Flogið var yfir Lundareykjadal fyrir stuttu

Ég átti flug fyrir stuttu með einn úr uppsveitum Borgarfjarðar sem að ég var að kenna á mótorsvifdreka og þá voru þessar myndir teknar á leiðinni þaðan til Reykjavíkur með stoppi á Þingvöllum, Selfossi, Sandskeið og Grund undir Úlfarsfelli.

Á myndinni má sjá tvö af fallegri fjöllum á suðvestur horninu, Skjaldbreið og Hlöðufell. Á bak við Þverfell er eitt af stærri vötnum landsins, Reyðarvatn. Hægt er að aka upp úr dalnum Uxahryggjarleið þar sem komið er inn á Kaldadalsleið.

Loftmynd þar sem horft er upp Lundareykjardal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Af þessu svæði á ég góðar minningar frá þeim tíma þegar foreldrar mínir voru veiðiverðir á Reyðarvatni eitt sumarið.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Eldri kona fannst látin í heimasundlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband