18.7.2007 | 07:18
Lít við í Landmannalaugum í dag - frábær staður
Þeir sem koma inn í Landmannalaugar hafa marga möguleika til að upplifa fallega náttúru.
Hægt er að fara í 1 kl.st. göngu frá skálanum um Laugarhraun sem flestir ættu að geta gengið. Þó ber að passa sig þegar verið er að klöngrast í gegnum úfið hraunið.
Gengið til baka eftir gilinu sem liggur á milli Bláhnjúk og Laugahrauns (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópur á leið yfir úfið Laugarhraunið á leið niður í gilið sem liggur á milli Bláhnjúks og hraunsins.
Danskur ferðahópur á göngu í Laugahrauni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessu korti má sjá Landmannalaugarsvæðið og er ég búinn að teikna inn á 3 vinsælar stuttar gönguleiðir sem liggja frá svæðinu. Gula leiðin er sú sem flestir fara og auðveld fyrir þá sem treysta sér ekki í erfiða fjallgöngu. Bláa Leiðin er sú sem er vinsælust upp á tindinn Bláhnjúk. En mín uppáhaldsleið er að fara þá rauðu. En þar er gengið í gegnum gríðarlega fallegt gil og mikla litadýrð.
Yfirlitskort yfir Landmannalaugar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Minn uppáhalds staður er að fara upp á Bláhnjúk og er hægt að komast þar upp eftir 3 leiðum
Gengið upp Bláhnjúk að vestanverðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn ljósmyndarinn búinn að koma sér fyrir fram a ystu nöf - En hann er á berggangi sem gengur út úr Bláhnjúki til suðurs.
Myndað ofan af Bláhnjúki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í laugum getur mannfjöldinn orðið gríðarlegur og verður fólk að tjalda á beru grjótinu
Tjaldað í Landmannalaugum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Allir verða að prófa að fara í heitu laugina sem er heitt vatn sem rennur undan hrauninu
Farið í bað inni í Landmannalaugum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessa daganna er verið að reisa nýtt "Lúxus" hús fyrir skálaverði þar sem gert er ráð fyrir öllum nútímaþægindum.
Það þarf að spara á öllum stöðum - hér er verið að reisa innflutt hús. Spurning hvernig það muni reynast í vetrarhörkum inni á hálendinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flott er að panta nýveiddan silung í Fjallabúð. En hann er vafin inn í álpappír og kryddaður með sítrónupipar. Nóg er að hafa hann á grillinu 3-4 mín hvora hlið.
Á staðnum er flott kaffihús sem er í 2 gömlum bílum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og í lok ferðar er að sjálfsögðu lagt flott á borð og nýveiddur silungur snæddur
ánægð fjölskylda á ferð yfir Fjallabak-Nyrðra (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hægt er að fara í 1 kl.st. göngu frá skálanum um Laugarhraun sem flestir ættu að geta gengið. Þó ber að passa sig þegar verið er að klöngrast í gegnum úfið hraunið.
Gengið til baka eftir gilinu sem liggur á milli Bláhnjúk og Laugahrauns (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópur á leið yfir úfið Laugarhraunið á leið niður í gilið sem liggur á milli Bláhnjúks og hraunsins.
Danskur ferðahópur á göngu í Laugahrauni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessu korti má sjá Landmannalaugarsvæðið og er ég búinn að teikna inn á 3 vinsælar stuttar gönguleiðir sem liggja frá svæðinu. Gula leiðin er sú sem flestir fara og auðveld fyrir þá sem treysta sér ekki í erfiða fjallgöngu. Bláa Leiðin er sú sem er vinsælust upp á tindinn Bláhnjúk. En mín uppáhaldsleið er að fara þá rauðu. En þar er gengið í gegnum gríðarlega fallegt gil og mikla litadýrð.
Yfirlitskort yfir Landmannalaugar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Minn uppáhalds staður er að fara upp á Bláhnjúk og er hægt að komast þar upp eftir 3 leiðum
Gengið upp Bláhnjúk að vestanverðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn ljósmyndarinn búinn að koma sér fyrir fram a ystu nöf - En hann er á berggangi sem gengur út úr Bláhnjúki til suðurs.
Myndað ofan af Bláhnjúki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í laugum getur mannfjöldinn orðið gríðarlegur og verður fólk að tjalda á beru grjótinu
Tjaldað í Landmannalaugum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Allir verða að prófa að fara í heitu laugina sem er heitt vatn sem rennur undan hrauninu
Farið í bað inni í Landmannalaugum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessa daganna er verið að reisa nýtt "Lúxus" hús fyrir skálaverði þar sem gert er ráð fyrir öllum nútímaþægindum.
Það þarf að spara á öllum stöðum - hér er verið að reisa innflutt hús. Spurning hvernig það muni reynast í vetrarhörkum inni á hálendinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flott er að panta nýveiddan silung í Fjallabúð. En hann er vafin inn í álpappír og kryddaður með sítrónupipar. Nóg er að hafa hann á grillinu 3-4 mín hvora hlið.
Á staðnum er flott kaffihús sem er í 2 gömlum bílum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og í lok ferðar er að sjálfsögðu lagt flott á borð og nýveiddur silungur snæddur
ánægð fjölskylda á ferð yfir Fjallabak-Nyrðra (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hálendið hefur sérstakt seiðmagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.