STYRKJUM LANDSBYGGÐINA - EFLUM SAMGÖNGUKERFIÐ - LÉTTLESTARKERFI FYRIR NORÐURLANDIÐ!

TENGJUM BYGGÐIRNAR SAMAN

... og eflum þar með samgöngur og ferðamennsku á Norðurlandinu.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.

Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.

Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:


http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Góð kjörsókn í Þingeyjarsýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hljómar eins og góð viðskiptahugmynd! Hvar ertu búinn að fjárfesta í henni? Hvar geta aðrir viljugir fjárfest?

Eða ertu að tala um hugmynd sem á að fjármagna með SKATTI? Nei, svo slæm er hugmyndin ekki! 

Geir Ágústsson, 17.11.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er fullt af skemmtilegum möguleikum í þessari hugmynd sem hægt er að þróa áfram í ýmsar áttir. Áhrifin af svona verkefni gætu haft víðtæk áhrif út í samfélagið og skapað skemmtilega hagkvæma tengingu á milli hinna dreifðu byggða á þessu svæði.

Hvort sem að okkur líkar betur eða verr, þá er það á hreinu að bílisminn muni líða undir lok eins og hann er í dag og innan 10 til 20 ára verða komnar háværar kröfur um umhverfisvænar og hagkvæmar lausnir sem við verðum að hlusta á hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Þessi framkvæmd er í raun ekki svo dýr miða við aðrar hugmyndir sem komið hafa upp á borðið í samgöngumálum síðustu misserin. Nánast öll þekking og tækni er nú þegar til staðar í landinu, aðeins spurning um vilja og fjármagn til að byrja.

Til að byrja með er auðvelt og fljótlegt að tengja þessa hugmynd þeim framkvæmdum sem stóru orkufyrirtækin standa fyrir þessa dagana og auðvelt er að gefa hugmyndinni "Umhverfisvænan" stimpil og þann fjárhagslega styrk sem þarf til svo að svona geti orðið að veruleika.

Kerfið bíður upp á aukið flæði milli byggðanna fyrir heimamenn sem gæti þýtt betri nýtingu eins og á skóla- og heilbrigðiskerfinu og atvinnulífið myndi njóta góðs af líka.

Það má auka straum ferðamanna mikið til landsins, bæði með skemmtiferðaskipum og beinu flugi yfir allt árið og ná þar með betri nýtingu á þeim fjárfestingum sem fyrir eru í ferðaiðnaðinum.

Nóg í bili...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.11.2007 kl. 00:35

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir


Góð hugmynd eins og svo margar sem þú hefur sett fram hér. Hvernig er það - er ekki Magnús Oddsson að hætta? Sækir þú ekki bara um?

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.11.2007 kl. 01:28

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Væri það ekki bara tímasóun?

... en eins og með svo margt annað í þessu samfélagi, þá er fyrir löngu búið að ákveða fyrirfram hver á að fá þá stöðu í reykfylltu bakherbergi úti í bæ!

Þar sem að ég veit að þú ert mikil baráttu- og hugsjónarkona, þá efa ég ekki að ég myndi að lokum enda í stólnum hans Magnúsar ef þú færir nú í gang með eina slíka herferð :)

Eins og síðustu dæmin sanna, þá vitum við bæði að ferðaþjónustan hefur oftar en ekki borið skarðan hlut í mörgum málum þegar ríkisvaldið á í hlut. Síðustu daga hefur þessi stóri málaflokkur verið eitthvað að þvælast á milli ráðuneyta og starfsmannafjöldin þar sem sinnir honum (1 stöðugildi) er ekki mikið til að hrópa húrra yfir!

Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar þeir sáu bíl frá vegagerðinni aka um hluta af Gullna hringnum til að bera á veginn. En bíll hafði oltið deginum áður á Gjábakkavegi.

Ég get ekki betur séð en að stjórnvöld ætli áfram að stinga hausnum í sandinn. Það er eins og þeir átti sig ekki á því að nú þegar koma til landsins meira en hálf milljón ferðamenn á ári og sú tala hækkar hraðar en margan grunar.

Við erum þegar farin að sjá alvarleg merki þess að við ráðum ekki við að taka á móti öllum þessum fjölda nú þegar! Það er nú ekki gaman að lesa það í fjölmiðlum að ferðamenn þurfi að sofa í bílum sínum vegna skorts á gistinu þegar verið er að ferðast um suðurströndina á miðju sumri.

Líklega er besta lausnin sú að öflugir fjárfestar komi meira inn í að reyna að laga þessi mál betur og þá í samstarfi við orkufyrirtækin og sveitafélögin. Bláa Lónið er gott dæmi um slíka framkvæmd sem hefur skilað sínu og vel það.

Við eigum að byggja upp umhverfisvænt lestarkerfi sem fyrst og síðan ýmsa ferðaþjónustu í nálægð við slíkar brautir. Sem dæmi, þá mætti byggja heilt skíðaþorp með fjölþættri þjónustu, þar sem hugsað er fyrir öllum smáatriðum, ekki bara einhverja skíðabrekku hér og þar sem nýtast svo bara fáa daga á ári. Flest slík svæði í USA eru einkarekin með góðum árangri - allt árið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.11.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband