_staersta_bor_i_heimi/
og svo í lokin ef Ísleifur Jónsson vill kynna sér nánar þessa bortækni, þá eru til borar sem bora nánast í gegnum hvað sem er og þétta göngin um leið hér:
http://www.herrenknecht.de/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Varar við Sundagöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Hönnun, þróun, góð hugmynd | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 05:13 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst athyglisvert að vestfirðir eru ekki með
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.3.2008 kl. 08:37
Þú ert ágætur....
Jóhanna (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 09:25
Það á að friða vestfirði.. seriöst !
en göng til eyja.. nei takk. Það verða vestmannaeyjar álíka spennandi og Vík í mýrdal.. Eyjarnar eru sérstakar og það á að vera smá maus að komast þangað.. hitt er svo annað mál að ég styð heilshugar að þeir fái betri skip og helst tvö til siglinga milli lands og eyja.
Hugmyndir þínar um samgöngur í Reykjavík eru frábærar.. haltu þeim meira á lofti Kjartan.
Óskar Þorkelsson, 30.3.2008 kl. 10:51
Vestfirðirnir eru pínu spes á báti - vildi bíða aðeins með að teikna þá inn á kortið. Var búinn að vinna í smá hugmynd með þá sem að ég á eftir að koma á framfæri :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.3.2008 kl. 10:56
Takk Óskar.
Ég verð að viðurkenna að ég er pínu hlynntur þínum skoðunum, en það verður gaman að sjá hvert framhaldið verður :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.3.2008 kl. 10:58
Ah neih nú er að koma kreppa, draga saman seglin, minnka eyðslu.....staðlaða rausið held ég.
Það er rétt að spenningurinn við V-eyjar er smávegis vegna skorts á samgöngum en fólkið sem býr þar gæti sagt annað. Þetta er sniðug hugmynd en mér skilst að vandinn sé aðallega sá mikli halli sem þyfti að vera á göngunum til þess að komast í berglög. Engin bortækni sem ég veit um getur gert almennileg og traust göng úr sandi. Herrenknecht eru sniðugir en þessi bortækni er seinvirk og dýr. Kostnaður við Bakkahöfn og hraðgengt skip er ennþá það lægri að það er ekki hægt að réttlæta göng. Ekki á Íslandi a.m.k.
Skaz, 30.3.2008 kl. 17:24
Sæll Kjartan, þessi grein hjá þér er mjög góð, ég er sammála þér í flestu en ekki öllu, mér lýst ekki á lestargöng milli lands og Eyja, kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 18:19
Þó hugmynd um jarðgöng til Vestmannaeyjar sé frekar fjarlægur draumur, þá hef ég verið meira fylgjandi ferju sem fer til Vestmannaeyjar á stuttum tíma. Hugmyndin um lest til eyja og svo hraðskreiða ferju frá Vestmannaeyjum áfram er að hluta frá öðrum komin og allra athygli verð.
Ef hægt væri að stytta tíman niður í eina kl.st, þá getur bíll sem ekið er niður á Bakka og svo ferja þaðan ekki keppt við slíka lausn.
Það eru margar mismunandi boraðferðir til og gaman að fletta í gegnum síðuna hjá Herrenknecht og þá sérstaklega í gegnum þessa síðu:
http://www.herrenknecht.com/process-technology/machine-technology.html
En þeir virðast geta borða í gegnum nánast hvað sem er og er blautur jarðvegur og sandur ekki nein fyrirstaða, meira spurning um þá tækni sem á að nota við borunina.
Það er gaman að sjá hvernig hægt er að fóðra göngin á sama tíma og þau eru boruð eins og sýnt er hér:
http://www.herrenknecht.com/process-technology/machine-technology/mixshield.html
En þungaflutningar eru kostnaðarsamir og orkufrekir. Á meðan hægt er að framkvæma slíka flutninga á vistvænni máta, þá er um að gera að kanna slíkar lausnir þegar þær bjóðast.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.3.2008 kl. 09:53
Ég tek undir með honum Óskari, hér fyrir ofan, um hversu hugmyndir þínar um "metró" samgöngur í Reykjavík eru frábærar. Mér finnst líka, að þú eigir, að halda þeim meira á lofti. - Þessar neðanjarðarlestartillögur - "metró", eru mjög eftirtektarverðar og hugmyndaríkar tillögur, sem vert er að gefa gaum. Ég mun gera mitt til að vekja athygli á þeim.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 02:42
Þetta eru frábærar pælingar hjá þér og vél þess virði a skoða
Sölvi Breiðfjörð , 2.4.2008 kl. 11:07
Þakka ykkur fyrir góðan stuðning Lilja og Sölvi. Það er gaman að velta þessum málum öllum fyrir sér frá ýmsum hliðum þó svo að aðeins lítill hluti af því verði að veruleika. Hugmyndir eru til alls fyrst og eins og við öll vitum, þá er langur vegur (eða teinar) þar til hugmynd verður að veruleika.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.4.2008 kl. 20:59
Sem Vestmannaeyingur þá verð ég að segja að mér finnst með ólíkindum að nokkur maður láti sér detta það til hugar að taka bullið í honum Árna Johnsen alvarlega, það var hann sem byrjaði að þvæla um þessi göng til Eyja.
Bakkafjara er álíka mikil þvæla! Við sem höfum stundað sjóinn frá Eyjum vitum hvernig veðurskilyrðin eru þar. Það kemur til með að verða meira og minna ófært yfir vetrarmánuðina og það þó nógu slæmt að komast inn í þorlákshöfn á stundum. Brimskaflarnir við Landeyjasand eru oft geigvænlegir og brotin ná langt út.
Það eina raunhæfa er að láta smíða annað hraðskreiðara skip. Skip sem hannað er strax frá byrjun til að þola sjólagið á milli Þorlákshafnar og Eyja. Passa svo að ekki komi einhverjir spekingar og láti breyta því við smíði þess eins og gerðist með síðasta Herjólf, en hann var styttur verulega, sem hafði áhrif til hins verra hvað varðar sjóhæfni og auk þess þá var hann of lítill frá fyrsta degi.
Kjartan Jónson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.