NÚ RÍÐUR Á AÐ TAKA RÉTTAR ÁKVARÐANIR!

Nú þurfa Íslendingar að standa í báðar lappir og standa "FASTIR" á sínu eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina (Þorskastríðið).

Það er greinilegt að alþjóðasamfélagið er ekki alveg sátt við þessa frábæru lánatillögu sem kom óvænt á elleftu stundu snemma að morgni frá Rússneska sendiherranum.

Ekki skal vanmeta Rússa í þessum leik, en Rússar hafa löngum verið skákmenn góðir ekki síður en Íslendingar.
Að sjálfsögðu eru Rússar með öflugt njósnanet og búnir að fylgjast vel með því sem hér er að gerast og hvernig búið er að leiða Íslenska bankakerfið til slátrunar án þess að Ameríkanar, Evrópubandalagið eða frændur vor Skandínavar réttu litla putta til hjálpar. Verst var að sjá hvernig vinir vor Bretar komu svo í lokin og greiddu náðarhöggið til að flýta fyrir fallinu.

Fróðlegt væri að vita hver væri hin raunverulega skýring á öllu þessu sjónarspili?

Því er þessi örvænting í gangi að koma endilega Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) að í þessu máli? Þar sem ALLT snýst um að verja hagsmuni og að endanum láta Íslendinga taka á sig ALLA ÁBYRGÐIR til langframa á skuldum bæði í Englandi og Hollandi?

Nútíma hernaður er ekki lengur háður með vopnum, heldur peningum og með þeirri krísu sem Íslendingar eru að lenda núna, þá er í raun verið að breyta Íslensku þjóðinni í vaxtarþræla um ókomin ár þar sem allur þjóðarauðurinn verður sendur jafnóðum úr landi í hendurnar á ...?

Nú væri ráðið mitt í öllum þessum darraðardansi að hringja líka í Kínverska sendiherrann og kanna lánamöguleika þar og að sjálfsögðu undir þeim formerkjum að lofa að skamma Björk aðeins í staðin :)

Líklega er þessi fjármálakrísa sem nú er í gangi, dæmi um einhverja þá mestu tilfærslu á fjármunum í sögunni og hverjir skildu nú hagnast í raun? Hvar eru blaðamennirnir okkar? Er ekki komin tími á að virkja "Follow The Money" aðferðina núna?

En hvað varð annars um alla þessa milljarða, varla hafa þeir bara gufað upp?

Varðandi lánið frá Rússum, þá man ég ekki eftir að Rússar hafi verið að koma neitt sérstaklega illa fram við Íslendinga hér á árum áður.

Núna eiga ráðamenn að spýta í lófanna og nýta sér eitt stærsta net af sendiherrum sem þessi litla þjóð hefur yfir að ráða og beita þeim ÓSPART í þessari baráttu.

Svo mörg voru þau orð.

Kjartan


mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ!las þetta hratt yfir,er að skreppa í sveitina er sammála (ég er ekki hrædd við Rússa)Englendingum fannst þeir mega skaka inn í fjörðunum okkar með afkastamilkil veiðarfæri á síðustu öld.Minnisstætt og sorglegt þegar við misstum,menn sem reyndu á smábátum að hrekja þessa úlfa úr miðjum Dýrafirði.´Fer í sveitina þoli ekki að hugsa meira ljótt. Kveðja frá öllum.

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er alltaf auðvelt að lýsa yfir stríði í svona krísu eins og nú ríður yfir þjóðina, það er í raun ódýr og einföld leiðin til að þjappa fólki saman og beina athyglinni frá vonlausum valdhöfum. En hvernig er þetta annars með Davíð, ég hélt að það væri farið að hitna undir rassinum á honum. Svo skil ég ekki hvað Seðlabankinn er er að gera með háa stýrivexti þegar allt er hrunið? Er eitthvað fjármagn í umferð sem þeim er ætlað að hafa áhrif á? Ég bara spyr?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 16:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maður auðvitað fljótur að rjúka upp í reiðikasti og finna Bretum allt til foráttu.Á sama tíma miklast ég af Íslendingum,þessari vel menntuðu þjóð,sem lætur ekki allt yfir sig ganga án þess að svara fyrir sig.Þori að fullyrða að í því erum við best.Mér er svo minnisstæður þáttur sem sýndur var fyrir mörgum árum,af Ólafi Ragnari forseta sitja fyrir svörum með eldheita ensku pressuna skjótandi föstum skotum vegna útfærslu landhelgi okkar (í 200 mílur?) hann var sko kúl .Mér fannst Geir líka góður,staða hans er þó mun erfiðari.  Pólitísk kona????   jæja Íslandi allt!

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2008 kl. 02:43

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér má svo skoða áhugaverða umræðu í framhaldi af þessu spjalli hér á undan:

Orrustan um Ísland http://vga.blog.is/blog/vga/entry/670376/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.10.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband