Færsluflokkur: Matur og drykkur

Gjörðu svo vel - Hér er ein pylsa með öllu og kók

Það er einhver undarleg stemmning sem ríkir á þessum fjölsóttasta veitingarstað landsins. Maður hreinlega sogast að honum ósjálfrátt og áður en maður veit af, þá er maður búinn að kaupa sér eina með öllu :)

Bæjarins beztu - Ein með öllu og kók (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Staðurinn er svo lítill að hann sést ekki einu sinni á þessari mynd og það vinnur aðeins einn starfsmaður á þessum vinnustað :)

Loftmynd af Bæjarins beztu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna kemur ótrúlegur fjöldi fólks reglulega úr öllum stigum þjóðfélagsins til að fá sér í svanginn. Ef vel er skoðað, þá má sjá fræga mynd teiknaða af Sigmund þar sem Bill Clinton er að fá sér eina „Clinton“ en það ku vera pylsa í brauði aðeins með sinnepi

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Pylsur og kók fyrir 30.554 tíkalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú geta hinir sem selja "dýrt" áfengi á svæðinu verið ánægðir!

Nú geta hinir sem selja "dýrt" áfengi á svæðinu verið ánægðir. Búið að ryðja samkeppninni úr vegi.

Líklega hefði verið einfaldast að setja reglu um að áfengi mætti ekki sjást á almannafæri!

Það er orðið grátbroslegt að horfa upp á alla þá sem geta "ekki" látið sá sig öðruvísi á mannamótum eða labbandi á milli staða í miðbæ Reykjavíkur um helgar án þess að "styðja" sig við eins og eina bjórdós! Það er víst inn eða cool í dag :)

En svo að það komi skýrt fram, þá drekk ég ekki áfengi sjálfur og aldrei gert. Fyrir því er ofureinföld ástæða. Það eru of mörg vandamál sem fylgja þeim ósið og má nefna nýjasta dæmið því til sönnunar þar sem taka þurfti með valdi þvagsýni úr konu sem var ofurölvi - Og að sjálfsögðu var hún EKKI full :)


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af verslunarsiðum í Kína

Viðskipti geta verið skrautleg í Kína eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Hér er verið að reyna að selja fínni dömu að norðan Rolex úr af ýmsum gerðum og stærðum :)

Það er reynt að selja ferðamönnum allt milli himins og jarðar í Kína eins eins og víðast hvar annars staðar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvor skildi hafa betur, Íslendingurinn Valdimar eða Kínverjinn? Báðir hlaðnir pinklum og böglum. Annar að selja og hinn að kaupa :)

Hér fer fram mikið kapphlaup, hvor skildi hafa haft betur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kínverjar tala um mat eins og við tölum um veðrið. Viðskipti með mat er á hverju götuhorni og viðskiptin blómlega eins og sjá má hér:

Það flæða peningar um allt í Kína þessa daganna eins og sjá má hér (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Menningartúlkur í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér sannast hið fornkveðna að karlmenn eiga ekki að koma nálægt heimilisstörfum :)

Er þetta enn ein sönnun þess að konur eigi að sjá um eldhússtörfin?

Hér gefur að líta ýmsar útgáfur af ostaskerum og með því að velja réttan skera fyrir réttar aðstæður, þá ætti að vera hægt að koma í veg fyrir svona slys!

Ýmsar útgáfur af ostaskerum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En rétt er að benda á það fyrir karlmenn sem eiga í erfiðleikum með að skera ostinn sinn, að lausnin er að kaupa ostinn í sneiðum eða þá sem smurost!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Ef mig minnir rétt, þá hefur ostaskerinn sem er neðst lengst til vinstri leikið stórt hlutverk í stríðs- og hryllingsmyndum :|


mbl.is Ostaskeri eyðilagði Íslandsför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta sultustaðurinn?

Er ekki alveg viss um hvort að þetta sé staðurinn þar sem markaðurinn er. Spurning hvort að lesendur geti staðfest að svo sé?

Mosskógum í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Leitin að bestu sultunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband