Ubs! Líklega á ég einhverja sök :|

Ég verða að viðurkenna að ég grínast stundum með það í hálfkæringi við ferðamenn að henda "öllum" sínum peningum í gjánna og nú sé hefðin sú að það sé líka tekið á móti greiðslukortum í takt við nýja tíma!

Svo er að heyra að einhverjir hafi tekið mig á orðinu sem er hið besta mál fyrir skattsvelt ríkisbákn. Spurning um að strauja umrædd kort og kanna hver viðbrögðin yrðu.

T.d. mætti láta færsluna heita: "Gjald fyrir að óska sér .... 100 kr þar af virðisauki ... 24.5 kr samtals 124.50"

Peningagjá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er ég búinn að fljúga nokkrar ferðir inn að Þingvöllum eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Hér má sjá Peningagjá úr lofti. Staðurinn er einn að vinsælli ferðamannastöðum á landinu enda á Gullnahringnum sem um 4-500 þúsund ferðamenn fara á ári

Peningagjá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Peningagjá er í raun Nikulásargjá sem er eystri grein í Flosagjá. Flosahlaup er norðarlega í gjánni þar sem hún er mjóst eða rétt rúmir 3 m

Nikulásargjá er kennd við Nikulás Magnússon sýslumann. Hann fannst dauður í gjánni eftir að hann sturlaðist á Alþingi árið 1742.

Um leið og brúin var gerð yfir Nikulásargjá, 1907, hófst sá siður að kasta peningum af brúnni í gjána og er hún nú þar kölluð Peningagjá. Einstöku menn hafa kafað eftir peningunum og jafnvel lyklum sem að þeir hafa misst. En gjáin er djúp og vatnið kalt, ekki nema 4°C.

Hér má sjá Hakið á Þingvöllum þar sem þjónustumiðstöð og sýningarhús er fyrir ferðamenn

Hakið Þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Öxaráfoss er fyrsti manngerði foss á Íslandi

Hér fellur fossinn fram af klettunum í öllu sínu veldi

Öxaráfoss (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af svæðinu. En vormyndir geta verið frekar litlausar eins og sjá má.

Þingvallakirkja og Þingvallabærinn sem er að hluta til sumarhús forsætisráðherra og aðstaða fyrir þjóðgarðsverði

Þingvallakirkja og Þingvallabærinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ástin getur verið takmarkalaus

Þessi hjón vöktu athygli mína í skemmtilegri ferð með Dani um landið. Það var dásamlegt að fylgjast með þeim hversu samrýmd þau voru alla ferðina - sama hvað á gekk. Hér koma þau frá peningagjánni stuttu eftir að þau eru búin að óska sér. Ætli þau hafi óskað sér áframhaldandi hamingju í sínu sambandi? Hver veiti.

Þessi hjón leiddust í gegnum alla ferðina - sönn ást? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


  Lesið saman í Landmannalaugum 
  Nesti snarlað við Hljóðakletta 
  Klifrað upp Drangey - Ekki voru allir sem þorðu upp 
  Gengið um Drangey og lundinn skoðaður 
  Á leið í land með Drangey í baksýn 

Það er annars margt fallegt að sjá á Þingvöllum eins og Valhöll, Þingvallakirkju, Almannagjá, Drekkingarhyl, Öxará og fl. góða staði.

Ég lofa í framtíðinni að mæla ekki með að ferðamenn greiði með greiðslukortunum sínum aftur - spurning um að koma upp posa þannig að fólk geti straujað fasta upphæð þegar það á leið hjá til styrktar einhverju málefni :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Greiðslukortum kastað í Peningagjá á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband