Tanngarðurinn - Þetta hús verður rifið! Myndir

Í áætlunum um byggingu á hátæknisjúkrahúsinu, þá kemur þessi nýlega bygging til með að vera rifin!

Húsið gengur undir nafninu Tanngarður, en þar hefur meðal annars farið fram kennsla í tannlækningum (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma stóð til að útbúa tengibyggingu úr gleri sem myndi liggja yfir veginn fyrir ofan svo hægt væri að ganga á "þurum fótum" yfir í spítalabyggingarnar fyrir ofan.

Við skulum bara rétt vona að Ráðherra sjái af sér og verndi þetta hús. Á meðan ég var í námi í Iðnskólanum, þá vann ég við naglhreinsun og fl. hjá þeim aðilum sem voru að reisa þessa tilkomumiklu byggingu.

Hér má svo sjá loftmynd af núverandi byggingum Landspítalans Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús við Hringbraut (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er að sjá að það sé nóg til af peningum í ríkiskassanum fyrst að menn sjá ekkert óeðlilegt við að rífa niður nýlegar sérhæfðar stórbyggingar!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Margrét Júlíusdóttir

Ég vildi bara benda þér á það að Læknagarður er meingallað hús. Þar er t.d. ekki hægt að drekka vatnið úr rörunum þar sem það er eitrað, þ.e. þungmálmar eru í vatninu.

Þóra Margrét Júlíusdóttir, 22.11.2007 kl. 09:11

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki hljómar það vel í húsi sem hýsa á heibrigðisstarfsemi! Ég vona að ég eigi ekki sök á því máli, þ.e. ég sá aðeins um að naglhreinsa :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2007 kl. 09:20

3 Smámynd: Kári Harðarson

Það er synd að rífa hús sem er ekki úr sér gengið, en aldrei hefur mér fundist húsið fallegt.

Ég veit að það stóð til að byggja við gaflana á því, en það hefur litið út eins og rústir í áratugi og útséð með að viðbyggingarnar láti sjá sig.  Er þá ekki best að afskrifa skaðann?

Kári Harðarson, 22.11.2007 kl. 09:29

4 identicon

Það er nú svona örlítið ódýrara að skipta um lagnir en skipta um hús ;) en að vísu var heldur aldrei lokið við byggingu hússins ef ég man rétt þ.e. var þetta ekki bara helmingur eða svo!!? 

Hef reyndar tvennt út á það að setja að byggja hátæknisjúkrahús við Hringbraut en það er staðsetningin og skipulag húsanna.  Finnst að sjúkrahúsið mætti vera meira miðsvæðis og að byggja eigi turna en ekki lágbyggð hús.  Turnarnir hafa það framyfir önnur hús að þar eru engir langir gangar, bara hoppa inn í lyftu og þú ert kominn á örskotsstundu milli deilda plús meira útsýni fyrir sjúklingana :)

H. Vilberg (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:33

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég held að Guðlaugur sé búinn að átta sig umferðavandanum.

Hann skoðaði alvöru hugmyndir hjá mér í sumar.

Sturla Snorrason, 22.11.2007 kl. 11:53

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, en þá eru alltaf helv. lyfturnar uppteknar, það getur tekið langan tíma að komast upp á fimmtu hæð á Landakoti, en ég er ansi oft á ferð þar núna og get ekki labbað stiga.  ANnars hlýtur að meiga að nýta þetta til einhvers góðs.?? Vona það.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband