STÚDENTAKORT VIRKA VEL Í EGYPTALANDI!

STÚDENTAKORT VIRKA VEL Í EGYPTALANDI!

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Viðureignin við Hassan Hóteleiganda - Mannlífið í Lúxor 14. Feb. 2009 Laugardagur

Fróðlegt er að lesa þessi stóru og alvarlegu tíðindi hvað varðar kerfisbilun hjá HÍ varðandi skráningu á "Stúdentakortum".

Það minnir mig á skemmtilegan atburð sem átti sér stað í ferð í Egyptalandi núna fyrir stuttu. En hægt er að sjá m.a. nýlegt blogg um flug með loftbelg á umræddu svæði í 4 færslum hér í blogginu á undan.

Í ferðinni var einn áfangastaðurinn bær sem heitir Luxor og liggur hann við ánna Níl.

Hér er stigið út úr gamalli næturlest í bænum Luxor snemma að morgni eftir að hafa ekið með lestinni frá Kaíró í um 9 klukkustundir. En það hentar vel og í leiðinni sparast hótel í eina nótt.

Sleeper train from Cairo to Luxor. "A first class night train" 9 hours trip! First-class overnight train from Ramses Station in Cairo incl. breakfast and lunch. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það voru nokkur atriði sem stóðu sérstaklega upp úr í þessari ferð og voru minnisstæð.

Það fyrsta er maður sem er mikið kvennagull, Hassan að nafni. Hann er víst ekki mikið fyrir augað enda eineygður og minnti meira á sjóræningja og rekur hann Hótel Viagra (Venus). Hann er Egypti giftur japanskri konu. Það merkilega við þennan auðuga hóteleiganda er að á meðan konan hans býr í Japan að þá rekur hann hótel sitt í Egyptalandi.

Eins og sönnum múslima sæmir, að þá var hann minnisstæður fyrir margt eins og að þegar við heimsóttum karlinn eitt skiptið, að þá gengu tvær japanskar ofurskutlur út úr svefnherberginu hans. En Japanir eru víst þekktir fyrir ansi skrautlegt líf í svefnherberginu og það á greinilega við Egypta líka. Aðra stundina þurftum við svo að hlusta á hann með tárin í auganu um hversu slæmur hann væri og hvað hann syndgaði mikið og að hann ætti engan vegin skilið sína góðu eiginkona í Japan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En umræddur Hassan er með lítið hótel sem nýtur mikillar vinsældar og hann beitir öllum brögðum til að ná í nýja viðskiptavini. En einn af hans útsendurum beið á lestarstöðinni til að fanga nýja ferðamenn sem koma grænir með lestinni frá Cairo á hverjum degi. Við urðum auðvita eitt af hans fórnarlömbum.

En þannig var að við höfðum óskað eftir því að það yrði náð í okkur á lestarstöðina frá hótelinu sem að við skráðum okkur á í gegnum netið (Hótel Bob Marley - Hotel Sherif). Við spurðum til vegar og hvort að umræddur útsendari væri að bíða eftir okkur og hann svaraði auðvita "já" en í stað þess að aka okkur á Hótel Bob Marley (Hotel Sherif), að þá var farið með okkur beinustu leið á Hótel Venus! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Frá fyrstu mínútu var byrjað á að reyna að selja okkur alskyns pakka og ferðir og auðvita allt á uppsprengdu verði. En eins og gefur að skilja, að þá höfðum við lítinn verðsamanburð. Það var bókstaflega stjanað við okkur í einu og öllu og vorum við með einkabílstjóra í boði Hassan sem sá fyrir öllum okkar þörfum. Við féllumst að lokum á að kaupa af umræddum Hassan flug með loftbelg næsta dag fyrir 350 pund á mann ásamt því að fara í hálfs dags ferð yfir í Valley of Kings.

En áður vildi Hassan í sinni góðmennsku að við myndum útbúa "Teacher og Student Card" eða Kennara- og Stúdentakort til að fá aðgang inn á öll söfnin á hálfvirði!

En til að svo mætti verða, að þá þurfti að fara í passamyndatöku með tilheyrandi veseni. En það munar umtalsverðu í ferð til Egyptalands að hafa slíkan passa við höndina enda er ca. helmingur af "öllum" ferðakostnaði í Egyptalandi aðgangseyrir! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá starfsmann útbúa "stúdentakort" snarlega og virðist þetta vera mjög algeng þjónusta sem að veitt er ferðamönnum og margir nýta sér. Á eftir var ég svo orðin Prófessor Sigurdsson in Archeology og Heng Student ... :)

Eftir allar þessar sviptingar, að þá reyndi Hassan að fá okkur færð af ódýra hótelinu yfir á sitt, en konan mín lét sér ekki segjast og sagðist treysta umræddum Hassan svona rétt mátulega. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Að lokum vorum við keyrð yfir á upprunalega hótelið og mátti greinilega sjá að Hassan var ekki alveg sáttur við sitt hlutskipti í baráttunni við konuna mína. Við áttum síðan ágætt spjall við hóteleigandann á Hóteli Bob Marley og taldi hann það vera lítið mál að eiga við Hassan og sagðist geta útvegað okkur ferðina með lofbelgi fyrir 250 egypsk pund! Seinna kom í ljós að það var skollið á stríð milli þessa tveggja hóteleiganda um mig og konuna og að sjálfsögðu nutum við góðs af því í verulega lækkuðum verðum. Um kvöldið vildi konan fara til Hassan og heimta að fá endurgreitt fyrir loftbelgsferðina og kom þá í ljós að hinn hóteleigandinn var mættur á staðin og þeir greinilega góðir vinir. Hassan átti von á okkur og var komin með mótleik og bauð nú loftbelgsferðina á 200 pund á mann sem að við samþykktum ásamt fínum veitingum og skemmtilegu spjalli þá um kvöldið. En Hassan varð að viðurkenna að hann hefði aldrei lent í konu sem væri svona erfið í viðskiptum eins og konan mín! Hassan hafði fengið sér aðeins í tánna þetta kvöldið og varð því óvenju lausmáll og voru það ótrúlegar sögur sem fengu að flakka þetta kvöldið. En velsæmisins vegna læt ég þær sögur kjurt liggja að sinni (svona að hætti Davíð Oddsonar til betri tíma). En eitt vorum við þó sammála um, en það er að japanskar og kínverskar konur væru alveg sér á báti :)

Lífsspeki Hassans var ótrúleg og var þar greinilega reyndur og klár maður á ferð. Hann gagnrýndi egypskt kerfið og sá ég að margt sem hann benti á mætti yfirfæra yfir á Ísland þessa dagana. Hann talaði um hvernig embættismenn eins og tollarar snéru við öllum hans farangri þegar hann kæmi reglulega frá Japan og kallaði hann það helv. öfund í sinn eigin garð frá sínum samlöndum.

Hassan lét egypska karlmenn fá það óþvegið og byggði sína lífskoðun að sjálfsögðu á því að hann hafði ferðast víða um heim og séð hvernig aðrar þjóðir lifa. Það sama gilti um hinn hóteleigandann sem var ungur af árum og tjáði okkur að hann væri ný komin með visa til USA og væri að flytja þangað til Ameríska kærustu.

En ég held að Hassan sé einmitt málið fyrir þjóð eins og Egypta, hann lætur ekki berast með straumnum og er harður í að gagnrýna kerfið, en það er eitthvað sem veitir ekki af í Egyptalandi.

Það merkilega við þessa ferð er að allir vildu Egyptarnir fá að kaupa konuna mína. Enda eiga egypskir karlmenn því ekki að venjast að konur séu að standa uppi í hárinu á þeim í harðri samningagerð. Fyrir mig var þetta alveg sérstaklega skemmtileg upplifun að fylgjast með öllu þessu sjónarspili úr fjarlægð þar sem íslömsk og kínversk menning tókust á. Oftar en ekki komu þeir svo vælandi til mín eftir að hafa gefist upp á að semja við þessa erfiðu konu. En þá passaði ég mig á því jafnan að benda alltaf á hana og að ég væri alslaus og konan sæi um peningamálin.

En svo er það annað mál hvort að þessi kort sem greinin fjallaði um voru notuð í ferðinni eða ekki. Ég vil benda fátækum námsmönnum, kennurum og öðrum Íslendingum á að þetta getur verið ágætt mótvægi við allt það peningaplokk sem annars er látið viðgangast í þessu landi :)

Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um flugið sem Hassan útvegaði má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/
mbl.is Þúsundum vísað úr HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kjartan þó! Prófessorar eiga ekki að dufla við stúdentana! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það gat svo sem verið að þetta komment kæmi og það frá þér :)

En þar sem að ég er ekki með neitt ofstæki í trúarbrögðum, að þá er iðrunin ekki að há mér neitt sérstaklega í því máli.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.3.2009 kl. 05:56

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þetta

Jón Snæbjörnsson, 5.3.2009 kl. 08:12

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Einhver verður að passa upp á siðferðið hjá ykkur grislingunum... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:18

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Eins og þú sjálf veist Lára, að þá er siðferði mjög afstætt og teygjanlegt hugtak. Oft ráða aðstæður eins og staður og stund miklu í slíku samhengi. Helstu trúarbrögð veraldarsögunar hafa reynt að gera þessu ágæt skil með því að prenta stórar bækur í miklum upplögum þar sem reynt er að fræða almenning um hvað er siðferðilega rétt og hvað ekki. En flestir læra siðferði af umhverfi sínu og með tímanum lærast óskráðar siðareglur manna á milli og frá kynslóð fram að kynslóð.

Ég skal að vísu viðurkenna að ég hef ekki gott mál að verja hér (og það vissi Lára vel) enda gaf ég höggstað á mér að ásettu ráði um málefnið og þá líklega til að sína fram á hversu ófullkomin heimurinn væri. Mikið að því sem að ég er að ljósmynda mætti flokka sem "Documentary photography" frekar en einhverjar háttstemmdar listrænar myndir og hef ég því látið fullt af myndum fljóta með sem eru bæði illa teknar og hreyfðar. Ástæðan er þá sú að það sem myndin hefur að segja hefur meira vægi. Oftast reyni ég að taka myndir af sem flestu "eins og hlutirnir eru" frekar en að reyna að hafa áhrif á atburðarrásina, þó svo að ég hafi að vísu verið þáttakandi í henni að þessu sinni. Hver nennir annars að lesa sögu "þar sem ekkert er að gerast"? Rithöfundar þekkja það vel að þeir hreinlega leita uppi atburði "þar sem eitthvað er að gerast" og ekki reyna að segja mér það að þú rennir ekki í gegnum slúðurblöðin til að lesa hvað þessi eða hinn var að gera. Fólk nærist á .... :)

Að vísu geng ég ekki eins langt og hann þessi hér:

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/03/04/spennusagnahofundur_i_midju_valdarani/

En þar grunar mig að hann hafi fengið upplýsingar um hvað væri að gerast úr innsta hring (CIA ...) áður.

En í þínum píslum skrifar þú mikið um "syndirnar sjö" og þá eilífu baráttu um hvað er rétt og hvað er rangt. Málið er að hversu slæmt sem þetta allt er, að þá er þetta kerfi sem mannskepnan hefur þróað með sér á mjög löngum tíma hreinlega til að komast af í þessum heimi. Við erum misjöfn af manni gerð og mismunandi hlutverk hæfir fólki með mismunandi hæfileika. Það vill svo til að sá sem er óforskammaður er hugsanlega sá sem er bestur til að reka fyrirtækið. En sá aðili þarf að eiga við fullt af fólki sem er í stöðugri samkeppni á ÖLLUM sviðum.

Ef við tökum Hassan sem dæmi sem greinin fjallar um, að þá hefur hann "Miður" gott orð á sér. Þrátt fyrir það talaði ég við fullt af mjög þakklátum starfsmönnum sem unnu hjá honum. Hassan talaði mikið um hugtökin "öfund", "klíkuskapur" og "einelti" og hvernig þau spiluðu mikið saman og hvað það væri vanmetið hvað það skemmdi mikið fyrir hjá mörgum sem væru að "reyna" eitthvað.

Hér er dæmi um eitt slíkt sem listamaður er að skrifa:

http://www.visir.is/article/20090303/SKODANIR03/306118734/-1

En eins og þú sérð, að þá er af nógu af taka og mig grunar nú að mitt siðferði sé nú ekki mikið síðra en þitt þegar málið verður gert upp á endanum. Forsendurnar eru bara mismunandi eftir því með hvaða augum er litið á málið.

En ég vil taka það skýrt fram að þú ert að gera mjög góða hluti og ég man EKKI eftir að hafa lesið einn einasta pistil frá þér sem er ekki nánast 100% réttur, hvernig sem að þú svo ferð að því :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.3.2009 kl. 07:58

6 identicon

Frábærar myndir frændi sæll !

Ég var einu sinni stödd í London með mínum E-XXX - við vorum stödd á veitingahúsi og þar kom aðvífandi sönglandi Ítali sem vildi að minn E-XXX keypti handa spúsunni sinni eina rós. 

Auðvitað vildi minn E-XXX endilega kaupa eitt stykki - og ég var látin borga... - Þú hefðir átt að sjá svipinn á Ítalanum - hvernig hann horfði á fylgdarsvein minn..

Hann líka buktaði sig og beygði fyrir mér... ég var MADONNA ... MIA... í hvert sinn sem hann labbaði framhjá...  (miðað við augnaráðið sem meðreiðarsveinninn minn fékk,  var sá marg dauður... )

Ég sé að þú manst ennþá eftir tímanum þegar þú hjólaðir um alla Reykjavík hérna í den - skítblankur og hamingjusamur!

Kær kveðja til ykkar  

Anna Kr. Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 00:33

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég kannast við margar svipaða sögur :)

En eins og sjá má, að þá er til mikils ætlast af okkur karlmönnum. Þessi grey þurfa í sífellu að "standa sig" gagnvart kvenþjóðinni. Það vill svo til að þær gera "kröfur" og það eru ófá stríðin sem konur hreinlega ætlast til að karlmenn heyi í sína þágu.

Ég man eftir einu skemmtilegu dæmi sem að ég upplifði í Frakklandi. Við sátum nokkrir félagarnir saman á veitingahúsi í suður Frakklandi og kemur þá ekki þessi rosalega fallega dama og sest á næsta borð. Það var ekki laust við að hópinn setti hljóðan og allir sem einn voru að gjóa augunum á þessa gyðju.

Tíminn leið og hún sat ein og var öllum stundum að líta á klukkuna, eins og hún væri að bíða eftir einhverjum. Skyndilega kallar hún á þjóninn og réttir honum miða sem hún hafði verið að skrifa og bendir í áttina að borðinu okkar. Þjónninn gengur að borðinu okkar og réttir einum úr hópnum miðann. Á miðanum stóð að hún vildi að viðkomandi kæmi yfir til sín og settist hjá sér út að því að maður sem hún hefði mælt sér móts við hefði ekki komið á réttum tíma og því vildi hún hafa annar karlmann hjá sér sitjandi við borðið þegar hinn rétti léti sjá sig.

Segið svo að konur kunni ekki að refsa :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.3.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband