Þessi meðferð var þekkt hér áður fyrr í Kína

Hér má sjá vegghleðslu úr frægri höll í Kína. Ef betur er að gáð, þá má sjá að hver einasti hleðslusteinn í allri höllinni er sérmerktur með fangamarki þess sem smíðaði steininn. Ef hleðslusteininn passaði ekki, þá mátti sá hinn sami eiga von á refsingu eða greiða fyrir misgjörð sína með lífi sínu.

Fangamerktir hleðslusteinar! (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Smíðin á Kínamúrnum er blóði drifin og voru þeir ófáir sem dóu á meðan hann var smíðaður. Það var venja að líkunum af þeim sem dóu var komið fyrir í vegghleðslunum.

Kínamúrinn. Sagt er að hann sé eina mannvirkið á jörðinni sem hægt sé að sjá frá tunglinu!

Kínamúrinn. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Þrælum komið til bjargar í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er reyndar ekki satt að það sé hægt að sjá kínamúrinn frá tunglinu. Þó hann sé eitt stærsta mannvirki á jörðinni, þá aðalega vegna þess að lengt þess er svo gríðarleg. þá það bara örfáir metrar á breidd. Vegna þess að breiddin er svo lítil þá verður kínamúrinn ógreinilegur í mjög lítilli hæð. 

Það er sagt í kínverskum þjóðsögum að 1 verkamaður hafi dáið fyrir hvern 1 metir af vegnum og verið settur undir hann sem uppfyllingarefni. 

Fannar frá Rifi, 8.6.2007 kl. 08:35

2 identicon

Lesið þið bókina "MAÓ, den ukendte historie" eftir Jung Chang og Jay Halewell. Á dögum Maós var svona meðferð á fólki regla en ekki undantekning í Kína.

Gunnlaugur Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 08:56

3 identicon

Þetta eru glæsilegar myndir af múrnum. Takk fyrir þetta.

Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband