Beint flug inn í Langasjó - Video

Fyrir nokkrum dögum var ég að prófa nýja litla videomyndavél sem að ég festi á vængendann á mótordreka. Síðan var flogið austur sem leið lá inn í Langasjó. Á myndbandinu má sjá miklar sandauðnir, fjallgarða, hálendisvötn og iðagrænan mosa þar sem tært lindarvatnið sprettur fram. Í miðjum Langasjó er eyja sem heitir Ást og væri gaman að fá að vita hvernig það nafn er tilkomið. Á sínum tíma rann Skaftá í gegnum Langasjó og hafa verið uppi hugmyndir um að nota þetta fallega lón sem uppistöðulón fyrir virkjanir á suður hálendinu.



Lesa má nánar um Bjallarvirkjun og fyrirhugað lón Tungnaárlón í Tungnaá hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/638713/


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Beint flug til Seattle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Flott myndband, þetta er fallegt svæði sem maður horfir oft yfir í vinnunni í langa álrörinu, en á eftir að fara um.  Kannski er svona mótordreki málið.

Hvumpinn, 23.7.2009 kl. 11:01

2 identicon

Hey, varst það þú sem stoppaðir í hrauneyjum þann 10 júlí??

Jason Orri (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mótordrekinn er lige sagen. Margir þekkja þann mun að ferðast um lokaður inn í bifreið og svo að þeysast um á opnu mótorhjóli. Líklega er tifinningin svipuð og að fara af flugvél yfir á mótordreka.

Ég hef prófað ýmsar leiðir til að ferðast. Það eru 2 sem standa upp úr og það er að ferðast fótgangandi eða á mótorsvifdreka eða fisi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.7.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Geggjaðar myndir hjá þér þetta eru eins og málverk þetta er svo fallegt

Guðborg Eyjólfsdóttir, 23.7.2009 kl. 11:23

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég ferðast nú ennþá bara á vélsleða og jeppabifreið, en þetta myndband sýnir að þetta farartæki þitt er viðsbjóðslega geggjað. En rosalega held ég að það þyrfti að tala mig mikið til til að setjast upp í svona.

Gaman að fá að fylgjast svona vel með þér Kjartan, frábær pistill eins og alltaf.

S. Lúther Gestsson, 24.7.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband