Er þá öll "harða" fjölskyldan komin í embætti og þar með á ríkisjötuna?

Spilling er víða í okkar samfélagi og það er auðvita slæmt þegar hún er svona augljós eins og í þessu tilfelli. En samfélag okkar er lítið og það er talið að þeir sem fá vinnu hér á landi sé um 80% í gegnum svona tengsl. Það er auðvita slæmt því að það er til fullt af hæfu fólki með langa menntun að baki sem horft er fram hjá í tilfell eins og þessu.

Svo er annað að börn, vinir og ættingjar slíkra ráðamanna hafa verið ráðin út um allt í þessu kerfi okkar sama hversu hæft þetta fólk er í viðkomandi störf. Fyrir utan siðblinduna í upphafi, þá koma reglulega upp spillingarmál og þá getur það tekið mörg ár að grassera áður en nokkuð er að gert. Enda vel þekkt að það er passað vel upp á sína í slíku kerfi.

Annars merkilegt að þeir sem berjast hvað harðast fyrir sjálfstæði og einstaklingsframtaki skuli sitja hvað harðast á ríkisjötunni með alla sína vini, börn og ættingja og sjá ekkert athugavert við það að ríkiskassinn er blóðmjólkaður á ofurlaunum og af hverskyns gæluverkefnum þessu fólki til handar.

Merkilegt hvað ríkisbáknið og skattpíning vex mikið annars undir stjórn þessara sömu manna.

Þetta er því miður Ísland í dag.

Mynd sýnir Ingu Jónu Þórðardóttur að störfum.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. það vill svo til að ég á sjálfur slatta af börnum og það væri nú ekki amalegt að vera í svona fínni aðstöðu að geta úthlutað gælustöðum fyrir þau seinna meir út um allt í kerfinu!
mbl.is Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband