BJARNARFLAG, MÝVATN - KORT OG MYNDIR

Hér má sjá loftmynd af Bjarnarflagi við Mývatn. Á myndinni má sjá Kísilgúrverksmiðjuna sem nú er búið að leggja niður og Reykjahlíð og Mývatn í bakgrunni

Picture of oldest steam Power Station in Iceland at Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sunnarlega í Bjarnaflagi má sjá Jarðböðin við Mývatn. Bjarnarflag er háhitasvæði og hitinn er svo mikill þarna á svæðinu að hægt er að rækta þarna kartöflur allt árið. Einnig hef ég heyrt að á gólfi í einum af húsum Kísilgúrverksmiðjunnar hafi verið hægt að steikja sér egg!

The Mývatn Nature Baths. Containing various minerals, the alkaline waters have special qualities especially good for bathers, not least because their mineral content hinders the growth of undesirable bacteria and plants and thus renders the use of chlorine and other disinfectants unnecessary. The three steam baths trap pure, unpolluted natural vapours rising straight out of the ground. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft til norðurs í átt að Bjarnarflagi. Jarðböðin við Mývatn eru fremst í myndinni.

Picture of oldest steam PowerStation in Iceland at Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gufuaflstöðin í Bjarnarflagi er fyrsta gufuvirkjun landsins og var gangsett árið 1967. Virkjunin var jafnframt ein hin fyrsta sem byggð var í heiminum á þeim tíma.

Virkjunin í Bjarnaflagi hefur verið að skila um 2-3 MW og séð byggðinni á svæðinu fyrir orku og Kísilgúrverksmiðjunni á meðan hún starfaði. Picture of oldest Power-Station in Iceland at Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi sprunga gengur í gegnum Mývatnssvæðið og Bjarnarflag þar sem núverandi virkjun er. Lengi vel var hægt að baða sig í "ánni" sem rennur í gegnum sprunguna en eftir eldgosin í Gjástykki og við Kröflu, þá hitnaði svo mikið að svæðinu að ekki var lengur hægt að baða sig þar.

Picture of rift going through Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki langt undan er Hverarönd sem er austan megin í Námafjalli þar sem Námaskarð er.

Picture of mountain Namafjall and Hverarond hot spring area close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá kort sem að ég útbjó sem sýnir Mývatn og staðsetningu á núverandi virkjun í Bjarnarflagi vestan undir Námafjalli rétt hjá Reykjahlíð.

Map of new old Power Station in Bjarnarflag under mountain Namafjall close to Reykjahlid at lake Myvatn in Iceland (smellið á kort til að sjá myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband