Sundlaugin í vesturbæ Kópavogs

Loftmynd af sundlaug Kópavogs í vesturbæ. Á myndinni má sjá 2 sundlaugar. Sú minni var lengi vel eina sundlaugin í Kópavogi. Sú laug hentar í dag vel fjölskyldufólki sem er með mikið af litlum krökkum. Litla laugin var gerð mjög grunn og er í raun eins og stór heitur pottur þar sem flestir krakkar geta staðið á botninum og samt náð með höfuðið uppúr.

Sundlaug Kópavogs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En þess má geta að í Kópavogi eru nú 2 sundlaugar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Laugarslysið óupplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér vitanlega er þessi sundlaug í vesturbæ Kópavogs, nema ég sé þeim mun átravilltari. Þar að auki er hún ekki til lengur í þeirri mynd sem þarna má sjá, því flestallt annað en stóra laugin og nýjasta húsið hefur verið rifið og er nú í endurbyggingu. Vertu velkominn til Kópavogs í skoðunarferð!

Gunnar Th (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 07:42

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er greinilega ný vaknaður :)

Þarf greinilega að fara að endurnýja myndirnar af lauginni líka.

Ég bjó í Kópavogi fyrir mörgum árum á Hlíðarvegi sem hefur þá líklega verið í austurbænum þá. Ætli það sé ekki hægt að segja að Hlíðarvegur sé komin í vesturbæinn í dag miða við hvernig byggðin hefur stækkað til austurs :|

En litla sundlaugin var gríðarlega vinsæl hjá mér á þessum árum og var stundum farið í hana 2svar á dag.

Ég má líka aðeins passa mig á þessu mynda-bloggi mínu. En ég þarf að vera að afrita mikinn og flókinn HTML kóða til að myndirnar skili sér og þá er hætta á að textinn fari forgörðum.

En annars takk fyrir ábendingarnar. Ég hef ekki haft það orð á mér fyrr en nú að rugla áttum :)

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.6.2007 kl. 08:03

3 identicon

Þetta var nú bara svona til gamans, það standa yfir gríðarlegar endurbætur á lauginni og því svæði öllu. Það mun hafa risið deila um höfundarrétt byggingarinnar og ég veit ekki hvernig hún var leyst, sé það þá búið á annað borð.

Það er jú satt, að það hallar verulega á vesturbæinn í stærðarkapphlaupinu. Raunar hefur Kársnesið stækkað allnokkuð með landfyllingum Fossvogsmegin, en þær viðbætur mega sín þó einskis í smanburði við Smára-, Linda-, Sala- og Kórahverfin, að ótöldum Elliðavatnshverfunum. Konan mín, sem er uppalinn Kópavogsbúi, vill raunar ekki meina að þessi hverfi séu á neinn hátt Kópavogur, heldur bara eitthvað allt annað...!

Ég er fyrir nokkru búinn að setja síðuna þína í "favorites" hjá mér og kíki alltaf á hana öðru hverju. Fínar myndir hjá þér. Haltu áfram á sömu braut. Kv. Gunnar Th., Ísfirðingur búsettur í austurbæ Kópavogs (hinum raunverulega austurbæ)

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband