LAXÁRGLJÚFUR - STÓRA LAXÁ Í HREPPUM

Þetta er því miður ekki fyrsta slysið sem er að koma upp í gljúfrunum í Stóru -Laxá í Hreppum.

26.7.2007 eða fyrir rúmu ári síðan féll maður í gljúfrinu og má lesa um það hér:

Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270966/

og tengdist það þá þessari frétt hér á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07/26/mikid_slasadur_eftir_ad_hafa_fallid_nidur_laxarglju/

Ég hef verið talsmaður þess að þarna væri flott útivistar- og göngusvæði enda hrikalega flott landslag þarna á ferð. En greinilegt er að það er margt sem ber að varast þarna. Tvö slys á einu ári er einfaldlega of mikið.

Hér byrja hin eiginlegu Laxár-Gljúfur sem er rétt fyrir ofan bæinn Kaldbak sem er efsti bærinn í Hrunamannahrepp á þessu svæði

Ég átti þess kost á að fljúga yfir Laxárgljúfur í september árið 2005 og tók þá þessa myndaseríu. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Veiðistaðir eru margir á þessu svæði en mjög erfitt er að komast niður í suma þeirra.

Flogið er upp eftir gljúfrinu til norðurs og má sjá stærðarhlutföllin á mótorsvifdrekanum sem er pínu lítill miða við sjálf gljúfrin. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flogið er upp eftir Laxárgljúfrunum til norðurs. Stóra-Laxá hefur grafið sig í gegnum mjúkt móbergið og formað það og mótað á löngum tíma

Laxárgljúfur í Stóru-Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og eins og sjá má á eftirfarandi myndum, þá eru gljúfrin hrikaleg í alla staði

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Á svæðinu er auðmótanlegt móberg eða sandsteinn sem vatn og vindur á auðvelt með að forma. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Laxárgljúfur eru ein hrikalegustu gljúfur sem finna má á Suðurlandi

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flugmaðurinn á mótordrekanum sem ég er að mynda er Jón Sveinsson kokkur. Hann flýgur á Aeros mótordreka með Rotax 912 mótor. Sem er 08 hp og mjög gangöruggur fjórgengismótor.

Á meðan flýg ég með Árna Gunnarssyni fisflugmanni og mynda með hurðina opna á nýlegri Skyranger fisflugvél. Myndirnar eru teknar í september 2005. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margar kynjamyndir má sjá á leið sinni upp eftir gljúfrinu. Hér má sá eitt ef kennileitum sem ungt og lítið mótað land hefur.

Hér er móbergið hálfmótað og margar kynjamyndirnar ef betur er að gáð. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég er með greinagóða lýsingu á gönguleið um svæðið sem að var verkefni hjá mér í gönguleiðsögn í MK á sýnum tíma.

Á sínum tíma útbjó ég ásamt Ingu Sigríði Ragnarsdóttur og Ásgerði Einarsdóttur verkefni í gönguleiðsögn í MK. Fyrir valinu var að ganga um þetta svæði þar sem fara átti frá Kaldbak meðfram gljúfrinu að austanverðu upp í Kerlingarfjöll.

Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270966/

Hér má svo sjá nýlega mynd sem tekin er rétt fyrir ofan brúnna á Stóru-Laxá.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá aðra nýlega mynd sem tekin er rétt fyrir ofan búnna á Stóru-Laxá.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En eins og sjá má, þá er íslensk náttúra stórbrotin og varasöm. En benda má á að leiðin vestanmegin við gljúfrin henta mun betur til göngu.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Talinn hafa fótbrotnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

VÁ! Glæsilegt og hrikalegt svæði. Ég panta hér með nokkrar flugferðir með þér næsta sumar! Verð að sigrast á lofthræðslunni. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Arnþór Ragnarsson

Flottar myndir Kjartan að vanda, kkv. AR

Arnþór Ragnarsson, 12.9.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þetta - þetta langar mig að skoða einn góðan veðurdag

Jón Snæbjörnsson, 12.9.2008 kl. 12:52

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Svæðið er flott, þessar myndir eru teknar í September 2005, svo það er enn hægt að fljúga. Er bara ekki á landinu eins og er. Það stóð nú alltaf til að bjóða hópnum úr leiðsögunáminu í smá flugtúr en bara aldrei orðið af því.

Þú þarft nú ekki að vera hrædd við að fljúga í svona flygildi Lára, þetta er svona jafn leiðinlegt eða skemmtilegt og að aka bíl þegar þú ert búin að gera nóg af því :)

En hér er ein þýsk kona sem hafði samband við mig og bað mig um að fljúga með sig. Hún vildi helst fara á Snæfellsnes en ferðin endaði upp að Langjökli seint um kvöld - æði flug.

En annars er þessi kona læknir og komin a eftirlaun og langaði svona til að lifa lífinu smá :)

http://www.photo.is/08/06/6/index.html

Takk fyrir innlitið Arnþór.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Jón,

Þetta svæði er falin náttúruperla sem er stutt frá Reykjavík. Alveg kjörið göngusvæði.

Spurning hvort að það þurfi að fá leyfi hjá stórbóndanum www.jonas.is á Kaldbak til að ganga um svæðið. En ég á varla von á því að það verði vandamál. Mig grunar nú að svona "afdala" bændur hafi ekkert á móti því að fá fólk í heimsókn og smá kaffispjall :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 13:14

6 identicon

Þessi gljúfur eru svakalega flott.  Rérum þau í fyrrasumar í svona miðlungs vatni og get staðfest að fegurðin er ekki minni séð neðan úr gljúfrunum :-)

Flottar myndir! 

Jóhann (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott að menn eru búnir að átta sig líka á þeim möguleika að róa niður þessi gljúfur. Spurning hvort að þarna sé komin nýr möguleiki á ferðaþjónustu í stað þess að vera að alltaf að horfa á jökulárnar Hvítá og Markarfljótið? En landslagið þarna er alveg hreint magnað.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 14:00

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

kom.sá,hreifst,  takk.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2008 kl. 03:20

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Helga, þá er bara að skella sér í sveitina. En Skeiðaréttir eru í dag og á ég ekki von á öðru en að þú og fl. skelli sér þangað. Að vísu er orðið meira um fólk í þessum réttum en fé.

Ég er að koma með mjög áhugavert blogg sem ég vona að þú skoðir vel og vandlega :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.9.2008 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband