FLJÓTT SKIPAST VEÐUR Í LOFTI - ÞVÍ MIÐUR!

Þann 12.8.2007 skrifaði ég eftirfarandi á bloggið hjá mér:

Akranes virðist vera inn þessa dagana, Grandi að flytja starfsemi sína þangað og Eykt að kaupa lóðir undir nýbyggingar

Akranes virkar á mig eins og flott sjávarþorp þar sem gott er að búa.

Svona lítur Akranes úr lofti þar sem horft er til austurs.

Loftmynd af vitanum með Akranes í baksýn (smelliðð á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sjófarendur virðast þurfa meiri leiðsögn þarna en á öðrum stöðum :)

Tveir þekktir vitar á nesinu sem heitir Akranes :) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Slippurinn virðist vera orðin snauður eins og víða í sjávarþorpum í kringum landið

Slippurinn á Akranesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Öll alvöru þorp út á landi eru komin með veglega aðstöðu fyrir hestaíþróttir

Hesthúsahverfið á Akranesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Höfnin á Akranesi

Höfnin á Akranesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Svartur dagur í sögu Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Vil senda þér frábærar mindir af Róm sem vinkona mín sendi mér Er algjör asni svo ég  vill vita hvert á ég að senda þeta til þín.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottar myndir, takk fyrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

sendu á kps(hjá)photo.is

Á eftir að koma til Rómar. Var annars að koma frá Grikklandi úr æði ferð þar sem að ég tók eitthvað um 2500 myndir :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.1.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Jón Þór Guðmundsson

KPS  ætlar þú að kaupa þér hús eða íbúð á Akranesi þá eða ?

Jón Þór Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Glæsilegar myndir.  Sérstaklega flott sú efsta.  Ég velti því fyrir mér hvort þú sért svifdrekaflugmaður ?

Anna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég á að heita svifdrekaflugmaður þó svo að það sé nú orðið lítið flogið síðustu árin. Það fer mikil tími í að stunda svifdrekaflug og tekur mikinn tíma að læra og margir komast því miður ekki í gegnum það ferli áfallalaust.

Eitt af vandamálunum í dag er að það er svo margt fleira í boði sem er kannski auðveldara að stunda og þess vegna aðeins lítill kjarni orðin eftir sem er að fljúga svifdrekum í dag.

Svifhlífar eða paraglider hefur mikið tekið við af svifdrekanum enda ólíkt þægilegri búnaður og svo þarf ekki eins mikið umstang til að stunda þá íþrótt.

En á efstu myndinni má sjá í vængenda á mótorsvifdreka og er það mun þægilegra að stunda. Mótorsvifdreki er í raun eins og venjulegur svifdreki nema það er búið að bæta við mótor og sæti.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband