Samkvæmt mínum heimildum er Súgandi ekki "við" Ísafjarðarbæ

Var á flugi um Vestfirðin fyrir nokkrum dögum og tók þá myndir af svæðinu við Súgandafjörð.

Hér er að vísu þekktasta myndin sem að ég hef tekið af Vestfjörðunum og þá að vetri til. En hér má sjá fjallið Gölt, inn í Súgandafjörð og svo Önundarfjörð. Þar á milli er Sauðanes. Lengst til vinstri sést inn í Ísafjarðardjúp.

Vestfirðir, Súgandafjörður, fjallið Göltur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Súgandafjörð sem farin var á mótordrekanum þegar myndirnar sem á eftir koma voru teknar.

kort af flugleiðinni yfir Súgandafjörð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Suðureyri við Súgandafjörð

Hér er flogið yfir Suðureyri yfir Súgandafjörð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Samkvæmt Örnefnastofnun Íslands, þá er Súgandi nú nefndur hóll í landi Botns í Súgandafirði

Hér er horft inn í Súgandafjarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sagan segir að landnámsmaðurinn Hallvarður súgandi hafi fyrstur manna numið Súgandafjörð.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ferðamaður fannst við veiðar eftir leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Magnaðar myndir hjá þér. En varðandi fyrirsögnina og heimildir þínar er ég ekki alveg að skilja. Spurningin er hvað er átt við með Súgandi í fréttinni. Landnámsmaður þeirra Súgfirðinga hét víst því nafni; leikfélagið þeirra og verkalýðsfélag eru nefnd eftir þeim mæta manni, en samkvæmt mínum heimildum er Suðureyri við Súgandafjörð hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.

Sólmundur Friðriksson, 30.7.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta með nöfnin á sveitafélögunum eftir allar þessar sameiningar er líklega að rugla fólk eitthvað í ríminu. En fréttin er eitthvað á þessa leið: "....Leitað var að þýskum ferðamanni sem hafði farið út á Súganda "við" Ísafjarðarbæ á frístunda fiskveiðibát án þess að láta vita af sér...."

Það er auðvelt að misskilja þessa framsetningu. Ef þú segir að eitthvað sé "við" eitthvað, þá fær maður það á tilfinninguna í þessu tilfelli að það sé verið að tala um sjálfan kaupstaðinn Ísafjarðarbæ.

Myndi líklega hljóma betur "...farið út á Súganda "í sveitafélaginu" Ísafjarðarbæ á frístunda ..."

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.7.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband