Indverjar eru að reyna að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúnu fisi - Lenda á Reykjavíkurflugvelli milli 21.30 og 22.00

Það eru flottir hlutir að gerast þessa stundina í fisflugi. En það eru Indverjar á leiðinni til landsins frá Kulusuk

Kort af flugleið hringinn um jörðina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og staðan er núna, þá eru félagarnir staddir yfir atlantshafi á milli Íslands og Grænlands. Meðfylgjandi mynd er staðsetning ásamt flughraða, hæð og stefnu kl. 17:49

Núverandi staðsetning á fisi á milli Íslands og Grænlands (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Samkvæmt nýjustu fréttum frá fisfélaginu þá lögðu fisflugmennirnir af stað frá Kulusuk um kl. 17.30.
Áætlaður flugtími er 4:20 og má því reikna með að þeir lendi á Reykjavíkurflugvelli milli 21.30 og 22.00

Allir velkomnir að taka á móti flugmönnunum í Fluggörðum skýli 25, gengið inn um gönguhlið á móts við Íslenskra erfðagreiningu.

Í þessu tilefni kom sendiherra Indlands á Íslandi til landsins (aðsetur í Noregi) til að taka á móti ferðalöngunum.

Fisvélin lagði af stað frá Delhi á Indlandi 1. júní og hafa því verið 62 daga á ferð.
Vefsíða ferðalagsins er á vef Indverska flughersins, enda eru flugmennirnir orustuflugmenn í hernum.
http://www.indianairforce.nic.in/expedition/expedition1.php

Samkvæmt þessu korti, þá ættu þeir að vera lentir í Reykjavík - Lítið mál :) Til hamingju

lentir í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Indverskir fluggarpar í hnattflugi á fisi lentu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband