Flugslys í Nýjadal í kvöld - Nýjar myndir af slysstað

Ég var að koma yfir Gæsavatnaleið í kvöld og fæ þá þær fréttir að flugvél hafi hlekkst á í flugtaki við Nýjadal á Sprengisandsleið. Þyrla var þá ný lögð af stað úr bænum. Engin slys urðu á fólki. En í vélinni voru 2 erlendir flugmenn.

Þeir voru víst að reyna flugtak fyrir utan braut til austurs og voru líklega ekki búnir að ná flughraða þegar þeir fara niður hæð og hjólabúnaðurinn lendir svo í hæðinni á móti.

Hér má svo sjá myndir af slysstað sem tekin var í kvöld um kl. 23:00:

lagaði aðeins myndirnar í næstu færslu :)


mbl.is Flaug fisflugvél yfir Atlantshaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að ætla að vera leiðinlegur þá finnst mér nú orðum aukið að kalla þetta flugslys. Þetta flokkast líklega hjá rannsóknarnefndinni sem flugatvik eða óhapp en varla slys. Ég myndi frekar segja að það var heppni að ekki varð slys.

En flottar myndir og segja þær meira en mörg orð eins og oft áður.

Birkir (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband