Færsluflokkur: Matur og drykkur

HÉR ER SMÁ SAMANTEKT UM NLFÍ OG FL.

Hvað þýðir BMI vægi? BMI gefur til kynna þyngdarstuðul viðkomandi eða fitumagn og er hægt að reikna út á þessari síðu hér:

http://www.doktor.is/index.php?option=com_prof&id=bmi

Stuðulinn má helst ekki fara yfir 30 og ef stuðulinn liggur á milli 25-27 ætti að fara að huga að þyngdinni svo að það bitni ekki á heilsunni.

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði er endurhæfingardeild og heilsuhæli í eigu Náttúrulækningafélags Íslands

Heilsuhælið hefur getið sér mjög gott orð og er það orðið þekkt fyrir góðan aðbúnað og einstaklega holt fæði sem kokkurinn Jónas ber ábyrgð á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á heilsuhæli NLFÍ er þessi fína æfingaraðstaða

Hér má hlaupa af sér spikið ef þurfa þykir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Því næst er kjörið að skella sér í heita gufu

NLFÍ eru bæði með rak og þura gufu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo má næst bregða sér í leirbað

Hér er gott að hvíla lúin bein. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo er sundæfing næst á dagskrá undir leiðsögn starfsmanna

Sundlaugin er ný og ein sú fullkomnasta sem völ er á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Maturinn er eingöngu heilsufæði og hér má sjá vatnslosandi te sem búið er til úr íslenskum jurtum og er mjög vinsælt meðal vistmanna

En líklega er það matarræðið sem hefur hvað mest áhrif á holdafarið. Sleppa öllu brauði, gosi og öðru ruslfæði. Borða mikið af ávöxtum og margar smáar máltíðir yfir daginn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir allt erfiðið, þá má bregða sér í nudd

Á heilsuhælinu í hveragerði er fullkomin aðstaða til að aðstoða þá sem þangað sækja. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En Reykjalundur er í Mosfellsbæ og má sjá myndir hér

Reykjalundur í Mosfellsbæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Metaðsókn í offitumeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER HÆGT AÐ FÁ SÉR EINA MEÐ ÖLLU Í REYKJAVÍK Í STAÐINN

Hér er dama að útbúa þekktan þjóðarrétt "eina með öllu"

ein pylsa með öllu útbúin eða á að segja ein pulsa með öllu? The tasty hot dogs are made with famous Icelandic lamb and are topped with all sorts of interesting sauces. Tasty! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér réttir afgreiðsludaman einum viðskiptavininum glaðninginn og greinilegt er að eftirvæntingin skín úr augunum

Líklega er þessi veitingastaður einn eftirsóttasti veitingastaður á Íslandi og venjulega er bara einn starfsmaður á vakt hverju sinni. Icelandic hot dog sausages are made from a mixture of pork, lamb and beef. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er nánast verið að gefa á garðann í orðsins fyllstu merkingu.

Hér er stór hópur af útlendingum í biðröð að fá sér "Hádegismat" eða eina með öllu að íslenskum sið. Icelandic hot dog are often called "the Icelandic national food (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar margir máta á staðinn eins og í þessu tilfelli, þá borgar sig að hafa gott skipulag á hlutunum _ Hér er búið að raða upp gosi

Ekki er verra að fá "Íslenskt" eða pólskt prins póló í eftirrétt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Pulsa í brauði aðeins með sinnepi, heitir “ein Clinton”

Bæjarins beztu - Ein með öllu og kók. Þarna kemur ótrúlegur fjöldi fólks reglulega úr öllum stigum þjóðfélagsins til að fá sér í svanginn. Ef vel er skoðað, þá má sjá fræga mynd teiknaða af Sigmund þar sem Bill Clinton er að fá sér eina „Clinton“ en það ku vera pylsa í brauði aðeins með sinnepi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Hvernig verður Ein með öllu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á AÐ BANNA VEIÐAR Á LUNDA?

Það er ekki laust við að maður hafi orði fyrir smá áfalli við að sjá ekki neinn lunda út í Dyrhólaey þegar ég var þar á ferð með ferðamenn á síðasta ári.

Lundi er oft kallaður „prófastur“ eða „prestur“ á íslensku. Lundinn er af svartfuglsætt sem lifir við sjó og kafa sér til matar. Þeir verpa í djúpum holum sem þeir grafa. Lundinn er staðfugl en heldur sig úti á rúmsjó yfir veturinn.

En hér kemur smá myndasería af lunda sem teknar hafa verið víða um land.

Lundinn er sætur fugl eins og sjá má á þessari mynd

Mynd tekin í heyvagnaferð út í Ingólfshöfða árið 2005 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef lundinn hefur ekki það æti sem hann þarf sem er að stórum hluta sandsíli eins og sjá má á þessari mynd, þá fer hann eitthvað annað

Hér er lundi með gogginn fullann af sandsíli, mynd tekin úti í Ingólfshöfða (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er lundamamma eða lundapabbi að færa ungunum sínum mat

Hér er mynd af lundum úti í Drangey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er vanur lundaveiðimaður að sýna ferðamönnum hvernig á að bera sig að við að háva lundann

Hér er beðið eftir að lundinn fljúgi fram hjá klettasyllunni til að verða hávaður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lundi í Dyrhólaey 2006

Greinilegt að lundanum hefur eitthvað fækkað á svæðinu í kringum Dyrhólaey, hvort það er út af veðurfari eða einhverjum öðrum orsökum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sýnir veiðikona ferðamönnum hvernig á að bera sig að með hávinn til að fanga lundann í netið

Hér er sýnd staðan sem veiðimaðurinn notar þegar verið er að háfa lundann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frekar var lítið um lunda í Papey 2006

Einn af þeim fáu sem var á staðnum þegar okkur bar að garði var fljótur að forða sér þegar við nálguðumst (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er lundi einn sá besti matur sem að ég fæ - því miður :|

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Leggur til að lundinn verði friðaður í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG Á AÐ REIKNA ÚT ÞYNGDARSTUÐULL?

Fyrir þá sem vilja reikna út sinn eigin þyngdarstuðul, Þá er nóg að fara inn á þessa slóð hér og slá inn hæð og þyngd.

http://www.femin.is/article.asp?cat_id=168&art_id=1656

Ég hef á tilfinningunni að það verði ansi margar sem fari yfir efrimörkin 30!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐFERÐ TIL AÐ REIKNA ÚT ÞYNGDARSTUÐUL

Ekki veit ég hvernig Feminístar ætla að taka á þessu máli. En hér er greinilega á ferðinni hróplegt ójafnræði. En fyrir þá sem vilja reikna út sinn eigin þyngdarstuðul, Þá er nóg að fara inn á þessa slóð hér og slá inn hæð og þyngd.

http://www.femin.is/article.asp?cat_id=168&art_id=1656

Ég hef á tilfinningunni að það verði ansi margar sem fari yfir efrimörkin 30!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Feitar fá ekki tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar Geitur - Myndir

Í uppsveitum Borgarfjarðar rakst ég á mikinn fjölda af Geitum og var ekki annað að sjá en að það lagðist vel í þá erlendu ferðamenn sem voru með í för að fá að virða þær fyrir sér.

Í upphafi landnáms fyrir rúmum 1000 árum síðan, þá fluttu landnámsmennirnir með sér fyrstu geiturnar til landsins.

Á bænum Háafelli í Hvítársíðu er geitabú. Á túni þar rétt hjá mátti sjá þessar íslensku geitur.

Íslenskar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég rakst á þessa athyglisverðu grein eftir Birnu G. Konráðsdóttur á netinu á vefnum www.adborgum.is Þar má lesa margt fleira fræðandi efni:
http://www.adborgum.is/frettir/index_old.htm Þessi orð Birnu segja margt um íslensku geitina:

www.adborgum.is | 14. mars 2004 |

Ég átti á dögunum afar athyglisvert samtal við konu hér í Borgarfirðinum. Hún heitir Jóhanna, býr á Háafelli í Hvítársíðu og heldur geitur. Þau hjónin hafa verið að berjast fyrir því að geta sinnt þessu áhugamáli sínu og hafa af því eitthvert lifibrauð. Og núna hafa foreldrar tveggja veikra barna komist að því að geitamjólkin er það eina sem getur hjálpað þeim. Annað þessara barna er með hvítblæði og hitt er með meltingartruflanir. Árangurinn af geitamjólkinni hefur verið lyginni líkust og hafa foreldrarnir hringt með kökk í hálsi af gleði yfir þeim ótrúlega árangri sem þetta hefur skilað. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun kraftaverk og frábært að til skuli vera einhver næring sem hjálpar þessum börnum og öðrum í sömu stöðu. En málið er að þessi búskapur nýtur engrar aðstoðar. Þau hjónin eru að reyna að bjarga íslenska geitarstofninum frá útrýmingarhættu og fá ekki mikla aðstoð til þess. Fram undir þetta hefur þetta verið mesta basl og fjárútlát og hefur kannski mest gengið á hugsjóninni einni saman en því miður virkar það ekki til lengdar, það kostar allt peninga í dag. ÉG vona sannarlega að hjólin fari að snúast og fleiri fái að vita af þessum frábæru eiginleikum geitamjólkur fyrir fyrirbura og kornabörn sem ekki geta notið móðurmjólkur. Þá yrðu margar flugur slegnar í einu höggi. Geiturnar myndu fá að lifa og til væri afurð sem myndi hjálpa mörgum veikum börnum.

Vonarkveðjur úr Borgarfirðinum

Birna

Íslenskar geitur eru litskrúðugar eins og önnur íslensk húsdýr

Litríkar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Íslensku geit úðar í sig nýslegnu grasinu.

Íslenskar geitur (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Geitahjörð slátrað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er frétt sem kemur ekki á óvart.

Er ekki hugsanlegt að breitt mataræði, minnkandi sykurneysla og fl. gæti verið mun áhrifameira en margan grunar þegar ofvirkni og athyglisbrestur hjá börnum á í hlut!
mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus var það heillin - Verðlagseftirlit ætti ekki að vera mikið mál!

Bónus er víða eins og sjá má:

Hér má sjá nýjustu verslunarbygginguna rísa í Kópavogi. Bónus er þar með stóra verslun

Bónus Smárinn Kópavogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki eins og verslun sé að dragast saman mikið á landsbyggðinni en á Egilsstöðum er Bónus með þessa stórverslun.

Bónus verslun á Egilsstöðum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér ekur flutningabíll eftir Vesturlandsveginum með vörur fyrir Bónus

Bónus flutningabíll á ferð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skil ekki hvers vegna það þarf að vera svona mikið mál að gera verðkannanir. Hér eru nokkrar einfaldar leiðir.

1) Hægt er að biðja fólk um að senda inn afrit af verðstrimlinum þar sem koma fram upplýsingar um vöru, verð ásamt dagsetningu.

2) Valin hópur neytenda getur skráð sig inn á sérstakan vef þar sem hægt er að skrá inn upplýsingar um síðustu innkaup og svo myndi tölvukerfi sýna í rauntíma meðalverð á völdum vöruflokkum milli verslana. Er þá nóg að fara á netið rétt áður en hlaupi er út í búð. Þannig væri hægt að sýna á grafískan máta hækkanir/lækkanir á vörum.

3) Verðlagseftirlit fær útskrift fyrir ákveði tímabil beint úr kassakerfinu frá verslunum

Ég verð að viðurkenna að ég fer flestar mínar verslunarferðir í Bónus þegar ég fer að kaupa í matinn. Stundum hef ég þurft að kaupa stórt inn þegar ég er að elda fyrir stóra ferðahópa og er þá hægt að fá matinn á ótrúlega góðu verði.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Jóhannes í Bónus skrifar um sinnaskipti ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld leið til að gera verðkannanir - Nota tæknina :)

Skil ekki hvers vegna það þarf að vera svona mikið mál að gera verðkannanir. Hér eru nokkrar einfaldar leiðir.

1) Hægt er að biðja fólk um að senda inn afrit af verðstrimlinum þar sem koma fram upplýsingar um vöru, verð ásamt dagsetningu.
2) Valin hópur neytenda getur skráð sig inn á sérstakan vef þar sem hægt er að skrá inn upplýsingar um síðustu innkaup og svo myndi tölvukerfi sýna í rauntíma meðalverð á völdum vöruflokkum milli verslana. Er þá nóg að fara á netið rétt áður en hlaupi er út í búð. Þannig væri hægt að sýna á grafískan máta hækkanir/lækkanir á vörum.
3) Verðlagseftirlit fær útskrift fyrir ákveði tímabil beint úr kassakerfinu frá verslunum


mbl.is Bónus gerir athugasemd við frétt Sjónvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar stefna hröðum skrefum í sömu átt og ERU AÐ VERÐA ALLT OF FEITIR.

Það er með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki enn gripið í taumana þar sem þetta samfélag gengur allt út á rusl- og skyndifæði. Því er ekki hægt að fá tilboð á mat öðruvísi en að það séu sykraðir drykkir með í tilboðinu. Og þá er verið að tala um gervisykur líka sem nýjustu rannsóknir segja að sé engu skárri. Sælgætisverksmiðjur notast við mörg tonn af sykri í viku hverri til að framleiða sínar vörur og einnig er farið að nota sykur í mat í miklu magni eins og mjólkurvörur.

Líklega er Íslenskt samfélag komið að þeim tímapunkti þar sem meðalaldur getur ekki orðið mikið hærri. Við getum átt von á því að sú kynslóð sem núna er að vaxa úr grasi nái ekki þeim tölum sem við höfum í dag.

En annars er sú regla sem að ég fer eftir þessa daganna að borða sem minnst af hvítu hveiti, mjólkurvörur, gosi og ENGIN SYKUR.

Sykur er náskyldur amfetamíni og gefur svipuð áhrif og því von að börn séu orðin erfið þegar þau fá að kaupa nammi í kílóavís í viku hverri. Lausnin sem foreldrar koma svo með er að setja þau á lyf gegn ofvirkni! Enda notkun þeirra með því mesta sem þekkist í heiminum hér á Íslandi!

Ég fæ að heyra það reglulega frá útlendingar sem eru á ferð með mér um landið að Íslendingar séu ALLT OF FEITIR!

Ein lausn á vandanum er að gera eins og Danirnir og það er að hjóla hluta af leiðinni í vinnuna. Setja upp léttlestarkerfi og vera með ódýr hjól þannig að fólk geti hjólað á næstu stoppistöð og skilið hjólið þar eftir :)


mbl.is Offita vandi þeirra sem hegða sér á eðlilegan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband