Það hefur löngum verið stórviðrasamt á Stórhöfða í Vestmannaeyjum.

Það hefur löngum verið stórviðrasamt á Stórhöfða í Vestmannaeyjum.

Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Veðrið var hreint út sagt æði þetta kvöld og sjórinn spegilsléttur.

Miðnætursólinn komin lágt á loft og við félagarnir urðum hreinlega að finna upp á einhverju að gera þarna úti í eyju fyrst að við vorum á annað borð lentir þarna. Eins og venja er, þá er Árni uppátektarsamur í svona ferðum og datt honum í hug að hringja í annan Árna (þó ekki Árna Johnsen) búsettan þarna úti í eyjum innti hann eftir loforði að fara með sig í siglingu um eyjarnar. Það stóð ekki á Árna og ákveðið var að fara í smá siglingu sem endaði með hringferð um eyjuna í flottum aðstæðum.

Hér er sólin að setjast út við sjóndeildarhringinn


Miðnætursólin (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér erum við komnir út í einn af hellunum


Hellir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort að Vestmannaeyjum


kort af Vestmannaeyjum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning um að einhverjir staðkunnugir geti sent inn linka á þessar myndir og segi hvað þessir staðir heita

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Fellihýsi fuku í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051269.html Klettshellir

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051283.html "skerin/stöplarnir þarna heita Drengir

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051287.html nú er skjárinn hjá mér mjög dökkur, en mér sýnist þetta vera latur (staki kletturinn) sem að er semsagt þegar að komið er fyrir ystaklett (Faxasker ætti að vera þá þarna á hægri hönd)

Árni Sigurður Pétursson, 1.8.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051292.html enn og aftur vegna dökks skjás, þá er ég ekki öruggur, en þetta er alveg nær örugglega Stóri Örn (litli örn nær Klifinu, og Eiðið fyrir aftan vinstra megin við bátinn

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051295.html þarna eruði að líklegast á leiðinni í gegnum Gatið, en þarna einmitt var brú yfir í klettinn þarna og gat í gegn neðan frá (eða svo segja sögur)

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051296.html enn og aftur dökkur skjár (minnir mig á að biðja um nýjan skjá við þessa tölvu hérna í vinnunni :) ) en ég er nokkuð öruggur á því að þetta sé Hani á hægri hönd og hæna framundan

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051297.html þarna er verið inní Kafhelli í hænu, horft í átt að Dalfjalli og Blátindur er þar efsti punktur og líklegast sést þarna inní Stafsnesvíkina

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051299x.html langaði nú bara sérstaklega að hrósa þér fyrir þessa mynd, stórkostleg mynd af eyjunni :) (hvernig vél og linsu ertu að taka þetta á ?)

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051307.html þetta er í Kaplagjótu

http://www.photo.is/fly2005/pages/kps06051313.html þetta er í Fjósinni í stórhöfða, stórkostleg litadýrð þarna, síðan er mynd hér fljótlega á eftir sem að er tekin útúr fjósinni í átt að Smáeyjum

en jæja, best að fara að halda áfram að vinna eitthvað :D

vona að þetta hjálpi eitthvað

Árni Sigurður Pétursson, 1.8.2007 kl. 11:05

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

1000 þakkir :)

Þetta er akkúrat málið, meira af þessu. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir utanaðkomandi að finna út úr því hvað er hvað. En stundum eru teknar hundruð mynda í svona ferð og svo kemur vandinn að finna út úr öllum herlegheitunum þegar heim er komið.

En ef fleiri gætu tekið upp þann sið að gefa myndum nafn á þennan máta, þá auðveldar það mikið vinnuna hjá mér.

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.8.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband