Svona lítur þorskurinn út á Borgafirði Eystri

Þorskurinn er einn mikilvægasti nytjafiskurinn á Íslandsmiðum og sú fisktegund sem hefur skilað mestum verðmætum í þjóðarbúið í gegnum tíðina.

Hér er ánægður sjómaður að höndla þorskinn

Margar konurnar yrðu ánægðar ef þær fengju slíkan koss (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Atlantshafsþorskur (Gadus morhua) er vinsæll matfiskur með þétt hvítt kjöt. Þorskur er algengur allt í kringum landið. Hann er botnfiskur og er algengastur á 100-400 metra dýpi. Smáþorskur étur ýmsa hryggleysingja eins og ljósátu, marflær og rækju. Þegar þorskurinn stækkar étur hann loðnu og síli. Loðnan er mikilvæg fæða fyrir þorskinn og þegar loðnustofninn er í lægð þá minnkar meðalþyngd þorska sem veiðast við Ísland verulega. Stórir þorskar éta karfa, smáþorsk, skráplúru, kolmunna, ýsu og síld. Margir fiskar og sjófuglar éta þorskseiði. Selir, hvalir og hákarlar éta stærri þorska.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Framsóknarmenn mæla með 150 þúsund tonna þorskkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband