Færsluflokkur: Bloggar

Það er mikill uppgangur í fisflugi á Íslandi þessa dagana

Þetta var flottur árangur hjá Indverjunum. En þeir voru að ljúka hringflugi sínu um jörðina á fisi.

Mörgum kann að þykja að þessi "flugvél" sem þeir kapparnir voru á sé ekki ósvipuð venjulegri flugvél. Það er í raun þannig í flestum nema að kröfur sem flugmálayfirvöld gera er að vélin má að hámarki vera 450 kg fullhlaðin.

Fis hefur opnað mörgum möguleika á að stunda flug en kröfur eru mun minni sem gerðar eru til flugmanna slíkra flugtækja heldur en í einka- og atvinnuflugi.

Það er mikill uppgangur í fisflugi á Íslandi þessa dagana og á síðustu 2-3 árum hafa verið flutt inn og sett saman um 20 fis. En stóri liðurinn í þessu öllu saman er að fisflugmenn mega sjá um samsetningu og viðhald á sínum flugvélum sjálfir og er því um eins konar grasrótarsamtök áhugamanna um flug að ræða og gróskan mikil.

Hér má sjá spennta fisflugáhugamenn taka út nýtt fis sem kom í Júní 2005 til landsins. Hér er um að ræða hálfsamsetta flugvél en ekki kit sem að margir eru að kaupa sér og getur tekið hundruð klukkustunda að setja saman.

Hér eru fisflugmenn að aðstoða við að taka fisið út úr gámnum.

Nýtt fis af gerðinni Zenith CH601-UL með Rotax 912s mótor í eigu Gylfa Árnasonar og Sigurjóns Sindrasonar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er búið að setja vélina saman í einu af nýju flugskýlum fisfélagsins sem staðsett er upp við Grund undir Úlfarsfelli.

Hér er flugvélin að verða klár til að fara í sitt fyrsta prufuflug.

Nýjasta flugskýi fisfélagsins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópur félagsmanna og annarra áhugamanna um flug samankomnir við flugbrautina við Grund til að fylgjast með fyrsta testflugi TF-137

Félagsmenn bíða spenntir eftir fyrsta flugi þessara nýju fisvélar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hálfdán Ingólfsson, margreyndur flugmaður að vestan, er fengin til að "test" fljúga vélinni

Ekki er annað að sjá en að flugið gangi vel (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo linkur á heimasíða fisfélagsins fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar: http://www.fisflug.is/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Indverskir flugmenn slógu met í hnattflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá styttist í það að Vatnajökull verði stærsti þjóðgarður í Evrópu

Vatnajökul og svæðið í kringum hann er líklega einstakt í heiminum. Jökulinn er stærsti jökull Evrópu (rúmmál) og þarna er gríðarlegt ísmagn samankomið á einn stað eða um 4000 km³ sem þekur um 8100 km² lands.

Þarna má finna virkustu eldfjöll landsins, hæsta fjall landsins, Jökulsárlónið, Grímsvötn, Kverkfjöll, flotta íshella, háhitasvæði, eitt mesta regnsvæði heimsins, stærstu sanda landsins, hamfarahlaup og svona mætti lengi telja.

Nú stendur til að gera Vatnajökul af þjóðgarði. Svæðið mun þá ná yfir 15.000 ferkílómetra eða sem samsvarar 15% af yfirborði Íslands og verða þar með stærsti þjóðgarður í Evrópu.

Þarna má finna fjölbreytta möguleika fyrir ferðamenn eins og að ganga á Hvannadalshnjúk hæsta fjall landsins 2110 m hátt. Skaftafellssvæðið býður upp á fjölda gönguleiða eins og Svartafoss, Kristínartindar og Mossárdal. Fara má flotta 4x4 leið upp í Jöklasel þar sem hægt er að fara í jeppaferðir inn á jökul og komast á vélsleða. Fara má í magnaðar gönguferðir um Lónsöræfi þar sem jarðfræðin er ótrúleg á þeirri leið. Ég mæli sérstaklega með heyvagnaferðir út í Ingólfshöfða, ógleymanleg upplifun.

Horft upp eftir Svínafelljökli þar sem verið er að fljúga upp jökulinn í átt að Hvannadalshnjúk (2110m) hæsta fjalli landsins.

Skriðjökulinn Svínafelljökull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á stærsta skriðjökli landsins, Breiðamerkurjökull, má sjá jökulruðninga sem er grjótsvarf af fjallstindum sem liggja ofar á jöklinum.

jökulruðningar í Breiðamerkurjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óhætt er að segja að Svartifoss er ein vinsælasta náttúruperlan í Skaftafelli, en í Skaftafell koma tæp 200 þúsund ferðamenn á ári.

Svartifoss í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gönguleiðin upp að Kristínartindum er vinsæl gönguleið og er útsýnið þaðan stórfenglegt.

Kristínartindar í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flott vinsæl gönguleiðin er frá Skaftafelli inn í Morsárdal.

Hér horfir par niður í Morsárdal frá gönguleiðinni á Kristínartinda (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heyvagnaferð út í Ingólfshöfða mæli ég með að allir fari í.

Hópur ferðamanna á leið út í Ingólfshöfða. Öræfasveitin með Hvannadalshnjúk í baksýn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jökulsárlónið er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á svæðinu

Jökulsárlón/Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margir ferðamenn fá sér siglingu Jökulsárlóninu

Siglt á Jökulsárlón/Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Illikambur og Lónsöræfi er mjög vannýtt svæði af göngufólki

Illikambur og Lónsöræfi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Kverkfjöll mættu fleiri ferðamenn koma, en þar má finna fullt af flottum jarðfræðilegum fyrirbærum. Hér eru myndir af íshellinum í Kverkjökli

íshellirinn í Kverkjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nóg í bili, greinilega nóg sem ný stjórn þarf að huga að varðandi Vatnajökulssvæðið.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náði í skemmtilegar bátamyndir á Vestfjörðum fyrir stuttu

Hér siglir skuttogari Gunnbjörn ÍS-302 á leið til Ísafjarðar. Skipið er með heimahöfn í Bolungarvík. Brúttórúmml. : 407,33. Brúttótonn : 619,83. Lengd(m) : 46,56. Félagið Birnir ehf eiga skipið.

Skuttogari Gunnbjörn ÍS-302

Skuttogari Gunnbjörn ÍS-302 á leið til hafnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á firðinum mátti sjá bátinn Ölduna frá Ísafirði vera að huga að veiðafærum sínum.

Veiðibáturinn Aldan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Heildarafli íslenskra fiskiskipa eykst milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti

Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornarfirði og svo í Vestmannaeyjum.

Svona lítur höfnin út í Þorlákshöfn úr lofti

Höfnin í Þorlákshöfn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar sem umræðan fór að snúast svo mikið um ferjusiglingar til Vestmannaeyjar, þá mátti ég til með að bæta inn þessari mynd hérna:

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!

Linkur á Fred. Olsen Express

Hér gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem við vorum á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Vilja stórskipahöfn í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstu byggingar heims - Myndir

Hæstu byggingar heims



Burj Dubai - Dubai Tower
Taiwan
Byggt frá 2005-2009
Hæð : 512.1 metrar (21 júlí 2007) - verður 808 metrar
Hæðir : 162
Kjallarahæðir : ?
Lyftur : ?
Í Burj Dubai - Dubai Tower verða veitingahús, líkamsræktarstöð, skrifstofur, rannsóknarstofur, bókasafn og ráðstefnusalir.


Tapei 101
Taiwan
Byggt frá 1999-2004
Hæð : 509 metrar
Hæðir : 101
Kjallarahæðir : 5
Lyftur : 61
Í Tapei 101 eru veitingahús, líkamsræktarstöð, skrifstofur, rannsóknarstofur, bókasafn og ráðstefnusalir.


Petronas Turnarnir
Kuala Lumpur
Byggt frá 1992 - 1998
Hæð : 452 metrar
Hæðir : 88
Kjallarahæðir : 5
Lyftur : 78
Í Petronas turninum eru aðallega skrifstofur.


Sears Turninn
Bandaríkin
Byggt frá 1972 - 1974
Hæð : 442 metrar
Hæðir : 108
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 104
Í Sears turninum eru skrifstofur.


Jin Mao Turninn
Kína
Byggt frá 1994 - 1998
Hæð : 420 metrar
Hæðir : 93
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 130
Herbergi : 555
Í Jin Mao turninum eru skrifstofur og hótel.


2 International Finance Centre
Kína
Byggt frá 1997 - 2003
Hæð : 415 metrar
Hæðir : 90
Kjallarahæðir : 6
Lyftur : 62
Í 2 International Finance Centre eru skrifstofur og bílastæði.


Citic Plaza
Kína
Byggt frá 1993 - 1997
Hæð : 391 metri
Hæðir : 80
Kjallarahæðir : 2
Lyftur : 35
Herbergi : 598
Í Citic Plaza eru skrifstofur


Shun Hing Square
Kína
Byggt frá 1993 - 1996
Hæð : 384 metrar
Hæðir : 69
Kjallarahæðir : 3
Í Shun Hing eru skrifstofur.


Empire State
Bandaríkin
Byggt frá 1930 - 1931
Hæð : 381 metrar
Hæðir : 102
Kjallarahæðir : 1
Lyftur : 73
Í Empire State eru skrifstofur.


Central Plaza
Kína
Byggt frá 1989 - 1992
Hæð : 374 metrar
Hæðir : 78
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 39
Í Central Plaza eru skrifstofur


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hæsta bygging í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaraleg óhlýðni kemur ekki á óvart þegar fleiri og fleiri valdhafar þjást af "Breiðavíkur-heila-syndróminu"

Eru menn hissa á því að borgaraleg óhlýðni sé að aukast?

Alvarlegur sjúkdómur sem kalla má "Breiðavíkur-heila-syndrómið" virðist valda mörgum valdhafanum erfiðleikum þessa daganna.

En sá sjúkdómur hefur þau einkenni að valdhafar vilja ekki sjá það sem þeir eiga að sjá!

Kjartan


mbl.is Minni trú á stjórnmálaflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru til fleirri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins.

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!

Lesa má nánar um hugmyndina hér:
Linkur um umfjöllun um fleirri nýjar leiðir í ferðaþjónustu

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið og hefur ýmsa hagræðingu í för með sér.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En til að byrja með mætti leggja nýja leið inn að Prestnhjúkum sem er um 11 km og svo þessa leið hér:

En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Kort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.

Hæðakort af svæði og gönguleið.

Hæðakort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir reka ferðaþjónustuna Viking Tours
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Finnafjörður - Myndir

Á mynd má sjá Gunnólsvíkurfjall á Langanesi sem er við umræddan fjörð

Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi - Radarstöð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Finnafjörð sem getur verið fyrir suma erfitt að "Finna". En á íslandi má finna mörg furðuleg örnefni eins og Staðarstað, Fjörður og fl..

Kort af norðaustur horni landsins þar sem sjá má Langanes og Finnafjörð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Féll af vélhjóli og slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott er að fá fylgd yfir Krossána frá skálavörðum

Á heitum dögum getur Krossá vaxið gríðarlega mikið og eru margir bílar búnir að skemmast í ánni. Áin grefur sig mikið og breytir oft um farveg. Best er að fara yfir jökulár fyrri part dags. Þegar ekið er yfir ár er best að keyra yfir á broti og undan straumnum.

Hér er bíll frá Ísafold að fara yfir Krossá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gott er að fá fylgd yfir Krossána frá skálavörðum og er engin skömm af því þó svo að menn séu á stórum jeppum.

Hér fer traktor skálavarða í Þórsmörk, Langadal yfir Krossá(klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef vatn fer inn á mótor, þá getur stundum þurft að kaupa alveg nýjan mótor. Hér fór smá vatn inn á dísel mótor og við það myndast gufusprenging sem getur beygt stimpilstöngina eins og sjá má á eftirfarandi mynd.

Bogin stimpilstöng (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ódýrasta tryggingin þegar verið er að fara yfir stórar ár er að vera með snorkel eða búnað sem tekur loft inn á mótor uppi við toppinn á bílnum. Sumir hafa útbúið loftinntakið þannig að í stað þess að taka loft utan frá, þá er loftið tekið inn á mótor innan úr farþegarýminu rétt á meðan verið er að keyra yfir ánna. Oft er loftinntakið neðarlega í grillinu að framan og gerist það stundum að bílinn ryður á undan sér vatninu og nær þá vatnið upp í loftinntakið. Stundum er einföld lausn að taka loftinntakið úr sambandi rétt á meðan verið er að aka yfir ánna og þá er síuhúsið opnað sem liggur oft hærra í vélarrúminu.

Hér er stór jeppi á 46" dekkjum að fara yfir Markarfljótið.

Ekið yfir Markarfljótið við erfiðar aðstæður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lentu í ógöngum í Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýherji - Myndir

Hér má sjá Nýherja sem er með umboð fyrir IBM, Canon og fleiri góðar vörur

Nýherji (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Nýherji (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hagnaður Nýherja 209 milljónir á fyrri hluta ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband