AÐ LENDA ÚTI Á TÚNI - 178 SEK. REGLAN Í FLUGI!

Það er nóg af túnum í kringum flugvölinn á Egilsstöðum. En undarlegt að lenda svona langt fyrir utan braut þegar risastór braut er þarna rétt hjá.

Þegar farið er að kanna málið betur, þá kemur í ljós að skyggni var mjög lítið og komið kvöld. Flugmaðurinn hefur líklega lent inni í skýjum og prísað sig svo sælan að ná út úr þeim óhultur og því ákveðið að lenda strax á næsta túni áður en hann lenti í annarri eins krísu.

En hver er 178 sek. reglan?

Sú regla fjallar um það að ef þú lendir inni í skýi, þá átt þú eftir 178 sek. ólifað ef þú hefur ekki blindflugsreynslu!

Árið 1990 voru gerðar prófanir á 20 flugmönnum með sjónflugsréttindi (VFR) í Háskóla í USA (University of Illinois). Þeir voru allir látnir fljúga óundirbúnir inn í ský og voru ALLIR búnir að missa stjórn og krassa flugvélinni á bilinu 20 til 480 sek. Út úr þessum rannsóknum fékkst meðaltal eða talan 178 sek.

Flugturninn á Egilsstöðum í góðu veðri.

Hringflug fisflugmanna í júlí 2004 um Ísland. Picture of ultralight or trike flying around Iceland in 2004. Airport at Egilsstadir. (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson WWW.PHOTO.IS (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er því ákaflega mikilvægt að halda sig langt frá öllum skýjum. En öðru máli gildir með flugvélar sem eru útbúnar blindflugsbúnaði.

Hringflug fisflugmanna í júlí 2004 um Ísland. Picture of ultralight or trike flying around Iceland in 2004. Airport at Egilsstadir. (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson WWW.PHOTO.IS (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ætli þetta sé túnið? En oft er gott að lenda á túni svo lengi sem það er sæmilega slétt og nýslegið!

Hér er flug á Egilsstaði á fisi 2005. Picture of ultralight flying over highland to East-Fjord of Iceland in 2005. Airport at Egilsstadir. (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson WWW.PHOTO.IS (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá meira af myndum frá Egilsstöðum:

Fokker 50 reynist gríðarlega vel við Íslenskar aðstæður http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358262

NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA Í SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA http://photo.blog.is/blog/photo/entry/552883/

og hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/584517

En ég þekki þessa upplifun af eigin raun því að ég lenti í nákvæmlega því sama fyrir mörgum árum síðan og hef heitið því að fljúga ekki inn í þoku af óþörfu síðan. Segi frá þeirri sögu seinna :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Flugvél lenti utan flugbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband