HVAR ER ÞESSI FOSS OG HVAÐ HEITIR HANN? :)

MYNDAGETRAUN

1) HVAR ER ÞESSI FOSS OG HVAÐ HEITIR HANN?

2) ER ÞETTA PHOTOSHOPPAÐUR ÞINGMAÐUR FYRIR FRAMAN FOSSINN Í 109 DAGA SUMARFRÍ AÐ EYÐA PENINGUM SEM HANN VAR STYRKTUR MEÐ Í SÍÐUSTU KOSNINGABARÁTTU?

3) HVAÐ ERU MARGIR/MÖRG FÍFL'ar Á MYNDINNI?

4) ÚR HVERJU ER BERGIÐ SEM FOSINN FELLUR FRAM AF OG HVERNIG MYNDAST ÞAÐ?

Hefur einhver hugmynd um hvar þessi foss er og hvað hann heitir?

Waterfall (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hey Kjartan, gaman að sjá þig hérna aftur :)

Er myndin ekki öll Photoshopuð svona ílöng?

Er ekki viss um fossinn, en myndi giska á Vestfirðina einhversstaðar, til dæmis á Hornströndum.

Baldvin Jónsson, 21.4.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Baldvin og takk fyrir innlitið,

Myndin er að mestu orginal, en tekin með sérstakri hdr tækni sem þýðir að það eru teknar 3 myndir með mismunandi lýsingu og svo settar saman ofan á hver aðra og með því fæst mun betri lýsing.

Síðan eru teknar 6 slíkar myndir og settar saman sem ein víðmynd svo að þegar upp er staðið, að þá er þessi mynd samsett úr 18 stökum myndum!

Fossinn er ekki á Vestfjörðum, enda ekki mikið af bergi áberandi af þessari tegund á því svæði.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.4.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég ætla að skjóta á að þessi foss komi úr Hvítárvatni. Enn samt kannski ólíklegt veit ekki af hverju ég vill samt nefna þennan kost.

Hinn möguleikinn er að þessi foss sjáist frá hringvegi 1 á leið austur man ekki nafnið.

S. Lúther Gestsson, 21.4.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Sigurður,

Þessi foss tengist hvorki Hvítárvatni (Langjökull) né hringvegi 1. Þetta er ekki þessi hefðbundni foss sem hægt er að sjá í sunnudagsbíltúrnum með fjölskyldunni!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.4.2009 kl. 04:13

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

steinarnir og bergmyndanirnar minna mig á svæðið í kringum Eyjafjöll eða jafnvel Emstrur.. Fjallabak syðra td. en nafnið á fossinum hef ég ekki hugmynd um.

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 09:52

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Óskar,

Þið eruð farnir að hitna en samt töluverður spölur í þennan stað :)

Það er rett að bergmyndanirnar eru svipaðar og má finna í kringum Eyjafjöll.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.4.2009 kl. 11:51

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Ef hann sést ekki frá veginum er ég glær. Var rétt í þessu að skoða myndirnar hennar Lindu Gísla,litirnir maður minn,sem prýða þetta land. Gott að kíkja inn hjá ykkur (frændsystkinum,þið eruð fjarskyld)  og slappa af,gleyma argaþrasinu Kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2009 kl. 13:27

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl Helga, ertu ekki ánægð með þrasið á Íslandi :)

Ég leit inn á síðuna hjá henni Lindu og var ekki annað að sjá en að þetta væru fínar myndir hjá henni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.4.2009 kl. 15:28

9 Smámynd: TARA

Þetta gæti verið Foss á Síðu....

TARA, 22.4.2009 kl. 20:06

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nei, ekki er fossinn svo nálægt þjóðvegi númer 1. Spurning um að fara aðeins austar. Annars er mynd af þeim fossi efst á blogginu hjá mér :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 04:21

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú verður að far að koma með þetta Kjartan.. fólk er að springa úr spenningi :)

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 08:36

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er vinsælt göngusvæði þarna :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 10:18

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm.. er þetta á Hengilsvæðinu ?

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 10:22

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nei - þú verður að fara í hina áttina :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 17:14

15 Smámynd: TARA

Ég held að þetta sé Gljúfrabúinn...

TARA, 23.4.2009 kl. 20:31

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er bara.. pass

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 20:59

17 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nei

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 20:59

18 Smámynd: TARA

Þetta getur ekki verið Seljalandsfoss !!  Jökulsárgljúfur ?

TARA, 23.4.2009 kl. 22:25

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta rauða og grá grjót ásamt gígtappanum efst er að fara með mig.. Ég man eftir svona bergi á nokkrum stöðum á landinu.. eyjafjöll og landmannalaugasvæðið.. partur af snæfellsnesi og reykhólasveit..

en ég er upiskroppa með hugmyndir. 

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 22:30

20 Smámynd: TARA

Svo er þetta nokkuð líkt Háafoss.......

TARA, 23.4.2009 kl. 22:33

21 Smámynd: Baldvin Jónsson

TARA, þetta er afar ólíkt Háafossi :)

Ég er farinn að hallast að því að þetta sé á einhverri gönguleið á Fjallabakinu

Baldvin Jónsson, 23.4.2009 kl. 23:01

22 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei vinur er ekki ánægð með þrasið,þetta vakti forvitni en ætlast ekki til að þú svarir,ekkert að hnýsast en kaustu???? Foss-sprænan er á leiðinni til Djúpavogs,bara ekki þræta kallinn minn.

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2009 kl. 03:08

23 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Tara: ÞETTA ER EKKI SELJALANDSFOSS, En það rennur stór jökulá þarna rétt hjá.

Óskar: Svona berg er víða við jökla þar sem hefur átt sér stað eldgos undir jökli. Engin af tillögunum er rétt. Hvar eru jöklar á Íslandi :)

Tara: Háifoss í Þjórsárdal er heldur ekki rétt.

Baldvin: Ekki fjallabak en þetta er við skemmtilega gönguleið, jafnvel hægt að aka upp að þessum stað ef menn gerast djarfir á viðkvæmri náttúru.

Helga: Ég er búinn að kjósa hér úti í Danmörku.Klikkaði á möguleikanum að strika út. En hér úti er bara settur listabókstafur á lítinn blaðsnepil. Þessir sneplar kláruðust í Arhus sem segir mér það að það er meira um Íslendinga þar en áður var talið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2009 kl. 08:48

24 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

og Helga þessi staður er ekki nálægt Djúpavogi, en þú ekur fram hjá staðnum ef þú ferð frá Reykjavík suðurströndina :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2009 kl. 08:49

25 identicon

Bergið er e-ð afbrigði af móbergi (breksía). Staðurinn ?  Nærri kirkjubæjarklaustri í síðu-mynduninni.

Kv. Sigurður

Sigurður Garðar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 17:36

26 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Sigurður, þetta er að sumu leiti rétt hjá þér, þetta er móberg sem hefur að öllum líkindum myndast við gos undir jökli. Staðsetningin er ekki rétt, það þarf að fara enn austar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 08:38

27 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kjartan, það er amk ljóst að að þessum fossi hef ég aldrei komið. Væri ekki bara gaman ef þú tækir að þér að fara með okkur þarna austur?

Er þetta vestan við Vatnajökul eða enn austar?

Baldvin Jónsson, 29.4.2009 kl. 12:43

28 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er suð-vestan við rætur Vatnajökul og mjög flott svæði. Vinsælt göngusvæði. Það er lítið mál að skutlast þangað inn eftir með þér Baldvin þegar lítið er í ánum og örugg vöð :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.4.2009 kl. 15:30

29 Smámynd: Baldvin Jónsson

Inn við Núpsstaðaskóg?  Hef til dæmis ekki komið þangað og alltaf langað að sjá. Skilst að þar sé eitt lengsta vað á landinu og varasamt fyrir þá sem ekki þekkja.

Baldvin Jónsson, 30.4.2009 kl. 17:08

30 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það mun rétt vera :)

Mikið var, en fossinn er nafnlaus að ég held og einn af mörgum á þessari fallegu gönguleið. Vaðið er varasamt og fór ég einbíla þarna inn úr með hóp fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn. Ég fann þetta fína vað yfir ánna þar sem hún skipti sér í 3 ála og ók á kanti undan straumnum og allt gekk vel. Síðan fór ég með hópinn og gekk inn að fossunum sem er mjög fagrir innst í dalnum og þurfti að vaða nokkrar ár á leiðinni. Tveir af ferðalöngunum vildu ekki með og var annar eitthvað slappur til fótanna. Til öryggis skildi ég lykilinn eftir ef eitthvað kæmi upp á. Þegar ég kem til baka og ætla að keyra bílinn, að þá var framdrifið í bílnum brotið og kom þá í ljós að annar af þeim sem var eftir hafði stolist til að fá bílinn lánaðan til að skreppa á kamar sem var þarna í næsta nágrenni og vildi hann auðvita ekki kannast við að það hefði nokkuð gerst. En ég þurfti því miður að aka til baka í afturdrifinu hlustandi á brothljóðin í framdrifinu. Ég hitti ekki alveg á sama vaðið á bakaleiðinni og virtist hafa farið fram af sandbakka og fékk ég að svitna þegar vatni var farið að ná yfir húddið á bílnum en við sluppum með skrekkinn í þetta skiptið.

Hér má svo sjá myndir úr þessari flottu ferð:

http://www.photo.is/08/08/1/index_14.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.5.2009 kl. 00:45

31 Smámynd: Baldvin Jónsson

Flottar myndir Kjartan og magnaður staður greinilega.

Má tjalda þarna?

Baldvin Jónsson, 1.5.2009 kl. 10:08

32 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er ferlega "skúffaður"  .. það er spurt um nafn á nafnlausum fossi.. I feel tricked ;)

Ég hef aldrei komið á þetta svæði og ef ég kemst ekki í sumar er frekar ólíklegt að ég komist þangað nokkurntímann því ég hef ákveðið að flytja af landi brott í sumar.

Óskar Þorkelsson, 1.5.2009 kl. 10:31

33 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Baldvin: Ég sé því ekki neitt til fyrirstöðu að tjalda þarna enda er nóg pláss og lítið um mannaferðir. Þarna er líklega búið að útbúa hreinlætisaðstöðu og flott WC og í raun gert ráð fyrir því að gönguhópar séu þarna á ferð.

Óskar: Sæll og fyrirgefðu mér óþekktina með þennan blessaða foss. Ég skil vel að þú sért "skúffaður". Það er bara svo mikið af fossum á þessu svæði að það væri líklega verðugt verkefni fyrir heimamenn að skreppa á svæðið og skrá þá og gefa þeim nafn.

Það er í raun til annar foss sem heitir "Nafnlausi foss" og hann má sjá nánar hér:

http://www.photo.is/pic/1007Nafnlausi_Foss2.jpg

Loftmynd af bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi. Ef smellt er á mynd, þá má sjá stækkaða panorama-loftmynd af svæðinu (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)


Nafnlausu foss, Iceland Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Sá foss er inni á Fjallabaki syðra og mjög flottur og má lesa aðein um ferð þangað hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348766/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.5.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband