Færsluflokkur: Menning og listir

Hvaða furðufyrirbæri eru þetta? - Hver þekkir söguna?

Fyrir stuttu hafði samband við mig maður sem vildi fá upplýsingar um ljósmynd sem að ég tók vestan undir rótum Helgafells í Mosfellsdal.

Myndin lítur svona út. Ein og sjá má, þá er myndin öll á hreyfingu svo að ég fór aftur og tók þá nýja myndaseríu af fyrirbærinu

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo betri mynd af svæðinu sem sýnir greinilega þrjá hringi sem eru nálægt hvor öðrum og það má jafnvel greina óljóst þann fjórða

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar rétt hjá má svo sjá þessi mannvirki

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Til að gefa lesendum nokkur stikkorð, þá er ég búinn að leggja á mig smá vinnu viða að finna út úr þessum fyrirbærum.

Talað hefur verið um spítala, stríðsárin, skotbyrgi, loftvarnarbyrgi, þrír sprengjugígar, ásatrú, vatnstanka, hitaveitu, gull í Helgafelli, vegagerð, pensilín og fl.

Hef ekki tíma til að klára bloggið núna svo að ég læt lesendum eftir að finna út úr því hvað hér um ræðir :)

og svona í lokin, veit þá einhver hvaða mannvirki þetta er sem má finna sunnan við gamla flugbraut uppi á Mosfellsheiði. Takið eftir hringhleðslunni sem liggur svo enn utar!

Loftmynd tekin sunnan við gömlu flugbrautina uppi á Mosfellsheiði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Hér er hugmynd - Núna er möguleiki á stórkostlegum breytingum

Áhugavert að fylgjast með umræðunni um brunarústirnar niður í miðbæ. Ég átti leið þar framhjá á sínum tím rétt eftir að búið var að girða svæðið af.

Datt mér þá í huga að sniðugt væri að skreyta aðeins útlitið á veggnum sem verið var að reisa í kringum svæðið.

Hugmyndin hélt áfram að þróast og því ekki að byggja flott glerhús með baklýsingu sem væri einstakt í veröldinni upp á nokkrar hæðir og þekja útveggi 100% með slíkum myndum. En svona hús baklýst að kvöldi myndi eflaust vekja mikla athygli á dimmum vetrarmánuðum

Í dag eru til gluggafilmur sem sést vel út um og því óþarfi að hafa sýnilega glugga á slíku húsi.

Til að byrja með, þá þyrfti að hreinsa allt í burtu og flytja upp í Árbæjarsafn og endurbyggja.

Svo væri möguleiki á að byggja hús á 1 hæð og þá með opnu útisvæði ofan á toppnum með kaffihúsaaðstöðu m.m.
Hugmyndir Kjartans P. Sigurðssonar um hús á 1 hæð
Hús á einni hæð og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn

Stór mynd má skoða hér

eða …

byggja hús 2 hæðum
Hugmyndir Kjartans P. Sigurðssonar um hús á 2 hæðum
Hús á tveimur hæðum og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn

Stóra mynd má skoða hér

Húsið yrði klætt með baklýstum 360° ljósmyndum úr íslensku landslagi. Sem myndi að sjálfsögðu lýsa fallega upp skammdegið og vekja mikla athygli.

Starfsemi: Alhliða upplýsingar fyrir ferðamenn, kaffihús, samkomuaðstaða og bókunarmiðstöð.

Í Húsinu yrðu nokkur herbergi með 360°hringmyndum sem yrði líka baklýst og væri þá t.d. hægt að labba inn í mismunandi rými með mismunandi þema. T.d. Íshellir, hraunhellir, jökulsárlón, eldgos, hverasvæði, foss eða önnur flott svæði á íslandi.

Svo mætti fá upplýsingar á tölvuskjáum eða hlusta á hljóðupplýsingar á mismunandi tungumálum.

Þetta hús er það sérstakt að eftir því yrði tekið - enda annað eins ekki sést áður


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Þar sem reikna má með að um 3-500 þús. ferðamenn muni eiga leið um miðbæinn í sumar, þá er mikilvægt að ásýnd miðbæjarins sé smekkleg og ekki verra ef það er eitthvað fallegt sem gleður augað. En fljótlegt er að klæða núverandi svæði af með slíkri mynd.


Hægt er að skoða útfærslu á baklýstri risamynd 16m x 2.35m í nýja sýningarsalnum í Bílabúð Benna hér (3 myndir)
Skaftafell - Vatnajökull
Skaftafell - Vatnajökull


Hvað er eitt þekktasta miðbæjarhorn heimsins í dag?

"Times Square" á Manhattan í New York

Þar er ekki verið að eltast við arkitektúr, heldur er um einhverskonar sameiningarták - lítið annað en neonskilti og stór tölvuskjár!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Niðurstaða hugmyndasamkeppni kynnt innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringsdalur, myndir og kort

Á vef Fornleifaverndar ríkisins mátti finna eftirfarandi um Hringsdal og þar eru einnig fínar myndir af svæðinu.

http://www.fornleifavernd.is/index.php?pid=69

"Hilmar Einarsson forvörður og eigandi jarðarinnar Hringsdal í Arnarfirði hafði samband við Fornleifavernd ríkisins sumarið 2006 og tilkynnti að Eyjólfur bróðir hans hefði fundið mannabein í meintu kumli sem er að finna á landareign Hilmars og Kristínar konu hans. Í Hringsdal, er samkvæmt sögnum, haugur Hrings, norsks manns sem kom til Íslands með Erni landnámsmanni sem nam Arnarfjörð. Hringur var sagður veginn af Austmönnum sem höfðu elt hann til Íslands til að hefna fyrir víg. Hringur varðist vel og hryggbraut fjölda Austmanna á steini og eru þeir einnig heygðir í Hringsdal skv. sögnum. Fornleifavernd ríkisins fór vestur og kannaði aðstæður. Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses tók að sér rannsókn á kumlateignum og minjunum í Hringsdal. Frumkönnun Adolfs leiddi í ljós kumlateig, mannabeinabrot, hluta kjálka með tönnum, kambbrot og leifar fleiri gripa. Verður spennandi að fylgjast með hvað rannsóknin leiðir í ljós."


Hótel Búðir eru með flottan vef og mátti þar lesa þennan texta:

http://www.budir.is/default2_is.asp?active_page_id=48

"Vestur í Arnarfjarðardölum er bær, sem nú á tímum jafnan er nefndur Hringsdalur, alkunnur bær, því að þar hefir löngum verið myndar- og rausnarheimili. Í Hringsdal hafa gengið munnmælasagnir um landnámsmanninn Hring, er bærinn sé við kenndur, og deilur hans við Austmann í Austmannsdal, er lyktuðu með því, að Hringur féll í bardaga í Hringsdal. Hringshaugur er sýndur enn í dag, og ýmis örnefni eru þar önnur, sem lúta að þessum sögnum, Víghella, Bardagagrund, efri og neðri, Ræningjalág eða Austmannalág. Er þetta í rauninni heil Íslendingasaga, sem þarna hefir gengið í munnmælum, og hafa þeir skráð inntak hennar hvor í sínu lagi, Sigurður Vigfússon 1) og Helgi Guðmundsson 2) en aldur sögu þessarar má ef til vill marka af því, að í eldri heimildum, allt niður á 18. öld, er bærinn jafnan nefndur Hrísdalur, og mun ekki vera að efa, að það sé hið upphaflega nafn hans."

Hringsdalur er um 10 km frá Bíldudal.

Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur og næsti dalur til vinstri er Hringsdalur.

Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn og lengra til vinstri má sjá hvar Hringsdalur er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo kort af Hringsdalur, Hvestudal, Arnarfirði, Nónhorni, Bíldudal

Hringsdalur, Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn, Bíldudalur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Kuml fannst í Arnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnarhúsið við Tryggvagötu - Myndir

Í þessu þekkta húsi eru ýmsar stofnanir eins og Listasafn Reykjavíkur og svo Samgönguráðuneytið m.m.

Hafnarhúsið við Tryggvagötu

Listasafn Reykjavíkur og Samgönguráðuneytið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hafnarhúsið selt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tek stundum lagið "Please release me let me go" :)

Ég skrapp til Kína fyrir nokkrum árum og lenti þá í þeirri merkilegu lífsreynslu á einu hótelinu að þurfa að taka þátt í smá "skemmtun". En hún gekk út á að ferðahópurinn kom saman í þar til gerðu herbergi sem var sérhannað til að syngja í "Karókí"! Þessi herbergi eru á nánast hverju hóteli í Kína og þarna eru flottar græjur og fallegar meyjar sem sjá um að færa hópnum veigar og aðra þjónustu.

Ég verð að viðurkenna að fram að þessu hafði söngur ekki verið mitt uppáhald og reyndi ég að syngja nokkra Elvis Presley slagara með misjöfnum árangri.

Það var ekki fyrr en þarna í Kína sem fordómar mínir kolféllu gagnvart þessari iðju sem svo margir stunda. En þessi skemmtilegi leikur snýst ekki beint um sönghæfileika, heldur að gera sjálfan sig og sjá aðra gera sig af fíflum. En svo er alltaf einn og einn sem er mjög góður söngvari og þá er það bara bónus. En á svona samkomum er mikið hlegið og þá koma þessir laglausu sterkir inn :)

Hér er hópur leiðsögumanna samankomin í útskriftarferð að syngja í Skaftafelli

Tveir góðir að taka saman lagið My Way eftir Frank Sinatra (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo virka ABBA lögin alltaf vel og leikkonurnar áttu ekki í erfiðleikum með að syngja þau lög með miklum tilþrifum

Tvær góðir að taka saman lagið Waterloo (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópur leiðsögumanna samankomin í ferð inn í Þórsmörk sem Börkur sá um að skipuleggja

Tvær góðar að taka lagið saman (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin þá er hér myndir úr Kínaferðinni þar sem sungið lagið Love Me Tender af mikilli innlifun

lagið Love Me Tender sungið í Kína (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Finnar setja heimsmet í maraþonkarókí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband